Morgunblaðið - 02.11.1997, Síða 34

Morgunblaðið - 02.11.1997, Síða 34
34 SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1997 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ BÚRFELLSLÍNA 3 A - UMHVERFISSLYS EIN af auðlindum okkar íslendinga er viðáttan, fámennið, landið sjálft, ‘ósnortin fjöll og dalir, öræfi hraun og jöklar. Brejrtingar eru örar í heimi hér og örari en áður var. Fjárfesting í virkjunum og álverum er ofarlega á baugi og framtíð ís- lendinga talin ráðast af því. Hagtöl- ur eru jákvæðar víðast hvar og hagvöxtur. Peningar og verðbréf vaxa og dafna í bönkum og sjóðum. Aðrir mælikvararðar eru á hinn bóginn uggvænlegri. Mannkyni fjölgar sem nemur íslensku þjóðinni á dag. Jarðvegur að rúmtaki Esj- unnar fýkur til sjávar á ári, eyði- merkur stækka sem nemur 'h ís- landi á ári. Skógar eru ruddir um- fram það sem plantað að jafngildi ^3/4 flatarmáls landsins á ári. Fiski- stofnar hrynja af ofveiði um víða veröld, einnig hérlendis. Koltvísýr- ingur er vaxandi vandamál og svo má_ lengi upp telja. Út frá þessum raunveruleika og í þessu samhengi verður að meta lítt snortnar víðáttur landsins, hreinleikann og einsemdina. Fátt er eftirsóknarverðara í heimi hér 0g eftirspum fer vaxandi. Hvernig á að meta víðáttu til fjár? Við verð- um að sjást fyrir og fara varlega og fara vel með landið. Umhverfisslys Búrfellslína 3 A er á kafla mikið slys og meira en flestir gera sér grein fyrir. Frá Búrfelli í Gríms- nesi, að Orustuhól á Hellisheiði er nú ruðst með veg og mikil línu- stæði 20 km leið, þvert yfir lítt snortið land að nauðsynjalausu. 5 km kafli er algerlega óréttlætanleg- ur og er hann frá Kyllisfelli í Grafn- ingi yfir í Bitru við Hellisheiði. Þar er farið sunnan við Álftatjöm og yfir hverasvæðið á Ölkelduhálsi með veg og yfírþyrmandi línu. Þá verður línan einnig yfirgnæfandi niður alla Bitmna og mun bera við himin á löngum kafla frá Hellis- heiði séð. Margir þekkja þetta svæði og hafa gengið upp annan hvom dal- Þama er smágert og viðkvæmt landslag, Fjallabak eða Lónsöræfi suðvesturkj álkans, segir Ami B. Stefánsson, og svæðið hefur mikið úti- vistargildi. inn, Grændal eða Reykjadal, upp af Hveragerði og yfír í Grafning, eða öfugt. Ýmsir hafa fengið sér bað í heita læknum í Klambragili og jafnvel fleiri lækjum. Svæðið hefur mjög mikið útivistargildi, um það liggja nú gönguleiðir þvers og kmss. Þama em afar fjölbreyttir hverir. Á hundraða hektara hvera- svæði em ölkeldur, heitar upp- sprettur, vatnsaugu, gufuaugu, brennisteinsútfellingar, dmllupyttir af ýmsum gerðum sjóðandi og fmssandi. Aðeins goshveri vantar. Fjölmargir heitir lækir em á svæð- inu. Ölkelduhnúkur og fagurlitir botnar dalanna tveggja eru gegn- soðnir af hverahita. Landslagið er smágert og fínlegt. Hrómundar- tindur, Tjarnarhnúkur, Laki, Kyllis- fell, Dalskarðshnúkur og Ölkeldu- hnúkur standa 50:150 m yfír um- hverfí sitt. Grunn Álftatjömin fellur vel inn í landið milli Kyllisfells (þar býr Giljagaur) og Tjamarhnúks. Skammt norðaustur af Álftatjörn- inni em Katlatjarnir, magnaðir sprengigígar frá síðustu ísöld. Suð- ur af er Klambragilið og ölkeldurn- ar þar og að ekki sé minnst á heita lækinn, einn mesta læk sinnar gerð- ar á landinu, allt að því jafngildi Landmannalauga. Þar eru upptök Varmár og varminn að mestu það- an. Þetta fíngerða fjölbreytta lands- lag þolir á engan hátt fyrirhugaða línu og vegagerð svo vel fari. í þessu samhengi má geta þess að undirbúningur var í gangi að stofn- un sérstaks Dalafólkvangs og vísast þar í Náttúruminjaskrá frá 1981. Þama er smágert og viðkvæmt landslag, „Fjallabak eða Lónsöræfi“ suð- vesturkjálkans. Aðrar leiðir Upphaflega var ætl- unin að leggja Búr- fellslínu 3 A um Grafn- ingsháls og meðfram línunum tveim sunnan Hveragerðis. Hvera- gerðisbær, sem hefur lítið landrými taldi það af og frá, þar sem slíkt þrengdi að framtíðar- byggingarsvæði bæjar- ins. Næst kom tillaga um leið rétt norður af Hveragerði, en m.a. Garð- yrkjuskólinn taldi það alls ófært. Eitthvað var norðurleiðinni með- fram línunum um Grafning fundið til foráttu, ekki var mikið látið á það reyna. í stað þess þannig, eins og eðlilegast var, að leggja línuna meðfram einu af fjórum til fimm línustæðum til Reykjavíkur og sam- nýta vegi og slóða, eða bara end- umýja eina þeirra, flæmdist Lands- virkjun á fjöll og ný leið var fund- in. Það þvældist þó mikið fyrir mönnum, sem von var, að koma línunni sómasamlega frá Laxár- dal/Kyllisfelli yfír í Bitru, enda er það ekki nokkur lifandi leið. Leyfi fyrir línunni var fengið 1989 hjá þeim 13 sveitarfélögum sem línan liggur um. Línan liggur frá virkjunum á Þjórsár-Tungnaársvæð- inu, til Reykjavíkur. Náttúruvemd- arráð breiddi blessun sína yfir um- rætt línustæði, en var þó í nokkmm vandræðum með Klambra- gils/Ölkelduhnúkssvæðið. Miðað við hugmyndir um Dalafólkvang og sé hugsað til málavafsturs Náttúm- vemdarráðs út af skálabyggingu í Klambragili er reyndar óskiljanlegt að ráðið skyldi samþykkja línuna og vegagerð henni tilheyrandi fyrir sitt leyti. Mat á umhverfisáhrifum Þeim sem þetta ritar hefur verið kunnugt um fyrirhugað línustæði í fáein ár. í fyrstu virtist afar ólík- legt að til framkvæmda kæmi vegna ástands á álmörkuðum, það breytt- ist síðan, eins og allir vita. Lög um umhverfismat tóku gildi 1993 og taldi hann í einfeldni sinni að línan mundi falla undir þau. Þegar álverð fór síðan að hækka var hugsanlegt að til framkvæmda gæti komið. Því var málið kannað með fyrirspumum í mars sl. Þar kom fram sú skoðun, „að óhugsandi sé að línan sem leyfí fékkst fyrir ’89, komi til fram- kvæmda“. „Það sé einfaldlega óraunhæft að leggja 220 kv línu eins og aðstæður eru í dag.“ „Breytt lína fer örugglega í umhverfismat og þá er nægur tími til athuga- semda.“ Þá kom fram sú skoðun að jafnvel „óbreytt lína ætti að fara í mat á umhverfisáhrifum", þó gæti slíkt hugsanlega verið teygjan- legt. Einnig kom upp, að „álitamál geti verið hvenær umrætt leyfí frá ’89 fymist, eftir að lög um mat á umhverfísáhrifum tóku gildi“. Landsvirkjun sendi sl. sumar út útboðslýsingar að veg og undirstöð- um fyrir 400 kv línu og þá fóru hlutimir að gerast hraðar. Stjórn- sýslukæra kom fram frá Umhverf- issamtökum íslands og fleirum. Umhverfísráðherra tók kæmna til greina og úrskurðaði að mat á um- hverfisáhrifum línunnar skyldi fara fram. Hvað er Landsvirkjun að gera? Þrátt fyrir úrskurð um mat á umhverfís- áhrifum 400 kv línu, heldur Landsvirkjun framkvæmdum áfram af fullum krafti á þeirri forsendu að fullt leyfi sé fyrir 220 kv línu. Línu sem flytur fjórð- ung á við hina. Línu sem er beinlínis óhag- kvæm. Línu sem kost- ar 2,2 milljarða, en hin, fjórum sínnum öflugri kostar 2,9 milljarða. Margir telja eðlilegt að meta 220 kv línuna m.t.t. umhverf- isáhrifa þrátt fyrir leyfið frá ’89 og væri það í takt við tímann og umhverfisstefnu Landsvirkjunar. Reyndar verður að meta hana vegna samanburðar (sjá síðar). Landsvirkjunarmenn halda áfram með línuframkæmdir á þeirri forsendu að þeir hafí leyfí fyrir línu, sem hinsvegar er svo óhagkvæm að það borgar sig ekki að leggja hana eins og aðstæður eru í dag. Þörf er á 400 kv línu hvort sem er. Þeir treysta því að mat á um- hverfisáhrifum verði þeim og 400 kv línunni í hag. Hvað, ef svo verð- ur ekki, ætlar Landsvirkjun raun- verulega að reisa þessa óhagkvæmu 220 kv línu? Landsvirkjun hefur falið Línuhönnun hf. að gera úttekt á 400 kv línunni m.t.t umhverfis- áhrifa. Til að meta megi málið verð- ur að meta áhrif 220 kv línu einnig og bera saman mismun á umhverf- isáhrifum 220 kv og 400 kv línu. Hvað ef forsendur eru ekki einu sinni fyrir 220 kv línu? Brýn þörf er að umhverfisáhrif vega- og slóða- gerðar verði metin. Lagatæknilega er sennilega hægt að sleppa fram hjá því á forsendum leyfisins frá ’89, siðferðilega þó óveijandi. Skipulagsstjóra ríkisins er skylt að meta málið algerlega óháð, og það veitir Landsvirkjun engan um- framrétt þó vegur sé kominn. Marg- ar veigamiklar athugasemdir eru gegn 400 kv línunni og það er alls óvíst að skipulagsstj óri samþykki 400 kv línu fyrir sitt leyti, á því svæði sem um ræðir. Það verður ljóta slysið að henda hundruðum milljóna í framkvæmdir sem valda óbætanlegum skaða á náttúru lands- ins og verða síðan engum til gagns. Vinnubrögð sem þessi eru áhættu- spil með almannafé og alls ekki er gefíð að mat á umhverfisáhrifum verði jákvætt, hvorki á 220 kv né 400 kv línu og hvað þá? Mál þetta er Landsvirkjun til vansa. Stofnunin skaðar eigin ímynd og lítilsvirðir ákvörðun umhverfisráðherra. Hún vanvirðir lög um mat á umhverfis- áhrifum, sem eru því miður veik og dálítið óljós, sérstaklega eru refsi- ákvæði mjög veik og erfítt um vik að beita þeim. Þá gerir Landsvirkjun lítið úr sinni eigin umhverfisstefnu. Framkvæmd sú, sem ofan ræðir, er að mati greinarhöfundar í andstöðu við nánast alla 10 liði Umhverfis- stefnu Landsvirkjunar, sem sam- þykkt var af stjóm fyrirtækisins 4. sept. sl. Að lokum veldur stofnunin á vafasömum forsendum óbætanleg- um skaða og það er verst, á land- svæði sem hefur gildi langt umfram t.d. Krýsuvík og Námaskarð. Önnur úrræði Það eru a.m.k. íjórar fímm stórar línur sem liggja til höfuðborgarinn- Menntun í hótel- og matvælagreinum. *Nám til meistararéttinda * Iðnnám * Matartæknanám * Matsveinanám *Grunnnám. Innritun fyrir vorönn 1998 stendur yfir í Hótel- og matvælaskólanum til 10. nóvember. Upplýsingar gefur kennslustjóri verknáms milli kl.. 8.00 og 16.00. HÓTEL- OG MATVÆLASKÓLINN I MENNTASKÓLINN Í KÓPAVOGI ■*■■■• v/Digranesveg - 200 Kópavogur, Sími 544 5530, fax 544 3961, netfang mk@lismennt.is Árni B. Stefánsson ar, að nokkru leyti eru tvær og tvær samsíða, t.d. sunnan Hvera- gerðis, á Hellisheiði og á fleiri stöð- um. Þvers og kruss reyndar um Mosfellsheiði og fer versnandi. Hvers vegna ekki að endumýja eina eða tvær linur og stækka í 400 kv? Línurnar em að hluta að verða úr- eltar og komnar á tíma. Slíkt myndi duga langt fram á næstu öld. Ef ekki það, hversvegna ekki að leggja samsíða þeim línum sem fyrir em? Það er engin ástæða til að fara þversum yfir jafnósnortið svæði og nú er gert með Búrfellslínu 3 A, þessa 20 km leið frá Búrfelli að Omstuhól á Hellisheiði. Auðvitað em ýmiss konar vanda- mál, Hveragerðisbær landlítill, vax- andi sumarbústaðabyggðir, vaxandi meðvitund um umhverfismál. Bændur og sveitarfélög ekki eins vinsamleg raflínum og áður. Hræðsla við rafsvið og margt fleira. Það verður þó að vera hægt að samræma raflínur á víðtækari gmnni en svo, að þröngir sérhags- munir geti leitt til óhappa eins og þess sem nú er að eiga sér stað. Allir þeir íjölmörgu, sem höfundur hefur rætt við, viðkomandi ráðherr- ar meðtaldir, em sammála að önnur leið hefði verið heppilegri. Þá er þessi leið ekki óskaleið Landsvirkj- unar. Tímapressa er komin og það verður að vera mögulegt að afhenda rafmagn til álvers innan ákveðins tíma. Duga 220 kv? Þó svo væri er það útaf fyrir sig ekki afsökun fyrir því umhverfisóhappi, sem í gangi er. Lokaorð Umhverfisslys á sér nú stað, að mati höf., á svæðinu frá Búrfelli í Grímsnesi að Orustuhól á Hellis- heiði, mest þó á Ölkelduhálsi og við Álftatjöm. Mikið er það goð sem krefst slíkra fóma. Vestur af hálsinum og hugsan- lega á honum sjálfum er áætlað framtíðarvinnslusvæði Hitaveitu Reykjavíkur. Vera má að það sé afsökun Landsvirkjunar, hið gagn- stæða er þó nær sanni. Hver er skoðun Hitaveitunnar á þessu máli? Höfundi er ekki kunn gögn um áætlun á nýtingu jarðhita á svæðinu og sennilega em þau ekki til. Er ekki rétt að samræma hlutina? Snyrtilegt orkuver þarf ekki að fara illa á Bitrunni og umgengni Hita- veitunnar hefur verið nokkuð til fyrirmyndar. Orkuver getur aldrei farið vel í landslaginu með línuna sem risavaxna girðingu frá austri til vesturs, þvert yfir hverasvæðið á Ölkelduhálsi og hugsanlegt virkj- unarsvæði og síðan með veginum niður Bitruna. Fjölmargir aðilar og samtök eru afar ósátt við fyrirhug- aða línu bæði á því svæði sem að ofan greinir og á fleiri stöðum reyndar. Unnið er að svæðisskipu- lagi Ölfushrepps og nágrennis, eru þeir sáttir við þetta? I staðfestri greinargerð að svæðisskipulagi Þingvalla-, Grafnings- og Gríms- neshrepps segir orðrétt: „Brýnt er að fylgst verði nákvæmlega með öllum umhverfisáhrifum þeirrar orkuvinnslu, sem þegar á sér stað á svæðinu." Og; „Ef nauðsynlegt þykir að leggja einhverskonar línur eða lagnir ber að haga því þannig að sem minnst land og gróður fari til spillis. Koma þarf í veg fyrir að undir slíkum kringumstæðum myndist nýir vegslóðar." Eru þeir sáttir við þetta? Ferðafélag íslands er hvatt til að kynna sér málið, og Útivist, en bæði félögin hafa stað- ið fyrir gönguferðum á svæðið. Hveragerðisbúar ættu að hugsa þetta mál, náttúruverndarsamtök og allur almenningur. Höfundur hvetur Landsvirkjun til að hætta þegar framkvæmdum við Búrfells- línu 3 A á því svæði, sem um ræð- ir og bíða meðan mat á umhverfis- áhrifum fer fram. Hvort sem slíkt mat verður línunni í hag eða ekki, verður slík ákvörðun stofnuninni til mikils sóma. Þá hvetur greinarhöf- undur Finn Ingólfsson iðnaðarráð- herra til að íhuga þetta mál betur og vinna að því að betri leið verði fundin. Höfundur er augnlæknir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.