Morgunblaðið - 02.11.1997, Page 41

Morgunblaðið - 02.11.1997, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1997 41 ar maður gefur sér tíma til að hlusta, kemst maður einfaldlega að því að endurminningar þeirra eldri eru oft mun meira spennandi en afþreying- arefni nútímans. Það er ekki laust við að maður velti því fyrir sér hvort lífið hafi ekki einfaldlega verið betra hér áður fyrr. Fólk hafði að minnsta kosti hvort annað. Ekki var óalgengt að ömmur og afar, mömmur og pabbar og börn byggju undir sama þaki. Það hljómar vel. Ég var svo lánsamur að fá að dvelja hjá ömmu og afa fyrstu ár ævi minnar, eða meðan móðir mín starfaði sem flugfreyja. Ég þakka móður minni vel fyrir að hafa búið þannig um hnútana. í Kópavoginum var gott að búa. Endalaus umhyggja og mikil hlýja. Amma kenndi mér margt. Hún var óþreytandi að lesa fyrir mig og kenna mér að lesa. Ferðast með mig og kenna mér að meta landið okkar sem var henni kært. Hún kenndi mér um Örnefni á íslandi sérstaklega á Suðurlandi og sagði mér sögur af þeim. Hún gerði líka sitt til að uppfræða mig um kristna trú. Enda um tíma organ- isti í Mosfellskirkju í Grímsnesi og í minningunni eru þær ófáar mess- urnar sem ég sat þar. Mosfell, Grænanes, Kaupmannahöfn, Laug- arvatn... alveg sama hvar ég var, eða hvaða ár það var - alltaf var svo notalegt að vera þar sem amma og afi voru. Ég minnist ömmu sem atorkumik- illar trúaðrar konu, akandi um sveit- ir landsins, ávallt með útrétta hjálpar- hönd og oft með meiri áhyggjur af öðrum en sjálfri sér. Mér fannst hún oft vera á þönum í þeim erindagjörð- um að stússast með og fyrir aðra. Umhyggjusemi hennar var mikil. Þegar fjölskyldan kom saman hjá ömmu og afa fullvissaði amma sig margoft hvort allir væru búnir að fá nóg, hefðu nóg o.s.frv., þá göntuð- umst við með að umhyggjusemin gengi nú stundum út í öfgar. Hún lét það sem vind um eyru þjóta og hélt bara áfram að spyrja hvort mað- ur vildi örugglega ekki hitt og þetta, væri nógu vel klæddur, ábyggilega ekki svangur eða vildi örugglega ekki fleiri pönnukökur, sem var nú eiginlega ekki hægt að fá nóg af. Ég kunni þessari óhóflegu umhyggju- semi ávallt vel. Hvort sem séð var til þess að ég væri ekki svangur eða sitja þurfti hjá mér í heimsóknum mínum á Slysavarðstofuna þá reynd- ist amma mér alltaf vel. Fyrir nokkrum árum lenti amma í smávægilegu umferðaróhappi. Hún og afi urðu eins og ástfangnir ungl- ingar. Svo mikla ást og augljósa umhyggju hvort til annars var svolít- ið skrítið en jafnframt notalegt að verða vitni að. Ekki að það væri neitt óvænt eða óvanalegt við það. Þettta var bara eitthvað svo sér- stakt, eins og nýtt upphaf í rúmlega hálfrar aldar lífi þeirra saman. Þau hefðu mátt eiga fleiri ár saman. Mér fannst amma aldrei breytast neitt. Mér fannst hún aldrei neitt sérstaklega gömul. Svo varð hún veik. í önnum dagsins öndin mín með ást og trausti leitar þín, sem gefur veikum þor og þrótt og þunga léttir sorgamótt. Lát hjarta og starf mitt helgast þér, í harmi og freisting lýs þú mér, og leið mig heim þá líf mitt þver.“ (Sig. Vigfússon frá Brúnum). Jóhann Kristjánsson. Mig langar að minnast nábúakonu minnar, Ingibjargar Helgadóttur, í nokkrum orðum. Á bernskuárum mínum upp úr miðjum sjötta áratugnum var útjað- ar hinnar ört vaxandi borgar ekki kominn nema að vatnsgeyminum við Háteigsveg. Handan hans tók við annar og ólíkur heimur. Þar breiddi Kringlumýrin úr sér grösug yfir að líta með kálgörðum sínum og aragrúa kartöfluskúra. Þarna var sem opnaðist hin víða veröld með endalausum fjölbreytileika og ókönnuðum stigum. Ibúðarhús og smábýli voru á dreif hvert með sínu sniði og sumstaðar voru jafnvel gamlir ónýtir bílar sem hægt var að setjast inn í og þykjast stýra. Hundasúran óx í vegköntunum og endur svömluðu í skurðum. Einn var þó sá staður á bak við vatnsgeyminn sem mér fannst öðrum merkilegri og mér sérstaklega viðkomandi. Það var snotur og vinalegur bær með túni umhverfis sem stóð skammt þar frá sem nú eru byggingar Kennara- skólans. Við bæinn var myndarlegur rabarbaragarður og þar var búfé. Þessi bær bar svipmót hinnar ramm- íslensku sveitar. Þetta var bær þeirra Ingibjargar og mannsins hennar, Jóhanns Sæmundssonar. Þarna bjuggu þau ásamt bömum sínum og fósturforeldrum Ingibjargar, Sig- urði Haraldssyni og Jarðþrúði. For- eldrar mínir og roskin kona sem hjá okkur var heimilismaður voru í vin- fengi við þau Sigurð og höfðu í mikl- um metum. Þannig vék því við að ég fór stundum í heimsóknir á þenn- an bæ þar sem tekið var vel á móti gestum og úr þeim man ég eftir Ingibjörgu sem hlýlegri ungri konu í blóma lífsins. Þarna var lífsvett- vangur þeirra Jóhanns um skeið. Fijálsræði og olnbogarými kunna að hafa bætt það upp sem á skorti varðandi nútíma þægindi. En örlög svæðisins voru ráðin og reglustik- urnar voru þegar á iofti. Oðar en varði tóku graftól að umturna land- inu og upp úr Kringlumýrinni risu múrgráar blokkir og byrgðu sýn. Litlu húsin og bæirnir voru rifin eitt af öðru og brátt hvarf einnig bær þeirra Ingibjargar og Jóhanns og þau fluttu annað og héldu þar áfram lífi sínu og starfi. Efalaust var lífs- baráttan þeim harðari en mörgum öðrum þar eð Jóhann naut ekki fullr- ar heilsu. Þrátt fyrir það voru þau Ingibjörg gæfumanneskjur sem komu bömum sínum vel til þroska. Ásamt mörgu öðru kyrrlátu, grand- vöru og starfsömu fólki sinnar kyn- slóðar unnu þau að vexti og við- gangi þess þjóðfélags sem við búum að sem á eftir komum. Fyrir nokkrum árum urðum við fjölskyldan svo heppin að eignast einstaklega góða nágranna er við fluttumst vestur í bæ. Þeirra á með- al voru einmitt þau Ingibjörg og Jóhann sem þá voru sest í helgan stein. Frá hinu fyrsta sýndu þau okkur sérstaka alúð og vinsemd og hygg ég að samferðamenn þeirra hafi ekki kynnst öðru viðmóti af þeirra hálfu. Ingibjörg var afskap- lega trygglynd, vönduð og áreiðan- leg manneskja. Hvaðeina er að henni sneri rækti hún þannig að ekki varð að fundið og hlífði sér hvergi. Heim- ili þeirra Jóhanns bar vott um snyrti- mennsku hennar og vinnusemi. Það var gaman að sjá hve þau hjón voru ævinlega vel og fallega búin, einkum ef þau brugðu sér af bæ. Ekki leyndi sér að þar fór vel siðmenntað fólk. Sérstaklega þótti mér þó til um sam- heldni þeirra og hve annt þau létu sér hvort um annað. Enn á ný höfum við séð hve hratt tíminn líður og að ekkert varir nema stutta stund. Ingibjörg mun ekki aðeins verða mér minnisstæð fyrir gróin tengsl og að vera okkur svo vinsamlegur og þægilegur nágranni og fyrir þá gæsku og umburðarlyndi sem hún sýndi börnum. Ég mun einnig minnast hennar sem fulltrúa þess hógværa fólks sem með skyldu- rækni og heiðarleika sínum er bak- hjarl hins siðaða mannfélags. Ég og fjölskylda mín erum þakk- lát fyrir þann tíma sem við áttum Ingibjörgu að nágranna og við sökn- um samfylgdar hennar. Jóhanni, börnum, barnabörnum og öðrum aðstandendum vottum við innileg- ustu samúð. Ólafur Guðmundsson. Hún Inga okkar sofnaði vært hinsta svefni að kvöldi fyrsta vetr- ardags, umvafin Jóa sínum, börnun- um og öllum bamabörnunum sem á landinu búa. Hún átti við erfið veik- indi að stríða og dvaldi á Borg- arsjúkrahúsinu í mjög góðri umönn- un hjúkrunarfólks og ástvina frá því í fardögum sl. vor. Jói frændi lét gigtveiki og annan ósveigjanleika líkamans aldrei stöðva sig í að heim- sækja Ingu sína og vera hjá henni helst oft á dag. Eftir að heilablæðingar fóru að taka minni og annað smálegt frá Ingu fyrir u.þ.b. þrem árum, tók Jói að sér stjórnina á heimilishaldinu og studdi Ingu sína í öllu sem hún þurfti með. Þá varð söknuður að símtölunum frá Ingu til að athuga hvernig allir hefðu það á mínum væng og frásögnum hennar af því, við hvað allt hennar fólk væri að bjástra; vinnu, skóla, utanlandsferðir og flensur. Svo sagði hún sögur af félagsstarfinu í Neskirkju sem hún mat mikils og af litríku fólki sem hún kynntist þar, þjáningum þess og skemmtan. Síðast en ekki síst fór Inga alltaf yfir það í þessum sam- tölum hvernig hálfbræður hennar Villi og Pétur hefðu það og Rósurn- ar hennar tvær þ.e. Rósa hans Villa og Rósa B. Blöndals uppeldissystir hennar. - Æ, talaðu við hann frænda þinn, ég gleymi þessu um leið, hann getur svo sagt mér þetta aftur - varð viðkvæði hjá Ingu síðustu tvö, þijú árin. Þannig unnu þau vel sam- an og fengu að búa saman í meir en hálfa öld. Inga má, eins og hún var alltaf kölluð í minni fjölskyldu, var gift yngsta bróður mömmu, Jóhanni sem var tveim árum eldri en mamma. Sterk samstaða hafði verið með þeim systkinum í uppvexti svo samgangur varð strax mikill á milli heimila þeirra eftir að þau stofnuðu hvert sína fjölskyldu og hélst hann alla tíð. Segja má að Ella, Sigrún, Sæmi og Dóra eða krakkarnir í Mýrinni eins og þau voru kölluð heima og við Magni bróðir höfum verið uppeld- issystkini að miklu leyti, svo mikill var samgangurinn milli heimilanna á uppvaxtarárunum. Jói og Inga fluttust að Kringlumýr- arbletti 29, árið 1948. Þar stendur nú Æfingaskóli Kennaraháskólans eða Háteigsskóli. Með þeim komu þangað elstu dætumar tvær: Elísabet nafna mín og Sigrún Jarðþrúður, þriggja og eins árs. Auk þess fluttu með þeim í Mýrina, uppeldisforeldrar Ingu, Jarðþrúður og Sigurður, sem vom bamgott fyrirmyndarfólk. Þarna bættust við bömin Sæmundur 1949 og Halldóra 1951. Ekki gæti ég hugsað mér bam- æskuna án þessara frændsystkina minna og allra heimsóknanna í Mýr- ina. Við áttum saman öll afmæli og stórhátíðir með drekkhlöðnum veislu- borðum á báða bóga. Ingu, Jarðþrúði og dætrunum var aldrei fisjað saman ef dekka skyldi til veislu. Þá svign- uðu borð undan smurðu brauði með eggjum og sardínum, ávaxtasalati, hangikjöti, steik og spæleggjum sem nóg var af í Mýrinni, því Inga og Jói ráku hænsnabú þar sem krakkamir í Háteigsskóla fara nú út í frímínútur til að sparka bolta. Kúna Ljómalind áttu Jói og Inga framan af þama í fjósi við hænsnahúsið og garðyrkja var mikil á Kringlumýrarbletti 29, næpur og gulrætur í sandbornum garði sem Eila var látin sækja og raspa útí skyrið hennar Dóru svo hún yrði hraust bam. Enginn skyldi gleyma stórkostlegum afmælunum hans Sæma úti í sólbyrginu, sem var Blómastofa Irtofm/is Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík • Sími 5531099 Opið öll kvöld til kl. 22 - cinnig um helgar. öll tílef’ní. Kammerkór Langholtskirkju - Jón Stefánsson Með listrænan metnað - Sími 894 1600 skeifulaga hóll þar sem nú er kenn- arabílastæðið við Háteigsskóla. Veitt var Pepsí með röri og pylsur fyrir utan allar hefðbundnar útgáfur af pönnukökum og smurbrauði. Svo var farið í leiki í kring um hænskakof- ana. Alltaf man ég er Reykvíkingarn- ir fóru að tínast heim úr einu afmæl- inu, en við Kjalnesingamir vorum minnst tvo daga í svona boði. Þá segir Inga við Gunnu í Hlíðardal sem er næsta hús fyrir neðan verslunina Heijólf og stendur enn: - Viltu ekki fá þér eina sneið með spæleggi elsk- an áður en þú heldur heim? Slík var gestrisnin þótt um nokkur hundruð metra veg væri að fara. Inga var þá strax og alla tíð síðan mikil náttúrulækningakona. Á góðri stund settist Inga við orgelið, en hún hafði lært á orgel hjá Páli ísólfssyni og sungu menn mikinn, svo undirtók í Mýrinni, öll ættjarðarljóðin eins og þau lögðu sig. Þetta heimili stóð okkur og mörg- um fleirum alltaf opið ef maður þurfti að erinda suður. Þá var dags- ferð að fara af Kjalarnesinu og kaupa inn hjá Mjólkurfélagi Reykja- víkur. Ef fara þurfti til læknis eða bankastjóra var gist og á vetrum gat maður veðurteppst í fleiri daga fyrir sunnan hjá Ingu og Jóa. Þá man ég sérstaklega hve Inga var mér góð er ég grenjaði af heim- þrá, eftir að við Magni bróðir höfðum komið tvö ein suður að sjá Kallinn í tunglinu í Þjóðleikhúsinu með frænd- systkinunum, en urðum veðurteppt um tíma. Þá ruggaði Inga mér í fangi sér á kvöldin og söng vögguljóð. Á þessum sumrum fram að sextíu, komu Inga, Jói og krakkamir oft keyrandi um helgar á gamla bláa Fordson kassabílnum sínum upp að Hjarðamesi. Við Magni bróðir biðum úti á hól eða uppá vegi allan daginn til að fylgjast með traffikinni úr Reykjavík og til að sjá Gamlaford birtast í Tíðaskarðinu. Jói og Inga komu m.a. oft með perubijóstsykur frá sælgætisgerðinni Opal sem starf- rækt var í Skipholtinu í næsta húsi við Skógerðina Rímu, þar sem Jói frændi smíðaði háhælaða skó handa fínum frúm. Sjálfur var hann með lítið einkaverkstæði úti í skúr og færði okkur gúmmískó þaðan á vorin. Inga má var alltaf á móti þeim freka guði Bakkusi og barðist gegn áhrifamætti hans og stælum leynt og ljóst. Stundum höfðu pabbi og Jói náð sér í rauðvínskút og staupað sig heldur mikið í sumarnóttinni á Hjarðarnesi, fóru út á hól og sungu: - Áfram veginn í vagninum ek ég, meðan sólarlagið sleikti Hvalfjörðinn «*. þar sem nú eru undirgöngin uppá Skaga. Við krakkarnir sem áttum að vera löngu sofnuð fylgdumst grannt með úr baðstofuglugganum, þegar Inga og mamma komu útá stétt og skipuðu þeim að hypja sig inn og hætta þessu söngli, því þeir vektu bara krakkana. Inga má var fyrst og fremst góð kona sem ekkert aumt mátti sjá, þá langaði hana að liðsinna. Ég er þess fullviss að ef Inga hefði haft tæki- færi dagsins í dag hefði hún lært enn meir á orgel eða orðið skurð- læknir, slíkt var næmi hennar fyrir allri þjáningu og áhugi hennar mik- ill á að lina kvöl annarra. Inga og Jói og Jarðþrúður urðu að víkja úr Mýrinni 1965, þegar garðlöndin fóru undir reglustikuna. Þau bjuggu við Kópavogsbrautina til 1977. Jói vann við Kópavogshæl- ið og fékk á þessum árum sjúkraliða- réttindi. Inga gætti móður sinnar meðan hún lifði og var til taks fyrir þá er á henni þurftu að halda. Fyrsta barnabarnið fædddist 1970 á Fæð- ingarheimilinu við Hlíðarveg, Jó- hann sonur Sigrúnar. Inga hljóp oft í skarðið fyrir dóttur sína meðan hún var flugfreyja og gætti Jóa litla. Svo bættust barnabörnin við eitt af öðru og alltaf voru Inga og Jói stolt og sæl eins og vera bar. Ef veikindi eða vinna hamlaði dætrunum tímabund- ið umönnun, var Inga boðin og búin að hlaupa í skarðið. Þannig var Lilja litla líka nokkurn tíma hjá Ingu og Jóa. En hvort sem krakkamir bjuggu á ísafirði, Skag- anum, hér í bænum eða erlendis, fylgdist Inga grannt með þroska þeirra og átti þá ósk heitasta að mikið yrði úr hæfileikum allra sinna barnabarna. Ósk hennar hefur ræst, þau eru öll vel á veg komin í námi % og störfum. Guð styrki barnabörnin sérstaklega í sinni sorg því þau fengu ekki að eiga Ingu eins lengi og við sem miðaldra emm. Guð blessi Ingu fyrir allt sem hún hefur verið okkar fjölskyldu og gefi Jóa og ættingjunum styrk í sorginni. Elísabet Berta frænka og fjölskylda. t Eiginmaður minn, GUÐMUNDUR PÉTUR ÁGÚSTSSON frá Kjós f Árneshreppi, Mýrargötu 2, Hafnarfirði, lést á St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, fimmtu- daginn 30. október. Fyrir hönd ættingja, Ester Magnúsdóttir. t Bróðir minn, ODDGEIR JÓNSSON frá Litlu-Drageyri, sem andaðist mánudaginn 27. október sl., verður jarðsunginn frá Saur- bæjarkirkju á Hvalfjarðarströnd þriðjudaginn 4. nóvember kl. 14.00. Einar Jónsson. t Við þökkum innilega vináttu og samúð við frá- fall og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, STEFANlU JÓHANNSDÓTTUR, Lönguhlíð 21, Reykjavfk. Aðalsteinn Indriðason, Jóhanna G. Sigurðardóttir, Leifur Á. Aðalsteinsson, Margrét Valgerðardóttir, Aðalsteinn Ó. Aðalsteinsson, Ásdís Etín Júlíusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. r

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.