Morgunblaðið - 02.11.1997, Side 48
48 SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
4
HÚN RANN SttR E/cKEHT
rtdF Þfgaf fuglafóewr-
/hJN FF ANNARS VEGAR
Grettir
EG ELSKA MCfTTlNA. EG SKYNJA
D'/RIN i'SKÓGlNUM FL'ý’TA
'OTTASLEGlM UNOAM MBR.
Tommi og Jenni
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
Til hamingju,
Grensássókn!
Frá Inga Boga
Bogasyni:
MIKIÐ hefur gengið á
innan íslensku þjóð-
kirkjunnar að undan-
fömu svo æra mætti
bæði stöðugan og
óstöðugan. Það er því
mikið fagnaðarefni og
öllum frómum mönn-
um til eftirbreytni það
sem gerst þefur í
Grensássókn. í vor var
kjörinn nýr prestur til
sóknarinnar, Ólafur
Jóhannsson, sem fær
það vandasama hlut-
verk að taka við far-
sælu starfí mætra presta og braut-
ryðjenda á borð við sr. Felix Ólafs-
son, sr. Jónas Gíslason og nú sein-
ast sr. Halldór Gröndal. Eftirtektar-
vert við ráðningu prestsins var sú
staðreynd hve hljóðlega hún gekk
fyrir sig. Ekki var annað að sjá en
sóknarnefndin hafí verið einhuga í
ákvörðun sinni því hún afgreiddi
málið bæði fljótt og snyrtilega.
Ótvírætt gæfumerki var að ekkert
var um málið ljallað í fjölmiðlum.
Nýi presturinn er ábyggilega
starfi sínu vel vaxinn. í stuttu við-
tali þakkaði hann mótframbjóðend-
um sínum drengskap, sagðist sjálf-
Ólafur
Jóhannsson
ur hafa reynslu af því að tapa í
prestskosningum og vissi því vel
hvernig þeim liði. Enda voru mót-
frambjóðendurnir drengskapar-
menn og notuðu ekki tækifærið til
þess að básúna eitt né neitt í fjöl-
miðlum. Grensássókn virðist vera
happasókn. Ég leyfi mér sem með-
limur íslensku þjóðkirkjunnar í
Grensássókn að þakka fyrir frábært
starf sr. Halldórs á umliðnum árum
og óska sr. Ólafi velgengni í vanda-
sömu starfi.
INGI BOGI BOGASON,
Safamýri 37.
Halldór
Gröndal
Ljóska
Ferdinand
Smáfólk
S0METIME5 I LIE AWAKE AT
NI6HT, ANPI A5K QUE5TI0N5..
15 THERE ANY ONE THIN6
A PER50N CAN PO TO MAKE
HI5 LIFE 5UCCE55F0L?
BACK EKERCI5E5'
Er til einhver einn hlutur sem
einstaklingur getur gert svo að
Iíf hans verði farsælt?
„Bakæfingar"!
Stundum ligg ég andvaka og
spyr spurninga...
Skylda ríkisvaldsins
1 tóbaksmálum
Frá Helga Geirssyni:
HÁTTVIRTUR ritstjóri.
Ég skora á íslenska ríkisvaldið,
heilsuverndunarkerfið undir land-
lækni og löggjafarvaldið undir
dómsmálaráðherra, og alla sem
hafa áhuga á heilsu og velferð ís-
lenskra borgara, að leggjast á eitt
til að sett verði á laggirnar nefnd
heilsu- og lögfróðra sérfræðinga og
leikmanna, til að lögsækja skaða-
bætur á hendur tóbaksframleiðend-
um Bandaríkjanna fyrir bandarísk-
um dómstólum.
Þessi lögsókn skal hafin af
bandarískum lögfræðingum, sem
nú þegar hafa náð góðum árangri
í skaðabótamálum gegn tóbaksiðn-
aðinum. Þessir bandarísku lögfræð-
ingar skulu hafa náið samstarf með
hinni íslensku nefnd sérfræðinga
og leikmanna. Laun lögfræðing-
anna skulu vera ákveðin prósenta
af tilvonandi skaðabótum. Þessi
greiðsluaðgerð er algeng í Banda-
ríkjunum og kallast „getting paid
on contingency bases“ og kostar
þvi sækjanda tiltölulega lítið eða
ekki neitt.
Islenskir lögfræðingar skulu
samtímis sækja mál á hendur tób-
aksfyrirtækjunum fyrir hönd ís-
lenskra einstaklinga og íslensks
þjóðfélags í heild fyrir alþjóðadóm-
stólnum. Þar sem um er að ræða
mikinn fjölda einstakra skattgreið-
enda og hagsmuni þjóðfélagsins í
heild, þá skal íslenska ríkið standa
straum af öllum kostnaði við rekst-
ur þessa máls fyrir alþjóðadóm-
stólnum en fá endurgreitt hlutfall
af tilvonandi skaðabótum.
Það er nauðsynlegt að stefnur
verði framkvæmdar og málin tekin
fyrir sem fyrst, áður en yfirstand-
andi samkomulag bandarískra
stjórnvalda og tóbaksfyrirtækja
tekur gildi, sem mundi verulega
hefta alla lögsókn á hendur tóbaks-
fyrirtækjunum.
Margir hafa líkt reyktóbaksfram-
leiðslunni og sölu við hina alræma
ópíumdreifingu Englendinga í Kína
á sínum tíma og þar af leiðandi
ópíumstríð. Nema hvað reyktóbakið
gefur framleiðendum og dreifendum
margfalt meiri gróða. Jafnframt
kvelur reyktóbakið margfalt fleiri
manns til dauða en ópium Englend-
inga gerði. Munurinn er einnig að
Kínveijar reyndu að banna neyslu
hins enska ópíums, en heimurinn
hefur af „einhveijum ástæðum"
gleypt við reyktóbakinu og hefur
jafnvel þótt fínt. Þangað til einstakl-
ingurinn eða ástvinur hans hefur
þurft að þola þrældóm ánetjunar og
kvalafullan dauðadag af völdum
reyktóbaksins. Af hveiju reyktóbak-
ið hefur verið löglegt hingað til er
rannsóknarefni út af fyrir sig. Eitt
er þó víst að ef reyktóbak væri að
koma á markaðinn í dag, þá yrði
það stranglega bannað af öllum sið-
uðum þjóðfélögum sem hvert annað
ógeðslegt baneitur.
HELGI GEIRSSON,
11117-159 Street,
Surrey, BC,
Canada.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.