Morgunblaðið - 05.12.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.12.1997, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ EFTA og Kanada hefja brátt við- ræður um fríverzlunarsamning FRIVERZLUNARSAMTÖK Evrópu, EFTA, munu í byrjun næsta árs hefja viðræður við kanadísk stjómvöld um að komið verði á fríverzlun milli EFTA-ríkj- anna og Kanada. Þetta var ákveð- ið á ráðherrafundi EFTA í Genf í gær. Það kemur í hlut íslands, sem tekur við formennsku í EFTA um áramót, að stýra viðræðunum. „Kanadamenn hafa lýst yfir vilja til að koma á fríverzlun við EFTA,“ segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, sem sat ráð- herrafundinn. „Ég átti fyrir nokkrum dögum samtal við for- mann utanríkismálanefndar kanadíska þingsins, Bill Graham, og það virðist vera mikill áhugi Mýrdalsjökull Fleiri skjálft- ar en síð- ustu ár JARÐSKJÁLFTAVTRKNI undir Mýrdalsjökli hefur ver- ið meiri frá því í haust heldur en á sama tíma undanfarin fimm ár. Skjálftamir era í flestum tilvikum fjarri Kötlu og að sögn Ragnars Stefáns- sonar jarðskjálftafræðings hafa þeir ekki náð hættu- mörkum. „fs og snjófarg léttist fram eftir hausti á hverju ári og fer ekki ac þyngjast aftur fyrr en fer að nálgast desember. Skjálftamir tengjast oft þessu. Haustvirknin hefur verið heldur meiri núna en á síðustu áram, en þó þarf ekki að leita lengra aftur en til 1992 til að finna meiri virkni," segir Ragnar. Ragnar segir virknina benda til þess að tiltölulega mikill þrýstingur sé frá kviku- þró undir jökhnum. „Kviku- þróin léttir þrýstingnum jafnt og þétt með því að sleppa upp vökva og lofttegundum. Þegar mikið er um að vera má segja að líkur á gosi aukist lítillega. Þetta hefur ekki verið á nein- um hættumörkum að undan- fömum og við höfum ekki séð nema örfáa skjálfta nálægt Kötlu sjálfri.“ KRINGWN MEÐ blaðinu í dag fylgir 20 síðna auglýsingablað frá Kringlunni. fyrir að ganga frá fríverzlunar- samningi við EFTA-ríkin.“ Pólitískt gildi fyrir fsland Halldór segir að út frá sjónar- miði Islands geti fríverzlunar- samningur haft í for með sér betra samband við Kanada. „Það er mik- ill áhugi af okkar hálfu að taka upp nánara samstarf við Kanada. Við höfum hafið beint flug þangað og Kanadamenn hafa m.a. þess vegna séð að miklir möguleikar era á samstarfi við okkur. Við viljum ekki sízt halda góðum samskiptum yfir Atlantshafið, milli Evrópu og Ameríku, og höfum litið á Island sem mikilvægan hlekk í því sam- bandi. Ég tel því að samningurinn geti haft veralegt pólitískt gildi. Hvaða viðskiptum hann skilar verður reynslan að skera úr um. Kanadamenn era mjög háðir utan- ríkisviðskiptum eins og íslending- ar og það er mikilvægt fyrir okkur að nýta þann markað eins og aðra,“ segir Halldór. I lokayfirlýsingu ráðherrafund- ar EFTÁ segir að þung áherzla verði lögð á samskiptin við Kanada í framtíðarstarfsemi samtakanna. Viðskipti EFTA og Kanada tvö- földuðust á áranum 1993 til 1996 og nema nú um 266 milljörðum króna á ári. Útflutningur EFTA- ríkja til Kanada jókst um 119% á sama tíma. Engu að síður bera ýmsar iðnaðarvörur háa tolla. Skip og olíuborpallar frá Noregi bera t.d. 25% toll í Kanada en sambæri- legar vörar frá Bandaríkjunum að- eins 2,5% toll. Stefnt að fríverzlun við ríki og samtök vfða um heim Á EFTA-fundinum kom fram að óformleg samskipti hefðu átt sér stað við MERCOSUR-ríkin, Sam- vinnuráð Persaflóaríkja og Suður- Afríku, sem miðuðu að því að kanna hvemig auka mætti verzlun og viðskipti EFTA og þessara ríkja og samtaka. Þá vinnur EFTA markvisst að því að koma á fríverzlun við Mið- jarðarhafsríkin þannig að fyrir- tæki frá EFTA-ríkjunum geti tek- ið þátt í viðskiptum á fyrirhuguðu fríverzlunarsvæði ESB og ríkja við Miðjarðarhafið. Finnsk-íslensk guðsþjón- usta í Hallgrímskirkju FINNAR halda á laugardag upp á 80 ára afmæli sjálfstæðis landsins og hér á landi verður afmælisins minnst með finnsk-íslenskri hátíðarguðs- þjónustu í Hallgrímskirkju. Verður það í fyrsta skipti, sem Finnar bú- settir á íslandi, geta heyrt predikun á finnsku. Guðsþjónustan verður kl. 16 og mun finnski presturinn sr. Hannu Savinainen predika og þjóna fyrir altari ásamt sr. Sigurði Pálssyni sóknarpresti í Hallgrímskirkju. Sálmar sem sungnir verða era sam- eiginlegir fyrir báðar þjóðimar. For- seti íslands, Ólafur Ragnar Gríms- son, verður viðstaddur samkomuna. Fyrsta finnska predikunin hér Tom Söderman, sendiherra Finna á íslandi, sagði að þetta yrði í fyrsta skipti, svo vitað væri, sem Finnar á Samgönguráðuneytið breytir gjaldskrám í ferjum Barnagjald fellur niður Vestmannaeyjum. Morgnnblaðið. SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ hefur tekið þá ákvörðun að böm yngri en 11 ára þurfi ekki að greiða fargjald með ferjum sem njóta styrkja úr vegasjóði. Jafnframt munu böm á aldrinum 12-15 ára greiða hálft gjald. Herjólfur hefur fram að þessu innheimt 600 kr. fargjald af bömum á aldrinum 6-11 ára. Ákveðið hefur verið að unglingar 12-15 ára, ellilífeyrisþegar, öryrkjar, íþróttafólk og skólafólk, sem ferðast með Heijólfi, greiði 300 kr. í fargjald. Gjaldið hefði átt að vera 450 kr., en ákveðið hefur verið að hafnarsjóður Vestmannaeyja veiti Skerpu- kjöt á fær- eyska vísu Laxamýri - „Það verður gott skerpukjötið í ár,“ segir Alice Gestsdóttir í Skógarhlíð, S- Þing., sem er að vitja um kjötið í hjallinum ásamt manni sínum Birni Ófeigi Jónssyni. Alice, sem er færeyskrar ætt- ar, heldur þeim forna sið að verka skerpukjöt. Hún notar aðallega lambaframparta þegar aðrir vilja helst gamla hrúta. Fyrst er kjötið haft inni í þrjár vikur til þess að geijast og yfir það er stráð salti. Að því loknu er það hengt út í hjall og í febr- úar má vænta þess að skerpu- kjötið sé tilbúið. Þá eru birgð- imar settar í frost og geymdar handa gestum. íslandi gætu heyrt predikun á finnsku. Hann sagði að Karl Sigur- björnsson hefði opnað Hallgríms- kirkju fyrir þessa sameiginlegu guðsþjónustu, skömmu áður en hann var vígður biskup íslands, og það mætu Finnar mikils. Að sögn Södermans eru á annað hundrað Finna búsettir hér á landi, og álíka margir íslendingar búa í Finnlandi. afslátt af hafnargjöldum, sem verður varið í að niðurgreiða þessi fargjöld. Kostnaður hafnarsjóðs við þetta er áætlaður 2-3 milljónir. Þessi breyting þýðir að hjón með tvö böm, sem áður greiddu 3.900 kr. í fargjald með Herjólfi, greiða nú 2.700 kr. Morgunblaðið/Atli Vigfusson Sterkir and- stæðingar í HM í skák ÍSLENSKU skákmennimir þrír, sem keppa á heimsmeist- aramótinu í skák í næstu viku, lenda allir gegn sterkum and- stæðingum í fyrstu umferð. Um 100 skákmenn víðsveg- ar að úr heiminum keppa á mótinu. Fyrstu sex umferðim- ar era útsláttur þannig að þeir skákmenn sem vinna viður- eignir sínar komast áfram en hinir era úr leik. I fyrstu umferð teflir Jó- hann Hjartarson við Sulskis frá Litháen, Margeir Péturs- son teflir við Lembit Oll frá Eistlandi í fyrstu umferð og Helgi Áss Grétarsson teflir við Spánverjann Miguel Illescas. Mótið er haldið í Groningen í Hollandi og hefst á þriðjudag. í fyrstu umferð tefla skák- mennimir tvær skákir, á þriðjudag og miðvikudag, og séu þeir jafnir að þeim loknum tefla þeir styttri skákir á mið- vikudagskvöld þar til úrslit fást. I I I I I t I I ! I I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.