Morgunblaðið - 05.12.1997, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 05.12.1997, Blaðsíða 66
66 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐNI ÞORSTEINSSON SIGURJÓN ÞÓR- ODDSSON + Guðni Þorsteinsson fædd- ist í Hafnarfiirði 6. júlí 1936. Hann lést á heimili sínu 22. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnarfjarðarkirkju 1. desem- ber. Bróðir er fallinn fyrir vágesti. Stutt er stórra högga á milli. Sá sem þetta skrifar og látinn bróðir áttu langa samleið, oft mjög nána í gleði og sorg. Minningar mínar um Guðna hljóta því að vera mjög persónulegar. Síðbúin minningar- orð stafa af fjarveru á örlaga- stund. Fundað var í Hamborg og Kiel í Þýskalandi, einmitt á slóðun- um þar sem Guðni steig mörg sín þroskaskref ungs manns fyrir og eftir 1960, ástin ekki undanskilin. Úti þar var rölt um stræti og torg, bryggjur og krár, skóla og garða; alls staðar bergmáluðu minningamar um Guðna fóstbróð- ur minn. Fyrstu kynni okkar Guðna voru reyndar í Menntaskól- anum í Reykjavík og þá í kappi handknattleiks. Hafnfírðingar voru löngum fræknir á þeim vett- vangi. Yngri kappar sunnan úr Firði báru sigurorð af sér eldri bekkingum. Sá „svarti“ lét sitt ekki eftir liggja í slagnum frekar en síðar varð í lífinu. Leiðir okkar lágu svo aftur saman á námsárum í Kiel í Þýskalandi. Kynnin mögn- uðust á þeim vettvangi í litlum hóp útlaga í kappi náms og tilveru yfírleitt, tilveru sem var önnur en nú gerist. En baráttan heldur þó + Ragnheiður Sigurgeirs- dóttir fæddist á Eyrarlandi í Eyjafjarðarsveit 5. desember 1927 og hefði því orðið 70 ára í dag hefði hún lifað. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 24. október síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Akureyrarkirkju 30. októ- ber. Okkur langar með nokkrum fátækum orðum að minnast okkar áfram í síbreytilegri mynd. Þama úti tengdumst við Guðni fóst- bræðraböndum,. blóðböndum í orðsins fýllstu merkingu, yfír öl- krús. Við virtumst eiga samleið og samkennd, í þögn og innri til- finningu allt eins og í orðræðum. Báðir áttum við bræður, ég reynd- ar einnig systur, en að mörgu leyti var baksvið okkar ólíkt, annars vegar sjósóknari sunnan úr Hafn- arfírði og hins vegar Reykjavíkur borgarbam; togaraskipstjórasonur og kaupmannssonur með dönsku ívafí. Til gamans skal þess getið að okkar góði forstjóri á Fiskideild og Hafrannsóknastofnuninni til langs tíma, Jón Jónsson, taldi þetta atriði í tali við borgarbarnið til verðleika Guðna en veikleika hins. Sameiginlegt með okkur Guðna kann að hafa falist leiksvið hrauns og sjávar suður með sjó á uppvaxtarárum. Eftir 1960 skildu leiðir okkar Guðna um hríð þegar Guðni fór til starfa í Hamborg og nam sín veiðarfærafræði við góðan orðstír, sem síðar leiddi til mikilla afkasta í happadijúgu starfí á því sviði hér heima sem og á alþjóðavett- vangi. Við náðum saman aftur í starfí á Hafrannsóknastofnuninni en einnig í einkalífí. Báðir bjugg- um við búi í Hafnarfirði og voru fjölskyldur okkar og vinahópur þar samtvinnuð þéttriðnum böndum. Á ýmsu gengur í lífínu, á skiptast skin og skúrir. Guðni fór ekki varhluta af því. Góðu stundimar lifa í minningunni, þær erfíðu brýna til betra lífs eftir kostum. yndislegu frænku sem okkur þótti svo vænt um. Alltaf komum við til þeirra að Þingvallastræti þegar við komum til Akureyrar á sumrin. Það var alltaf svo gott að koma þangað. í sumar sem leið fórum við fjöl- skyldan til Ragnheiðar. Vorum við þar í fjóra daga og þessir dagar verða efst í huga okkar. Hún var mikil handavinnukona sem maður glöggt gat séð ef maður leit í kringum sig á heimilinu. Sýndi hún Guðni náði aftur landi með Guð- laugu sinni, bekkjarsystur úr Menntaskóla. Þau bjuggu sér bæ í Mosfellsbæ. Hver stund var dýr- mæt, stundir sem urðu of fáar. Nú er Guðni allur, genginn um fjöll og fímindi á vit aftureldingar- innar. Sá mæti maður, bæði hijúf- ur og hlédrægur á yfírborði en mildur og tryggur vinur og bróðir hið innra. Hann var vel viti borinn og einarður og aftur framar öllu tryggur vinur og bróðir. Öllum má vera ljós sú hamingja sem fylg- ir því að eignast mann eins og Guðna Þorsteinsson að nánum vini, bæði í einlægni og þögn sem í fagnaði. Við deildum herbergjum á fundum úti í heimi bæði til sparn- aðar en ekki síður vegna samlynd- is og vináttu. Frá stundum góðum heima og erlendis er margs að minnast sem ekki skal tíundað hér. Að lokum. Vikan úti í Hamborg og Kiel spannaði heila eilífð frá kveðjustund heima í Grenibyggð í Mosfellsbæ, sorgum blandinni með þeirri snertingu og óræðu tilfinn- ingu sem okkur er gefín, til þeirr- ar köldu stundar þegar rekum var kastað í kirkjugarði í Hafnarfírði. Farvel bróðir og vinur. Hittumst fyrir hinum megin. Fjölskylda mín öll og vinir og samstarfsmenn á Hafrannsókna- stofnuninni vottum öldruðum föð- ur, bræðrum, sonum, börnum öll- um og vandamönnum, en ekki síst ástkærri eiginkonu Guðna, Guð- laugu, og hennar bömum öllum, dýpstu hluttekningu á sorgar- stundum. Góður Guð styrki þau í sorginni. Við þökkum fyrir að hafa átt samleið með góðum dreng, Guðna Þorsteinssyni. Blessuð sé minning hans. Svend-Aage Malmberg. okkur stolt perlusauma sem hún ætlaði að gefa í jólagjöf, einnig mikið frímerkjasafn, en stærsta stundin var þegar hún settist við píanóið og spilaði fyrir okkur. Við viljum þakka henni fyrir allar góðu stundimar sem við munum sakna. Það verður erfitt að koma norður næst og vita að ekki verður komið við í Þingvallastræti 33 til elsku frænku, en við vitum að Ragnheið- ur og Vilhjálmur eru saman á ný ásamt Sidda syni þeirra sem lést svo ungur. Blessuð sé minning_ þeirra. Sigurgeir Árnason og fjölskylda. + Sigurbjörn Eiríksson fæddist á Gestsstöðum í Fáskrúðsfirði 5. desember 1925. Hann lést á Landspítal- anum í Reykjavík 10. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 21. október. Hinstu ástarkveðjur frá okkur móður minni, sem minnumst þín nú á afmælisdegi þínum hinn 5. desember. Loksins hefur þú fengið friðinn, faðir minn, sem þú áttir vísan frá fyrndanna degi, og ekki er að finna á alvíðri jörð. Sú var tíðin, elsku pabbi minn, að þú varst mesti dugnaðarforkur, hraustmenni, stæltur og stoltur, léttur í spori og léttur í lund. Lífs- Cac\\a5&1\0w\ , v/ Fossvogstíi^Ujugai-S . V Stmii 554 0500 + Siguijón Þóroddsson fædd- ist í Alviðru í Dýrafirði 16. september 1914. Hann lést á heimili sínu 23. nóvember síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Sauðárkrókskirkju 29. nóv- ember. Elski afí minn. Nú hefur þú kvatt og það er margs að minnast. Fyrst langar mig að þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Þær voru mér mjög ánægjulegar og einnig mjög lærdómsríkar oft- ast nær. Það var alltaf notalegt að koma til þín og ég gat oft gleymt mér við að spjalla við þig. Eg leit upp til þín því þú varst svo vel lesinn og fróður um margt, ég lærði því svo mikið á því að ræða við þig. Það var svo gott að vita hvað þú fylgdist vel með mér og allri fjölskyldunni. Þú vild- ir alltaf vita hvemig staðan væri og hvert ég stefndi. Við áttum mjög hreinskiptið samband og gátum rökrætt þó svo að við værum ekki alltaf sammála. Ég bjó nú hjá þér og ömmu í tvö ár og hafði mikið gott af því. Þú lagðir mikla áherslu á að fólk menntaði sig og fengi eins mikið út úr lífínu og það gæti. Mér þótti afar gott að ég, Jón Amar og strákamir okkar tveir vorum hjá þér og ömmu þegar þú kvaddir þennan heim. Afi, ég reyndi að gera mitt besta til að hjálpa þér þennan dag. Það var margt sem gerðist í þessari sunnu- dagsheimsókn á svo stuttum tíma sem var samt svo lengi að líða. Þessi reynsla sem þú færðir mér þennan sunnudag gerir mér betur kleift að sætta mig við að þú sért farinn. Þú náðir að sanna fýrir mér að það tæki eitthvað við á eftir þessu lífi. Þú sýndir mér einn- ig að sá heimur er mjög fallegur, allavega það fallegur að þú gast ekki hætt að horfa á hann. Heim- ur fullur af rauðum rósum og hér eftir á rauð rós alltaf eftir að minna mig á þig, afí. Elsku afi, þegar ég náði í þig á sjúkrahúsið á föstudeginum, þá langaði þig svo að sjá litlu strák- ana þína eins og þú kallaðir þá. Þá varst þú að tala um syni mína, glaður varstu, hrókur alls fagnað- ar, gæddur slíkum eldmóði, að allir, sem kynntust þér löðuðust að þér eins og segull að stáli. Svo vel varstu af guði gerður, að það, sem aðrir kölluðu erfiðleika, hrist- ir þú af þér sem ryk. Þannig veit ég, að þú varst, pabbi minn, þótt ég væri þá aðeins lítill snáði. Þá réðust örlögin þannig, að heimurinn bókstaflega brast und- an fótum þér bæði andlega og líkamlega, líkast því sem forlaga- nornirnar hefðu þig að eftirlætis- leiksoppi þar sem hver holskeflan reið yfir aðra. Sem faðir varðstu fyrir þungum raunum, sem rændu þig meiri hugarró en allur rógburður, sem þó var meiri en flestir mega þola. Þá sýndir þú, hvað í þér bjó, hald- inn óbifandi trú á, að réttlætið myndi sigra að lokum. Móðir mín tjáði mér, að þú hefðir tekið þessu með æðruleysi til þess að þurfa ekki að tala illa um aðra menn. „Sem eins og framandi hausar í skreyttum strætó, þóttust kunna hlutverk sitt rímandi, blindandi hver á annan í þeirri góðu trú, að Krister Blæ og Tristan Frey og ég lofaði þér því að koma með þá til þín um helgina. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa náð að upp- fylla þessa ósk þína og þú náðir að kveðja strákana sem okkur eru svo kærir. Þennan dag varst þú svo hress og ég hugsaði, afi minn er nú ekkert að kveðja á næst- unni og þá var ég svo glöð yfír því. Þetta var í raun eiginhags- munasemi í mér því ég vissi hvað þú varst orðinn þreyttur, því þú varst farinn að tala um það. Eg hef alltaf átt svo erfitt með að sætta mig við dauðann og litið hann sem óréttlátan hlut í lífinu. Þegar ég hugsa til baka þá var það svo margt sem þú færðir okkur þennan dag sem gaf til kynna að þú ættir að kveðja þarna. Þú sagðir við okkur: „Nú er þetta búið.“ Þú vissir alveg hvert stefndi. Elsku afí, ég er afar þakklát fyrir að hafa átt þig sem afa. Við náðum mjög vel saman og vorum svo lík að mörgu leyti. Ég hef sama húmor og þú og reglusemina kunnum við bæði vel að meta. Þegar ég var að baksa úti í skúr hjá þér þá var svo gott að fínna hvað þú treystir mér vel fyrir öllum áhöldunum þínum. Þér var ekki sama hver gengi um hlutina þína og það var svo gott að ganga um allt sem þú áttir, því allt var svo skipulagt. Élsku afí, ég veit þú fylgist með mér og strákunum mínum og mér fínnst gott að vita til þess. Þú fylgdist alltaf vel með Jóni Arnari í tugþrautinni og ég veit að þú átt eftir að gera það áfram og hjálpa honum í gegnum keppnina. Þú tókst Jóni Amari opnum örm- um frá fyrstu kynnum ykkar og ég veit þið kunnuð vel að meta hvor annan. Þú gerðir miklar kröf- ur til þín og þær sömu til annarra og ég veit að það voru ekki allir sem stóðust kröfurnar þínar. Elsku afí minn, ég elska þig og mun ætíð gera það en þykir verst hvað strákamir mínir era ungir þegar þú kveður. Ég veit þó að þeir eiga eftir að kynnast þér síð- ar. Þín frænka (dóttur-dóttir) eins og þú kallaðir mig oft. Hulda Ingibjörg Skúladóttir. vagninn færi viðurkenndar leiðir." Þessar „leiðir" ollu okkur að- standendum slíku hugarangri, að sum okkar eru enn að leita að réttri leið út úr því völundarhúsi. Guð einn veit, hvaðan þú fékkst þinn styrk. í hugum okkar, sem þekktum þinn innri mann er sú staðreynd, að allt gleymist, hverf- ur og forgengur, aðeins brot af sannleikanum. Ég þakka þér lífíð, faðir minn, og þá lífsreynslu, sem mér hlotnaðist síðustu árin okkar sam- an, þú aldraður og sjúkur, en þó samt sáttur við örlög þín og guð og menn. Mesta ánægja þín í lífínu var sú að fá barnabörnin til þín, sýna þeim ást og blíðu og horfa á þau vaxa og dafna. Þá var ég ungur og frískur en þó oft á tíðum ákafiega ósáttur við lífið og tilverana. Ég mun búa að þessari lífsreynslu, sem ekki er öllum gefíð að sjá og upplifa á ungum aldri í fallvaltleika lífsins, hvað það skiptir í raun litlu, hvað umheimurinn segir, þegar hallar undan fæti á þessari jörð, sem er friðlaus og köld. Vertu sæll, pabbi minn og megi guð birta þér ljósið, sem skín svo fagurt á dimmasta lón. Vita máttu, að í minningu móður minnar, verð- ur þú ætíð mestur og bestur. Sigmar H. Sigurbjörnsson og Arnbjörg Hansen. RAGNHEIÐUR SIG URGEIRSDÓTTIR SIGURBJÖRN EIRÍKSSON + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, HELGU METÚSALEMSDÓTTUR frá Egilsstöðum f Vopnafirði. Böm, tengdabörn og aðrir aðstandendur. + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langam- ma, MARTfNA NÍELSEN, Smáragrund, Bakkagerði, Borgarfirði eystri, sem andaðist á heimili sínu aðfaranótt laugardagsins 29. nóvember, verður jarðsungin frá Bakkagerðiskirkju, Borgarfirði eystra, laugardaginn 6. desember kl. 14.00. Aðalsteinn Sveinsson, Henný Níelsen, Þórarinn Gunnlaugsson, Guðlaug Aðalsteinsdóttir, Jóhann Jensson, Marta Aðalsteinsdóttir, Jóhann Tr. Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.