Morgunblaðið - 05.12.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997 33
Efnahagskreppan í
Suðaustur-Asíu hefur
að undanförnu verið að
teygja anga sína til
risanna í norðri. Sigrún
Birna Birnisdóttir
segir fjármálafólk um
allan heim hafa áhyggj-
ur af þróuninni og
hugsanlegum áhrifum
hennar á heimsviðskipti.
EFNAHAGSKREPPAN í Tælandi
og gjaldeyrishrun í Malaysíu, Indó-
nesíu, Filippseyjum og Hong Kong,
hafa á undanförnum vikum og mán-
uðum orsakað óróa á mörkuðum um
allan heim. Nú síðast bættist Suður-
Kórea í hóp þeirra Asíuríkja sem
þurft hafa að leita aðstoðar Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins, IMF, auk þess
sem taiið er að mörg japönsk fjár-
málafyrirtæki rói lífróður.
Menn velta nú fyrir sér áhrifum erf-
iðleikanna á hinn viðkvæma vaxtar-
brodd kínversks efnahagslífs auk
þess sem þeir óttast áhrif kreppunn-
ar á heimsviðskipti.
Á leiðtogafundi Efnahagsráðs
Asíu- og Kyrrahafsríkja APEC, sem
fram fór í Vancouver í síðustu viku,
lögðu þátttakendur sig fram um að
draga úr ótta við kreppu. Robert
Rubin, fjármálaráðherra Bandaríkj-
anna, vísaði einnig til þess ótta er
hann fagnaði nýjum samningi Suð-
ur-Kóreu og IMF, á miðvikudag.
Hann sagði samninginn skipta miklu
máli fyrir efnagags- og öryggishags-
muni Bandaríkjanna og bætti því
við að: „í þessu nýja hnattræna efna-
hagskerfi eru mjög sterk tengsl milli
hagsældar og stöðugleika í Banda-
ríkjunum, jöfnuðar í alþjóðlega íjár-
málakerfinu og styrks viðskiptaþjóð-
anna.“
Svartsýnismenn telja hins vegar
að afleiðingar ólgunnar verði í besta
falli þær að vextir í heiminum verði
hækkaðir til að draga úr eyðslu og
benda á að nýleg hækkun innflutn-
ingstolla í Brasilíu, Argentínu, Ur-
uguay og Paraguay um 25% sé fyrir-
boði samdráttar í heimsviðskiptum.
Tígrarnir orðnir að
máttvana sjúklingum
í upphafi árs var efnahagsupp-
gangi „tígranna" í Suðaustur-Asíu
líkt við kröftugan dreka sem væri
við það að leggja heiminn að fótum
sér. Hálfu ári síðar tala þeir sem
hvað ákafastir hrósuðu „tígrunum"
um þá sem máttfarna sjúklinga, sem
þurfi tíma til endurhæfingar.
Það sem bytjaði sem gengishrun
eins tiltölulega lítils gjaldmiðils er
nú orðið að efnahagskreppu sem
ógnar ekki einungis efnahagslífi álf-
unnar allt frá Indónesíu til Japans
og Suður-Kóreu heldur hefur valdið
óróa á mörkuðum um allan heim.
Fyrir tíu árum hefði engum dottið í
hug að gengishrun í Tælandi gæti
haft jafnvíðtæk áhrif á jafnfjarlæg-
um stöðum og Eistlandi, Brasiliu,
Japan og Rússlandi. Þá var hins
vegar einnig ófyrirsjáan-
legt að japanskir bankar
kæmu til með að lána
stórfé til Kóreu á sama
tíma og kóreskir bankar
ættu stór útistandandi lán
í Tælandi. Hvaðþá að íjár- ””
festar sem töpuðu á fjármálamörk-
uðum í Asíu myndu bregðast við
með því að draga til baka fé sitt á
mörkuðum í öðrum heimsálfum.
Hrun efnahagskerfis hvers Asíu-
ríkisins á fætur öðru má þó ekki
rekja nema að hluta til utanaðkom-
andi keðjuverkana. Hefðu efnahag-
skerfi þeirra ekki verið veik fyrir
má fullyrða að áhrifin hefðu ekki
prðið jafnafgerandi og raun ber vitni.
í Suður-Kóreu, Filippseyjum, og sér-
staklega Indónesíu, Malaysíu og
Tælandi, þar sem vandinn er mest-
ur, hafa stofnanir þjóðfélagsins ekki
náð að halda í við efnahagsþróun-
ina. Meðaltekjur á svæðinu eru nú
allt að því sjö sinnum hærri en þær
Áhyggjufullir fjárfestar fylgjst með þróuninni á verðbréfamarkaðinum.
Kreppan í Asíu
teygir anga sína
til norðurs
Sparnaður al-
mennings
kemur nú
til góða
voru fyrir 30 árum og því e.t.v. ekki
furða að lög og reglugerðir um líf-
eyrissjóði, atvinnu- og bankastarf-
semi, hafi dregist aftur úr efnahags-
þróuninni. Þá hafa stjórnarfarsum-
bætur ekki alltaf fylgt efnahagsum-
bótum og hefur það haft í för með
sér spillingu og ófullnægjandi eftir-
lit.
Þess ber þó að gæta að þetta
hefur fram að þessu ekki komið í
veg fyrir einhverja mestu uppbygg-
ingu lífskjara almennings sem um
getur. í flestum umræddra ríkja er
sparnaður almennings almennur auk
þess sem þau hafa byggt upp al-
menn heilbrigðiskerfi, traustan iðn-
að, menntun og tækniþekkingu. Allt
mun þetta, að áliti sérfræðinga,
koma þeim til góða við endurupp-
byggingu nú.
Á meðan nokkrir sérfræðinganna
vara við bjartsýni, þar sem bjartsýn-
ismenn hafi hingað til haft rangt
fyrir sér, telja aðrir að álfan muni
komast upp úr öldudalnum á nokkr-
um árum, verði haldið rétt á spöð-
unum. Það þurfi einungis að koma
í veg fyrir of sterk viðbrögð fjár-
festa sem geti orðið til þess að fram-
lengja.það erfiðleikatímabil sem nú
gengur yfir. Jeffrey Sachs, hagfræð-
ingur við Harvard-háskóla, sem sá
fyrir hrunið í júlí, sagði t.d. í viðtali
við The Washington Post. „Það er
vissulega verk að vinna en engin
ástæða til að ætla að efnahagserfið-
leikarnir teygi úr sér svo framarlega
--------- sem misvísandi stjórn-
arstefna kemur ekki til.“
Aðrir bjartsýnismenn
hafa bent á að það muni
koma álfunni til góða að
hafa þegið fjármagn úr
ýmsum áttum, andstætt
því sem átti við um ríki Rómönsku
Ameríku á áttunda áratugnum. As-
íuríkin hafa fengið fjármagn í gegn-
um bankalán, hlutabréf og erlenda
ijárfestingu og munu því hvorki bera
allan skaðann sjálf né einangrast á
sama hátt og rómönsk-amerísku rík-
in gerðu eftir að bankar lokuðu á
þau.
Fjölskyldufyrirtækið
Suður-Kórea
Efnahagsvandinn, sem hófst með
brotlendingu tælensks efnahagslífs,
hefur nú teygt sig til Japans og
Suður-Kóreu. Þótt gjaldeyrishrun í
Malaysíu, Indónesíu, Filippseyjum
og Hong Kong fylgdi fljótlega í kjöl-
far tælenska hrunsins grunaði fáa
að það gæti ógnað risunum í norðri.
í fáum ríkjum heims hefur hag-
vöxtur verið jafn ör og í Suður-
Kóreu og í fáum ríkjum er niðurlæg-
ingin sem fylgir hruninu jafnmikil.
Eftir að leiðtogar iandsins höfðu
afneitað vandanum mánuðum sam-
an viðurkenndu þeir loks að þeir
þyrftu á aðstoð að halda. Á sama
tíma og þeir funduðu með fulltrúum
IMF rann það smám saman upp
fyrir fjárfestum og almenningi að
um raunverulegan vanda væri að
ræða en ekki einungis illgjarnan
áróður erlendra Ijölmiðla.
í grein í International Herald Tri-
bune leitast Steven Pearlstein við
að útskýra hvers vegna svona er
komið í Suður-Kóreu. Hann líkir þar
Suður-Kóreu við fjölskyldufyrirtæki,
þar sem hagkvæmnissjónarmið voru
oft látin víkja fyrir hagsmunum íjöl-
skyldumeðlima. Til að anna aukinni
eftirspurn hafi fyrirtækið tekið jap-
önsk lán til uppbyggingar. Lánin
voru gjaldfelld tvisvar á ári. Auðvelt
var að fá þau endurnýjuð en vextir
voru greiddir í japönskum jenum. Á
sama tíma átti sér hins vegar stað
gífurleg uppbygging í nágrannaríkj-
unum og að lokum fór svo að verð-
lag féll og áætluð söluaukning brást.
Kóreski gjaldmiðillinn féll á gjald-
eyrismörkuðum og æ dýrara varð
að kaupa jen til vaxtagreiðslna. Það
var þó ekki fyrr en japönsku bank-
arnir vöruðu við því að þeir myndu
ekki endurnýja lán, sem gjaldfalla í
lok þessa árs, að leiðtogar landsins
urðu að játa sig sigraða. Eftir nokk-
urt samningsþóf samþykkti síðan
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn IMF að
lána Suður-Kóreu 55 milljarða
Bandaríkjadala (sem samsvarar 3,8
þúsundum milljarða íslenskra króna)
gegn því að stjórnvöld þar skrifuðu
undir viljayfirlýsingu um umbætur
í fjármálakerfi landsins. Er það von
manna að tilvist þess ijár nægi til
að telja japönsku bankana á að fram-
lengja lán Suður-Kóreu. Ef svo fer
hins vegar ekki hefur Suður-Kórea
heimild til að endurgreiða japönsku
lánin af umræddri fjárhæð.
Sérfræðingar telja að þegar á
heildina sé litið muni það kosta
60-100 milljarða Bandaríkjadala
(andvirði 4-7 þúsunda milljarða ís-
lenskra króna) að endurreisa efna-
hagskerfi Suður-Kóreu. Það muni
þó koma Suður-Kóreu til góða við
enduruppbygginguna að ólíkt því
sem gerðist í mörgum nágrannaríkj-
anna hafi yfirbyggingu þar verið
haldið í lágmarki.
Það er þó ijóst að enduruppbygg-
ingin í Suður-Kóreu verður slður en
svo sársaukalaus. Skilyrði IMF fel-
ast m.a. í því að mótuð verði sterk-
ari fjármála- og peningastefna,
fijálsræði aukið í viðskiptum og ijár-
magnsflæði og að breytingar gerðar
til að bæta stjórnun kóreskra fyrir-
tækja. Annað vandamál blasir einnig
við í Suður-Kóreu sem mun að öllum
líkindum gera efnahagsumbæturnar
enn þjáningarfyllri fyrir þjóðina.
Samkvæmt lögum Suður-Kóreu hef-
ur atvinnurekendum fram að þessu
verið óheimilt að reka starfsmenn
og er nú talið að einn af hvetjum
tíu starfsmönnum sé óþarfur. Það
má því búast við mikilli aukningu
atvinnuieysis eftir að hafist verður
handa við framkvæmd þeirra um-
bóta sem IMF setur sem skilyrði
fyrir láni sínu.
Vandi Japans annars eðlis
Gjaldþrot nokkurra af stærstu
fjármálastofnunum Japans hefur á
undanförnum vikum beint athygli
umheimsins að brestum í fjármála-
lífi landsins. Þó Ryutaro Hashimoto,
forsætisráðherra Japans, legði
áherslu á það við lok leiðtogafundar
APEC í síðustu viku að vandi Japans
ætti ekkert skylt við gjaldeyris-
kreppuna í Suðaustur-Asíu, er ljóst
að landið deilir ýmsum einkennum
vanda nágrannaríkjanna -----------
svo sem haftakerfi sem
setur hagvexti hömlur.
Auðlegð Japans gerir það
hins vegar að verkum að
landið getur þolað miklu
stærri áföll en nágranna-
löndin. Það byggir ekki á erlendu
fjármagni og er því ekki háð erlend-
um hagsmunum og hagsveiflum.
Japanskt fjármálalíf hefur þó bar-
ist í bökkum allan þennan áratug. Á
sama tíma og talað var um krafta-
verk í nágrannalöndunum hefur Jap-
an þurft að takast á við fortíðar-
vanda sem rekja má til skyndilegs
verðhruns sem varð í kjölfar mikils
þenslutímabils fyrir tæpum átta
árum. Flestir bankar í landinu eiga
mikið af ótryggum útistandandi
skuldum frá þessum tíma og nú
hefur komið í ljós að í sumum fjár-
málafyriilækjum hafa lán sem inn-
heimtust ekki einfaldlega verið falin.
1 leiðara tímaritsins The Econom-
ist er því haldið fram að úr því að
umrædd fyrirtæki hafi komist upp
með að gefa rangar upplýsingar um
stöðu sína megi allt eins búast við
að víðar leynist maðkur í mysunni.
Þetta dragi mjög úr trausti fjárfesta
og auki með því enn á vanda sem
er dijúgur fyrir. Því er einnig haldið
fram að japönsk fjármálayfirvöld
hafi gripið allt of seint í taumana
og að úr því sem komið er sé nauð-
synlegt að ríkið hlaupi undir bagga
með fjármálafyrirtækjum. Víst þykir
að þetta verði gert en til nokkurra
deilna hefur komið um það í Japan
hvort rétt sé að ganga í opinbera
sjóði til að styrkja stoðir fjármálalífs-
ins. Mikill áhugi er á því á fjármála-
mörkuðum en almenn andstaða gegn
því meðal almennings.
Tvísýnt um Kína
Á sama tíma og aukin samkeppni
frá Kína hefur verið nefnd sem liður
í aðdraganda að versnandi efnahag
nágrannaríkja þess í Suðaustur-Asíu
hefur því verið haldið fram að ekk-
ert land í álfunni sé jafnviðkvæmt
fyrir efnahagskreppu nú og Kína.
Erfiðleikarnir koma þar upp á
sama tíma og unnið er að efnahags-
legum umbótum. Tugum þúsunda
hefur verið sagt upp störfum vegna
einkavæðingar og samdráttur gæti
auðveldlega leitt til þess að tugir
milljóna til viðbótar verði atvinnu-
lausir.
Erlend fjárfesting í Kína féll um
35% á fyrstu 10 mánuðum þessa
árs. Útflutningstekjur munu að öll-
um líkindum minnka þar sem búast
má við að framleiðsla Kína verði
undirboðin í kjölfar gengisfellinga í
öðrum Asíuríkjum, auk þess sem
minni kaupgeta í þessum löndum
mun draga úr eftirspurn eftir kín-
verskum afurðum.
Þá nema erlend lán Kínveija 119
milljörðum Bandaríkjadala (eða
rúmlega átta þúsund milljörðum ís-
lenskra króna) sem er það mesta í
heiminum í dag. 85% lánanna eru
þó langtímalán en til samanburðar
voru 60% lána Tælands og Suður-
Kóreu skammtímalán. Að auki er
bankakerfi Kínveija óstöðugt. Þrír
af fjórum stærstu bönkum landsins
eru bæði reknir án hagnaðar og eig-
in fjár.
Á sama tíma vilja sérfræðingar
halda því fram að Kína sé alit að
því ónæmt fyrir þeirri ókyrrð sem
gengið hefur yfir álfuna að undan-
förnu og menn hafa velt því fyrir
sér hvort samdráttur nú muni e.t.v.
verða til þess að ýta undir umbætur
sem verði efnahagskerfinu til góðs
þegar til lengri tíma er litið.
Bent hefur verið á að það hafi
komið Kínveijum til góða að undan-
förnu að gjaldmiðill landsins sé ekki
seldur á almennum gjaldeyrismörk-
uðum. Þá er mikill hluti erlendra
fjárfestinga bundinn í langtíma
framkvæmdum þannig að fjárfestar
eiga ekki kost á að draga sig til
baka líkt og þeir hafa gert á hluta-
bréfamörkuðum í nágrannaríkjun-
um.
Ætli Kínveijar að snúa þróuninni
sér í vil verða þeir hins vegar að
gera róttækar breytingar á því
hvernig efnahagslegar ákvarðanir
eru teknar. Þegar hefur verið hafist
handa við að endurskipuleggja
bankakerfi landsins. Ákvarðanatök-
ur innan bankanna eru nú í færri
---------- höndum en áður var en
erfitt hefur reynst að
koma því til leiðar að
ákvarðanir um lánveiting-
ar séu teknar með hag-
kvæmnissjónarmið í huga
en ekki stjórnmálaleg þar
sem samfélagið er enn gegnsýrt af
pólitískum afskiptum.
Mikill og almennur sparnaður al-
mennings hefur hins vegar haldið
kínversku bönkunum á floti og því
er lífsnauðsynlegt fyrir þá að tapa
ekki trausti almennings en til að það
megi takast er grundvallaratriði að
þeir nái stjórn á áhættuþættinum í
lánveitingum.
Leiðtogar kínverska kommúnista-
flokksins deila nú um það sín á milli
hversu langt skuli gengið í þessum
efnum og hvort sé betra aukinn sam-
dráttur og atvinnuleysi eða afnám
strangra viðskiptahamla sem hefði
aukið fijálsræði og hugsanlega
þenslu í för með sér.
Kína allt
að því ónæmt
fyrir ókyrrð-
inni