Morgunblaðið - 05.12.1997, Blaðsíða 77
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997 77
Stjarna
Brosnans
skín skært
► LEIKARINN Pierce Brosnan
var heiðraður á dögunum með
eigin stjörnu á göngugötunni
frægu í Hollywood. Brosnan sem
er frægastur fyrir hlutverk sitt
sem James Bond er fyrsti „Bond-
inn“ sem er heiðraður með þess-
um hætti. Nýjasta Bond-myndin,
..Tomorrow Never Dies“, verður
frumsýnd í Bandaríkjunum 19.
desember og er hennar beðið
með eftirvæntingu af sönnum að-
dáendum breska njósnarans.
Mótmæli
fatlaðra
► HEYRNARLAUSIR í Gvate-
mala máluðu andlit sín að hætti
látbragðsleikara og fóru með
þjóðsönginn á táknmáli á Alþjóð-
legum degi fatlaðra hinn 3. des-
ember síðastliðinn. Hundruð fatl-
aðra gengu saman til þjóðarhall-
arinnar og kröfðust sjúkratrygg-
ingar og meiri athygli frá stjórn-
völdum í tilefni dagsins.
Pele
heiðraður
► FÓTBOLTAGOÐIÐ og íþrótta-
ráðherra Brasilíu, Pele, sýnir hér
yfirmanns-
orðu bresku
krúnunnar
sem Elísa-
bet Breta-
drottning
veitti hon-
um nú í vik-
unni. Pele
var í för
með Fern-
ando Hen-
rique Car-
doso, for-
seta Brasil-
íu, þegar hann heimsótti knatt-
spyrnulið Chelsea en forsetinn
var í íjögurra daga opinberri
heimsókn til Bretlands.
KVIKMYNDIR/Sambíóin sýna bresku
spennumyndina Face með stórleikaranum
Robert Carlyle í aðalhlutverki,
Grímulaust
ofbeldi
|ACE fjallar um hóp þekktra
andlita
úr undirheimunum
sem fremur hættulegt rán en
félagamir fímm í hópnum eru á
höttunum eftir peningunum, hver á
sinni forsendu. Fyrirliðinn er hinn
kaldrifjaði Ray (Robert Carlyle)
sem einskis svífst. Þegar einn úr
hópnum leysir frá skjóðunni og
kemur upp um félaga sína hrynm-
samheldni glæpamannanna til
grunna og þeir snúast hver gegn
öðrum. Sagan er sögð frá sjónar-
homi glæpamannanna og kafað er í
bakgmnn þeirra og hvað rekur þá
áfram á glæpabrautinni. Ofbeldið er
aldrei langt undan og skiptir þá litlu
máli hver í hlut á.
í aðalhlutverkinu í Face er stór-
leikarinn Robert Carlyle, sem bætir
hverri skrautfjörðinni við aðra
þessa dagana. Hann er sennilega
þekktastur um þessar mundir fyrir
að hafa leikið í metaðsóknarmynd-
inni The Full Monty, Með fullri
reisn, en skemmst er að minnast
hans úr Trainspotting þar sem hann
fór með hlutverk Bagby, og úr
Carla’s Song eftir Ken Loach, en sú
Á ÝMSU gengur þegar félagarnir fímm fremja stórrán til
að fjármagna drauma sína.
Npjfl mynd var sýnd á kvik-
Mgpl myndahátíðinni í
I Reykjavík fyrir
I skemmstu.
RVbbbJÍ Face er nýjasta mynd
0 leikstjórans Antoniu
ff Bird sem síðast gerði
*f Hollywoodmyndina Mad Love
f með þeim Drew Barrymore og
f Chris O’Donnell í aðalhlutverk-
I um. Frumraun hennar var hins
I vegar verðlaunamyndin Priest
f sem fjallaði um hugsjónaríkan
ungan prest sem þurfti að kljást
við kynhneigð sína og skírlífisheit.
Það var einmitt Robert Carlyle
sem lék elskhuga prestsins í Priest.
Eítt mesta úrval
landsíns af
lömpum er að
finna hjá okkur.
f ROBERT Carlyle í hlutverki Rays
sem sýnir enga miskunn þegar einn
úr hópnum hefur sagt til félaga
sinna.
1. Einhver sem er þekktur fyrir glæpsamleg athæfi
2. Heiður, sjásfsvirðing, orðspor, stolt, ímynd.
BBC !HK ! DIST.ASI HOUwsn*r!i!■ MinaniahIHI!!SH SíllfíS aAIIOSili III in ROBÍRJ CABLYLF FACE RATWISSTOSt STEVENWAOÐISSIOK PHIllfDAVIS
Frumsýning
iSfBÍO MSfS BUwœiiflfSASPnllÍG «á?Alll HYE8S SSSAIAIISIIEH “WIAI BENIEIT -IHI U.IHMS & fLllöfi BAÍ*1ASI9IIA Blfill
•-jar- /2) uem^M ^
KRINGLUBÍ# Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 ■ b.í. 16. ^CDDIGrrAL
HÚSGAGNAHÖLLIN
Bíldshöfðl 20-112 Rvik - S:510 8000