Morgunblaðið - 05.12.1997, Blaðsíða 72
72 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hátíðarfundur
Parkinsonsamtakanna
FJÓRTÁNDI hátíðarfundur Parkin-
sonsamtakanna á íslandi verður
haldinn á morgun, laugardaginn 6.
desember, klukkan 12 á hádegi í
Víkingasal Hótels Loftleiða.
Meðal skemmtiatriða verða gam-
ansögur og gamanmál, ungur ein-
leikari, tríó og kvartett. Félags-
menn, gestir og aðrir velunnarar
Parkinsonsamtakanna eru vel-
komnir. Tilkynna þarf þátttöku
milli kl. 13 og 18 í dag í síma Park-
insonsamtakanna eða um kvöldið í
síma Jóns eða Áslaugar undir nafni
Parkinsonsamtakanna í símaskrá,
eða í heimasíma Eyjóifs Hermanns-
sonar.
í fréttatilkynningu frá samtök-
unum kemur fram, að fimm íslend-
ingar hafi farið í svokallaðar pala-
domíuaðgerðir í Svíþjóð, en líkur
séu á að hægt verði að gera slíkar
aðgerðir hér á landi ef fé fáist til
tækjakaupa.
Parkinsonsamtökin eru í Nordisk
Parkinson Rád og EPDA, sem eru
Evrópusamtök 27 landa. Trúnaðar-
læknir samtakanna er dr. Sigurlaug
Sveinbjörnsdóttir en formaður sam-
takanna er Nína Hjaltadóttir.
-----♦ ♦ ♦-----
Jólamarkaður
á Ingólfstorgi
JÓLAMARKAÐUR verður nú opn-
aður í fyrsta sinn á Ingólfstorgi
laugardaginn 6. desember.
Á boðstólum verða fallegar jóla-
vörur unnar af íslensku handverks-
fólki. Einnig verða seldir heitir
drykkir o.fl. Með þessu er verið að
skapa sanna jólastemmingu í mið-
borginni eins og tíðkast oft í borg-
um Evrópu, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Markaðurinn verður opinn laug-
ardaga kl. 10-18 og sunnudaga
kl. 13-18. Jólamarkaðurinn stend-
ur til ióla.
ÞESSA VIKU
BOXER-
NÆRBUXUR
21 PAKKA
á frábærum golfvörum
Barna- og unglingakylfur • byrjendasett
golfskór • hanskar • boltar • regngallar ofl. ofl.
Opið frá 1. - 24. desember
Virka daga 14-19
Laugardaga og sunnudaga 13-18
Þorláksmessu 13-24
Aðfangadag 9-12
Leitið ráðgjafar fagmanns
GOLFVERSLUN
Sigurðar Péturssonar
CRAFARHOLTI REYKJAVÍK
Sími 587 2215
ÍDAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags
Ekki samstaða
hjá smábáta-
eigendum
VELVAKANDA barst eft-
irfarandi:
Ég vil benda á að í frétt
í Morgunblaðinu miðviku-
daginn 3. desember er fjall-
að um frumvarp um breyt-
ingar á lögum um veiðar
smábáta sem sjávarút-
vegsráðherra mælir fyrir á
Alþingi. í fréttinni kemur
fram að samstaða sé meðal
smábátaeigenda um frum-
varpið. Vil ég benda á að
ekki er samstaða um þetta
mál á Suðurnesjum þar
sem það var fellt þar og
er megn óánægja með
þetta á Suðumesjum.
090254-4219.
Tek undir
óánægjuraddir
ÉG VIL taka undir þessar
óánægjuraddir sem hafa
verið að heyrast um dag-
skrá ríkissjónvarpsins og
hvet aðra til þess að láta
í sér heyra. Sjónvarpsdag-
skráin hefur oft verið slæm
kvöld og kvöld en nú er
þetta jafnvel alla vikuna
eða vikurnar. Ég er sér-
staklega óánægð með
þessa eilífu framhalds-
þætti, dagskráin er byggð
upp á framhaldsþáttum.
Ekki er hægt að bjóða fólki
upp á þetta. Ég vil taka
það fram að mér fannst
sunnudagsleikritið alveg
ágætt og Kastljós er mjög
gott.
Skyldugreiðandi.
Þakkir til
þingmanna
SÆMUNDUR hafði sam-
band við Velvakanda og
langar að koma á framfæri
þakklæti til þingmanna
sem studdu breytingu á
örorkulífeyri, þ.e. að hann
sé miðaður við launavísi-
töluna í landinu. Óskar
hann þeim öllum gleðilegra
jóla.
Ekki ánægð með
ríkissjónvarpið
ÉG VIL taka undir það sem
var skrifað um dagskrá
ríkissjónvarpsins 2. og 3.
desember í Velvakanda og
vil spyija hvort það sé
hægt að bjóða manni upp
á þetta. Mín fjölskylda hef-
ur ekki efni á Stöð 2 en
ef ríkissjónvarpið mundi
ekki þröngva öllum lands-
mönnum til að borga gjald
af dagskrá sinni værum við
með Stöð 2. Ég vil líka
spyija: Af hveiju sjónvarp-
ið endar oftast fyrr á föstu-
dögum en sunnudögum og
yfirleitt af hveiju endar
dagskráin svona snemma
um helgar? Það er eins og
sjónvarpið vilji ekki að fólk
sé heima hjá sér um helg-
ar. Því getur sjónvarpið
ekki sýnt góðar, almenni-
legar spennumyndir, ekki
eldgamlar myndir á útsölu?
Hvað verður um peningana
sem eiga að fara í dag-
skrárgerð? Þeir fara alltént
ekki í dagskrána. Og af
hveiju hættu þeir að sýna
það eina sem var horfandi
á, Bráðavaktina, en ekki
þættina X-Files? Ég skil
ekki af hveiju þeir eru ekki
bannaðir bömum. Ég vona
að einhver lesi þetta og
taki undir með mér.
Dísa.
Vantar
heimilisfang
VEIT einhver um heimilis-
fang og/eða síma tveggja
íslenskra kvenna á Spáni
sem reka þar skrifstofu og
leigja út hús og íbúðir? Ef
einhver getur gefið þessar
upplýsingar, er hann beð-
inn að hafa samband í síma
899 6510.
Tapað/fundið
Úr týndist
GULLÚR, Reymond Weil,
með semeliusteinum, týnd-
ist sl. föstudagskvöld ann-
aðhvort á Sir Oliver, í
Naustkjallaranum eða á
leiðinni á milli. Þeir sem
hafa orðið varir við úrið
hafi samband í síma
557 7781.
Gleraugu
í óskilum
GLERAUGU í brúnu og
svörtú hulstri fundust fyrir
utan Heimilistæki í Sæ-
túni. Þeir sem kannast við
gleraugun hafi samband
við Heimilistæki (skipti-
borð).
Svartir rúskinns-
hanskar týndust
SVARTIR rúskinnshansk-
ar gleymdust ofan á hrað-
bankanum í Borgarkringl-
unni (hjá íslandsbanka).
Finnandi vinsamlega hafi
samband í síma 551 8205.
HÖGNIHREKKVÍSI
SKÁK
llmsjón Margeir
Pétursson
STAÐAN kom upp á opnu
móti í Leeuwarden í Hol-
landi í nóvember í viðureign
tveggja heimamanna. Al-
þjóðlegi meistarinn Johan
Van Mil (2.420) var með
hvítt og átti leik gegn stiga-
hæsta skákmanni Hollend-
inga Loek Van Wely
(2.655).
Van Wely var með gjör-
unnið tafl, en þegar hér var
komið sögu hafði honum
orðið á meinleg villa í út-
reikningum:
59. Hxg4!! og svartur gafst
upp, því eftir 59. — Kxg4
60. Dxh5 er hann óveijandi
mát. Ef hann þiggur
ekki hróksfórnina,
þá leikur hvítur
næst 60. Hh4+.
Van Wely náði sér
ekki vel á strik eftir
þetta áfall í fyrstu
umferð. Hann tapaði
síðan fyrir öðrum
hollenskum alþjóða-
meistara, Manuel
Bosboom, sem
reyndar er væntan-
legur hingað til ís-
lands á Guðmundar
Arasonar-mótið.
Van Wely hélt beint til
Bandaríkjanna frá Leeuw-
arden og þá gekk honum
betur. Urslitin á hraðmóti
þar urðu: L—2. Timman og
Van Wely 3’/z v. af 5 mögu-
legum, 3. Yermolinsky,
Bandaríkjunum 3 v., 4.
Seirawan, Bandaríkjunum
2'/i v., 5. Piket, Hollandi IV2
v. og 6. Tal Shaked, Banda-
ríkjunum 1 v.
HVÍTUR leikur og vinnur.
Víkveiji skrifar...
AFERÐ um Austurland nýlega
var staldrað við á Eskifirði,
þar sem ekkert var um að vera í
síldinni, sæmilegt í bolfiski og menn
biðu spenntir eftir að skip kæmu
síðdegis með loðnufarma. Stóra
spurningin var hvort loðnan yrði
hæf til manneldis eða hvort hún
færi öll í bræðslu. í ljós kom að
þessu nýsilfri sjávarins varð ekki
meint af veltingnum í siglingunni
af miðunum fyrir norðan land og
alla helgina sem í hönd fór var loðna
fryst af kappi fyrir Rússana.
Nú ætla þeir að fara að ala hval-
inn Keikó í botni Eskifjarðar og
láta hann braggast þar og aðlagast
þangað til hann getur farið til funda
við skyldulið sitt. Það væsir tæpast
um hann á þessum fallega stað
undir Hólmatindi og nóg verður
eflaust um ætið úr ríki sjávarins
handa háhyrningnum, sem svo víða
hefur farið og margir hafa skoðað.
Mikið fjölmiðlafár mun örugglega
fylgja Keikó og eflaust verður
hvalapollurinn í Eskifirði mikið að-
dráttarafl fyrir ferðamenn.
SÍLDIN er dyntótt sem fyrr og
bæði sjómönnum 0g fræðing-
um ráðgáta hvað orðið hefur af
henni þetta haustið. Brestur á síld-
veiðum í haust hefur farið illa með
margan verkandann. Sérstaklega
þá sem reiða sig að öllu leyti á törn-
ina við síldina á hveiju hausti.
Enn er ekki öll nótt úti, en væg-
ast sagt er útlitið dökkt hjá mörgum.
xxx
VIÐA í fiskvinnslu úti um iand
eru útlendingar áberandi 0g
bera jafnvel uppi heilu staðina á
þessum árstíma. Yfirleitt er þetta
mikið sómafólk sem kemur hingað
til þess eins að vinna og safna pen-
ingum, sem síðan eru í mörgum
tilvikum sendir til skyldmenna í
heimalandinu.
Þannig heyrði skrifari um tug
pólskra kvenna sem nú starfa á
Eskifirði. Þessar konur þykja ein-
staklega áreiðanlegar í vinnunni,
fara sparlega með og lifa einföldu
lífi. Haft var á orði að til að spara
og geta sent sem allra mest heim
hefðu þær margar máltíðirnar kart-
öflur á borðum sem aðal og eina
rétt.
xxx
EKKTUR tónlistarmaður er
þessa daga á hringferð um
landið og heimsótti Vopnaförð í lið-
inni viku til tónleikahalds. Þó svo
að maðurinn sé vinsæll á staðnum
mættu aðeins tveir staðarbúar til
að hlusta á tónlistarflutninginn og
varð að aflýsa tónleikunum.
Hvers vegna í ósköpunum spurði
aðkomumaður er hann frétti af
þessu daginn eftir og skildi lítið í
viðtökunum því listamaðurinn er vel
látinn og vanur því að spila fyrir
fullu húsi. Einfalt svarið segir tals-
vert um lífið í sjávarplássunum þeg-
ar nóg er um að vera í atvinnulíf-
inu: „Það er loðna," svaraði konan,
sem rætt var við.
Fyrir fáfróðan aðkomumanninn
bætti hún því við að þegar vinnslu-
hæf loðna bærist væri unnið á vökt-
um allan sólarhringinn bæði í fryst-
ingu og bræðslu.