Morgunblaðið - 05.12.1997, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Þú getur bakað, steikt og
griliað að vild í nýja
BLÁSTURS - BORÐOFNINUM
Rúmgóður 12,5 lítra ofn, en
ytri mál aðeins 33x44x23 cm.
4 valmöguleikar: Affrysting,
yfir- og undirhiti, blástur og
grill.
Hitaval 60-230ÍIC, 120 mín.
tímarofi með hljóðmerki, sjálf-
hreinsihúðun og Ijós.
JÓLATILBOÐSVERÐ
kr. 16.200,- stgr.
6 gerðir borðofna.
á verði frá 9.300,-
ArOniX
HÁTÚNI6A REYKJAVlK SlMI 552 4420
FINNLAND
hver mínúta
eftir klig.oo
á kvöldin
PÓSTUR OG SÍMI
Utandagskrárumræða á Alþingi um breiðbandsvæðingu Pósts og síma hf.
Kostnaður gæti numið
50-60 þúsundum á heimili
EKKI liggur fyrir hvaða kostnaður mun fylgja því
að breiðbandsvseða öll heimili landsins eins og nú
er stefnt að. I utandagskrárumræðum um breið-
bandið, sem fram fóru á Alþingi í gær, nefndi
Halldór Blöndal samgönguráðherra að tengi-
kostnaður gæti numið 50-60 þúsund krónum á
hvert heimili. Guðmundur Ami Stefánsson, Þing-
flokki jafnaðarmanna, telur að skoða eigi aðra
möguleika, t.d. þráðlausa fjarskiptatækni.
Guðmundur Ámi, er var málshefjandi, gerði '
m.a. að umtalsefni hina miklu fjárfestingu, sem
fyrirhuguð er í breiðbandsvæðingu á næstu ámm.
Sagði hann að rætt væri um fimm milljarða króna
fjárfestingu á næstu þremur árum, kvaðst efast
um að þörfin væri svo brýn. Ástæða væri til að
benda á að möguleikar Islendinga með fyrirliggj-
andi tækni, t.d. samnetinu, væra langt í frá full-
nýttir. Þá væra þráðlaus boðskipti í örri þróun og
ekki síður framtíðin en kaplar og þræðir í jörðu.
Guðmundur sagði það skipta miklu máli hvernig
starfsemi breiðbandsins væri háttað og varpaði
fram þeirri spurningu hvort það væru eðlilegir
samkeppnishættir að eigandi grunnnetsins seldi
sjónvarpsstöðvum aðgang að því en væri jafn-
framt í samkeppni við þær með dreifingu eigin
efnis og sölu á því í áskrift.
Samráð haft við Samkeppnisstofnun
I svari samgönguráðherra kom fram að engu
væri líkara en Guðmundur Árni vildi helst hafa
ljósleiðarann í jörðu án þess að nota hann. „Geyma
hann, jarða hann, eins og búið er að jarða nafn Al-
þýðuflokksins," sagði Halldór. Hugmyndin væri
hins vegar sú að nota hann og koma umferð á
hann sem fyrst. Breiðbandið væri framtíðin og þar
sem það væri fyrir hendi væri nauðsynlegt að
koma upplýsingum og afþreyingu inn á hvert ein-
asta heimili með sem ódýrastum hætti. „Þess
verður auðvitað vandlega gætt að hvergi sé gengið
lengra en heimilt er. Það er alveg skýrt kveðið á
um það, bæði í íslenskum lögum og eins í þeim
samþykktum sem við höfum undirgengist á Evr-
ópska efnahagssvæðinu, að allir skuli eiga rétt á
því að komast að breiðbandinu eða ljósleiðaranum
með sömu kjörum." Viðræður stæðu yfir við Sam-
keppnisstofnun um starfsemi breiðbandsþjónust-
unnar svo hvergi yrði gengið lengra en heimilt
væri. Ljóst væri að Landsíminn ætlaði ekki í sam-
keppni með eigin efni.
Skiptar skoðanir voru einnig um málið meðal
annarra þingmanna Hjálmar Árnason, Framsókn-
arflokki, spurði um áætlaðan kostnað vegna breið-
bandsvæðingarinnar og sagði það vera íhugunar-
efni hvort tæknin yrði úrelt innan fárra ára vegna
örrar þróunar á sviði þráðlausra fjarskipta. Sam-
gönguráðherra sagði að fram að þessu hefði það
e.t.v. kostað um 25 þúsund krónur á heimili að
tengja það ljósleiðaranum. Ekki lægju fyrir tölur
um frekari kostnað en ef til vill mætti reikna með
50-60 þúsund krónum fyrir hvert heimili.
Ragnar Arnalds, Alþýðubandalagi, sagði breið-
bandsvæðinguna vera lofsvert framtak og tryggja
meiri gæði og öraggari flutningsleiðir en kostur
væri á með þráðlausum fjarskiptum. Lagningu
bandsins miðaði hins vegar of hægt.
Microsoft veðjar á kapal
Tómas Ingi Olrich, Sjálfstæðisflokki, tók í sama
streng og sagði breiðbandið besta og ódýrasta
kostinn til gagnaflutninga. „Þegar menn velta
fyrir sér loftlínum eða köplum er athyglisvert að
Microsoft fyrirtækið undir stjórn Bill Gates hef-
ur tröllatrú á því að breiðbandsflutningur um
kapalkerfi sé breiðstræti framtíðarinnar. Sam-
kvæmt upplýsingum Economist hefur Microsoft
fjárfest fyrir einn milljarð dollara í fjórða
stærsta kapalkerfi heimsins."
Gæluverkefni
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Þingflokki
jafnaðarmanna, sagði breiðbandið vera úrelt kerfi
og benti á framþróun í þráðlausum fjarskiptum og
öra þróun í gömlu símkerfunum þar sem flutn-
ingsgeta hefði aukist. Stjórnvöld væra því í raun
að byggja upp tvöfalt kerfi, og varpaði hún fram
þeirri spumingu hvort breiðbandið væri gælu-
verkefni einhverra innan Pósts og síma hf. eða
ráðherrans. Tæknin væri tuttugu ára gömul, gam-
aldags og að verða úrelt.
Morgunblaðið/Kristinn
FRA sýningu Merkúr í Laugardalshöll á tréiðnaðarvélum en hún var
vel sótt og þótti takast vél.
Fjölsótt trésmíðavéla-
sýning í Laugardalshöll
Mikill
áhugi á
útboði
rík-
isbanka
TIU aðilar sendu inn forvals-
gögn vegna útboðs Ríkis-
kaupa fyrir hönd Ríkisendur-
skoðunar á endurskoðun fyrir
ríkisbankana þrjá, Lands-
banka íslands hf., Búnaðar-
banka fslands hf., og Fjár-
festingabanka atvinnulífsins
hf.
í framhaldinu verður hæfi
bjóðenda til þátttöku í útboð-
inu metið og verður þeim aðil-
um sem metnir verða hæfir til
þátttöku boðið að taka þátt í
lokuðu útboði, að því er segir í
frétt frá Ríkiskaupum.
Fyrsta útboð þessarar
tegundar
Þar segir að mikils áhuga
hafi orðið vart á þessu útboði
og hafi 16 aðilar sótt gögn
vegna þess, en 10 skiluðu inn
forvalsgögnum eins og fyrr
segir. Þetta er í fyrsta sinn
sem slíkt útboð fer fram hér á
landi og er umfang þess mikið
enda um endurskoðun fyrir
mjög stór fjármálafyrirtæki
að ræða.
Niðurstaða hæfismats mun
liggja fyrir innan fárra daga.
FYRIRTÆKIÐ Merkúr hf. kynnti
um í samstarfi við SÞ-smiðjuna
og Ludvig Larsen í Danmörku
nýjustu gerðir af trésmíðavélum
frá ljölmörgum af þekktustu
framleiðendum í þessum geira.
Vel á fjórða tug véla var til sýnis
í Laugardalshöll, allt frá minnstu
rakamælum upp í plötusagir og
kantlímingavélar af fullkomn-
ustu gerð. Að mati forráðamanna
Merkúr hefur sjaldan eða aldrei
verið boðið upp á jafn fjölbreytta
og myndarlega sýningu hérlend-
is.
Að þeirra sögn var strax í upp-
hafi ákveðið að hafa þessa sýn-
ingu sem myndarlegasta í alla
staði. Góð sýningaraðstaða í
Laugardalshöllinni var leigð
undir sýninguna og tveir erlend-
ir sérfræðingar voru á staðnum
ásamt fulltrúa frá Lýsingu og
kynntu þeir ýmsa fjármögnunar-
kosti. Fjölbreytni var í vélum og
útfærslum og hvergi til sparað.
Voru jafnvel vélar til sýnis sem
aðeins höfðu verið sýndar í
heimalandi framleiðandans.
Samkvæmt upplýsingum
Merkúr var áhugi iðnaðarmanna
og eigenda trésmíðaverkstæða
fyrir sýningunni mikill og fjöl-
menntu þeir alls staðar að af
landinu. Almennt hafi menn ver-
ið mjög jákvæðir gagnvart þessu
framtaki og margir undrast
hversu viðamikil sýningin var.
*
Avöxtunarkrafa húshréfa hækkar
VIÐSKIPTI með skuldabréf tóku
við sér á Verðbréfaþingi Islands í
gær eftir heldur lítil viðskipti und-
anfarna daga. Heildarviðskipti gær-
dagsins námu 1.861 milljón króna en
þar af voru viðskipti á peninga-
markaði 1.337 milljónir króna.
Ávöxtunarkrafa spariskírteina
ríkissjóðs með liðlega tveggja ára
meðallíftíma hækkaði um 5 punkta í
5,37% í viðskiptum gærdagsins.
Ávöxtunarkrafa spariskírteina með
liðlega 4 ára líftíma hækkaði hins
vegar um 2 punkta og nam einnig
5,37% í lok dags. Þá hækkaði ávöxt-
unarkrafa húsbréfa um 2 punkta í
viðskiptum gærdagsins og var hún
5,41% við lokun í gær.
í fréttabréfi Fjárvangs í gær eru
leiddar að því líkur að hefðbundinn
lausfjárskortur banka á þessum
árstíma hafi valdið hækkunum.
Hlutabréfaviðskipti voru með
minna móti í gær. Heildarviðskipti
dagsins námu 28 milljónum króna
og stóð hlutabréfavísitala VÞÍ nán-
ast í stað frá því á miðvikudag. Litl-
ar hreyfingar urðu á einstökum
hlutabréfum ef frá er talin tæplega
3% hækkun á gengi hlutabréfa í Ut-
gerðarfélagi Akureyringa. Nam
lokagengi bréfanna 3,80, 10 punkt-
um hærra en á miðvikudag.
Ráðstefna Skýrslu-
tæknifélagsins
Baráttan
um net-
hlufina
ER MICROSOFT veldinu ógnað
með nýrri byltingu í hugbúnaðar-
gerð og stýrikerfum? Með útbreiðslu
Internetsins hefur ný tækni rutt sér
braut sem á eftir að hafa mikil áhrif í
tölvuheiminum. Á föstudaginn verð-
ur ráðstefna á vegum Skýrslutækni-
félagsins þar sem fjallað verður um
þessa nýju tækni. Aðalfyrirlesari
verður David Plummer frá hinu vh’ta
ráðgjafafyrirtæki Gartner Group og
einn helsti sérfræðingur á þessu
sviði í Bandaríkjunum.
í frétt frá félaginu segir að með
tilkomu svokallaðra Java-bauna telji
margir að kominn sé vísirinn að nýju
stýrikerfi sem ógnað geti stöðu
Microsoft á þessum markaði.
Mikil gerjun er í notkun Java hér
á landi og verður á ráðstefnunni sagt
írá spennandi verkefnum sem verið
er að vinna að bæði með Java-baun-
um og ActiveX.
Ráðstefnan verður haldin á Hótel
Loftleiðum fóstudaginn 5. desember,
frá kl. 13 til 16:50. Tilkynna þarf
þátttöku til Skýrslutæknifélags Is-
lands.
------^4--------
Námskeið í
notkun skjá-
myndakerfst
FTC Frámleiðslutækni efnir til nám-
skeiðs í notkun AIMAX skjámynda-
kerfa dagana 10.-11. desember nk.
Kerfi þetta er m.a. notað við rekstur
hita- og loftræstikerfa í atvinnuhús-
næði, opinberum byggingum, fjöl-
býlishúsum o.fl.
í frétt frá fyrirtækinu segir að
með tilkomu þessa kerfis hafi opnast
nýr möguleiki í notkun skjámynda-
kerfa, þar sem verð kerfisins sé um-
talsvert lægra en þekkst hafi hingað
til. Til þessa hafi það fyrst og fremst
verið stærri fyrirtæki sem notað hafi
kerfi af þessu tagi en nú geti smærri
fyrirtæltí einnig haft talsverðan hag
af þeim.
Verð námskeiðsins er 25.000 krón-
ur og er þátttakendafjöldi er tak-
markaður.