Morgunblaðið - 05.12.1997, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
25 ára
gamall
dómur
ógiltur
Reuters
Blundur á Ben-Gurion
KLANN lagði sig á bekk á Ben- Gurion-flugvelli í þúsund launþega í landinu, sem hófst í fyrradag.
ísrael í gær til þess að stytta biðina eftir flugi til Félagsdómur úrskurðaði þá að verkfallið væri
Parísar. Töf stafaði af allsherjarverkfalli um 700 ólögmætt, en dómurinn var að engu hafður í gær.
Saksóknari vill taka
Palme-málið upp á ný
ANDREW Evans, sem var dæmdur
fyrir morð á skólastúlku fyrir 25 ár-
um, var látinn laus úr fanglsi í Bret-
landi í gær eftir að hæstiréttur þar í
landi ógilti dóm yfir honum.
Gísli Guðjónsson, réttarsálfræð-
ingur í Bretlandi, vann við málið ár-
ið 1994 og var skýrsla hans notuð til
að fá það endurupptekið árið 1996.
Gísli sagði í samtali við Morgun-
blaðið að hann hefði tekið þrjú við-
töl við Evans og komist að þeirri
niðurstöðu að hann þjáðist af fölsku
minni en ekki bældu minni eins og
geðlæknar höfðu áður ályktað.
Evans, sem var 17 ára er hann
var fundinn sekur um morðið á Ju-
dith Roberts, fór að sögn Gísla að
efast um eigin játningu eftir að
blaðamaður sem hann talaði við árið
1994 sagðist ekki telja hann sekan.
Evans var þó enn óviss um hvort
hann hefði framið morðið er hann
hitti Gísla fyrst.
Evans, sem Gísli segir að hafi
eðlilega greind þó hann hafi alltaf
verið svolítið ringlaður, fór að
ímynda sér að hann væri að reyna
að fela eitthvað eftir að hann gaf
lögreglu óafvitandi rangar upplýs-
ingar um ferðir sínar kvöldið sem
morðið var framið. Stuttu síðar
dreymdi hann unga stúlku og var
handtekinn er hann bað um að fá að
sjá mynd af myrtu stúlkunni. Þrem-
ur dögum síðar játaði hann á sig
morðið þó lýsing hans á stúlkunni í
draumnum ætti ekkert sameigin-
legt með myrtu stúlkunni.
Þó nokkuð hefur verið um endur-
upptökur gamalla dómsmála í Bret-
landi á undanfómum árum og má
þar frægust nefna mál fjórmenning-
anna sem dæmdir voru fyrir
sprengjutiltæði í Guilford og sex-
menninganna sem dæmdir voru fyr-
ir sprengjutilræði í Birmingham.
Gísli, sem kveðst hafa komið að
öllum stærstu upptökumálunum,
segist telja að enn eigi nokkur slík
mál eftir að koma upp á yfirborðið.
Hann vinni nú að tveimur málum
sem hann telji mjög sterk. Annað
þeirra sé frá árinu 1953 og hafi ann-
ar af tveimur sakborningum þegar
verið tekinn af lífi.
Kaupmannahöfn. Morgunblaöið.
SÆNSKI ríkissaksóknarinn boðar
í dag til blaðamannafundar, þar
sem búist er við að hann tilkynni að
hann fari þess á leit við Hæstarétt
að Christer Pettersson, sem áður
hefur verið grunaður um morðið á
Olof Palme, verði leiddur fyrir dóm
í þriðja sinn, því nýjar vísbending-
ar hafi komið fram í málinu. Ef
rétturinn kemur til móts við sak-
sóknarann væri það einstæð
ákvörðun í sænskri réttarsögu, en
það getur tekið mánuði fyrir rétt-
inn að meta beiðnina.
Eftir morðið á Olof Palme í febr-
úar 1986 benti Lisbeth ekkja hans
á Pettersson sem morðingja eigin-
manns sína, en þau hjónin voru
saman á leið heim eftir kvikmynda-
hússferð. Pettersson var sýknaður
12. október 1989 sökum skorts á
sönnunargögnum eftir tvenn rétt-
arhöld í máli hans en rannsóknar-
nefnd málsins hefur aldrei sleppt
af honum augum og nefndarmenn
ekki dregið fjöður yfir að þeir
hefðu hann samt sem áður grunað-
an.
Samkvæmt lögum er ekki hægt
að draga mann fyrir dóm, eftir að
hann hefur verið sýknaður, nema
nýjar vísbendingar hafi komið
fram í málinu. Þær koma nú ann-
ars vegar frá tveimur mönnum er
nú eru látnir, en annar þeirra sagði
meðal annars frá því fyrir lát sitt
að hann hefði látið Pettersson í té
byssu, sem hann hefði síðan ekki
fengið aftur. Morðvopnið hefur
aldrei fundist. Vitni er var í
námunda við morðstaðinn hefur
áður borið að hann hafi ekki séð
Pettersson þar. Nú hefur vitnið
breytt framburði sínum og segist
hafa séð Pettersson, en ekki þorað
að segja frá því áður.
Það ríkir annars ekki mikil
bjartsýni í Svíþjóð á að morðmálið
verði nokkumtíma upplýst, þar
sem svo langt er um liðið. Það sem
spurst hefur út um nýju vísbend-
ingaraar hefur ekki styrkt trúna á
lausn málsins, en hins vegar þykir
mjög ósennilegt að saksóknari
væri að fara fram á endurupptöku
málsins nema hann þættist mjög
viss í sinni sök.
Evrópuþingið um
stækkun ESB til austurs
Vill viðræður við
alla nema Slóvakíu
Brussel. Reuters.
EVRÓPUÞINGIÐ hefur ályktað
að strax á næsta ári skuli Evr-
ópusambandið hefja aðildarvið-
ræður við níu af tíu ríkjum Aust-
ur-Evrópu, sem sækjast eftir að-
ild að sambandinu. Þingið vill
eingöngu hafa Slóvakíu útundan.
Framkvæmdastjórn ESB hefur
lagt til að aðeins verði rætt við
fimm ríki í fyrstu lotu.
Evrópuþingið er þeirrar skoð-
unar að öll ríki Austur-Evrópu,
þar sem lýðræði er stöðugt,
mannréttindi virt og minnihluta-
hópar lyóta verndar, eigi að fá
aðgang að aðildarviðræðum.
Þingið telur að öll ríkin nema
Slóvakía uppfylli þessi skiiyrði.
Eykur þrýstinginn
Framkvæmdastjórnin hefur
Iagt til að rætt verði við Pólland,
Tékkland, Ungverjaland, Slóven-
íu og Eistland á næsta ári en við-
ræður við Slóvakíu, Lettland,
Litháen, Rúmenfu og Búlgaríu
verði látnar bíða vegna þess
hversu efnahagslega vanþróuð
þessi ríki eru ennþá.
Aðildarríki ESB hafa mjög
mismunandi afstöðu til þess
hvort fara beri að ráðum fram-
kvæmdastjómarinnar eða hefja
viðræður við fleiri ríki. Ályktun
Evrópuþingsins bindur ekki
hendur aðildarríkjanna en eykur
þó á þrýstinginn á að rætt verði
við fleiri ríki.
Sænska þingið
samþykkir að bíða
með EMU-aðild
Kaupmannahöfn. Morgimblaðið.
SÆNSKA þingið ræddi í gær aðild
að Efnahags- og myntbandalagi
Evrópu, EMU, og tók eins og búist
var við þá ákvörðun að Svíar gerðust
ekki aðilar frá byrjun. Við umræð-
umar sagði Carl B. Hamilton, for-
mælandi Þjóðarflokksins, að sænskir
húseigendur ættu eftir að fmna fyrir
því að húsnæðislán þeirra yrðu dýr-
ari en ella, meðan Svíar væru utan
EMU. Þjóðaratkvæðagreiðslu bar
einnig á góma, en enginn sameigin-
legur viiji er um hana.
Carl B. Hamilton er nýorðinn tals-
maður Þjóðarflokksins í efnahags-
málum og tók við af Ann Wibble
fyrrverandi fjármálaráðherra. Ha-
milton hefur verið yfirhagfræðingur
sænska Handelsbanken og þykir það
mikill akkur fyrir flokkinn að hafa
fengið Hamilton til liðs við sig. Ha-
milton benti á að EMU-aðild kæmi
öllum við og sænskur meðalhúseig-
andi myndi þurfa að borga á milli 45
og 65 þúsund íslenskar krónur um-
fram það sem nú væri, ef Svíar gerð-
ust ekki aðilar að EMU. Lars Tobis-
son, formælandi Hægriflokksins,
sagði að sænsk aðild væri nauðsyn-
leg til að veita aðhald í efnahagsmál-
um.
Johan Lönnroth, formælandi Um-
hverfisflokksins, sagði að hugmynd
Carls Bildts, formanns Hægriflokks-
ins, um þjóðaratkvæðagreiðslu um
EMU-aðild hefði aðeins verið til að
slá ryki í augu manna, því flokkurinn
hygðist ekki fylgja þessu eftir. Yms-
ar hugmyndir eru um þjóðarat-
kvæðagreiðslu. Þannig hefur Um-
hverfisflokkurinn lagt til að tekin
verði afstaða til málsins við næstu
þingkosningar, sem verða ekki síðar
en næsta haust, meðan Miðflokkur
Olof Johannssons vili að ákvörðun
um aðild verði ekki tekin fyrr en með
þjóðaratkvæðagreiðslu 2002, en
þangað til standi Svíar utan.
Kjarna-
vopn sögð
örugg
RÚSSNESK stjómvöld full-
yrtu í gær að áhyggjur Banda-
ríkjamanna af öryggi kjarn-
orkuvopnabúra Rússa væru
með öllu óþarfar. Hins vegar
væri þörf á hertri gæslu á hefð-
bundnum vopnum, því í ljós
hafi komið að hermenn höfðu
tekið upp á því að selja eld-
flaugar. Bandaríska leyniþjón-
ustan, CIA, hafði látið í Ijósi
áhyggjur af því að kjarnorku-
vopnum kynni að verða stolið í
Rússlandi vegna slakrar gæslu.
Talsmaður vamarmálaráðu-
neytisins rússneska sagði í gær
að slíkur þjófnaður væri
„óhugsandi“.
Serbar
kjósa aftur
KJÓSENDUR í Serbíu ganga
að kjörborðinu á sunnudag og
gera þá aðra tilraun til að kjósa
forseta í stað Slobodan Milos-
evics, sem verið hefur forseti
ríkjasambandsins Júgóslavíu
frá í júlí. í október tókst ekki
að fá nægilega marga á kjör-
stað til að kosningar væru lög-
legar, en kjörsókn þá varð inn-
an við fimmtíu af hundraði.
Baráttan stendur helst milli
þriggja manna, Milans Milut-
inuvics, frambjóðanda flokks
Milosevics; Vojislavs Seseljs,
frambjóðanda Róttæka flokks-
ins og Vuks Draskovics, fram-
bjóðanda Enduraýjunarhreyf-
ingar Serbíu.
Afmælisveislu
aflýst
JAPANSKA sendiráðið í Perú
hefur aflýst árlegri veislu í til-
efni af afinæli Japanskeisara, í
kjölfar þess að marxískir
skæruliðar réðust inn í veislu í
sendiráðinu í fyrra og tóku
fjölda manns í gíslingu. Sagði
fulltrúi utanríkisráðuneytisins i
Japan sagði að veislunni í ár
væri aflýst í virðingarskyni við
fjölskyldur þeirra er féllu í
átökum við skæruliðana.
500 fangar
sluppu
UM 300 uppreisnarmenn réð-
ust inn í fangelsi í Rúanda í
gær og leystu um 500 fanga,
sem flestir voru í haldi vegna
gruns um aðild að fjöldamorð-
unum sem framin voru í land-
inu 1994. Fjórir lögreglumenn
og sex óbreyttir borgarar féllu í
árásinni, að því er fulltrúi rú-
andíska hersins tjáði frétta-
stofuReuters.
Branson
reynir aftur
BRESKI auð-
jöfurinn Ric-
hard Branson
ætlar að gera
aðra tilraun til
að verða fyrst-
ur manna til
að fljúga um-
hverfis jörðina
í loftbelg. Nú
er Branson í
Marokkó við
æfingar, en þaðan lagði hann
upp í fyrstu tflraun sína í janú-
ar. Þá neyddist hann til að
lenda tæpum sólarhring eftir
flugtak. Ætiunin er að hefja
ferðina á mánudag eða þriðju-
dag.
Richard
Branson