Morgunblaðið - 05.12.1997, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 05.12.1997, Blaðsíða 59
I OFNAR: 15 gerðir í hvítu, svörtu, stáli eða spegiláferð, fjölkerfa eða Al-kerfa með Pyrolyse eða Katalyse hreinsikerfum. HELLUBORÐ: 16 gerðir með „Hispeed" hellum eða hinum byltingarkenndu, nýju Spansuðuhellum, sem nota segulorku til eldunar. Ný frábær hönnun á ótrúlega góðu verði Blomberg hefur réttu lausnina fyrir þig Einar Farestveit & Co. hff. Borgartúni 28 - Sími 562 2901 og 562 2900 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997 59- Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastnipflugvelli og Rábhústorginu -kjarni málsins! • « M «(«*««*«« ••••• •••• ••'••«' * ’q 35^1° : z : < • —J : in 1CV co Í,Í.aW&> : ■*” . * : • éi. * ■ • Án*f-n%hi * Vr»t«rwo*rfryiMUf • Jritutm\fm * í*t DAGUR FRlMERKISINS 9. Frímerki Pósts og síma hf. FRIMERKI TVO ALDARAFMÆLI OGSMÁÖRK Frímerki til að minnast aldarafmælis Hins islenzka prentarafélags og ald- arafmælis Leikfélags Reykjavíkur. Smáörk helguð íslenzkum árabátum. í MAÍ var síðast sagt frá þeim frímerkjum, sem Póstur og sími hf. hafði þá gefið út frá áramótum. Svo liðu nokkrir mánuðir, þar til tvö næstu frímerki komu út eða til 3. september. Annað þeirra var til að minnast aldarafmælis Hins ís- lenzka prentarafélags, sem heitir nú Félag bókagerðarmanna. Hitt var gefið út til að minnast aldaraf- mælis Leikfélags Reykjavíkur. Leikfélag Reykjavíkur er eitt elzta starfandi menningarfélag í íslandi, stofnað 11. jan. 1897. Fyr- ir stofnun þess var reykvísk leik- starfsemi lítt skipulögð og því eðli- lega viðvaningsbragur á leik flestra leikara á þessum árum og verk- efnaval ekki margbrotið. Þetta breyttist verulega með stofnun hins nýja leikfélags. Á fáum árum þroskuðust helztu leikarar félagsins svo, að þeir þóttu gera sumum erfiðustu verkum heimsbókmenntanna mjög góð skil. Þar bar hæst unga leikkonu, Stef- aníu Guðmundsdóttur, en hún hafði fyrst komið fram á leiksviði árið 1893, aðeins 17 ára gömul. Má segja, að hún, sem var einn af stofn- endum Leikfélags Reykjavíkur, hafi borið af innan þess frá upphafi og allt þar til hún lézt árið 1926, tæp- lega fimmtug að aldri. Barst hróður hennar víða um Norðurlönd fyrir afburðaleikhæfileika og allt til ís- lendingabyggða vestan hafs, þar sem hún fór frægðarleikför á árun- um 1920-21. Eftir tíu ára starf LR( rann upp blómaskeið þess, því að þá komu fram fyrstu íslenzku leikritin. Voru mörg þeirra frumflutt í Iðnó, húsi Iðnaðarmannafélagsins. Þar var Leikfélagið til húsa frá upphafi og allt til ársins 1989, þegar það flutt- ist með starfsemi sína í Borgarleik- húsið, sem Reykjavíkurborg reisti í samvinnu við LR. Á frímerkinu sést Iðnó, og vissu- lega fer ekki illa á því, að í for- grunni sé mynd af frú Stefaníu í hlutverki Áslaugar álfkonu í Nýárs- nóttinni eftir Indriða Einarsson. Því miður eru margir mér sammála um það, að frímerki þetta sé ekki nógu vel gert, og mynd sú, sem á að vera af Stefaníu Guðmundsdóttur, ekkert lík henni. Þetta frímerki, sem er að verð- gildi 100 kr., hannaði Steinþór Sig- urðsson listmálari. Frímerkið var offsetprentað í Hollandi hjá Joh. Enschedé. Annað félag átti einnig aldaraf- mæli á þessu ári, Hið íslenzka prentarafélag, sem hvarf raunar árið 1980 inn í nýtt félag, Félag bókagerðarmanna (FBM), þegar það sameinaðist Bókbindarafélagi Islands og Grafíska sveinafélaginu. Rætur þessa félags ná samt engu að síður aftur um eina öld. Félagið er allíjölmennt, um 1.000 manns, enda eru innan vébanda þess nær allir þeir, sem starfa að bókagerð með einhverjum hætti. Frímerki þetta er að verðgildi 90 kr. Það hönnuðu þeir Jón Ágúst Pálmason og Tryggvi T. Tryggva- FRÍMERKI Pósts og síma hf. í september og október. son. Það var síðan offsetprentað hjá sömu prentsmiðju í Hollandi og prentaði Leikfélags-merkið. Á Degi frímerkisins, 9. október, kom út smáörk, svo sem venja hef- ur verið um mörg ár. Segja má, að þessi örk sé orðin eina táknið, sem minnir á þennan dag. Fyrst framan af var verulegt líf í Degi frímerkis- ins meðal íslenzkra frímerkjasafn- ara, en því miður er hann nú næst- um horfinn úr lífi þeirra. Hið eina, sem gerist, er útgáfa smáarkar með yfirverði, sem rennur í Frímerkja- og póstsögusjóð póststjómarinnar. Þetta yfirverð getur numið tölu- verðu fé, sem síðan er notað til ýmissa verkefna, sem mörg hver tengjast frímerkjum og póstsögu- legu efni með margvíslegum hætti. Þetta er ekki heldur óeðlileg ráð- stöfun, því að staðreyndin er sú, að það munu nær eingöngu íslenzk- ir og erlendir frímerkjasafnarar, sem kaupa þessar arkir og þá auð- vitað mest til söfnunar. Satt bezt að segja, hef ég aldrei orðið var við frímerki úr þessum smáörkum á venjulegum póstsendingum hér inn- anlands. Þess vegna er enginn efi á því, að umslög með þessum frí- merkjum og þá að sjálfsögðu með réttu burðargjaldi verða góðir safn- gripir á næstu öld. Þetta skyldu þeir athuga, sem vilja gleðja unga vini sína og ættingja með góðu frí- merkjaefni. Hin nýja smáörk er helguð ís- lenzkum árabátum, sem voru um langan aldur einu farartæki íslend- inga með sjó fram og svo við sjávar- síðuna til að draga björg í bú úr nægtabúri hafsins. Þijú verðgildi eru í örkinni, sam- tals 200 kr. til burðargjalds, en að auki er svo 50 kr., sem renna í áðumefndan Póstsögusjóð. Á lægsta verðgildinu, 35 kr., er teikn- ing af áttæringi, sem hér er sýndur með loggortusegl, eins og segir í tilkynningu póstsins. Þau munu ekki hafa tíðkazt fyrr en um miðja 19. öld. Jafnframt er tekið fram, að vertíðarskip Vestmannaeyinga hafi á síðustu öld verið áttæringar. Þóttu þau afburðagóð sjóskip, en eru löngu horfin úr sögunni. - Á 65 kr. verðgildi er teikning af báti með svonefndu Engeyjarlagi, en það var ráðandi á Faxaflóa á 19. öld. - Á 100 kr. frímerki er teikn- ing af báti með svonefndu breiðf- irzku lagi. Er það flutningaskipið Egill, en það var smíðað 1904. Hönnuðir þessarar smáarkar eru Hlynur Ólafsson og Bjarni Jónsson, en síðan var hún prentuð hjá BDT í Englandi. Margir era sammála um það, að hér hafi tæplega nógu vel til tekizt, hvorki um útfærslu sjálfr- ar arkarinnar né prentun. Frímerk- in sjálf í örkinni era nær litlaus, og þessi ljósguli litur umgjarðarinn- ar er ekki skemmtilegur. Þessi örk á Degi frímerkisins er að mínum dómi hin sízta, sem Póstur og sími hefur gefíð út til þessa. Jón Aðalsteinn Jónsson LYFJA Lágmúla 5 Opið alla daga kl. 9-24 I dag er 25% afsláttur af nýjasta nikótínlyfmu frá Nicorette: IMICORETTE innsogslyf -kjarnimálsins! P A T I U M i I t l i T Y l K Frönsk hönnun framleidd í Tékklandi Opið sunnudaga kl. 13-17 Nýbýlavegi 30, simi 554 6300. Top p uri n n ,. í eldunartækjum Blomberg \U»r Blomberg Excelleent fyrir þá, sem vilja aðeins það besta!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.