Morgunblaðið - 05.12.1997, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997 43 ‘
#
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
GERT UPP VIÐ
FORTÍÐINA
YFIRHEYRSLUR Sannleiks- og sáttanefndarinnar í
Suður-Afríku í máli Winnie Madikizela-Mandela,
fyrrverandi eiginkonu Nelsons Mandela forseta, hafa stað-
ið í rúma viku. Hún hefur verið bendluð við sex morð, þar
á meðal á 14 ára dreng, Stompie Seipei. Vitnaleiðslurnar
í máli Madikizela-Mandela eru hins vegar ekki aðalatriðið
í starfi nefndarinnar, sem var skipuð til að bijóta til
mergjar fortíð Suður-Afríku undir oki aðskilnaðarstefn-
unnar.
Sannleiksnefndin hóf störf fyrir tveimur árum. Reynsl-
an hefur verið sú að verkum harðstjórna hefur verið sóp-
að undir teppi eða harðstjórarnir dregnir fyrir rétt og
þeim refsað. Ein meginstoðin í starfi sannleiksnefndarinn-
ar er sakaruppgjöf þannig að varpa megi ljósi á fortíðina
með það að markmiði að ná sáttum. Allir þeir, sem gáfu
sig fram fyrir septemberlok til að játa verknaði, sem þeir
frömdu af pólitískum hvötum, í þágu aðskilnaðarstefnunn-
ar eða gegn henni, fá uppgjöf saka.
Flestir þeir, sem hafa borið vitni, eru undirsátar. Þeirra
vitnisburður hleður jafnt og þétt undir fullyrðingar um
að ofsóknir á hendur svarta meirihlutanum hafi verið
kerfisbundnar og aftöksveitir hafi farið sínu fram með
velþóknun og samþykki stjórnvalda. Fyrrverandi ráða-
menn viðurkenna hins vegar ekki neitt. Vitnisburður Piks
Bothas, fyrrverandi utanríkisráðherra, var táknrænn fyrir
þessa afstöðu. Hann gekkst við því að alvanalegt hefði
verið að nota orðalag á borð við „uppræta" og „fjarlægja
úr þjóðfélaginu“ í þjóðaröryggisráði Suður-Afríku, en
klykkti út með því að hefðu lögregluþjónar talið að það
þýddi „að myrða“ væri það sérlega óheppilegt.
Víst er að aldrei verður allt, sem gerðist í skjóli aðskiln-
aðarstefnunnar, dregið fram í dagsljósið. Nefndin mun
ekki knýja fram sættir milli svarta meirihlutans og hvíta
minnihlutans, en fyrir hennar tilverknað hafa kvalarar
og fórnarlömb staðið augliti til auglitis, ekki aðeins í litl-
um sal í Jóhannesarborg, heldur í Suður-Afríku allri.
KEIKO HEIM
DAVÍÐ ODDSSON, forsætisráðherra, vill að skoðað
verði með jákvæðu hugarfari, hvort flytja eigi heim
til íslands háhyrninginn Keiko, sem nú er í sérbyggðri
laug fyrir hann í Oregon í Bandaríkjunum. Talið er, að
heimflutningur háhyrningsins, sem fangaður var^ út af
Eskifirði árið 1979, muni með ýmsum hætti koma íslandi
til góða, m.a. vekja athygli ferðamanna og náttúruverndar-
sinna á landi og þjóð og geti stóreflt áhuga útlendinga á
hvalaskoðun.
Háhyrningurinn var hafður í Sædýrasafninu við Hafnar-
fjörð til ársins 1982, þegar hann var seldur til sjávardýra-
garðs í Kanada og síðar til Mexíkó. Kvikmynd var gerð
um háhyrninginn, Frelsið Willy, sem naut feikna vinsælda
vestan hafs. Þegar tímaritið Life sýndi fram á í grein,
að heilsa háhyrningsins væri í hættu vegna ófullnægjandi
aðbúnaðar urðu viðbrögð slík í Bandaríkjunum, að sérstök
samtök voru stofnuð honum til bjargar og söfnuðust millj-
ónir dollara í því skyni. Sérstök laug var gerð fyrir hann
í Oregon, þar sem aðbúnaður er með ágætum og vísinda-
menn fylgjast grannt með heilsu hans. Samtökin, sem
nefnast „Frelsið Willy Keiko“, hafa alla tíð viljað skila
háhyrningnum aftur til íslandsstranda, en öllum málaum-
leitunum þeirra hefur verið vísað á bug af íslenzkum stjórn-
völdum þar til nú, að forsætisráðherra vill athuga málið
eftir viðræður við stofnanda samtakanna, David Philips.
Hugmyndin er sú, að háhyrningurinn verði hafður á af-
girtu svæði í Eskifirði, þar sem hann verði undir vísinda-
legu eftirliti allt að tveimur árum þar til honum verður
sleppt lausum.
Andstaðan við heimkomu Keikos hefur einkum beinzt
að hugsanlegu sjúkdómasmiti, en samtökin segja hann
fullkomlega heilbrigðan. Hafni íslendingar beiðni um
heimflutninginn verður háhyrningnum trúlega sleppt við
írland eða Skotland og forsætisráðherra bendir á, að þá
geti hann auðveldlega synt til íslands.
Heimkoma Keiko yrði skemmtilegt ævintýri, jafnframt
því, sem fróðlegt yrði að sjá, hvernig honum vegnaði á
heimaslóðum. Haldbær rök gegn því hafa ekki komið fram.
Breytist það ekki á að leyfa Keiko að koma heim.
VEGGSPJALDIÐ sem Erró hannaði fyrir Listaháti'ð í Reykjavík 1998.
ÚR SÝNINGU Les Ballet Africains,
Andstæður
á Listahátíð
Listahátíð í Reykjavík verður haldin
dagana 16. maí til 7. júní 1998. Dagskrá
ligfflir nú fyrir í grundvallaratriðum og
meðal listamanna og gesta verða Erró,
Galina Gortsjakova, Jordi Savall, Jirí
Kylián og Nederlands Dans Theater,
Les Ballets Africains, Chilinfflrian-
kvartettinn, Yan Pascal Tortelier, Max
Ernst og Louise Bourgeois.
Jordi Savall Galina Gortsjakova Jirí Kylián
YFIRSKRIFT Listahátíðar í
Reykjavík 1998 er Þar sem
straumar mætast. Segir
Þórunn Sigurðardóttir, for-
maður framkvæmdastjómar hátíðar-
innar, styrk hennar fyrst og fremst
felast í afgerandi andstæðum, bæði í
stíl og tíma, enda sé það markmið há-
tíðarinnar að gera hluti sem ekki eru
gerðir á hverjum degi. „Við undirbún-
ing þessarar hátíðar höfum við notið
þess að Listahátíð í Reykjavík er orð-
in mjög hátt skrifuð víða um lönd,
meðal annars fyrir þær sakir að ís-
lendingar hafa bundist vináttuböndum
við svo marga virta listamenn í gegn-
um árin. Þá fer ekkert á milli mála að
ísland er óskaplega „heitt“ um þessar
mundir og það er undir okkur komið
að gæta þess að láta það ekki
„kólna“.“
Þórunn segir þess ekki síður hafa
verið freistað að fá hingað til lands
frábæra listamenn frá fjarlægum
menningarsvæðum. „I því samhengi
lögðum við áherslu á að komast að
kjamanum í listsköpun þessara ólíku
menningarheima. Það verða með öðr-
um orðum listamenn í fremstu röð á
sínu sviði sem koma fram á Listahátíð
1998, ekki síður frá Asíu og Afríku en
Evrópu."
Dansi verður gert hátt undir höfði á
Listahátíð ‘98 en Islenski dansflokkur-
inn verður aldarfjórðungs gamall á
næsta ári. Þannig verður eitt af opn-
unaratriðum hátíðarinnar sýning þjóð-
arballetts Gíneu, Arfleifð Áfríku, sem
farið hefur sigurfór um heiminn á
undanfórnum árum. Les Ballets
Africains nefnist hópurinn, sem í eru
fjörutíu manns, og er sýningin blanda
af afrískum dansi, tónlist og frásagn-
arlist. Sýnt verður í Borgarleikhúsinu
16. og 17. maí.
Kylián meðal gesta
Að frumkvæði Listahátíðar sam-
þykkti hinn nafnkunni danshöfundur
Jirí Kylián að setja saman sýningu
íyrir hátíðina með tveimur af þremur
danshópum úr dansleikhúsi sínu
Nederlands Dans Theater. Þá hefur
hann heimilað Islenska dansflokknum
að sýna verk sitt Stoolgames. Sýning-
ar Nederlands Dans Theater verða í
Borgarleikhúsinu 28. og 29. maí en af-
mælissýning íslenska dansflokksins í
sama húsi 4. og 5. júní. Þar verður
jafnframt flutt verk eftir Finnann
Jorma Uotinen, einn fremsta danshöf-
und Norðurlanda.
Af öðrum dansatriðum á Listahátíð
má nefna heimsókn indversku dans-
mærinnar Archana Joglekai- sem sýn-
ir í Iðnó 6. og 7. júní.
Tónlistarviðburðir verða margir á
Listahátíð. Sinfóníuhljómsveit íslands
heldur tónleika.í Háskólabíói 5. júní,
þar sem gestir hennar verða franski
hljómsveitarstjórinn Yan Pascal Tor-
telier, aðalstjórnandi BBC Philharm-
onic, og þýsk-kóreski fiðluleikarinn
Viviane Hagner, sem þykh- mikið efni.
Rússneska óperusöngkonan Galina
Gortsjakova kemur fram á Listahátíð
2. júní og verða tónleikar hennar í Há-
skólabíói. Gortsjakova hefur sungið í
öllum helstu óperuhúsum heims, svo
sem Covent Garden, Metropolitan,
Bastilluóperunni og La Scala, og hefur
sjaldan verið eftirsóttari en nú. Á tón-
leikunum mun hún syngja rússneska
ástarsöngva við undirleik píanós.
Einn virtasti flytjandi barokktón-
listar í heiminum, Jordi Savall, sækir
hátíðina heim 31. maí. Hefur framlag
þessa stjómanda, gömbuleikara og
fræðimanns leitt til endurmats á eldri
tónlist og aukið vinsældir hennar til
muna. Með Savall á tónleikunum, sem
verða í Hallgrímskirkju, verða söng-
konan Montserrat Figueras og Rolf
Lislevand, sem leikur á bassalútu og
gítar.
Chilingirian strengjakvartettinn
kemur fram á tónleikum í íslensku óp-
erunni 27. maí. Á hann að baki glæst-
an feril, sem spannar aldarfjórðung,
og hefur leikið í öllum virtustu tón-
leikasölum heims og tekið upp fjölda
geislaplatna fyrir fyrirtæki á borð við
EMI, RCA, Virgin og Chandos. Víólu-
leikari kvartettsins undanfarin tvö og
hálft ár hefur verið Ásdís Valdimars-
dóttir en gestaeinleikari á tónleikun-
um verður Einar Jóhannesson klar-
ínettuleikari.
Kanúkakvintettinn Voces Thules
mun flytja Þorlákstíðir í heild á Lista-
hátíð. Kvintettinn hefur unnið að efn-
isöflun og rannsóknum á Þorlákstíð-
um í tvö ár, en þær eru tileinkaðar
Þorláki biskupi Þórhallssyni, eina dýr-
lingi íslendinga, og verður þessi forna
helgitónlist flutt í fyrsta sinn í heild
eftir siðaskipti á Listahátíð. Voces
Thules munu syngja Þorlákstíðir í
fimm hlutum í Dómkirkju Krists kon-
ungs, Landakoti, 31. maí og 1. júní.
Straumar er yflrskrift miðnætur-
tónleika sem haldnir verða í Iðnó 20.
og 24. maí. Fram koma Tríó Reykja-
víkur og fleiri tónlistannenn en tríóið
fagnar einmitt tíu ára afmæli sínu á
næsta ári. Af því tilefni verður frum-
flutt nýtt tónverk eftir Jón Nordal á
tónleikunum.
Caput-hópurinn mun einnig standa í
eldlínu Listahátíðar. Kemur hann
fram á hátíðartónleikum í Þjóðleik-
húsinu 17. maí ásamt Danska útvarps-
kórnum og í Iðnó fimm dögum síðar,
ásamt Sigrúnu Eðvaldsdóttur fíðlu-
leikara. Stjórnandi þar verður Guð-
mundur Óli Gunnarsson en á efnis-
skrá verður meðal annars nýtt tón-
verk eftir Hauk Tómasson.
íslenska óperan frumsýnir rokk-
salsa-poppóperuna Carmen Negra á
Listahátíð 29. maí en hana byggja höf-
undarnir, Trotter og McLeod, á óperu
Bizets, Carmen.
Ekki er enn búið að ganga frá
popptónlistaratriðum á hátíðinni en
poppið mun, sem fyrr, skipa veglegan
sess.
Boðið verður upp á fjölleikahús fyr-
ir alla fjölskylduna í Þjóðleikhúsinu
frá 19. til 22. maí en listamennirnir
sem þar troða upp eru Victoria
Chaplin, dóttir Charlies, og Jean-
Baptiste Thierrée og kalla þau sig Le
Cirque Invisible.
Fjöldi sýninga
Sem fyrr mun fjöldi sýninga setja
svip sinn á Listahátíð. Þar sem
straumar mætast er yfirskrift sýning-
ar á verkum úr Errósafni og úr lista-
verkaeign Reykjavíkurborgar í Hafn-
arhúsinu en þess má geta að Erró hef-
ur hannað veggspjald Listahótíðar ‘98.
Höklar og altarisklæði eftir Mar-
gréti Þórhildi Danadrottningu verða
sýnd í Þjóðminjasafninu, sýning á
verkum þriggja dáðustu myndlistar-
manna Mósambík verður í Ráðhúsi
Reykjavíkur og Hans Ulrich Obrist
setur upp sýninguna Absolut Modern
á Kjarvalsstöðum.
í Nýlistasafninu verða meðal ann-
ars sýnd verk eftir Louise Bourgeois,
eina kunnustu nýlistakonu heims og
Myndhöggvarafélag Reykjavíkur opn-
ar sýningu meðfram suðurströnd
Reykjavíkur. í Listasafni Islands
verður sýnt úrval ljósmynda og högg-
mynda þýska listamannsins Max
Ernst. Inga Svala Þórsdóttir og Wu
Shan Zhuan sýna í Ingólfsstræti 8 og
Vignir Jóhannsson setur upp götu-
listaverk við Hljómskálann.
Daði Guðbjörnsson og Helgi Þorgils
Friðjónsson sýna í Norræna húsinu,
Hafsteinn Austmann í Stöðlakoti og
Guðjón Bjarnason og Erró í Nýju
galleríi Sævars Karls við Bankastræti.
Þá verða starfræktar listasmiðjur
barna á hátíðinni. Loks má geta þess
að boðið verður upp á kínverska flug-
drekasýningu við opnun hátíðarinnar.
Verður það fyrsta framlag Kína til
Listahátíðar í Reykjavík.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri við fyrri umræðu
um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1998
SAMKVÆMT fjárhagsáætl-
un Reykjavíkurborgar fyrir
árið 1998 munu skatttekjur
borgarsjóðs hækka um
1.190 milljónir á næsta ári miðað við
áætlaða útkomu þessa árs og verða
samtals 15.890 milljónir. Gert er ráð
fyrir að útsvarstekjur hækki um
rúman milljarð og tekjur af fast-
eignaskatti um 220 millj. en sér-
skattur á verslunar- og skrifstofu-
húsnæði lækki um 105 millj. I máli
Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur
borgarstjóra við fyrri umræðu um
fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar
fyiir árið 1998 á fundi borgarstjóm-
ar í gær, kom einnig fram að aldrei
hefði jafn mikið átak verið gert í að
bæta þjónustu við barnafólk í borg-
inni og mætti líkja uppbyggingu í
dagvistar- og skólamálum við bylt-
ingu.
Borgarstjóri sagði að almennar
launahækkanir í kjölfar kjarasamn-
inga á árinu ættu drýgstan þátt í
hækkun útsvarstekna en auk þess
kæmi til hækkun á lágmarksútsvari
úr 11,19% í 11,24%. Sagði hún jafn-
framt að arðgreiðslur fyrirtækja
borgarinnar samkvæmt áætluninni
miðuðust við sömu forsendur og í
fjárhagsáætlun yfirstandandi árs og
yrðu ríflega 1,5 milljarðar. Aðrar
rekstrartekjur borgarsjóðs væru
áætlaðar um 3,7 milljarðar, sem
væri 230 milljóna króna hækkun frá
yfirstandandi ári. Samanlögð
rekstrargjöld yrðu rúmir 13,5 millj-
arðar samkvæmt áætluninni eða
rétt innan við 85,5% af skatttekjum
en það væri 1.235 millj. króna hækk-
un frá áætlaðri útkomu yfirstand-
andi árs.
Þjónustufyrirtæki
í eigu borgarbúa
Borgarstjóri sagði að stjórnun
Reykjavíkurborgar hefði verið í
stöðugi-i endurskoðun á kjörtímabil-
inu. „Reykjavíkur-
borg er þjónustufyr-
irtæki í eigu borgar-
búa og við viljum
reka hana sem best í
þeirra þágu,“ sagði
hún. „Við höfum
lagt áherslu á vald-
dreifingu, ábyrgð,
árangur og hag-
kvæmni. Því er ekki
að neita að í ýmsu
hefur borgarrekst-
urinn verið aftar-
lega á merinni, t.d.
er upplýsinga- og
bókhaldskerfi borg-
arinnar fjarri því að
standast nútíma-
kröfur.“
Sagði Ingibjörg
að fjárhagsáætlunin í ár væri
rammaáætlun eins ög áætlun sl. árs.
Markmiðið væri að áætluð rekstrar-
útgjöld miðuðust við fyrirsjáanlegar
tekjur, skýr ábyrgðarmörk og að
forstöðumenn og fagnefndir hefðu
sem mest athafnafrelsi í rekstri
málaflokka.
„Það liggur í hlutarins eðli að
kjörnir fulltrúar móta framtíðarsýn
fyrir Reykjavíkurborg," sagði Ingi-
björg. „Æskilegast er að hún sé
þverpólitísk og hafin yfir dægurþras
stjórnmálanna. Þá verður slagkraft-
ur hennar meiri og skilaboðin til
umbjóðenda okkar - borgaranna
og starfsmanna
hennar skýrari. Það
getur ekki verið
vænlegt að framtíð-
arstefnan í jafnstóru
og fjölþættu þjón-
ustufyrirtæki og
borgin okkar er sé
þannig að vænta
megi kúvendingar
eftir því hvernig
pólitískir vindar
blása og meirihluti
er samsettur á
hverjum tíma.“
Síðasta fjárhags-
áætlun kjör-
timabilsins
Borgarstjóri vék
síðan að einstökum
málaflokkum en í lokin minnti hún á
að þetta væri síðasta fjárhagsáætl-
un kjörtímabilsins og því ekki úr
vegi að líta yfir farinn veg. Aldrei
hafi jafn mikið átak verið gert í að
bæta þjónustu við barnafólk í borg-
inni og mætti líkja uppbyggingu í
dagvistar- og skólamálum við bylt-
ingu. Tæplega 1.100 heilsdagsrými
hefðu bæst við á leikskólum og for-
eldrar sem þess óskuðu ættu kost á
niðurgreiddri dagvistarþjónustu
ýmist á leikskólum borgarinnar,
einkareknum leikskólum eða hjá
dagmæðrum.
Borgarstjóri sagði að þjónusta
SVR hefði verið efld verulega á
kjörtímabilinu og að á næsta ári
væri stefnt að bættri þjónustu í
nýrri hverfum borgarinnar. Mikil
áhersla hefði verið lögð á þann styrk
og þá þekkingu sem væri fyrir hendi
hjá fyrirtækjum borgarinnar, Hita-
veitunni, Rafmagnsveitu, Vatns-
veitu og hjá Reykjavíkurhöfn.
Stærsta og fjárfrekasta framkvæmd
borgarinnar á næsta ári væri virkj-
un á Nesjavöllum en kostnaður við
þá framkvæmd á næsta ári nálgað-
ist 4 milljarða. í holræsamálum
hefði verið fjárfest til framtíðar
ólíkt því sem verið hefði á síðasta
kjörtímabili þegar eingöngu hefði
verið framkvæmt fyrir lánsfé.
„Við sem nú búum í Reykjavík,
skuldum framtíðinni það að hreinsa
upp eftir okkur,“ sagði borgarstjóri.
„Við þurfum vissulega að taka á
okkur tímabundnar álögur til að ná
settu marki en þegar því hefur verið
náð, sem vonandi verður á alda-
mótaárinu, getum við kinnroðalaust
talað um Reykjavík sem hreinustu
höfuðborg norðursins.“
Bætt innra starf
í skólum
Borgarstjóri sagði óhætt að full-
yrða að aldrei hefði meira fjármagni
verið varið til málefna grunnskólans
en á yfirstandandi kjörtímabili. Ekki
skipti minna máli að frá því borgin
tók við grunnskólanum hefði áhersla'
verið lögð á bætt innra starf og sam-
starf við foreldra.
Nefndi hún að meginverkefni
næsta árs væri að endurskipuleggja
sérkennslu og sálfræðiþjónustu og
halda áfram átaki í kennslu eðlis-,
efna- og stærðfræði sem hófst á
skólaárinu. Jafnframt að fjölga
kennslustundum í 1.-5. bekk auk
þess sem stefnt væri að bættum
tölvubúnaði í skólum þannig að nem-
endur ættu þess kost að kynnast
tölvunotkun allt frá 1. bekk.
Bylting í upp-
byggingu dagvist-
ar- og skólamála
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
Árni Sigfússon oddviti Sjálfstæðisflokksins
í borgarstjórn
ARNI Sigfússon, oddviti
Sjálfstæðisflokksins í
borgarstjóm, sagði við
fyrri umræðu um fjárhags-
áætlun Reykjavíkurborgar, að áætl-
unin væri síðasta tækifærið sem R-
listinn hefði til að standa við þau lof-
orð sem gefin vom í upphafi kjör-
tímabilsins. Nefndi hann sem dæmi
að ekki hefði verið staðið við loforð
um að skattar hækkuðu ekki eða lof-
orð um að sinna sérstaklega öldrað-
um hjúkmnarsjúklingum. Sagði
hann að þrátt fyrir góðæri í efna-
hagsmálum sem bætt hefði hag
borgarinnar, virtist R-listinn hafa
gefist upp við að hemja útgjöld og
beitti þess í stað bókhaldsblekking-
um.
Árni sagði að sjálfstæðismenn
gagnrýndu þau vinnubrögð sem
borgarstjóri hefði beitt við kynningu
á fjárhagsáætluninni. Unnið hefði
verið að henni í nefndum og ráðum,
þar sem sjálfstæðismenn hefðu lagt
sitt af mörkum til að gera starfs-
áætlanir næsta árs áhugaverðar og
markvissari. Borgarstjóri hefði síð-
an hlaupið í fjölmiðla með kynningu
á áætluninni áður en hún hefði verið
lögð fram í heild sinni í borgarráði
eins og venja hefði verið. I þeirri
kynningu hefði hún valið að sýna
súlurit um skuldir Reykjavíkur sem
væri blekking ein.
Sagði hann að við athugun á fjár-
hagsáætlun fyrir árið 1998 sé ljóst
að kosningaloforð R-listans um að
skattar myndu ekki hækka hefði
ekki staðist. Skattar sem R-listinn
hefði sett á borgarbúa sætu fastir.
Fasteignagjöld hefðu hækkað um
þriðjung með þeim afleiðingum að
ráðstöfunartekjur heimilanna hefðu
lækkað um 40-120 þús. á kjörtíma-
bilinu.
Holræsaskattur á kjörtímabilinu
væri 2,2 milljarðar og fengju stór
heimili, bamafjölskyldur og aldraðir
sem vildu dvelja áfram á eigin heim-
ili helst að kenna á skattinum.
Vatnsgjald hefði
hækkað um 11% og
heilbrigðisgjald
hefði verið lagt á at-
vinnurekstur og
gatnagerðargjöld á
heimili og atvinnu-
húsnæði hefðu
hækkað verulega í
mörgum tilvikum.
Hætt við
hjúkrunarrými
Árni sagði að R-
listinn hefði gengið
lengra í gjaldskrár-
hækkunum á þá
lægst launuðu en áð-
ur hefði þekkst og
nefndi sem dæmi
100% hækkun
strætisvagnagjalda unglinga og
aldraðra. Loforð um að sinna
öldruðum hjúkmnarsjúklingum
hefði ekki verið efnt og benti hann á
að engin tilraun væri gerð til að
bæta ástandið í fjárhagsáætluninni
sem nú lægi fyrir.
R-listinn hefði gagnrýnt Sjálf-
stæðisflokkinn harkalega fyrir 130
ný rými á síðasta kjörtímabili en
hætti síðan við að byggja 128 hjúkr-
unarrými, sem sjálfstæðismenn
hefðu fyrirhugað að byggja. Það
hefði síðan tekið R-listann tvö ár að
hefja framkvæmdir að minni bygg-
ingu. Biðlistar hrannist upp og að-
eins bættist við á sjötta tug nýrra
rýma á kjörtímabilinu.
Árni vék síðan að
öðrum loforðum og
nefndi meðal annars
loforð um að öll börn,
eins árs og eldri,
fengju vistun eftir
ósk foreldra við lok
kjörtímabilsins og
sagði að við lok kjör-
tímabilsins væru
2.000 börn á biðlista
en þau hefðu verið
1.500 þegar R-listinn
tók við. Margir hefðu
kosið R-listann
vegna loforðs um
átak í byggingu
leiguíbúða.
Á síðasta kjör-
tímabili hefði íbúð-
unum fjölgað um 111
en eftir að R-listinn tók við hefðu
bæst við 69. Ekki hefði verið staðið
við loforð um að einfalda stjómkerfi
borgarinnar. Kostnaður við yfir-
stjóm hefði árlega hækkað um 140
millj. frá því R-listinn tók við. Benti
hann á að ný embætti í Ráðhúsinu
kostuðu um 55 millj. á ári.
Aldrei meira atvinnuleysi
Árni minnti á loforð um yfir-
byggðan knattspyrnuvöll sem ekki
bólaði á og loforð um að leysa at-
vinnuvandann. Staðreyndin væri sú
að atvinnuleysið í góðærinu hefði
verið meira undanfarin þrjú ár en
það var árið 1994. Alvarlegast væri
að fjöldi þeirra sem hefðu verið at-
vinnulausir lengur en 6 eða 12 mán-
uði hefði aukist og aldrei hefðu fleiri
konur verið jafnlengi atvinnulausar
eða fleiri fjölskyldur og einstakling-
ar fengið fjárhagsaðstoð frá Félags-
málastofnun.
Sagði Ami að ljóst væri að R-list-
inn hefði gersamlega bmgðist kjós-
endum sínum sínum. Hann hefði
svikið stærstu loforðin og gefist upp.
Blekkingarleiðin, sem beitt væri,
væri svipuð og hjá húsmóður sem
segðist vera í góðum málum þvi end-
ar hefðu náð saman og myndu einnig
gera það að þessu sinni. Þetta væri
hægt með tveimur tékkareikningum
með yfirdrætti þegar yfírdráttur
væri fluttur af einum reikningi yfir á
annan og sýna síðan reikninginn án
yfirdráttar til sanninda um að endar
næðu saman.
Á undanfömum dögum hefði kom-
ið í ljós hvemig reynt væri að fela
skuldaaukningu borgarsjóðs með
flutningi skulda úr einum vasa yfir í
hinn til hlutafélags sem stofnað hefði
verið af Reykjavíkurborg einni.
Sagði hann að á síðasta ári hefði ver-
ið stofnað hlutafélag um Malbikun-
arstöðina og grjótnámið, sem áður
var rekið í reikning borgarsjóðs. Við
það hefði 730 milljóna króna skuld
borgarsjóðs við fyrirtækið verið
strikuð út og eignir borgarinnar
seldar fyrir 260 milljónir. Því sýndi
skuldastaða borgarsjóðs árið 1996
990 milljónum króna hagstæðari
stöðu.
Árni sagði að á árinu hefði verið
búinn til einn milljarður með útgáfu
skuldabréfa sem nýja húsaleigufyr-
irtældð í eigu borgarinnar tæki að
sér að greiða til borgarsjóðs og að á
næsta ári væri áætlað að loka fjár-
hagsáætluninni með áframhaldandi
sölu á íbúðum til leiguíbúðafélagsins
í eigu borgarinnar. 1 þeirri fjárhags-
áætlun sem lægi fyrir væri gert ráð
fyrir 300 milljónum í tekjur af sölu
eigna en ekki hefði enn verið ákveðið
hvaða eignir ætti að selja.
R-listinn beitir
bókhalds-
blekkingum
Árni Sigfússon