Morgunblaðið - 05.12.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.12.1997, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR SVONA Sighvatur minn, ég ætla bara aðeins að skutla þér í Víkina svo þú getir séð hvort Snæfells Siggnrnar séu eitthvað öðruvísi skapaðar en við Eyja-gellurnar. Niðurstöður íslenskrar læknisfræðirannsóknar Meðfæddir hjartagallar algengari meðal tvíbura ÍSLENSK rannsókn bendir til þess að meðfæddir hjartagallar séu algengari meðal tvíbura en ann- arra barna og að nýgengi hjarta- galla hafi aukist verulega á síðustu árum eftir að glasafrjóvganir hófust hér á landi. Rannsóknina gerðu Yrsa B. Löve, Hróðmar Helgason og Gunn- laugur Sigfússon og greina þau frá niðurstöðum hennar í nýútkomnu Læknablaði. Var tilgangurinn að rannsaka nýgengi og gerðir með- fæddra hjartagalla hjá tvíburum fæddum á íslandi á 10 ára tímabili og bera það saman við nýgengi hjá íslenskum bömum í heild. Voru rannsakaðir tvíburar sem fæddust á íslandi á árunum 1985- 1995 og greindust með hjartagalla. Fram kom að af 1.089 lifandi fædd- um tvíburum voru 35 með hjarta- galla, eða 3,21% samanborið við 1% nýgengi í samanburðarhópi og er þessi munur tölfræðilega mark- tækur. Algengast var að gallinn greindist í bömunum á fyrstu sjö dögunum eftir fæðingu og einungis tvö böm greindust með hjartagalla eftir 6 mánaða aldur. Tengsl tæknifrjóvgana og hjartagalla? Nýgengi hjartagalla er hærra á seinni hluta rannsóknartímabilsins. Fram kemur í Læknablaðinu að árið 1991 hafi glasafrjóvganir á ís- landi hafist, sem leiddi til mikillar fjölgunar tvíburafæðinga og á sama tíma hafi nýgengi meðfæddra hjartagalla aukist meðal tvíbura. Því vakni sú spuming hvort hugs- anlega sé samband milli tækni- frjóvgana og aukinnar tíðni með- fæddra hjartagalla. Þannig mætti athuga möguleg áhrif frjósemis- lyfja. Einnig megi hugsa sér að tengsl séu milli þess að eiga í erfið- leikum með að eignast bam og þess að eignast bam með með- fæddan galla, og tæknifrjóvganir hafi þannig áhrif á nýgengi með óbeinum hætti. Ekki komu fram vísbendingar um að hjartagallar séu algengari hjá eineggja tvíbumm en tvíeggja, en aðrir rannsakendur hafa fengið þær niðurstöður að meðfæddir hjartagallar séu algengari á meðal eineggja tvíbura eða tvíbura af sama kyni. í lokaorðum greinar- innar í Læknablaðinu segir að full ástæða virðist til að rannsaka alla tvíbura við fæðingu til að skera úr um hveijir séu eineggja eða tví- eggja, skrá hverjir séu getnir með tæknifrjóvgun og skrá svo alla hjartagalla í tvíbumm. Slík rann- sókn gæti ef til vill gefið skýrari svör um hvað varðar hlut eineggja og tvíeggja tvíbura í hópi barna með meðfæddan hjartagalla auk þess að svara spumingunni um möguleg áhrif tæknifrjóvgunar. Þingað um heilsuvernd starfsmanna Vinnan á ekki að ganga óeðlilega á heilsuna NEFND um málefni heilsuvemdar starfs- manna efnir til opins kynningarfundar í Ársal Hótels Sögu í dag klukkan 13. Gestur fundarins verður Thorkil Baungaard fram- kvæmdastjóri í ráðgjafarfyr- irtækinu BST Storkobenhavn a/s í Kaupmannahöfn. Fyrir- tækið veitir ráðgjöf um vinnu- umhverfi og ytra umhverfi fyrirtækja og annast heilsu- vernd starfsmanna í um 1.100 fyrirtækjum í Kaupmanna- höfn. Baungaard mun flytja erindi og kynna starfsemi fyr- irtækisins. Eyjólfur Sæmundsson seg- ir að starfandi hafi verið nefnd á vegum stjómar Vinnueftirlits ríkisins um málefni heilsuvemdar starfs- manna og vísar í 11. kafla laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980 sem ekki hefur komist til fram- kvæmda enn. Mun nefndin leggja fram tillögur um framkvæmd heilsuverndar starfsmanna á ís- landi og reiknað með að þær liggi fyrir á fyrri hluta næsta árs að hans sögn. - Hvað er starfsmannaheilsu- vemd? „Hún tengist ekki bara læknum og hjúkrunarfólki því um er að ræða starfsemi sem miðar að for- vörnum gegn vinnuslysum, at- vinnusj úkdómum og óeðlilegu álagi við vinnu, líkamlegu sem andlegu. Markmiðið er að greina áhættu og koma við forvörnum á frumstigi, áður en skaðinn er skeður.“ - Hvers vegna er fundurinn haldinn? „Starfsmannaheilsuvemd hefur ekki verið með sama hætti hér og á hinum Norðurlöndunum, þar sem byrjað var að byggja hana upp fyrir um 20 árum. Við höfum almennt mjög fullkomið heilsu- gæslukerfi, kannski fullkomnara en þeir, en hér á landi hefur ekki verið rekin almenn starfsmanna- heilsuvernd þrátt fyrir ákvæði í lögum. Það hefur margoft komið til skoðunar af hálfu Vinnueftir- litsins og aðila vinnumarkaðarins og verið unnið í því að undirbúa tillögur að því hvemig rétt væri að útfæra starfsmannaheilsu- vemd á íslandi. Tilgangurinn er sá að fara yflr hvað felst í starfs- mannaheilsuvemd og hvaða hug- myndir era uppi um hana á Is- landi.“ - Hvernig taka atvinnurekend- ur hugmyndunum, til dæmis um minna vinnuálag? „Það verður að ganga út frá því að enginn atvinnurekandi vilji skaða sína starfsmenn. Það er grandvallaratriði að starfsmanna- heilsuvemdin sé á vegum fyrir- tækisins og að hún greiðist af at- vinnurekanda. Hún ________________ verður að vera rekin á þann hátt að tryggt sé að ríki trúnaður gagn- vart starfsmönnum en samkvæmt samningi við viðkomandi fyrirtæki. Heilsu- verad starfsmanna er ekki eftirlit með starfsemi fyrirtækisins á heldur þáttur í því að fyrirtækið axli ábyrgðina sjálft.“ - Ættu öll fyrirtæki að bjóða slíka þjónustu? Þetta er mikið langtímaverk- efni og í raun og vera ættu öll íyr- irtæki að gera það. Hins vegar verður að taka þetta í einhverri röð og hæpið að hægt sé að hyggja upp alls staðar samtímis. Eyjólfur Sæmundsson ► Eyjólfur Sæmundsson fædd- ist í Hafnarfirði árið 1950. Hann lauk landsprófi frá Flensborgarskóla árið 1966 og varð stúdent frá Menntaskól- anum í Reykjavík árið 1970. Hann lauk fyrrihlutaprófi í _ efnaverkfræði frá Háskóla ís- lands árið 1972 og prófi í verk- fræði frá Tækniháskólanum í Þrándheimi áramótin 1974-75. Að því búnu starfaði hann sem sérfræðingur og deildarverk- fræðingur að mengunarmálum hjá Heilbrigðiseftirliti ríkisins sem þá var til ársins 1979 og sem öryggismálastjóri til 1980. Hann hefur verið forsljóri Vinnueftirlits ríkisins frá 1981. Eyjólfur er kvæntur Gerði Sig- urðardóttur kennara í Hafnar- firði og eiga þau tvö böm. Markmiðið er forvarnir á frumstigi Menn hafa rætt tiltekna fram- kvæmdaáætlun þar sem atvinnu- greinarnar koma inn í þetta smám saman.“ - Hvemig á framkvæmdin að vera? „Starfsmannaheilsuvemdin á að vera ráðgefandi um alla þætti vinnuvemdar fyrir fyrirtækin. Auk þess á að annast vissa þjón- ustu á borð við heilsufarseftirlit sem kveðið er á um í reglum að eigi að fara fram þar sem áhættur era fyrir hendi, til dæmis vegna tiltekinna efna. Hið sama gildir um næturvinnustarfsmenn sem eiga að vera undir sérstöku heilsufarseftirliti. Einnig er Ijóst að vissum störfum getur fylgt andlegt og líkamlegt álag sem einnig kemur inn í þetta.“ - Hvernig er hinn fullkomni vinnustaður? „Þar sem stjómendur greina og meta áhættu sem kann að vera fólgin í ýmsum störfum, sinna for- vömum svo ekki hljótist skaði af og nýta sér þjónustu starfsmanna- heilsuvemdar þar sem sérfræðingar era til ráðgjafar." - Getur skipulögð stefna í heilsuvemd bætt vinnuanda? „Gagnsemin er sú að starfsfólk- ið er öraggara um sína heilsu og velferð og væntanlega þá ánægð- ara í starfi. Þetta á að geta dregið úr vinnuslysum og sjúkdómum og þannig minnkað kostnað fyrirtæk- isins og samfélagsins. Megin- markmiðið er auðvitað það að hver einstaklingur geti gengið inn í atvinnulífið þegar hann kemur úr skóla og unnið þar sína starfsævi án þess að fóma heils- unni vegna vinnunnar."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.