Morgunblaðið - 05.12.1997, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 05.12.1997, Blaðsíða 64
64 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær dóttir okkar og systir, BRYNHILDUR MAGNÚSDÓTTIR, Oddgeirshólum, sem andaðist á Landspítalanum miðviku- daginn 26. nóvember, verður jarðsungin frá Sel- fosskirkju laugardaginn 6. desember kl. 13.30. Margrét Einarsdóttir, Magnús Guðmundsson, Harpa, Elín og Einar. + Okkar ástkæri GUÐMUNDUR ERASMUSSON, Syðri-Fljótum, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju í Meöallandi laugardaginn 6. des- ember kl. 14.00. Bilferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 9.30 árdegis. Systkini og frændsystkini. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ANNA ÁGÚSTA JÓNSDÓTTIR frá Miðkoti, sem lést sunnudaginn 23. nóvember, verður jarðsungin frá Akureyjarkirkju, Vestur-Landeyj- um, laugardaginn 6. desemberkl. 13.00. Sætaferðir verða frá B.S.Í. kl. 10.30. Tómas Kristinsson, Sigríður Kristinsdóttir, Haraldur Brynjóifsson, Guðlín Kristinsdóttir, Kristján B. Guðjónsson, Karl Kristinsson, Bjarndís Friðriksdóttir, Ásdís Kristinsdóttir, Þórir Ólafsson, ömmuböm, langömmubörn og langalangömmubörn. Ástkær móðir okkar, stjúpmóðir og tengda- móðir, ÁSTA JÚLÍA BJÖRNSSON fædd Árnadóttir, sem lést á Landakotsspítala að kvöldi fimmtu- dagsins 27. nóvember, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 5. desem- ber, kl. 15.00. Oddur J. Bjarnason, Bergljót Öm H. Bjarnason, Halldór Á. Bjarnason, Áslaug Kirstín Ásgeirsdóttir, Gunnar Bjarnason, Sigríður Bima Bjömsdóttir, Valdimar H. Jóhannesson, Bjöm H. Jóhannesson. Jónsdóttir, ERLINGUR PÁLMASON Erlingpir Pálmason fædd- ist á Hofi í Amar- neshreppi 4. ágúst 1925. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 26. nóvember síð- astliðinn. Foreidrar hans voru Pálmi Magn- ússon, f. 2.4. 1882, d. 15.5. 1928, og Elín Indriðadóttir, f. 5.2. 1890, d. 7.3. 1972. Við lát föður síns fluttist hann tveggja ára að aldri að Þrastar- hóli í sömu sveit og ólst þar upp hjá hjónunum Þórhalli As- grímssyni og Sólveigu Sigur- jónsdóttur. Erlingur var næst- yngstur systkina, en þau voru Indriði, f. 18.12. 1910, d. 5.5. 1964; Soffía, f. 13.3. 1912, d. 5.2. 1995; Bjami, f. 14.8. 1914, d. 31.7. 1994; Jakob, f. 28.11. 1915; Elínbjörg, f. 14.6. 1917, d. 12.10.1979, Jón, f. 15.8.1918; Sigríður, f. 21.5. 1921, Gunn- laugur, f. 28.2. 1923; og Pálmi, f. 10.11. 1927. Hinn 8. maí 1948 kvæntist Erlingur Fjólu Þor- bergsdóttur, f. 21.10. 1922. For- eldrar hennar vom Þorbergur Am- grímsson, f. 8.8. 1893, d. 15.8. 1971, og Soffía Gunn- laugsdóttir, f. 3.1. 1903, d. 4.2. 1986, sem bjuggu síðustu árin á Syðri-Reist- ará í Amarnes- hreppi. Börn Erl- ings og Fjólu eru Halldór Pálmi, f. 15.9. 1947, maki Gerður Kristjánsdóttir; Berg- þór, f. 30.1. 1953, maki Heiðdís Þorvaldsdóttir; og Ema, f. 10.4. 1955, maki Hjörtur Gíslason. Barnabörn em 12 og bama- barnabörn fjögur. Erlingur hóf störf í lögregl- unni á Akureyri 13. maí 1948 og starfaði þar til 1995 er hann lét af störfum fyrir aldurs sak- ir, fyrst sem almennur lög- regluþjónn, síðan varðstjóri og síðustu 14 árin sem yfirlög- regluþjónn. Utför Erlings fór fram frá Akureyrarkirkju 4. desember. Það var um vorið 1964 þegar ég hóf störf hjá lögreglunni á Akureyri að kynni okkar Erlings hófust. Eg var þá bamungur en hann fullorðinn og reyndur lög- reglumaður og annar af tveimur varðstjórum lögreglunnar. Hann eins og aðrir sem þá voru starf- andi tók mér vel. Á þessum tíma var Erlingur mikið hraustmenni og af honum fóru ýmsar sögur. Sagt var að fáir af þeim sem við þurftum að hafa afskipti af vildu reita hann til reiði, og algengt var að menn sem oftast beittu mótþróa við handtökur, gerðu það ekki þegar Erlingur var á vaktinni. Hann hóf ungur störf hjá lögreglunni þegar starfíð var í mótun og starfsskil- yrði voru oft erfið. Lögreglumenn á Akureyri voru fáir og aðbúnaður þeirra ekki eins og hann er orðinn í dag. Nauðsynlegt var að menn stæðu saman því nálægð hvers við annan og vináttan gat fleytt þeim yfir erfiðustu hjallana í starf- inu. Eg hef skynjað það við að kynnast þessum frumkvöðlum löggæslunnar hvað þessir hlutir voru mikilvægir í starfinu og þá sérstaklega vináttan milli vinnu- félaga og ekki síður við þá sem þeir þurftu að vera að hafa af- skipti af. Á þessum árum var ekki um neina áfaliahjálp að ræða og þess vegna þurftu lögreglumenn- irnir að taka heim með sér þann hluta starfsins sem fólst í áhyggj- unum af því sem fyrir hafði kom- ið. Hefur það eflaust oft reynt á eiginkonu og fjölskyldu. Erlingur valdi sér það ævistarf að þjóna fólki og þá um leið húsbændum sínum. Fyrst var hann starfsmað- ur Akureyrarbæjar en lögreglu- menn voru þá bæjarstarfsmenn en síðan eftir að löggæslan flutt- STEFÁN GÍSLASON OG GUÐLA UG KA TRÍN KRISTJÁNSDÓTTIR + Þökkum af alhug samúð og vináttu við and- lát og útför föður okkar og tengdaföður, HAUKS ÞORSTEINSSONAR rafvirkjameistara. Valgerður Hauksdóttir, Níels Rask Vendelbjerg, Þorsteinn Hauksson, Steinunn Sigurðardóttir, María G. Hauksdóttir, Steinar Guðsteinsson, bamabðrn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður míns og tengdaföður, ÁSGEIRS KRÖYER, Krummahólum 4. Fyrir hönd vandamanna, Anton Kröyer, Elín Hekla Klemenzdóttir. + Stefán Gíslason var fæddur á Meðalnesi í Fellum 1. apríl 1909. Hann lést á Hjúkrunar- heimilinu Sunnu- hlíð í Kópavogi 26. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Bergljót Jóns- dóttir og Gísli Sig- fússon bóndi á Með- alnesi. Þau eignuð- ust níu börn en eitt þeirra lést á unga aldri. Guðlaug Krist- jánsdóttir var fædd í Reykjavík 11. mars 1909. Hún lést 5. des- ember 1982. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Jónsdóttir og Kristján Jóhannesson skósmið- ur. Stefán og Guðlaug voru Á fjórða áratugnum fékk hann land í Kópavogi sem hét Kópavogs- blettur 100 og tilheyrði Seltjamar- neshreppi. Þar reisti hann hús sem hlaðið var úr hrauni úr Hafnar- fjarðarhrauni. Húsið var vel og fagmannlega unnið. Það stendur enn og veggir þess eru enn heilir og sprungulausir. Kópavogur var lítt byggður á þessum árum. Aðal- gefin saman 16. desember 1936. Þau voru með þeim fyrstu sem fluttust alfaríð í Kópavog. Útför Stefáns fer fram frá kapellu Fossvogskirlqu í dag og hefst athöfnin klukkan 15. lega voru sumarbústaðir og svo býli. Árið 1939 flutti hann inn í þetta nýja heimili með sinni góðu konu Guðlaugu og fósturdóttur þeirra Helgu. Þau skýrðu húsið sitt Hraunprýði. Fyrstu árin voru ekki auðveld fyrir þessa nýju frumbyggja því þá var hvorki komin vatns- eða raf- veita og engin verslun. Stefán og ist yfir á ríkið varð hann eins og aðrir ríkisstarfsmaður. Þegar hann lét af störfum fyrir aldurs sakir voru árin í lögreglunni orðin rúmlega fjörutíu og sex og er það örugglega með því lengsta sem lögreglumenn hafa starfað. Skipta má starfstímanum í þrjú tímabil. Fyrst sem nýliði í lögregl- unni og um leið undir stjórn og leiðsögn eldri og reyndari lögreglu- manna. Næst var varðstjórinn, sem nú þurfti að fara að leiðbeina og stjóma. Síðustu fimmtán árin voru í stöðu yfirlögregluþjóns í lögreglu- liðinu, en sú staða er öðruvísi en hinar fyrri á flestan hátt. Þessi tæplega hálfrar aldar ferill hans í Iögreglunni var farsæll og við sam- starfsmenn þökkum leiðsögnina og vinskapinn og vonumst til að hon- um famist vel á nýjum leiðum sem hann nú hefur lagt út á. Erlingur starfaði að félagsmálum lögreglumanna og var m.a. formað- ur Lögreglufélags Norðurlands, og var síðan í Lögreglufélagi Akur- ejTar og er heiðursfélagi þess. Þá starfaði hann í Félagi yfírlögreglu- þjóna og var heiðraður af þeim á sjötugsafmæli sínu. Þá sat hann þing hjá Landssambandi lögreglu- manna og einnig hjá BSRB. Á síð- asta ári var Erlingur heiðraður af Landssambandi lögreglumanna fyr- ir mikil og góð störf. Erlingur var gæfumaður í einka- lífí sínu og hann og Fjóla eigin- kona hans sköpuðu bömum sínum fallegt heimili og traustan sama- stað. Börnin og baranbömin vom honum alltaf hugföst en svo var einnig um heimahagana í Arnar- neshreppi. Erlingur las mikið af bókum og var einstaklega fróður um menn og málefni og ekki síður um þjóðlega hætti. Hann var mik- ill hagyrðingur og eftir hann liggja margar góðar vísur og kvæði. Hann átti það til að senda okkur samstarfsmönnum stöku við hin ýmsu tímamót og urðu flestar þeirra vinsælar okkar á meðal. Ég var náinn samstarfsmaður Erlings um árabil hér í lögreglunni á Akureyri og var mikill vinskapur með okkur. Ég vil fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar þakka Erlingi góð kynni, samstarf og mikinn vin- skap, og við biðjum fyrir velferð Fjólu, bama þeirra, tengda- og bamabama. __ Olafur Ásgeirsson. Guðlaug tóku virkan þátt í upp- byggingu félagslífs í Kópavogi. Stefán var einn af stofnendum Framfarafélags Kópavogs og Guð- laug var stofnfélagi ýmissa félaga þar á meðal Kvenfélags Kópavogs og þar var seinna stofnaður Líknar- sjóður Áslaugar Maack og það var Guðlaug sem teiknaði merki sjóðsins sem ennþá er notað. Hún var í sókn- amefnd Kópavogs sem vann að byggingu Kópavogskirkju og fékk að upplifa að kirkjan reis og hún tók þátt í vígslu hennar. í desember 1950 komu saman á heimili þeirra hjóna nokkrir vinir þeirra sem höfðu áhuga á andleg- um málum ásamt Gretari Fells og konu hans. Þar var stofnuð „Guð- spekistúkan Fjóla“ sem starfar enn og var Guðlaug kosin formaður og gegndi hún því starfi meðan heilsan leyfði. Stefán sýndi þessu mikinn áhuga og lá ekki á liði sínu að styrkja þessa starfsemi sem best hann gat og lét það oft ganga fyrir sínum eigin þörfum. Guðlaug hafði yndi af listum og málaði og saumaði mikið af falleg- um myndum. Einnig spilaði hún vel á píanó og Stefán hafði fallega tenórrödd. Það voru mörg söng- kvöldin sem þau héldu saman á heimili sínu sjálfum sér og öðrum til ánægju. Stefán söng einnig um árabil í Karlakór iðnaðarmanna. Þau voru einlægar hugsjóna- manneskjur og allar þeirra stundir fóru í að fegra og bæta mannlífið. Þau voru í orðsins bestu merk- ingu sannkristin. Guðrún Hulda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.