Morgunblaðið - 05.12.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.12.1997, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Reuters Netanyahu og Albright funda í París Jerúsalem, Reuters BENJAMIN Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, mun hitta Madel- eine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í París í dag. Net- anyahu mun þó ekki geta kynnt henni nýja áætl- un um brott- flutning ísrael- skra hersveita frá hemumdu svæðunum þar sem ríkisstjórn hans hefur ekki getað komið sér saman um áætl- un þar að lútandi. Netanyahu, sem átti árangurs- lausa fundi um málið með helstu samstarfsmönnum sínum á mið- vikudag og fimmtudag, sagði í gær að hann myndi láta sér nægja að gera Albright grein fyrir afstöðu Israelsstjórnar. Talað hefur verið um að Netanyahu hyggist bjóða Palestínumönnum 6-8% hernum- inna landsvæða sem enn eru undir ísraelskri stjórn. Palestínumenn krefjast hins vegar yfirráða yfir allt að 30% þeirra landsvæða. Bandaríkin leggja áherslu á framlag Israela Þetta verður annar fundur Al- bright á þremur vikum sem miðar að því að koma friðarviðræðum fyr- ir botni Miðjarðarhafs aftur af stað. Bandaríkjastjóm hefur að undanförnu lagt mikla áherslu á að Israelar leggi sitt af mörkum til að liðka fyrir friðarviðræðum við Pa- lestínumenn en þær sigldu í strand, í upphafi árs, er Netanyahu heimilaði nýbyggingar hverfa gyð- inga á palestínsku landi í Austur- Jerúsalem. Netanyahu, sem átti að hitta Helmut Kohl, kanslara Þýskalands, í gærkvöldi, mun eiga fund með Jacques Chirac Frakklandsforseta á laugardag. Hann heldur síðan heim á sunnudag. Netanyahu Hægriflokk- tapar fylgi Svíþjóðar- heimsókn lokið ÞRIGGJA daga opinberri heim- sákn Borís Jeltsins Rússlandsfor- seta til Svíþjóðar lauk í gær með því að hann og eiginkona hans, Naína, lögðu blóm á leiði Olofs Palme forsætisráðherra sem var myrtur fyrir rúmum ellefu árum. Á síðasta degi heimsóknarinn- ar var tilkynnt um nokkra við- skiptasamninga Rússa og Svía en greinilegt var að sænskir fjár- festar voru ekki sannfærðir um ágæti þess að hefja viðskipti í Rússlandi. Lýsti forsfjóri AssiDoman pappírsverksmiðj- unnar því yfir að fyrirtækið væri ekki reiðubúið að múta embætt- ismönnum og glæpahópum til að geta starfað. Borís Nemtsov að- stoðarforsætisráðherra reyndi að fullvissa Svía um að fjárfestingar f Rússlandi væru tryggar. Þá hétu rússneskir embættis- menn því að heQa leit í skjala- söfnum að upplýsingum um af- drif sænska sendifulltrúans Raouls Wallenbergs, sem Rússar handtóku í Ungveijalandi í heimsstyijöldinni síðari. Sænski urinn Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. SÆNSKI Hægriflokkurinn undir forystu Carls Bildts, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur dalað í skoðanakönnunum, meðan Jafnað- armannaflokkur Görans Perssons forsætisráðherra hefur unnið á. Flokkamir tveir hafa verið nokk- uð samstiga und- anfama mánuði og Hægriflokk- urinn jafnvel skotist fram úr, en hefur nú greinilega misst forskotið. Samkvæmt nýrri skoðanakönn- un fengi Hægriflokkurinn nú 29% fylgi, meðan jafnaðarmenn fengju 39 prósent. Miðað við kosningarn- ar 1994 væri þetta þó framgangur fyrir Hægriflokkinn, sem þá fékk 22,4 prósent. Mest fylgi virðist flokkurinn hafa haft í haust er hann var með rúm 35 prósent í skoðanakönnunum. Jafnaðarmenn Jafnaðar- mannaflokk- urinn vinnur á hlutu 45,3 prósent í kosningunum 1994. I skoðanakönnun í vor hafði flokkurinn aðeins rúmlega 31% fylgi, en hefur síðan smám saman þokast upp á við, þar til hann hef- ur tekið undir sig stökk nú undan- farið. I viðtali við sænska útvarpið í gær sagði Gunnar Hökmark, rit- ari Hægriflokksins, að jafnaðar- menn væra að ná aftur kjósend- um, sem farið hefðu yfir á Vinstri- flokkinn og Umhverfísflokkinn, en aðstandendur skoðanakönnunar- innar telja að flokkurinn hafi fremur laðað að sér óákveðna kjósendur. Vinsældatap Hægriflokksins hefur verið augljóst undanfarnar vikur. í flokknum hefur gætt urgs yfir að Bildt sinni of lítið velferðar- málum, sem em mikið til umræðu, en hann hefur bent á að þegar hann hafi komið frá störfum í Bosníu í sumar hafi hann bent á þau mál sem forgangsmál. Bildt hefm- ekki tekið mikinn þátt í sænskri stjórnmálaumræðu síðan hann kom aftur heim. I vikunni var tilkynnt að hann og önnur kona hans, Mia Bohman Bildt, væra að skilja. Hún er lögfræðingur og dóttir Gösta Bohmans, fyrrverandi flokksformanns, sem lést fyrr á ár- inu. Vinsældatapið mun vísast að einhverju leyti beinast að Bildt, sem er andlit flokksins út á við og magna upp raddir í flokknum um að Bildt láti þjóðmálin meira til sín taka. Af öðram hreyfingum má nefna að Þjóðarflokkurinn, sem sat í hægri stjórn Bildts 1991-1994, hefur unnið lítillega á og er nú með 7,6 prósent, meðan annar fyrrver- andi stjómarflokkur, Miðflokkur Olofs Johannssons, stendur í stað með 6,1 prósent. Fyrsti dómur Hafréttar- dómstóls ALÞJÓÐLEGI hafréttardómurinn í Hamborg dæmdi í gær í fyrsta máli sínu. Málið var höfðað af hálfu St. Vincent og Grenadine-eyja í Karíbahafi gegn Vestur-Afríkurík- inu Gíneu vegna töku olíuskips, sem skráð er á eyjunum, úti fyrir strönd Afríkuríkisins. Dómurinn dæmdi að stjómvöld í Gíneu skyldu sleppa skipinu gegn tryggingu, sem var ákveðin olían, sem í skipinu var, auk 400.000 doll- ara. Gínea taldi dóminn ekki hafa lögsögu í málinu, þar sem löggjöf gegn smygli hefði verið beitt við töku skipsins. Dómurinn taldi gínesk stjórnvöld hins vegar hafa stuðzt við fiskveiðilöggjöf og að hann hefði því lögsögu í málinu. Undir þessa niðurstöðu tóku 12 af 21 dómara, en níu greiddu at- kvæði gegn dómsniðurstöðunni. Islenzki dómarinn, Guðmundur Eiríksson, tilheyrði meirihlutan- um. Eflum krabbameinsvarnir á íslandi tökum þátt í jólahappdrætti Krabbameinsfélagsins. Krabbameinsfélagið Krabbameinsfélagsins &/Hgjirf 24. de&emftei MIDI 1997 Upplýstngar um vinningsnúmer slmum 5621516 (.ÍMi .v.inj 5621414 ogá neimasfðu Krabbameins- félagsins http^/www krabb.is/happ/ ‘f \jtrrifirjite; 1 AudiA3,1.6, „Attraction", 3 dyra, érgerö 1998. Verðmæti 1.800.000 kr. 1 Bifreið eða greiðsla upp I ibúð. Verðmæti 1.000.000 kr. 4154 Úttektir hjá ferðaskrifstolu eða verslun. Hver að verðmætl 100.000 kr. (O/u’yjfí 24. désember <997 TEPPA HREINSIVELAR - margar stærðir SKEIFUNNI 3E-F SÍMI 581 2333 • FAX 568 0215 SKRÚF VÉLAR • meira afl - meiri togkraftur SKEIFUNNI 3E-F • SlMI 581 2333 • FAX 568 0215
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.