Morgunblaðið - 05.12.1997, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 05.12.1997, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997 65 ( ( 1 ( ( i ( I ( ( ( ( VILBORG JÓNSDÓTTIR + Vilborg Jóns- dóttir fæddist á Bildudal 24. febrúar 1908. Hún lést á Hrafnistu 27. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Hall- dóra Magnúsdóttir f. 12. okt. 1869 á Felli í Tálknafirði, d. 17. apríl 1937 á Bíldudal, og Níels Jón Sigurðsson f. 9. júní 1859 á Hofs- stöðum í Gufudals- sveit, d. 4. mars 1921 á Bíldudal. Börn þeirra önnur en Vilborg eru: Hermann, f. 12. des. 1891, d. 30. sept. 1974; Árni, f. 17. júní 1893, d. 1917; Helga, f. 25. des. 1894, d. 2. jan- úar 1895; Magnús, f. 6. febrúar 1900, d. 23. apríl 1901; Lilja, f. 7. nóvember 1901; Hildur, f. 10. des. 1903, d. 16. des. 1987; Magga, f. 1. ágúst 1909, d. 2. júní 1911; Hólmfríður, f. 3. febr- úar 1911; Sigurður, f. 20. júlí 1912, d. í september 1990. Hinn 23. maí 1925 giftist Vilborg Að- alsteini Guðmunds- syni, f. í Reykjavík 8. ágúst 1903. Hann lést 13. júní 1994. Aðalsteinn starfaði yfir hálfa öjd hjá Olíuverslun íslands hf. Þeirra börn eru: Pálína, f. 29. ágúst 1925, gift Valbergi Gíslasyni mat- reiðslumanni, f. 14. júní 1918; Halldóra, f. 16. júní 1927, gift- ist Magnúsi Þor- björnssyni prentara, f. 17. febr. 1924, d. 12. ágúst 1996, þau eignuðust tvö börn; Agnes, f. 16. mars 1935, gift Brynjólfi Sandholt fyrrv. yfirdýralækni, f. 18. september 1929, og eiga þau þijú börn; Guðmundur, f. 30. mars 1942, kvæntur Stein- unni Aðalsteinsdóttur, f. 9. maí 1942, þau eiga þrjú börn. Utför Vilborgar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. i I ( ( ( ( . 1 ( ( 1 ( ( I ( ( 1 Vilborg Jónsdóttir tengdamóðir mín er látin og skorti hana þá að- eins þrjá mánuði í nírætt. Vilborg fæddist og ólst upp á Bíldudal og átti til vestfirskra að telja í báðar ættir. Á Bíldudal var mikið athafnalíf í byijun þessarar aldar. Uppistaðan var stórútgerð á vegum Péturs Thorsteinssonar og margháttuð önnur umsvif sem henni fylgdu. Auk þess rak hann brauðgerðarhús sem var nýlunda og gaf út blaðið Arnfírðing. Afkoma fólks á Bíldu- dal mun á þessum tíma hafa verið betri en almennt gerðist í landinu. Jón faðir Vilborgar lést árið 1921 og hafði starfað lengst af sem verk- stjóri hjá Pétri Thorsteinssyni. Á þessum tíma var heldur farið að halla undan fæti fyrir athafnalífinu á Bíldudal. Eftir fráfall Jóns þyngd- ist róður fjölskyldunnar og þegar Vilborgu bauðst starf í vist hjá Jóni Hermannssyni lögreglustjóra í Reykjavík og konu hans Ástu, en hún var dóttir Péturs Thorsteins- sonar, þá tók hún því boði og flutt- ist suður enda atvinnuhorfur ekki sem bestar fyrir vestan. Vilborg var þá á fimmtánda ári og lýsir ferð sinni sjóleiðis til Reykjavíkur þannig að hún hafi verið klædd í sitt besta púss, sem var íslenskur búningur, þann hinn sama sem hún hafði fermst í. Taldi hún þetta hafa verið sína erfiðustu ferð því að hún varð að gæta þess vel að koma vel til höfð á væntanlegan vinnustað en ekki var farþegarýmið upp á það besta um borð. Hún var hjá þeim hjónum í þrjú ár eða þar til hún giftist Aðal- steini Guðmundssyni árið 1925. Pyrstu 12 hjúskaparárin bjuggu þau í húsinu Lindargötu 23. Í þessu húsi var æskuheimili Aðal- steins. Árið 1937 fluttu þau að Hofsvallagötu 15 þar sem þau bjuggu síðan næstu 54 árin eða þar til þau urðu að flytja vegna aldurs og lasleika á Dvalarheimilið á Hrafnistu í Reykjavík. Um þessar mundir eru 40 ár síð- an ég kynntist þeim hjónum Vil- borgu og Aðalsteini. Það var gott að koma í þeirra hús því að fá hjón hefí ég hitt á lífsleiðinni sem hafa verið samrýndari en þau. Þegar hér var komið voru þau á miðjum aldri og lífsbaráttan orðin léttari en löngum hafði verið frá því að þau hófu búskap. Mesta happ töldu þau að húsbóndinn hafði haft fasta vinnu alla tíð og hitt að þau fengu inni í verkamannabústöðunum. Að flytja í sitt eigið húsnæði á kreppu- árunum hefði ekki tekist nema á þennan farsæla hátt. Eins og siður var á flestum heim- ilum á þeim tíma vann Vilborg inni á hpimilinu ncr verkefnin voru mörff meðan börnin uxu úr grasi. Það var í nógu að snúast við að sauma, þvo og sjá um matargerð þegar öll íjölskyldan var heima. Umhyggjan fyrir fjölskyklunni var æðsta tak- markið. Þegar um hægðist var ekki ástæða til að fara út á vinnumark- aðinn því að kröfur þeirra hjóna i lífskjarakapphlaupinu lágu ekki í auknun tekjum heldur í minna vinnuálagi. Og það tókst eins og best var á kosið. Mikið og gott samband var við börnin og fjöl- skyldurnar alla tíð og velferð þeirra borin fyrir brjósti. Fáir dagar tel ég hafí liðið án þess að talað væri saman í síma eða komið við á Hofsó. Því taldi Vilborg það hið mesta flan þegar við Agnes tókum okkur upp úr Búðardal og fluttum vestur um haf í nokkur ár. Við myndum áreiðanlega týnast þar og svo væri aðeins hægt að skrifast á. Tilefnið þurfti að vera ærið mikil- vægt til að símtólið væri tekið upp og hringt á milli heimsálfa eins og nú er daglegt brauð. Því var gleðin mikil þegar við komum til baka og fluttum í Búðardal á ný. Fjarlægð- in hafði áður verið mikil vestur í Búðardal en nú var eins og við byggjum í túnfætinum. Aldrei eignuðust þau hjón neitt farartæki, ekki einu sinni reiðhjól sem hefði verið þægilegt að hafa til að fara á til vinnu þegar umferð- in var minni en nú er hér í borg- inni. Á hinn bóginn fóru þau í starfsmannaferðir sem í boði voru og áttu þaðan margar skemmtileg- ar minningar sem oft voru rifjaðar upp. Meðan við bjuggum í Búðard- al komu þau þangað á hverju sumri. Sérstaklega hafði Aðalsteinn mikla ánægju af að koma vestur og hitta kunningja sem hann hafði átt sam- skipti við í gegnum starfið í ára- tugi og spjalla við þá. Ein ferð er mér þó minnisstæðust og það er ferð sem börnin og tengdabörnin buðu þeim hjónum í þegar Aðal- steinn varð sextugur. Farið var um Suðurlandið í blíðskaparveðri svo að vart fannst skýskaf á himni. Heimsóttir voru staðir sem þau höfðu ekki séð í nokkra áratugi og gaman var að sjá hve þau glöddust yfir þeim framförum sem þar höfðu orðið á þeim tíma. Með hækkandi aldri minnkaði þrekið og erfiðleikar sóttu að, bæði andlega og líkamlega. Eftir að Aðalsteinn féll frá elnaði sjúk- leiki Vilborgar og síðustu misserin voru henni ákaflega erfið. Ég vil hér með fyrir hönd aðstandenda Vilborgar þakka hjúkrunarfólki og læknum á Dvalarheimilinu Hrafn- istu fyrir einstaka hjúkrun og hlý- leik í allri aðstoð og umönnun meðan hún dvaldi þar. Með Vil- borffu er fallin ein af beim stoðum sem farsæld sérhvers þjóðfélags byggist á. Hún sóttist ekki eftir að starfa utan heimilisins heldur sinnti því hlutverki sem hún kaus sér með sæmd og reisn alla tíð. Blessuð sé minning Vilborgar Jónsdóttur. Brynjólfur Sandholt. Hún Bogga mágkona er dáin og hafði þráð það lengi, líklega næst- um frá því að Lalli hennar féll frá. Ung var hún gefin Aðalsteini, og svo voru þau samrýnd og samhent alla tíð, að vel mátti trúa, að hann biði við rúmstokk hennar að taka á móti henni. Hún kom inn í fjöl- skyldu okkar, þegar kynslóðir voru að skarast með seinna hjónabandi föður okkar og miklum barneign- um. Þau ungu hjónin tóku völdin á efri hæð í húsi tengdaforeldra hennar á Lindargötu 23, og urðu þær stjúptengdamæðgur samtímis uppteknar við að koma okkur krökkunum í heiminn, níu í allt, þar af okkur sex stelpunum, þrem hjá hvorri. Þau Bogga linntu þó ekki fyrr en strákurinn var kom- inn, en þá í nýjum heimkynnum þeirra í verkamannabústöðunum við Hofsvallagötu. Það kom sér því vel, hve einstaklega barngóð Bogga var, og um leið hlý og góð vinkona móður okkar, en þannig var allt hennar geðslag og persónuleiki. Eigum við um það margar minning- ar, sem við erum henni þakklátar fyrir. Þessi stóri barnahópur varð í reynd eins og einn systkinahópur, og sérstaklega urðum við stelpurn- ar samrýndar. Var elsta dóttir Boggu þar sýnu elst, enda upp frá því kölluð „Palla stóra“. Pössuðum við hver aðra samkvæmt hinu venjuhelga lögmáli aldursraðar, en oftast var lagt á ungar herðar nefndrar Pöllu að hafa forystu og taka svari okkar yngri. Fólk gerð- ist spurult um þessar hnátur, sem hún passaði, og sperrti eyrun, þeg- ar hún svaraði af eðlislægri sam- viskusemi, að þetta væru föður- systur hennar. Varð það til þess, að sumir fóru að kalla hana sjálfa föðursystur, þótt öfugt væri. Þær tengdamæðgur pössuðu einnig hvor aðra vel með sínum hætti. Báðar voru fyrirmyndar húsmæður að upplagi úr heima- högum og af þjálfun, velmatreið- andi, velsaumandi og veluppa- landi. En þær skildu, að líkaminn hneigðist til að slakna yfir pottum og húsþrifum, og andinn með. Því lögðu þær fyrir sig göngur allt út á Granda og víðar, en komu gjarn- an við í bakaríi á heimleiðinni að fá sér orkubót eftir gönguna og hátíðabrigði frá heimabakkelsi, sem þær þurftu að reiða af hönd- um í stríðum straumi fyrir heima- fólk. Henti húsbóndi og tengdafað- ir, víðkunnur af beinskeyttri en góðlátlegri kímni, stundum gaman að þessum hátíðarstundum þeirra og mótsögnum í orkubúskap, og fékk þær stundum niður á olíustöð að vega þær og skrá. Okkur hinum var hins vegar miður skiljanlegt, hvernig slíkir snillingar í köku- bakstri gátu fundið jákvæða til- breytni í aðfengnu bakkelsi, en svona er mannssálin. Þegar kom að því eftir tólf ára búskap, að unga fjölskyldan hleypti heimdraganum og færði bú sitt vestur í bæ. Þótti okkur systkinun- um í fyrstu æði tómlegt á loftir.u, en um leið framand- og ævintýra- legt að koma í nýjabrum steinhúss í vesturbænum að njóta ljúflegrar gestrisni Boggu, sem ætíð hafði það við að leggja á borð í stof- unni, helst sparistell. Og ekki spilltu tíð innlit þeirra á Lindargöt- una. Aðdragandi vistaskiptanna var sá, að Aðalsteinn hafði ungur bundið trúss sitt við Landsverslun og Héðin Valdimarsson og fylgdi honum yfir í nýstofnaða Olíuversl- un fyrir sjötíu árum, svo sem kom- ið hefur fram í afmælisskrifí. Sem félags- og stjórnmálafrömuður beitti Héðinn sér fyrir upphafi verkamannabústaða. og edevmdi þá ekki starfsfélögum sínum. Að endurgjaldi hlaut hann og fyrirtæk- ið ævitryggð vandaðs og samhents hóps samverkamanna. Milli þeirra hjóna og Lalla og Boggu myndað- ist vináttu- og trúnaðarsamband, sem mun fágætt undir slíkum kringumstæðum. Reglusemi, ráðdeild og skipu- lagshæfni þeirra hjóna eigum við það að þakka, að þau eru komin inn í íslandssöguna sem dæmi í könnun fræðimanns á lífsháttum í Reykjavík á fjórða áratugnum, sem síðan var tekið upp í íslenskan söguatlas, 3. bindi. Þar má lesa, hvernig þau skipulögðu líf sitt, dagstundir, húsakost, heimilishald, neysluútgjöld og uppeldi barna sinna, svo að hvergi féll blettur né hrukka á og aldrei var hætt á óhóf né öryggisleysi. Svo vandlega var ráðum ráðið, að þau mundu nánast alla tíð, hvað var til ráðstöfunar á hverjum tíma og hvað hver hlutur kostaði. Einnig er tíundað, af hverri hófsemd þau tóku þátt í samkvæm- is- og menningarlífi og hvernig fjöl- + Helgi Jensson fæddist í Reykjavík 13. apríl 1929. Hann lést á heimili sinu 23. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey 1. desember. Nú er lokið löngu og erfiðu veik- indastríði Helga frænda, en hann lést 23. nóvember síðastliðinn eftir hetjulega baráttu við ólæknandi sjúkdóm. Lengstan tímann var hann bjartsýnn á bata, en það fór á aðra leið. Það er sannarlega eftirsjá að Helga, sem var dáður og virtur, bæði af skyldum og vandalausum. Hann var rólegur maður, stilltur, en átti til skemmtilega glettni sem engan meiddi. Hann var áreiðanleg- ur og orðum hans mátti treysta og hjálpsamur var hann. Þess nutum við móðursystur hans á ýmsa lund. Þeim fannst hátíð á elliheimilinu Grund þegar Helgi og Dóra komu með móður hans fjörgamla í heim- sókn. Þá var eins og þær væru all- ar orðnar stelpur aftur. Það er nú þannig með fjörgamalt fólk að það man einna best það sem gerðist þegar það var ungt. Helgi var lánsamur í ævistarfi sínu sem loftskeytamaður í Gufu- nesi jafnt sem einkalífinu. Hann kvæntist Dóru Frímannsdóttur 1950 og áttu þau fjögur börn, Inga Frímann, Gunnlaug Jens, Helga og Guðrúnu Sigríði, allt dugnaðarfólk í góðum stöðum. Barnabörnin veittu Helga ómælda ánægju, enda var hann blíður og barngóður með af- brigðum. Þau hjón ferðuðust töluvert, bæði utanlands og innan. Þá þótti Helga gott að komast í veiðivatn eða á. skyldan . vann úr þeirri reynslu. Hófsemi þeirra og tilhliðrunarsemi var slík, að þeim entist íbúðin alla ævi, þar til þau fengu öldruð inni á Hrafnistu, og aldrei eignuðu þau sér einkabíl, en komust allra sinna ferða með almenningsfarartækj- um og í hópferðum, þar til börnin fóru að taka þau upp á sinn eyk. Orðvör og gætin fóru þau sér hægt í félagslegum efnum, flíkuðu ekki flokkspólitískri afstöðu og fóru ekki í manngreinarálit í því tilliti. Þau hjónin fóru vel með allt, sem umhverfís þau var, ekki síst börnin og hvort annað. Að öðrum kosti hefðu börnin ekki mannast svo vel, né þau sjálf náð um og yfir nírætt. Síðustu þrjú og hálft ár, frá því hann leið, hefur hún lifað hljóðl- átri tilveru og mest í fortíðinni við horfnar hamingjustundir. Þær sömu stundir þökkum við af hjarta og vottum fjölskyldunni innilega hluttekningu. Anna, Pálína og Rósa Guðmundsdætur. Flugur átti hann margar listilega hnýttar, sem hann sagðist dútla við að hnýta í góðu tómi. Annað áhuga- mál hafði hann sem honum þótti skemmtilegt og hressandi, en það var golf. Annars var hann mikill heimilismaður og þar undi hann sér best. Helgi barðist við sjúkdóm sinn heima, þar sem Dóra hjúkraði hon- um með mestu prýði til hinstu stundar. Fyrir það verðum við syst- ur ávallt þakklátar. Ég samhryggist Dóru og börnun- um, systur minni Guðrúnu og Birni, bróður Helga. Blessuð sé minning góðs manns. Anna Helgadóttir. Þetta er bókin... Leyndardómar Vatnajökuls eítir Hjörleif Guttormsson og Odd Sigurðsson íyrir alla sem unna íslenskri náttúru €%F)ÖLL OG FIRNINDl Dreifing: l>11»I60SACA‘,* Uulsmii: 567 1777 HELGIJENSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.