Morgunblaðið - 05.12.1997, Blaðsíða 78
78 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FOLK I FRETTUM
Vel heppnuð frumraun
u..>
TOJVLIST
Geisladiskur
BLUSH
Fyrsti diskur hjdmsveitarinnar
Blush, samnefndur henni. Hljdmsveit-
ina skipa Davíð Ólafsson trommuleik-
ari, Magnús Einarsson bassaleikari,
Margrét Sigurðarddttir hljdmborðs-
leikari og söngkona og Þdr Sigurðs-
son gítarleikari og söngvari. Lög og
textar eftir Þdr, en útsetningar vann
sveitin. 36,54 mín. Blush gefur út.
ÞAÐ ER til lítis að þræla í bfl-
skúmum; ef menn á annað borð
eru að semja tónlist og æfa er sjálf-
sagt að bera hugverkin undir aðra.
Reyndar má halda því fram að tón-
list sé aðeins til í rýminu á milli
flytjanda og hlustanda; án áheyr-
enda hefur hún engan tilgang. Frá
því sjónarhomi er vert að fagna því
að sveit eins og Blush gefí út sktfu,
gefi sér tíma til að bregða sér í
hljóðver og leggi síðan á sig að gefa
afurðina út.
Þessi frumraun Blush er að
mörgu leyti bráðvel heppnuð; laga-
smiður sveitarinnar og gítarleikari,
Þór Sigurðsson, er sjóaður 1 rokk-
inu, bráðgóður gítarleikari, hug-
myndaríkur í útsetningum og sem-
ur góð og grípandi lög. Aðrir liðs-
menn em og góðir, bassaleikur er
þéttur, til að mynda í Today, og
Margrét Sigurðardóttir syngur
bráðvel. Helsti galli þessarar plötu,
sem dæmir hana úr leik á íslensk-
um markaði, er aftur á móti að
textar em á ensku. Fyrir vikið tap-
ar hún skírskotun og sérstöðu; sér-
kennilegt að tónlistarmenn skuli
alltaf flaska á því sama þrátt fyrir
mýmörg dæmi á hverju ári. Fá
dæmi era á síðustu áram um ís-
lenskar rokksveitir sem selt hafa
plötur af viti þrátt fyrir enska
texta, en legíó sem farið hafa flatt.
Eins og getið er semur Þór
ágæt lög, nefni sem dæmi upphaf-
slag plötunnar, Island, og Stormy
Weather, með sérdeilis skemmti-
legri úsetningu, liprum píanóleik
og húmorískum millikafla. Það lag
minnir um margt á enskt þjóðlag-
arokk, en lögin á plötunni era fjöl-
breytt að allri gerð. Til að mynda
er Perfect þrungið popp með
skemmtilega skældum gítar, Leav-
ing upphafið píanópopp sem Mar-
grét syngur vel, Believe kraftmik-
ið kassagítarpopp sem Þór syngur
af innlifun, og svo mætti telja.
Textar Þórs era margir uppfullir
með skoðanir og tilfinningar, þó
þær gangi ekki alltaf upp. Misráð-
ið er að birta texta sem þessa á
umslagi, því þeir era ekki beysnir
og nokkuð um mál- og stafsetning-
arvillur.
Vísast hafa liðsmenn Blush gefið
breiðskífu sína út til að skemmta
sjálfum sér fyrst og fremst og
tekiðst bráðvel upp; þessi
framraun er um margt vel heppn-
uð og á henni er sitthvað framúr-
skarandi að finna. Ekki verður þó
hjá því litið að eitthvað meira þarf
til og þá borgar sig að byrja á því
að snúa textunum á íslensku.
Héðan og þaðan
Golfsettið
ekki fjarri
► FÉLAGAR í Golfklúbbnum
Vestari í Grandai’firði eru svo
forfallnir að þeir geta ekki einu
sinni skilið golfkylfurnar eftir
heima þegar þeir mæta á árs-
hátíð.
Að minnsta kosti var haldin
golfkeppni á síðustu árshátíð
félagsins sem haldin var fyrir
skömmu á veitingastaðnum
Kristjáni IX.
Veislustjóri var Friðrik Rún-
ar Friðriksson og hljómsveitin
Á móti sól lék fyrir dansi.
Leigusamningur var gerður við
Martein Njálsson um afnot af
Báravelli næstu 20 árin og
einnig var gerður þjónustu-
samningur við hann um rekst-
ur og viðhald vallarins til 4 ára.
Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon
ÞAÐ VAR glatt á lijalla á
árshátfð Golfklúbbsins Vest-
ars í Grundarfirði.
gönguskór
Meindl Island herra- og dömuskór
Gönguskór úr hágæða leðri. Gore-tex I
innra byrði og góð útðndun. Vibram
Multigriff sóli.
-gúOlr I lengrl göngulorölr.
Dömust. 37-43 Kr. 16.640.-
Herrast. 41-46 Kr. 16.900.-
Stærðir 47-48 Kr. 17.900.-
-ferOin gengur vel á Meindl
mm
OLmSIBM ■ SlUI BB1 2932
Kátt á konukvöldi
► SVOKALLAÐ konu-
kvöld var haldið í félags-
miðstöðinni Frosta-
skjóli fyrir skömmu.
Hingað til hafa verið
haldin stelpna-
HLJÓMSVEITIN Blush, Davíð
Ólafsson, Magnús Einarsson,
Margrét Sigurðardóttir og Þór
Sigurðsson.
White Musk
Húðsnyrtivörur með mildum musk-ilmi
Einnigfáanlegt frá Body Reform:
Men 's reform - Húð- og hársnyrtivörur með frískum
herrailmi.
Skin friendly - Húð- og hársnyrtivörur án ilm- og litarefna.
Special Care - Jarðarberja og papayahandáburður ásamt
apríkósu „scrub“.
Útsölustaðir: Apótek, kaupfélög og helstu sérverslanir.
qM-
I. f| Dreifing: Niko ehf. Engjateigi 5,
ll U 105 Reykjavík, s:568-0945
— Morgunbtaðið/Halldór
kvöld árlega en að þessu sinni
var bryddað upp á því að bjóða
einnig mæðram, ömmum,
systrum og frænkum til þessar-
ar skemmtunar. Það áttu því
hressar konur á öllum aldri
skemmtilega kvöldstund saman
þar sem var dansað, sungið,
leikið, farið í ballskák og að lok-
um fengið sér hressingu.
Halli og Laddi
bregða á leik
► ÞAÐ VAR glatt á hjalla á
Sir Oliver um síðustu helgi
þegar Halli og Laddi tróðu
upp í síðasta skipti, að minnsta
kosti í bili. Reyndar bar voða-
lega lítið á þeim sjálfum um
kvöldið, en aðrar þjóðfrægar
persónur eins og Eiríkur Fjal-
ar, Mófreður gamli og Stefán
frá Utistöðum vora mun meira
í sviðsljósinu.
##########################
Ðcnumtakhí
W FLG/
■ iðr
ffi/l
Laugavegi 49
Símar 551 7742 og 561 7740