Morgunblaðið - 05.12.1997, Síða 78

Morgunblaðið - 05.12.1997, Síða 78
78 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM Vel heppnuð frumraun u..> TOJVLIST Geisladiskur BLUSH Fyrsti diskur hjdmsveitarinnar Blush, samnefndur henni. Hljdmsveit- ina skipa Davíð Ólafsson trommuleik- ari, Magnús Einarsson bassaleikari, Margrét Sigurðarddttir hljdmborðs- leikari og söngkona og Þdr Sigurðs- son gítarleikari og söngvari. Lög og textar eftir Þdr, en útsetningar vann sveitin. 36,54 mín. Blush gefur út. ÞAÐ ER til lítis að þræla í bfl- skúmum; ef menn á annað borð eru að semja tónlist og æfa er sjálf- sagt að bera hugverkin undir aðra. Reyndar má halda því fram að tón- list sé aðeins til í rýminu á milli flytjanda og hlustanda; án áheyr- enda hefur hún engan tilgang. Frá því sjónarhomi er vert að fagna því að sveit eins og Blush gefí út sktfu, gefi sér tíma til að bregða sér í hljóðver og leggi síðan á sig að gefa afurðina út. Þessi frumraun Blush er að mörgu leyti bráðvel heppnuð; laga- smiður sveitarinnar og gítarleikari, Þór Sigurðsson, er sjóaður 1 rokk- inu, bráðgóður gítarleikari, hug- myndaríkur í útsetningum og sem- ur góð og grípandi lög. Aðrir liðs- menn em og góðir, bassaleikur er þéttur, til að mynda í Today, og Margrét Sigurðardóttir syngur bráðvel. Helsti galli þessarar plötu, sem dæmir hana úr leik á íslensk- um markaði, er aftur á móti að textar em á ensku. Fyrir vikið tap- ar hún skírskotun og sérstöðu; sér- kennilegt að tónlistarmenn skuli alltaf flaska á því sama þrátt fyrir mýmörg dæmi á hverju ári. Fá dæmi era á síðustu áram um ís- lenskar rokksveitir sem selt hafa plötur af viti þrátt fyrir enska texta, en legíó sem farið hafa flatt. Eins og getið er semur Þór ágæt lög, nefni sem dæmi upphaf- slag plötunnar, Island, og Stormy Weather, með sérdeilis skemmti- legri úsetningu, liprum píanóleik og húmorískum millikafla. Það lag minnir um margt á enskt þjóðlag- arokk, en lögin á plötunni era fjöl- breytt að allri gerð. Til að mynda er Perfect þrungið popp með skemmtilega skældum gítar, Leav- ing upphafið píanópopp sem Mar- grét syngur vel, Believe kraftmik- ið kassagítarpopp sem Þór syngur af innlifun, og svo mætti telja. Textar Þórs era margir uppfullir með skoðanir og tilfinningar, þó þær gangi ekki alltaf upp. Misráð- ið er að birta texta sem þessa á umslagi, því þeir era ekki beysnir og nokkuð um mál- og stafsetning- arvillur. Vísast hafa liðsmenn Blush gefið breiðskífu sína út til að skemmta sjálfum sér fyrst og fremst og tekiðst bráðvel upp; þessi framraun er um margt vel heppn- uð og á henni er sitthvað framúr- skarandi að finna. Ekki verður þó hjá því litið að eitthvað meira þarf til og þá borgar sig að byrja á því að snúa textunum á íslensku. Héðan og þaðan Golfsettið ekki fjarri ► FÉLAGAR í Golfklúbbnum Vestari í Grandai’firði eru svo forfallnir að þeir geta ekki einu sinni skilið golfkylfurnar eftir heima þegar þeir mæta á árs- hátíð. Að minnsta kosti var haldin golfkeppni á síðustu árshátíð félagsins sem haldin var fyrir skömmu á veitingastaðnum Kristjáni IX. Veislustjóri var Friðrik Rún- ar Friðriksson og hljómsveitin Á móti sól lék fyrir dansi. Leigusamningur var gerður við Martein Njálsson um afnot af Báravelli næstu 20 árin og einnig var gerður þjónustu- samningur við hann um rekst- ur og viðhald vallarins til 4 ára. Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon ÞAÐ VAR glatt á lijalla á árshátfð Golfklúbbsins Vest- ars í Grundarfirði. gönguskór Meindl Island herra- og dömuskór Gönguskór úr hágæða leðri. Gore-tex I innra byrði og góð útðndun. Vibram Multigriff sóli. -gúOlr I lengrl göngulorölr. Dömust. 37-43 Kr. 16.640.- Herrast. 41-46 Kr. 16.900.- Stærðir 47-48 Kr. 17.900.- -ferOin gengur vel á Meindl mm OLmSIBM ■ SlUI BB1 2932 Kátt á konukvöldi ► SVOKALLAÐ konu- kvöld var haldið í félags- miðstöðinni Frosta- skjóli fyrir skömmu. Hingað til hafa verið haldin stelpna- HLJÓMSVEITIN Blush, Davíð Ólafsson, Magnús Einarsson, Margrét Sigurðardóttir og Þór Sigurðsson. White Musk Húðsnyrtivörur með mildum musk-ilmi Einnigfáanlegt frá Body Reform: Men 's reform - Húð- og hársnyrtivörur með frískum herrailmi. Skin friendly - Húð- og hársnyrtivörur án ilm- og litarefna. Special Care - Jarðarberja og papayahandáburður ásamt apríkósu „scrub“. Útsölustaðir: Apótek, kaupfélög og helstu sérverslanir. qM- I. f| Dreifing: Niko ehf. Engjateigi 5, ll U 105 Reykjavík, s:568-0945 — Morgunbtaðið/Halldór kvöld árlega en að þessu sinni var bryddað upp á því að bjóða einnig mæðram, ömmum, systrum og frænkum til þessar- ar skemmtunar. Það áttu því hressar konur á öllum aldri skemmtilega kvöldstund saman þar sem var dansað, sungið, leikið, farið í ballskák og að lok- um fengið sér hressingu. Halli og Laddi bregða á leik ► ÞAÐ VAR glatt á hjalla á Sir Oliver um síðustu helgi þegar Halli og Laddi tróðu upp í síðasta skipti, að minnsta kosti í bili. Reyndar bar voða- lega lítið á þeim sjálfum um kvöldið, en aðrar þjóðfrægar persónur eins og Eiríkur Fjal- ar, Mófreður gamli og Stefán frá Utistöðum vora mun meira í sviðsljósinu. ########################## Ðcnumtakhí W FLG/ ■ iðr ffi/l Laugavegi 49 Símar 551 7742 og 561 7740
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.