Morgunblaðið - 05.12.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.12.1997, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ : ' . 'M Faxafeni 5 • Sími 533 2323 tolvukjor@itn.is Þú færð jóladiskinn með Síxties í jólagjöf frá okkur! Frábær diskur sem gefur rétta tóninn fyrir jólin! Irust Intel Pentium 166 MMX Abit TX móðurborð - 32 Mb EDO minni - 512 Kb skyndiminni 4,3 Gb Quantum harður diskur - 2 Mb S3 Trio 64 V2 skjákort 24 x Toshiba geisladrif - Trust Soundwave 300W 3D hátalarar 15" Trust Precision Viewer skjár - 33.600 Baud utanáliggjandi mótald Trust Intel Pentium 200 MMX Abit TX móðurborð - 32 Mb EDO minni - 512 Kb skyndiminni 6,4 Gb IBM Deskstar UDMA diskur - 2 Mb S3 Trio 64 V2 skjákort / 24 x Toshiba geisladrif - Trust Soundwave 300W 3D hátalarar 15“ Trust Precision Viewer skjár - 33.600 Baud utanáliggjandi mótald Canon Þessir nýju prentarar frá Canon eru búnir nýrri prenttækni sem gerir Ijósmyndir enn skarpari en áöur. Öllum prenturum fylgir kapall og 'lnternet kit' frá Canon. mumiwto A4 litableksprautuprentari 720 dpi upplausn 100 blaða arkamatari 4 bls/mín í s/h prentun Canon BJC-4300 A4 litableksprautuprentari 2ja hylkja kerfi 720 dpi upplausn 100 blaða arkamatari Auðvelt að nota líka sem skanner með sérstöku skannerhylki fá frábæran jólageisladisk með Sixties í kaupbæti sé keypt fyrir meira en kr. 1.000, Internet Kit fylgir öllum tölvum og prenturum .Tölvukjör Tolvu.- verslun heimilanna Opið til kl. 16:00 alla laugardaga'. ÚRVERINU Morgunblaðið/Sigurgeir GREIÐLEGA gengur að selja fiskimjöl um þessar mundir enda eftirspurn mikil. Engin sölutregða er á mörkuðum fyrir mjöl „ÞAÐ er engin sölutregða en þetta háa verð, sem nefnt hefur verið í fjölmiðlum, 500 sterlingspund eða um 60.000 kr. fyrir mjöltonnið, gildir aðallega fyrir eina og eina sölu og ekki mikið magn á bak við það,“ sagði Jón Reynir Magnússon, forstjóri SR-mjöls, um viðskiptin á mjölmarkaðinum en þau hafa verið fremur róleg að undanförnu eins og raunar jafnan á þessum tíma. Þeir Jón Reynir og Teitur Stef- ánsson hjá Félagi íslenskra físk- mjölsframleiðenda sögðu, að þessi tími, síðustu dagarnir fyrir ára- mót, væri yfirleitt rólegur enda notendur oftast búnir að birgja sig 60.000 krónur fyrir tonnið er hæsta verðið um þessar mundir upp út árið. Þó færi einn og einn pakki á þessu háa verði til afhend- ingar strax en þá væru menn að kaupa í hálfgerðri neyð og að sjálf- sögðu ekki alveg sáttir við verðið. Ótti við verkfall eftir áramót Jón Reynir sagði, að notendur væru nú aðeins að kaupa það, sem þeir nauðsynlega þyrftu, auk þess sem framleiðendur hefðu haldið dálítið að sér höndum með sölu- samninga af ótta við að geta ekki afhent vöruna vegna verkfalla eft- ir áramótin. Annars færu samning- ar yfirleitt ekki í gang fyrr en komið væri fram í janúar. Teitur sagði, að 500 pundin fyr- ir tonnið væri skyndimarkaðsverð og þegar það væri orðið svona hátt gæti komið eitthvert tímabil, sem menn væru að ná áttum. Verð- ið í samningum, sem gerðir hefðu verið um afhendingu í febrúar og mars, væri líka lægra eða á bilinu 460 til 480 pund, 55 til 57.000 kr., fyrir tonnið. Ellefu hagsmunasamtök og opinberir aðilar styðja Fish Tech ’99-sýninguna ELLEFU íslensk hagsmunasamtök og opinberir aðilar hafa gerst opin- berir stuðningsaðilar íslensku sjáv- arútvegssýningarinnar Fish Tech ’99, sem haldin verður í Reykjavík í september 1999. Umræddir stuðn- ingsaðilar eru: Alþýðusamband ís- lands, Fiskifélag íslands, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið, Landssam- band íslenskra útvegsmanna, Reykjavíkurborg, Samtök fisk- vinnslustöðva, Samtök iðnaðarins, sjávarútvegsráðuneytið, Utflutn- ingsráð íslands, Verslunarráð Ís- lands og Vinnuveitendasamband íslands. Þegar hafa um 80 íslensk fyrir- tæki pantað samtals um 3.000 fer- metra sýningarpláss í Laugardals- höllinni. Meðal þeirra eru öll fyrir- tækin sem eru innan SSS - Sam- taka seljenda skipatækja, sem ákváðu að velja íslensku sýninguna. „Fish Tech vinnur skipulega að því að vera virkur hlekkur í vaxandi útflutningi á íslenskum vörum, þekkingu og þjónustu í sjávarút- vegi,“ segir meðal annars í frétt frá Sýningum ehf. Pantanir frá mörgum erlendum fyrirtæiyum Alþjóðlega sjávarfréttablaðið Fishing News Intemational annast markaðssetningu erlendis og hefur blaðið þegar fengið allmargar pant- anir frá erlendum fyrirtækjum sem vilja sýna á Fish Tech ’99. Pantan- ir hafa borist t.d. frá Noregi, Dan- mörku, Kanada, Bandaríkjunum, Spáni og Tælandi. Alls hefur um 1.700 fermetra sýningarsvæði verið pantað af erlendum aðilum. Sue Hill framkvæmdastjóri sýn- ingardeildar Fishing News Inter- national segir að þegar sé byijað að leggja grunn að samningum við BÆJARSTJÓRN Eskifjarðar hef- ur sent frá sér ályktun þar sem lýst er andstöðu gegn veiðileyfa- gjaldi. Samþykktin er samþykkt af öllum bæjarfulltrúum nema fulltrúa Alþýðuflokksins, sem sat hjá við atkvæðagreisðlu. Ályktun- in er svohljóðandi: „Bæjarstjórn Eskifjarðar lýsir andstöðu sinni við þá hugmynd að setja sérstakt veiðileyfagjald á veiðar úr norsk-íslenska síldar- stofninum. Veiðileyfagjald á fiski- nokkur ríki um þjóðarbása og eru viðræður langt komnar. Tvö öflug ríki í Asíu eru meðal umræddra ríkja. Þegar hafa borist margar fyrir- spurnir til Fishing News Internat- ional frá erlendum aðilum sem vilja heimsækja Fish Tech ’99, en FNI hefur birt undanfarið auglýsingar um Fish Tech ’99 í hveiju einasta blaði. Unnið er skipulega að því að fjölga mjög erlendum kaupendum á næstu sýningu. stofna er sérskattur á sjávarút- vegsfyrirtækin, starfsmenn þeirra til sjós og lands og þau sveitarfé- lög, sem mest eiga undir í sjávar- útvegi. Veiðileyfagjald verður því fyrst og fremst skattur, sem mun auka enn á misvægi búsetuskilyrða milli landshluta. Bæjarstjórn Eskifjarðar telur að auðlinda- skattur á sjávarútveginn sé hið mesta óráð og komi því ekki til greina.“ Bæjarstjórn Eskifjarðar Gegn veiðileyfagjaldi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.