Morgunblaðið - 05.12.1997, Blaðsíða 84
Jiewu&l
-setur brag á sérhvern dag!
Sparaðu
tíma,
sparaðu
peninga
'feÚNAÐARBANKlNN
traiutur banki
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Verk Errós og Dana-
drottningar á Listahátíð
EINN af helstu viðburðum Lista-
hátíðar í Reykjavík 1998 verður
sýning á verkum úr Errósafni í
Hafnarhúsinu. Er opnun sýning-
arinnar fyrsti dagskrárliður há-
tíðarinnar en við sama tækifæri
verður fyrsti hluti Hafnarhússins
formlega tekinn í notkun. Erró
mun einnig sýna myndir í nýju
galleríi Sævars Karls við Banka-
stræti en listamaðurinn hefur
ekki tekið þátt í Listahátið í
Reykjavík í tvo áratugi.
Erró hefur jafnframt hannað
veggspjald hátíðarinnar en, að
sögn Þórunnar Sigurðardóttur
formanns framkvæmdastjórnar
hennar, hefur hann ekki tekið að
sér verkefni af því tagi um Iangt
árabil.
Listahátíð verður sett 16. maí
1998 og stendur til 7. júní. Ligg-
ur dagskrá nú fyrir í grundvall-
aratriðum. Meðal annarra gesta
á hátíðinni má nefna rússnesku
söngkonuna Galinu Gortsjakovu,
franska hljómsveitarstjórann
Yan Pascal Tortelier, barokktón-
listarmanninn Jordi Savall, dans-
höfundana Jirí Kylián og Jorma
Uotinen, Nederlands Dans
Theater, Les Ballets Africains
frá Gíneu, Chilingirian strengja-
kvartettinn, með Asdísi Valdi-
marsdóttur innanborðs, nýlista-
konuna Louise Bourgeois og
myndlistarmanninn Max Ernst.
Allt er þetta Iistafólk í fremstu
röð á sínu sviði í heiminum.
Þá verður á hátíðinni sýning á
höklum og altarisklæðum eftir
Margréti Þórhildi Danadrottn-
ingu og efnt til tónleika henni til
heiðurs í Þjóðleikhúsinu, þar
sem fram koma Caput-hópurinn
og Danski útvarpskórinn.
■ Andstæður/42
Samgönguráðherra á Alþingi
Breiðband í þágu
íj ölmiðlafrelsis
ÁHERSLA Pósts og síma á breið-
bandsvæðingu var gagnrýnd í utan-
dagskrárumræðum á Alþingi í gær.
Halldór Blöndal samgönguráðherra
sagði að tengikostnaðurinn gæti
numið 50-60 þús. kr. á hvert heimili.
Ráðherra sagði að hann og fleiri
hefðu ekki barist fyrir frjálsum út-
varpsrekstri í landinu á sínum tíma
til þess að breyta einokun eins aðila í
einokun tveggja. Ein ástæða þess að
menn vildu koma umferð á breið-
bandið væri að gefa sem flestum
kost á að nýta það og auka þannig
fjölmiðlafrelsi í þjóðfélaginu.
Guðmundur Arni Stefánsson,
þingflokld jafnaðarmanna, var máls-
hefjandi og sagði að rætt væri um að
breiðbandsvæðingin gæti kallað á 5
milljarða króna fjárfestingu á næstu
þremur árum. Hann kvaðst efast um
að þörfin væri svo brýn og ástæða
væri til að benda á að möguleikar
samnetsins og annarrar fyrirliggj-
andi tækni væru langt í frá fullnýtt-
ir. Þráðlaus boðskipti væru i örri
þróun og framtíðin lægi þar, ekki
síður en í köplum og þráðum í jörðu.
■ Kostnaður gæti/18
Rætt um að leggja mengunarskatt á flug
Hækka farseðlar
til Danmerkur um
« 1.200-1.900 kr.?
Rannsakað verði hvort
Hækkun um
1,2 milljarða
FJÁRHAGSÁÆTLUN Reykja-
víkurborgar, sem var til umræðu í
borgarstjórn í gær, gerir ráð fyrir
að tekjur borgarsjóðs hækki um
1.190 milljónir og rekstrargjöld um
1.235 milljónir frá áætlun þessa
árs.
Áætlað er að launakostnaður
borgarinnar hækki á næsta ári um
700 milljónir. Reiknað er með að
útsvarstekjur hækki um 1.075
milljónir, m.a. vegna launahækk-
ana.
■ Fjárhagsáætlun/43
skattstofur misbeiti valdi
RÍKISSKATTSTJÓRI hefur farið þess á leit við
ríkisendurskoðun að rannsakað verði hvort ásak-
anir um misbeitingu valds skattstjóra á landinu
eða embættis ríkisskattstjóra eigi við rök að
styðjast.
Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi sagði í
gær að nú stæði yfir úttekt á skattstofum lands-
ins og þetta atriði yrði sennilega skoðað með því
að athuga vinnureglur og kanna hvort um væri
að ræða einhver dæmi, sem hægt væri að bera
saman. Úttekt Ríkisendurskoðunar myndi senni-
lega liggja fyrir í janúar eða febrúar.
Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í ræðu á
flokks- og formannafundi Sjálfstæðisflokksins á
laugardag, að ástæða væri til að athuga hvort
stofna bæri embætti umboðsmanns almennings
gagnvart skattyfirvöldum. Hann sagði í viðtali,
sem birtist í Morgunblaðinu á þriðjudag, að borið
hefði á því erlendis að skattheimtumenn hefðu
misbeitt valdi sínu og kvaðst telja ástæðu til að
ætla að svipað kynni að hafa gerst hér á landi.
Vilhjálmur Egilsson, alþingismaður og fram-
kvæmdastjóri Verslunarráðs, sagði þá að hann
heyrði mikið kvartað undan vinnubrögðum skatt-
yfirvalda og því væri hugmyndin um umboðs-
mann þörf.
Garðar Valdimarsson ríkisskattstjóri gagn-
rýndi umfjöllun um þetta mál í samtali við Morg-
unblaðið í gær og benti á að ekkert dæmi hefði
verið nefnt um að skattstofan hefði misbeitt valdi
sínu.
„Við höfum beðið Ríkisendurskoðun að kanna
þessi ummæli," sagði Garðar um þá umræðu,
sem skapast hefði í kjölfar ræðu forsætisráð-
herra. „Við höfum beðið um að þetta verði sér-
staklega skoðað með það íyrir augum að-leiða í
Ijós hvort ásakanir um brot á meðalhófsreglu eigi
við rök að styðjast."
Ásakanir um ofríki
og ósanngirni
í bréfi Garðars til Sigurðar segir að sam-
kvæmt ummælum, sem birst hafi í fjölmiðlum
undanfarna daga, hafi komið fram kvartanir „til
stjómvalda frá gjaldendum og löggiltum endur-
skoðendum um að einstakir aðilar í skattkerfinu
sýni þeim ofríki, ósanngimi og framkomu sem
ekki sé sæmandi og ástæða sé til þess að ætla að
starfsmenn skattkerfisins hafi beitt valdi sínu
óleyfilega og gangi með óhæfilegum hætti að
fólki með fresti og kröfur um upplýsingar“.
ÝMIS sjónarmið em uppi varðandi
mengunarvarnir í flugi, t.d. að
leggja á mengunarskatta. I erindi á
flugþingi í gær nefndi Þorgeir Páls-
son flugmálastjóri að slíkir skattar
gætu leitt til hækkunar fargjalda og
minni fjárfestinga flugfélaga. Sem
dæmi nefndi hann að skattur á far-
gjald á leiðinni milli Reykjavíkur og
Kaupmannahafnar gæti numið
1.200 til 1.900 krónum hvora leið.
Þorgeir sagði mikilvægt að flug-
málastjórn, flugrekendur og þeir
sem stunduðu einkaflug tækju upp
stefnumótun í umhverfismálum, þar
\.U?y/æri enginn undanskilinn. Hann
Ríkisskattstjóri leitar til Rikisendurskoðunar
sagði formlega stefnu Flugmála-
stjórnar ekki til, hún væri í mótun
en hér væri unnið eftir alþjóðlegum
og evrópskum reglum og stöðlum.
Magnús Jóhannesson, ráðuneyt-
isstjóri umhverfisráðuneytis, sagði
að í stað boða og banna væri nú lögð
aukin áhersla á að nýta hagstjórn-
artæki, umhverfisgjöld og skatta til
að reyna að draga sem mest úr um-
hverfisáhrifum. Hann sagði að
heildarlosun kolmónoxíða frá flug-
vélum hefði dregist saman um
meira en tvo þriðju hluta á síðustu
15 árum og að losun á óbrunnu elds-
neyti og sóti hefði minnkað ennnþá
meira, þarna færu saman betri nýt-
ing á eldsneyti og umhverfisvemd-
arsjónarmið. Um það bil 2% af
heildarlosun í heiminum kæmu frá
alþjóðaflugi. Gert væri ráð fyrir að
flugið ykist um 5% á næstu árum en
losun kolmónoxíðs myndi vaxa eitt-
hvað minna vegna tækniframfara,
stærri véla og betri flugumferðar-
stjórnar.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Jólasúkkulaðið svíkur engan
ÞAU tóku forskot á sæluna, börn-
in í 1.-4. bekk heilsdagsskólans í
Hvassaleiti, og brugðu sér á veit-
ingahúsið Lækjarbrekku ásamt
kennurum sínum. Erindið var að
fá sér sopa af gómsætu
jólasúkkulaði með rjóma - og svo
sporðrenndu þau auðvitað
nokkrum kökum um leið. Jólaljós-
in allt í kring gerðu sitt til að
auka enn frekar á jólastemmning-
una.