Morgunblaðið - 05.12.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.12.1997, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ GL'Lí3 LÍU l: LYKILHÓTEL CABIN BÝÐUR ALLA LAND5MENN VELKOMNATIL AÐ ÞICCJA JÓLACLÖGC OC SKOÐA NÝJASTA HÓTELIÐ í REYKJAVÍK LAUCARDACINN 6. OC SUNNUDACINN 7. DES. KL. 13-17 BÁÐA DAGANA. DACSKRA 06.12 ‘97 TaíKnival Skoifunni kl. 10.30-11.30: Guðmundur Rúnar Lúðvíksson gefur góda innsýn i heimasíðuqerö Ts>knival Hafnartiroi kl 12.30 13.30; Gudmundur Rúnar Luðviksson gefur góða innsýn í heimasíðugerð TækmvaS Vcriv l elkomiii! ___________ERLENT_________ Sala nautakjöts á beini bönnuð í Bretlandi Reuters BREZKUR slátrari Qarlægir áhyggjufullur á svip nautakótilettur úr kjötborði sínu í gær. Nýtt bann við sölu nautakjöts á beini mun spilla jólavertíð kjötkaupmanna í Bretlandi í ár. London. Reuters. The Daily Telegraph. BREZK stjórnvöld viðurkenndu í gær að kúariðufárið svokallaða gæti enzt fram á næstu öld, en í fyrradag tilkynntu þau um bann við sölu nautakjöts á beini eftir að niðurstöður vísindarannsókna bentu til þess að smitið sem veldur kúariðu og hliðstæðu hennar í mönnum, Creutzfeldt-Jakob-veik- inni, geti borizt í gegnum mænu og beinmerg nautgripa. Frá uxahölum til rifjasteikur hefur nautakjöt sem selt er á beini verið brennimerkt sem hugsanlega lífshættulegt, þrátt fyrir að stjóm- völd reyndu sitt ýtrasta til að skýra fyrir fólki að engin ástæða væri til hræðsluviðbragða. Jack Cunningham, landbúnaðar- ráðherra Bretlands, hefur mátt hafa sig allan við að svara spum- ingum fjölmiðla um málið í því augnamiði að draga úr ótta al- mennings. „Það er engin ástæða til að örvænta, trúið mér,“ sagði hann í útvarpsviðtali. „Ég hef alltaf neytt nautakjöts og ætla mér að halda því áfram.“ Hið nýja sölubann, sem sett var 21 mánuði eftir að Evrópusam- bandið (ESB) lagði bann við ölium útflutningi nautakjöts frá Bret- landi, gæti ekki hafa komið til á óhagstæðari tíma fyrir brezka nautakjötsframleiðendur. Neytendur vom nýbyrjaðir að fá aftur traust á þessari kjöttegund, sem fram að þessu hefúr sýkt 22 Breta af hinum banvæna Creutz- feldt-Jakob-sjúkdómi svo vitað sé, og hefð er fyrir mikilli nautakjöts- neyzlu í Bretlandi um jólin. ESB vill skýringar Franz Fischler, sem fer með landbúnaðarmál í framkvæmda- stjóm ESB, sagðist í gær hafa farið þess á leit við brezk stjóm- völd að þau létu framkvæmda- stjóminni í té nánari upplýsingar um vísindalegar forsendur nýja bannsins, svo að sérfræðingar ESB gætu kannað hvernig við hæfi væri að önnur önnur Evrópu- lönd brygðust við. Svissnesk stjómvöld tilkynntu í gær að þau hefðu ákveðið að fara að dæmi Breta og banna sölu nautakjöts á beini. Ræða myndun starfs- stjórnar í Tékklandi Prag. Reuters. VACLAV Klaus, sem sagði af sér sem forsætisráðherra Tékklands um helgina, tilkynnti í gær að fuR- trúar flokks hans, Borgaraiega lýð- ræðisflokksins (ODS), myndi í dag funda með talsmönnum samstarfs- flokka ODS í ríkisstjóminni um myndun nýrrar stjómar, en sam- steypustjóm ODS og tveggja minni miðju- og hægriflokka sem féU með afsögn Klaus situr enn til bráðabirgða unz tekist hefur að mynda nýja stjóm. Leiðtogar samstarfsflokkanna tveggja, Kristilegra demókrata og Borgaralega lýðræðisbandalagsins (ODA), gengu í gær á fund Vaclavs Havels forseta til að ræða mögu- leikann á að þeir mynduðu minni- hlutastjórn, sem gæti setið sem starfsstjóm unz nýjar kosningar hefðu farið fram. í fyrradag greindi Klaus frá því að hann hygðist sækjast eftir end- in-kjöri sem leiðtogi ODS, en með því er talið að klofningur innan ODS verði enn alvarlegri en orðið er. í yfirlýsingu Klaus frá í gær segir enda að hann geri ráð fyrir að til lengri tíma litið muni ODS fara í stjómarandstöðu. Biðlað til stj ó rnarandstö ðu n nar í yfirlýsingunni segir að flokk- amir þrír, ODS, ODA og Kristi- legir demókratar, myndu ræða myndun stjórnar og hugsanlega stefnuskrá hennar, en ekki var til- greint hvaða flokkar ættu að standa að þeirri stjóm. Þar er þó nefnt að einnig yrði rætt um að fá jafnaðarmenn, sem em stærsta stjómarandstöðuaflið og njóta nú mests fylgis í skoðana- könnunum, til að segja hvaða skil- yrði þeir myndu setja fýrir stuðn- ingi við slíka starfsstjóm. í bréfi til samflokksmanna sinna hvatti Klaus ennfremur til þess að þeir styddu slíka stjóm án þess að flokkurinn ætti beina aðild að henni. Stjómmálaskýrendur telja að slík starfsstjóm sæti stutt og boð- að yrði til þingkosninga í síðasta lagi í vor. I » ) I Strokufanginn Ný barnabók fypir 10-14 ára krakka Þetta er sjálfstætt framhald sögunnar um Alla, Ævintýri í sveitinni. Hér leysa Alli, Elsa og Steini gátuna um strokufangann sem lengi hafði verið leitað að. Stundum getur ferð í sumar- bústað orðið að spennandi ævintýri. Pantanir í síma: 567 1024 og 893 4367 Bokin kcimir i Bókaútgáfa á netinu: http://www.isholf.is/utgafa Imðii næstii dagu, i I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.