Morgunblaðið - 05.12.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.12.1997, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Uppsagnir kauptryggingar 200 starfsmanna Vinnslustöðvarinnar hugsanlega dregnar til baka Viðræðurnar eru á viðkvæmu stigi HUGSANLEGT er að Vinnslu- stöðin í Vestmannaeyjum dragi til baka í dag uppsögn á kauptrygg- ingarsamningi um 200 starfsmanna fyrirtækisins. Sighvatur Bjamason framkvæmdastjóri segir að fyrir- tækið eigi í viðræðum um kaup á erlendu hráefni og samhhða væri reynt að ganga frá samningum um sölu á afurðunum. Ef þetta takist verði uppsagnimar dregnar til baka. Krnr er meðal fiskvinnslufólks- ins vegna uppsagnanna og kom fólkið óánægju sinni á framfæri með því að hætta vinnu klukkan fimm £ gær, en fyrirhugað var að vinna til sjö. Starfsfólkið ætlar heldur ekki að vinna yfirvinnu í dag. Það mun því ekki mæta í vinnu fyrr en kl. 8 í dag, en ekki kl. 6. Sighvatur sagðist skilja það að fólk væri óánægt. Hann sagðist ekki efast um að um lögmætar uppsagnir væri að ræða. Langt stopp yrði hjá flotanum um jól og áramót, óháð boðuðu verkfalli og þess vegna væri gild ástæða til uppsagnanna. Léleg síldveiði yki enn á hráefnisskortinn. Viðræður við verkalýðsfélögin Viðræður Verkalýðsfélags Vest- mannaeyja og Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum vegna fyrirhug- aðrar vinnslustöðvunar um ára- mótin vom á mjög viðkvæmu stigi í gær að sögn Jóns Kjartanssonar, formanns verkalýðsfélagsins. Hann sagði að stuttar viðræður hefðu átt sér stað milli aðila í gær- morgun og verið væri að athuga ýmsa möguleika, en að öðru leyti sagðist hann ekki geta tjáð sig um málið. Vinnslustöðvun vegna hráefnis- skorts hjá Fiskiðjunni Skagfirðingi frá 12. ágúst til 1. október í fyrra fór fyrir félagsdóm og komst hann að þeirri niðurstöðu að um lög- mæta vinnslustöðvun og uppsagnir kauptryggingar starfsfólks hefði verið að ræða til 1. september, en ólögmæta þann mánuð þar sem nýtt kvótaár hefði verið hafið og skip Skagstrendings hefðu haft nægar aflaheimildir. Neyðarúrræði að senda upp- sagnir með jólakortunum Hjá Granda hf., Útgerðarfélagi Akureyringa hf. og Haraldi Böðvarssyni hf. hafa engar ákvarð- anir verið teknar enn sem komið er um hugsanlegar aðgerðir vegna boðaðs verkfalls vélstjóra. Haraldur Sturlaugsson, fram- kvæmdastjóri Haralds Böðvars- sonar hf., sagði að fiskvinnslufólki hjá fyrirtækinu hefði aldrei verið sagt upp á þessum árstíma undan- farin ár og hann hti á það sem al- gert neyðarúrræði ef senda þyrfti fólki uppsagnir vegna hráefnis- skorts með jólakortunum. „Það er ljóst að ef það verður verkfall þá verðum við ekki með nægjanlegt hráefni bæði fyrir Akranes og Sandgerði, og ef við sjáum fram á langvarandi stopp þá veit ég ekki hvað menn gera. Það er auðvitað ljóst að þá verður hráefnisskortur. Boðað verkfall vélstjóra miðast við þau skip sem eru með vélar yfir 1.500 kílówött, en þetta þýðir að tvö af loðnuskip- um okkar færu í verkfall og eitt yrði í gangi, og við yrðum jafn- framt með einn ísfisktogara í gangi. Sumir verða því í verkfalli en aðrir ekki. Við erum að skoða þessi mál um þessar mundir, en við höfum ekki farið út í þessar uppsagnir á und- anfömum árum vegna þess að það var verið að reyna að breyta samningum þannig að auðveldara væri að halda fólki á kaupi, en það eru samningar við sjómenn um að þeir fari ekki út eftir 20. desem- ber, og því er alltaf búið að vinna allt daginn fyrir Þorláksmessu. Skipin fara svo ekki út fyrr en um 20. janúar og hefur nánast verið samkomulag um það,“ sagði Har- aldur. Hefðbundið jólastopp hjá Granda Brynjólfur Bjamason, forstjóri Granda hf., sagði að gert væri ráð fyrir því hjá fyrirtækinu að farið yrði í hefðbundið jólastopp þar sem togarar fyrirtækisins yrðu allir í landi yfir hátíðamar samkvæmt kjarasamningum. Sagðist hann gera ráð fyrir því að það stopp myndi ná fram í miðjan janúar eins og verið hefði undanfarin ár. „Aðrar aðgerðir vegna hugsan- legs verkfalls emm við einfaldlega með í skoðun. Það hafa engar ákvarðanir verið teknar ennþá um framkvæmdir, en það skýrist eftir því sem nær dregur tímanum og maður áttar sig betur á stöðunni. Þá verður að taka viðhlítandi ákvarðanir," sagði Brynjólfur. UA reynir til þrautar að útvega vinnshmni hráefni Guðbrandur Sigurðsson, fi-am- kvæmdastjóri ÚA, sagði að þrátt fyrir að mörg fiskvinnslufyrirtæki hefðu sagt upp starfsfólki sínu með fjögurra vikna fyrirvara fyrir ára- mót þá hefði ÚA aldrei gert það og á því yrði ekki breyting nú. „Það eru ákvæði sem við getum nýtt okkur með boðun vinnustöðv- unar með þriggja daga fyrii'vara, og þá fáum við endurgreitt frá At- vinnutryggingarsjóði. Við munum væntanlega nýta okkur það frekar heldur en að segja fólkinu upp,“ sagði Guðbrandur. Hann sagði að boðað verkfall vélstjóra myndi ekki hafa áhrif á þetta í bili. Verið væri að vinna ís- fisk í húsinu og ljóst væri að verk- fall myndi fyrst og fremst bitna á frystitogurum og stórum loðnu- skipum. „Við ætlum að reyna til þrautar að ná í nægjanlegt hráefni fyrir vinnsluna, og ef vel spilast úr fyrir okkur þá ætti það að geta gengið,“ sagði Guðbrandur. Morgunblaðið/Ásdís Risafroskar í Kópavogi ÞEIR eru nýkomnir úr þriggja vikna sóttkví, þessir risafroskar sem nú eru ioks komnir í ný heimkynni í gæludýraversluninni Fisko í Kópavogi. Sigursteinn fv- ar Þorsteinsson, starfsmaður verslunarinnar, segir að þeir séu óðum að jafna sig eftir ferðalagið og einangrunina. Minni froskurinn, sá sem hér sést i vinstri hendi Sigursteins, ber latneska heitið bufo marinus, en á ensku er hann kallaður giant toat, og er upprunninn í Mexíkó. Sá stærri ber tegundar- heitið rana catesbeiana, eða bull- frog og kemur frá Ameríku, þar sem hann er víða að finna við tjamir og ár. Hann getur að sögn Sigursteins stokkið alit að tvo metra. Froskamir era ekki til sölu en verða til sýnis í versluninni. Upp- áhaldsfæða froskanna er að sögn Sigursteins lifur, helst lambalif- ur. ► JL- 10-19 Sum fyrirtæki eru opin lengur. KRINGMN .r*v Hæstiréttur dæmir í sakamáli sem höfðað var gegn lækni Sýkna af sakargiftum vegna fóstureyðingar HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest sýknudóm yfir lækni, sem fram- kvæmdi fóstureyðingu á konu eftir að hún hafði fengið synjun úr- skurðamefndar á Landspítala. Árið 1995 fór kona fram á við fé- lagsráðgjafa og lækni á kvenna- deild Landspítalans, að henni yrði heimilað að gangast undir fóstur- eyðingu. Aðalástæðan var sú að óvissa var um faðemi og umsóknin borin fram vegna félagslegra að- stæðna. Félagsráðgjafi samþykkti umsóknina, en læknir synjaði, á þeirri forsendu að komið væri fram yfir 12. viku meðgöngu. Vinnuregla á kvennadeild kvað á um, að þegar svo væri komið skyldi vísa umsókn- um til úrskurðamefndar. Konan skaut málinu til nefiidarinnar, sem staðfesti synjun læknisins, því skil- yrði til fóstureyðingar af félagsleg- um ástæðum væru ekki fyrir hendi. Konan leitaði til læknis á Akra- nesi, sem var kunnugt um synjun nefndarinnar, en samþykkti fóstur- eyðinguna og vom þá Uðnar rúmar 14 vikur af meðgöngu. Læknirinn hélt því fram, að ekki hefði verið ástæða til að leita heim- ildar fyrir fóstureyðingunni hjá úr- skurðamefnd, þar sem lög kveða aðeins á um skyldu til þess ef kom- ið er fram yfir 16. viku meðgöngu. Óþ'ós ákvæði Hæstiréttur sagði að ákvæði laga um sérstaka úrskurðamefnd væru óljós að því er varðaði réttar- áhrif ákvarðana hennar inn fóstur- eyðingar milli loka 12. og 16. viku meðgöngu. Yrði því ekki lögð refsi- ábyrgð á lækninn á gmndvelli ákvæðanna. Þá væra ekki efiii til að hnekkja mati læknisins á fóstur- eyðingarumsókninni, sem hafi stuðst við álit félagsráðgjafa með mikla reynslu á þessu sviði. Nýr meirihluti tekinn við í ísafjarðarbæ Skipta með sér starfi bæjarstjóra ísaHrði. Morgunblaðið. NYR meirihluti tók við völdum bæjarstjóm ísafjarðarbæjar í gær Búist hafði verið við að meirihlut inn, sem skipaður er tveimur sjálf stæðismönnum, fulltrúa Fram sóknarflokksins, fulltrúa Alþýðu flokksins og tveimur fulltrúum F lista óháðra, myndi tilkynna ráðn ingu nýs bæjarstjóra, en svo fór þ< ekki. Kristinn Jón Jónsson, Fram sóknarflokki, var lqörinn nýr for seti bæjarstjómar og Jónas Ólafs- son, Sjálfstæðisflokki, var kjörinn formaður bæjarráðs. Samþykkt var tillaga um að Kristinn og Jónas myndu sinna starfi bæjarstjóra í sameiningu, þar til gengið verður frá ráðningu í starfið. A bæjarstjómarfundinum í gær var Smári Haraldsson, F-lista, kjörinn formaður fræðslunefndar, en nefndin á fyrir höndum vanda- samt verkefni þar sem húsnæðis- mál Grannskóla Isafjarðar er. Morgunblaðið/Halldór KRISTINN Jón Jónsson, nýr forseti bæjarstjórnar í ísafjarðarbæ, og Kristján Þór Júlíusson, fráfarandi bæjarstjcSri. Nýtt bæjarráð er, auk formanns- ins, skipað Sigurði R. Ólafssyni, Al- þýðuflokki, Guðrúnu Á. Stefáns- dóttur, F-lista, Þorsteini Jóhann- essyni, Sjálfstæðisflokki, og Kristni Hermannssyni, Fönklista. Kristjáni Þór Júlíussyni, bæjar- stjóra, var veitt lausn frá störfum, samkvæmt ósk hans, og vora hon- um þökkuð góð störf í þágu sveit- arfélagsins. Meirihluti bæjar- stjórnar harmaði uppsagnir Þór- unnar Gestsdóttur, aðstoðarmanns bæjarstjóra, og Rúnars Vífilsson- ar, skóla- og menningarfulltrúa, og samþykkti tillögu um að við þau yrði rætt um uppsagnimar á fundi á mánudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.