Morgunblaðið - 05.12.1997, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 05.12.1997, Blaðsíða 62
62 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÁSTA JÚLÍA BJÖRNSSON + Ásta Júlía Björnsson fæddist í Reykjavík 28. október 1914. Hún lést á Landa- kotsspítala að kvöldi 27. nóvem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Kristr- ún Benediktsson, píanókennari, f. 7. júní 1878, d. 18. september 1959, og ' Árni Benediktsson, stórkaupmaður í Reykjavík, f. 3. des- ember 1887, d. 10. apríl 1964. Þeirra leiðir skildu og fluttist hann til Ameríku árið 1922. Ásta átti fjögur alsystkini: Unn- ur, f. 12. nóvember 1912, d. 5. nóvember 1986, Benedikt, f. 10. nóvember 1913, d. 2. ágúst 1984, Ragnar Tómas, f. 13. mars 1917, d. 3. mars 1984, og Katrín, f. 31. mars 1919. Tvö hálfsystkini samfeðra átti hún: Kurt, f. 7. júní 1919, d. í maí 1992, og Elínu, f. 3. febrúar 1921. Móðurafi Ástu var Tómas Hallgrímsson, læknir og lækna- skólakennari, f. 25. desember 1842, d. 24. desember 1893. Kona hans var Ásta Júlía Thor- grímsen kaupmanns á Eyrar- bakka, f. 7. júlí 1857, d. 29. mars 1942. Föðurafi Ástu var Benedikt Kristjánsson, bóndi og hreppstjóri í Selárdal, f. 21. ágúst 1861, d. 4. mars 1936. Kona hans var Ragnhildur Þórðar- dóttir frá Kirkjubóli í Arnarflrði, f. 27 júlí 1860, d. 19. des- ember 1936. Árið 1934 giftist Ásta Bjarna Odds- syni, lækni, f. 19. júní 1907, d. 6. sept- ember 1953. Börn þeirra eru Oddur Jón, læknir, f. 10. apríl 1935, Órn Helgi, skrifstofu- maður, f. 13. nóvem- ber 1937, Halldór Ami, framkvæmdastjóri, f. 15. nóvember 1940, og Gunnar, jarðfræðingur, f. 13. desember 1951. Asta náði að eignast 17 barnaböm og 12 barnabarna- böm. Faðir Bjama var Oddur Jón Bjamason, skósmiður í Reykjavik, f. 28. júlí 1883, d. 3. janúar 1955. Kona hans var Andrea Guðiaug Kristjándóttir, f. 11. september 1882, d. 8. nóv- ember 1960. Árið 1955 giftist Ásta Jóhannesi Bjömssyni, lækni, f. 7. júlí 1907, d. 7. sept- ember 1966. Þau eignuðust eng- in böra saman en Jóhannes átti þijú böm af fyrra hjónabandi: Valdimar, framkvæmdastjóri, f. 28. júlí 1941, Björa, arkitekt, f. 18. september 1942, og Hildur, kennari, f. 17. desember 1946. Utför Ástu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Segja má að Ásta Júlía hafi lifað all fjölskrúðugu lífi og verður hér aðeins stiklað á stóru. Hún sest í Landakotsskóla 7 ára gömul. Til Ameríku flyst hún 9 ára ásamt móður sinni og tveimur yngri systk- inum, þeim Ragnari Tómasi og Katrínu. Eftir stutta dvöl í New York þar sem þau voru fyrst sett á innflytjendaeyjuna Ellis Island í nokkrar vikur fóru þau til Grand Forks í North Dakota. Kristrún dvaldi vestra einungis í eitt ár, _en þá þurfti hún að snúa heim til íslands aftur að sinna börn- um sínum, sem þar höfðu orðið eft- ir. Son sinn Ragnar Tómas hafði hún með sér. Ásta fór til fósturforeldra í Grand Forks, læknishjónanna Esterar og dr. Gíslason, en þau voru af íslensk- um ættum. Ester var dóttir ömmu- bróður Ástu, en hann var prestur í North Dakota og kallaði hún hann ævinlega „onkel“ Hans. Katrín fór hins vegar til Sigríðar Galbraith og hennar manns, dr. Galbraith, en þau bjuggu í Cavalier í North Dakota, um 100 km fyrir norðan Grand Forks. Þar sem fjarlægðin var ekki meiri en þetta gátu systurnar hist af og til. Katrín kom aldrei heim til íslands aftur nema í stuttar heim- sóknir og býr nú í Berkeley í Kalifor- níu. Ásta hlaut sína grunnmenntun í Grand Forks og lauk hún prófi í high school 16 ára gömul, en það samsvarar gagnfræðaprófi. Árið 1930 fór dr. Gíslason með hana heim til íslands, vildi leyfa henni að vera á Alþingishátíðinni á Þingvöllum. Að hátíðinni lokinni bar hann það undir hana hvort hún kysi að koma aftur með sér vestur um haf eða verða um kyrrt á ís- landi. Ásta hafði hins vegar endur- fundið sína ástvini og átthaga og ákvað því að dvelja hér. Eftir heimkomuna fer Ásta m.a. að vinna á röntgendeild Landspítal- ans, en einnig sem túlkur og leið- sögumaður erlendra ferðamanna. . Eftir að Bjami og Ásta giftu sig árið 1934 flytja þau til Kaupmanna- hafnar, en þangað fór Bjami í fram- haldsnám. Árið 1938 em þau í Heid- elberg í Þýskalandi, en þegar of- sóknir gegn gyðingum hófust fyrir alvöm ákváðu þau að hverfa aftur til Danmerkur. Árið 1940 búa þau í Friðrikshöfn. Síðan flytja þau aftur til Kaupmannahafnar, en þar vann Bjarni á Ríkisspítölunum, meðal annars undir handaijaðri hins þekkta skurðlæknis dr. Busch. Hann lauk sérfræðinámi í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp og einnig heila- skurðlækningum í Danmörku. Þar dvelja þau þangað til seinni heims- styrjöldinni lauk. Árin ytra vom góð og starfssöm, þó að skortur ríkti á ýmsum nauð- synjavömm í Danmörku á þessum áram, eins og raunar annars staðar í Evrópu. Stundum átti Bjarni ekki nema eitt par af skóm og hann varð því að liggja uppi á dívan á meðan Ásta tölti út til skósmiðsins að láta sóla skóna. í nóvember 1945 komu þau heim með Lagarfossi ásamt þremur drengjum sínum, sem vom fæddir í Danmörku. Þau setjast að í Reykja- vík og eignuðust þau heimili fyrst í Sörlaskjóli en síðan á Miklubraut- inni. Þá taka einnig við góð ár bæði í leik og starfi. Bjami fær strax nóg að gera í sínu fagi. Fljótlega eignast þau hesta og það vom ekki svo fá stjömubjörtu vetrarkvöldin eða mildu vordagamir sem þau lögðu á klárana sína og riðu ýmist út að Gróttu eða upp að Geithálsi í góðra vina hópi, en hest- ana höfðu þau á húsi vestur í Skjól- um. Bjami eignaðist m.a. bleikan hest ágætan og svo brúnan klár frá Hindisvík, viljugan gamm. Ásta eignaðist brúnan hest, klárhest með tölti, ágætlega viljugan. Hann hét Mökkur. Það var mjög traustur klár og geðgóður. Hann reyndist ekki síst vel í þeim hestaferðum, sem þau fóm í á sumrin m.a. upp í Borgar- fjörð. Þá var fyrst riðið á Þingvöll og gist í Valhöll. Næsta dag var farið Uxahryggi og að Oddsstöðum í Lundarreykjadal. Það var völlur á mannskapnum í þá daga og Mökkur dansaði í hveiju spori sveittur í sól- skininu og Hindisvíkingurinn bmddi mélin af óstýrilátum vilja. Þau fóra Tröllháls og svo komu mjúkar götur hjá Biskupsbrekku og hestamir fan- greistir. Það vora kannski 10 manns ríðandi og reksturinn bylgjaðist áfram og hestarnir vom fijálsir í faxi. Á Oddsstöðum var slegið upp tjöldum og sungið fram á rauða nótt. Þangað kom Guðmundur Bjamason bóndi á Hæli í Flókadal ríðandi Lundarsneiðina á Kjóa sín- um, gráum hesti. Hann var föður- bróðir Bjama og hann lagði til sína þíðu bassarödd í kórinn á flötinni fyrir framan tjöldin. Ef gamanið varð einum of grátt hvein í tálknun- um á Vigdísi, konu Sigurðar bónda á Oddsstöðum. Þá var tímabært að skríða inn í tjöldin og fara að sofa. Sem ungur vinnumaður á Odds- stöðum hafði Bjarna einu sinni orð- ið það á að standa uppi í hárinu á Vigdísi. „Þetta máttu aldrei gera aftur, Bjarni minn,“ hafði Sigurður þá sagt og hann gerði það aldrei aftur. Næsta morgun rökuðu karlarnir sig upp úr bæjarlæknum og svo vom hestarnir reknir í aðhald og hugað að járningu, en síðan var lagt á. Riðið var Bugana niður með Grímsá, en næsti áfangastaður var Fornihvammur í Norðurárdal og þau nutu fylgdar Páls veitinga- manns þar og hestamanns. Hjá Götuási setti Páll uppáhaldshestinn sinn undir Ástu, öskuviljugan og þróttmikinn klár, en taumléttan. Það vildi nú ekki betur til en svo að þegar þau vora að fara yfír Hvftárbrú kom mótorhjól á móti þeim og stansaði við brúarsporðinn að norðanverðu. Mótorhjólakapp- inn gaf duglega inn í kyrrstöðu og við það fældist hesturinn sem Ásta sat. Hann pijónaði á miðri brúnni og beljandi, mórauð áin beggja vegna. Ekki var það nú gott og þegar hún var komin yfír brúna vildi hún gjarnan fá sinn gamla Mökk. Áfram var haldið og riðið með slætti upp f Fomahvamm, en þar beið dýrindis máltíð, sem kona Páls hafði reitt fram. Borðin svign- uðu undan krásunum og húsið fyllt- ist af þess háttar skvaldri, sem fylgir hestafólki á langferð, svo tært á svipinn eftir erfiði dagsins og hestarnir komnir í haga og farn- ir að taka niður í grængresinu. Svona lifði þetta fólk og á hveiju sumri fór það í tvær vikur í laxveiði upp í Þverá, aðra vikuna á svæðið hjá Norðtungu og hina vikuna fram að Víghól við Kjarrá. Þar vom hest- arnir líka hafðir með, enda nauðsyn- legir, því löng leið var upp í efstu hylji Kjarrár og fram í Starir. Á þessum ámm var tiltölulega ódýrt að renna fyrir lax. Fólk gekk því ekki fram af ofurkappi við veiði- skapinn og gaf sér góðan tíma til að velja réttu fluguna og einnig gafst tóm til að setjast á árbakkann og hlusta á nið árinnar og horfa á laxinn stökkva. Þá var sinnið ungt og sporðaköstin náðu að kæta lund- ina. En svo þurfti Bjarni kannski að fara til Reykjavíkur að skera upp fólk. Honum var ekið niður á Kroppsmela. Þangað kom lítil flug- vél að sækja hann. Það var líka vandasamt að framkvæma heilaað- gerð alveg eins og að velja réttu fluguna og hnýta góðan hnút og Ásta studdi hann til allra góðra verka. Með hverri þraut sem lífið lagði þeim á herðar uxu þau. En hestamennsku eins og öðm í lífinu fylgir áhætta og sumarið 1951 fóru þau eitt sinn sem oftar upp að Víghól. Ásta sat Mökk og þau vora stödd rétt hjá Ömólfsdal. Allt í einu hnaut hesturinn og hún flaug fram af honum og kútveltist í grýttri götunni. Hún gekk þá með yngsta soninn, Gunnar. Minnstu munaði að hún missti fóstrið og lengi neyddist hún til að halda kyrm fyrir til að fyrirbyggja það. Þrátt fyrir þessa uppákomu reyndist strákurinn 18 merkur. Á Miklubraut búa þau þangað til Bjarni deyr í bflslysi árið 1953. Árið 1954 eignast Ásta litla íbúð í fyölbýlíshúsi vestur á Hringbraut. Þá fer hún um tíma að vinna hjá Líkn, sem var til húsa í Kirkju- stræti við hliðina á Alþingishúsinu. Árið 1955 giftist Ásta Jóhannesi Björnssyni lækni, æskuvini Bjama og heimilisvini til margra ára. Hann var þá fráskilinn og hún ekkja. Frá fyrstu tíð hafði Jóhannes verið pínulítið skotinn í Ástu þó að hann sem heimilisvinur færi leynt með það. Löngum var rifjuð upp sagan af þeim félögum og skóla- bræðmm í læknisfræði, sem unnu sumarlangt við Shellveginn í Skeija- fírði, sennilega árið 1930 eða 1931. Asta bjó þá í Skeijafirðinum hjá móður sinni og ömmu. Einn góðviðr- isdag var hún á gangi þar suður frá. Þeir félagarnir koma fjórir sam- an á reiðhjólum á leið í vinnuna. ípð sjálft lá að þeir snera sig úr hálsliðnum að horfa á Ástu og ekki vildi betur til en svo að þeir hjóluðu saman í eina kös. En þetta var ekki bara svona, Ásta var ekki einungis æskuástin hans. Jóhannes var drengskapar- maður og hann vildi gera það fyrir sinn gamla vin að styðja við bakið á drengjunum hans. Þremur þeirra kom hann { gegnum stúdentspróf, en sá Qórði var ekki nema 14 ára þegar Jóhannes lést. Stundum þurfti hann að taka í eyran á þeim. Alla jafna beitti hann þó mildum aga og aldrei ríkti neitt í þeirra garð, sem kenna mætti við ofríki skapsmun- anna. Þegar Jóhannes og Ásta giftu sig gekk hún tveimur sonum hans { móðurstað. í hjarta hennar var líka pláss fyrir þá, enda hafði hún þekkt þá frá því þeir vom litlir strákar. Aldrei gerði hún upp á milli drengj- anna sinna og ekki bar hún slúður á milli. Enn þann dag í dag heldur hver um sig, að hann hljóti að hafa verið í mestu uppáhaldi hjá henni. Það er líka alveg rétt, vegna þess að hún mat hvem og einn út frá hans eigin forsendum. Þetta á jafnt við um syni sem stjúpsyni. Jóhannes var menntaður maður í besta skilningi þess orðs, ekki að- eins í sínu fagi heldur langt út fyr- ir það, sérstaklega í bókmenntum, enda kominn af gamalgróinni menn- ingarfjölskyldu norðan frá Laufási í Eyjafirði, en þar hafði faðir hans verið prestur. Móðir hans, Ingibjörg, var systir Jóns Magnússonar ráð- herra. Kær var Jóhannesi þessi hending úr ljóðinu „Til höfundar Hungurvöku" eftir Jón Helgason: „Nú gátan er leyst sem ég gat það best, gamli maður í jörðu.“ Á heimilinu á Hraunteig ríkti glaðværð og minnisstæð era laug- ardagskvöldin þegar strákamir vora að tygja sig. Þá þurftu margir að komast að speglinum samtímis og nam öxl við öxl og stundum ýtt duglega við þeim sem fyrir var, allt samt í góðu, aðeins tápmiklir strák- ar á leið út í lífíð. Þama var aldrei lognmolla og í raun forréttindi að fá að alast þar upp. Munnarnir sem þurfti að brauð- fæða voru margir og á sunnudögum þurfti tvo lambshryggi handa liðinu. Þá vora sumir komnir með kjöt- skjálfta eftir að hafa borðað fisk alla vikuna. Þegar búið var að borða aðalréttinn var komið að ávaxta- grautnum og það var slegist um sveskjurnar. Árið 1961 flytja Jóhannes og Ásta í Brekkugerði. Þar höfðu þau byggt snoturt hús. í Brekkugerði búa þau þangað til Jóhannes deyr árið 1966. Ásta er þá orðin ekkja í annað sinn. Árið 1967 eignast Ásta heimili í Álftamýri, en árið 1989 keypti hún litla þjónustuíbúð fyrir aldraða á Vesturgötu 7. Þar bjó hún til ársins 1992. Þá var heilsan farin að gefa sig og fer hún þá á öldmn- ardeild Landakotsspítala þar sem hún fékk frábæra umönnun til síð- asta dags. Segja má að þar hafi hringurinn lokast. Út um gluggann blasti við Landakotsskólinn þar sem hún hafði stautað sig fram úr lestrarkverinu lítil telpa og einmitt á þessu sjúkrahúsi hafði Bjarni hennar starfað. Á bak við þessi ártöl er djúp örlagasaga þar sem skiptast á skin og skúrir. Ævi hennar var þó eng- an veginn einhver harmleikur ein- faldlega vegna þess að hún leit ekki sjálf svo á. Henni fannst hún aldrei vera eitthvert fórnarlamb. Lífíð bara er svona, það var hennar viðhorf. Eitt var það í fari Ástu sem var öðm fremur áberandi, en það var frásagnargleðin sem fór saman við nær óbrigðult minni. Hún gat sagt frá máltíð sem hún hafði fengið t.d. á Alþingishátíðinni 1930, hversu kjötið hafði verið meyrt og sósan góð, en súpan kannski einum of sölt. Frásagnir Ástu vom græsku- lausar og hún var frábitin kjaftasög- um. Stundum veltust vinkonur hennar i saumaklúbb um að hlæja þegar hún fór að segja frá. Hún sagði þó aldrei beint skrítlur og aldr- ei stökk henni bros á vör. Hún hafði þessa sérstöku tegund af svip- brigðalausri kímnigáfu, sem læst ekki vita neitt. Segja má að Ásta hafí við fótskör móður sinnar og móðurömmu og seinna dr. Gíslason í Ameríku til- einkað sér þau manngildi sem vom { heiðri höfð á öldinni sem leið og em enn á mörgum heimilum. Lengi býr að fyrstu gerð eins og sagt er og stundum var stutt í bamið í henni, en þetta barn var bæði þolg- ott og traust. Hjá henni blundaði alla tíð einhvers konar bamatrú, en hún var aldrei með einhveijar há- stemmdar yfírlýsingar í þá átt. Af meðfæddri eðlisávísun vissi hún að lausnin var einfaldlega fólgin í því að halda áfram og svo bjargast þetta allt einhvern veginn, líkt og hjá Mutter Courage, persónu í leikriti Bertolts Brecht. Hún var baráttu- kona og aldrei leið hún fólki að tala niður til sín. Það reyndi enginn nema einu sinni. Hún einfaldlega skaut viðkomandi niður með augnaráðinu einu saman. Aldrei sagði hún hnjóðsyrði um eiginmenn sína né raunar nokkum annan. Það næsta sem hún komst því að gagnrýna þá var að eitt sinn undir það síðasta sagði hún og það án beiskju: „Þeir vom nú meiri karl- amir að skilja mig eina eftir með 6 stráka." Og hvem hug bám þessir 6 strákar svo til hennar? Því er kannski best lýst með brotum úr kváeðinu Monika eftir Oscar Levert- in í þýðingu Magnúsar Ásgeirsson- an Álút þú situr við aringlóð veika, ótt gengur skyttan með hárauðan þráð. Hárauðir glampar um hærumar leika, hvarfla um andlitið dulrúnum skráð. Meðan slær súgi á syfjaðan eld, syninum þínum þú veflir feld. Langt frá þeim augum, sem lokka og ginna langar mig slokknandi brá þína að sjá.. Enga hðnd vil ég heldur finna en höndina þína, þótt velkt sé og grá, þrái ekki framar neitt ljúfara lag leikið en veijar þíns ómlausa slag. Grannurinn dökki, það er min ævi, ívafið rauða er kærleikur þinn, mjúkt og rautt, sem sú móðurást, sem manni engum í nauðum brást. Eitt má að lokum minnast á og það er að Ásta hafði alla tið yndi af að lesa. Það vora ekki svo fáar ferðirnar í Álftamýri sem hún rölti út í bókabíl að fá lánaðar bækur. Lestur var henni mikil lífsfylling og naut hún I því efni þess að hafa á lífsins leið lært fjögur tungumál. Si'ðustu árin var sjónin hins vegar farin að daprast svo mjög, að hún gat ekki lesið. Það fannst henni ekki gott. En verra gat það verið. Sumir gátu ekki gengið en hún gat þó staulast um. Afram hélt Pollý- önnuleikurinn nánast til síðasta dags. Og heymin, ekki var hún góð, en heyrnartæki bættu úr þvi. Það gat svo sem verið verra. Sumir heyrðu alls ekki neitt. Þannig mann- eskja var Ásta. Ásta var gæfumanneskja og þeg- ar hún sat aldurbogin á rúmi sínu á Landakotsspítala þá gat hún sagt við sjálfa sig: „Ég hef lifað“. Blessuð sé minning hennar. Synir hennar sex. Elskuleg föðursystir okkar, Ásta Júlía, er látin. Þegar við minnumst hennar fyrst var hún þessi fallega frænka, heims- borgari, sem hafði dvalist erlendis í Qölda ára, fyrst sem bam og ungl- ingur í Bandaríkjunum og síðan í Danmörku öll stríðsárin. Þar fædd- ust þrír elstu drengjanna, Oddur, Orn og Halldór, en yngsti sonurinn, Gunnar, fæddist svo á íslandi. Við munum að föður okkar þótti vera- lega gaman að hitta eldri drengina, þegar hann var við nám í Danmörku í byijun seinni heimsstyijaldar. Þeir áttu alla tíð sterk ítök í honum enda fyrstu systkinabörnin. Það fór held- ur ekki fram hjá okkur hversu vænt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.