Morgunblaðið - 05.12.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.12.1997, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997 MORG UNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sjóvá-Almennar og VIS hefja átak gegn ölvunarakstri Um þriðjungur Islendinga hefur ekið undir áhrifum TRYGGINGAFÉLÖGIN Sjpvá-Almennar og Vá- tryggingafélag íslands (VÍS) greindu í gær frá því að í desember stæðu þau fyrir sérstakri her- ferð gegn ölvunarakstri. Á blaðamannafundi, sem haidinn var í bflskýli slökkviliðsstöðvarinnar í Reykjavík í gær, voru kynntar niðurstöður könnunar Gallup, þar sem kom fram að 32,2% aðspurðra höfðu einhvern tíma ekið undir áhrif- um áfengis og 34,6% höfðu verið farþegar í bíl þar sem ökumaður hafði neytt áfengis. Gísli Axelsson, forstjóri VÍS, sagði í gær, að afleiðingar ölvunaraksturs væru skelfilegar og snertu alla íslendinga vegna hættunnar, sem honum fylgdi í umferðinni. Engin slys jafn óþörf „Því þarf bæði samstöðu og samvinnu," sagði hann. „Nú hafa tvö stærstu tryggingafélög landsins ákveðið að sameinast í þessari baráttu þrátt fyrir að þau séu í samkeppni á trygginga- markaði." Ólafur B. Thors, framkvæmdastjóri Sjóvár- Almennra, sagði að flest slys væru óþörf, en engin slys væru jafn óþörf og þau, sem væru af völdum ölvunaraksturs. Hann sagði að hjá tryggingafélögunum sæjust oft afleiðingar þess að aka undir áhrifum. Þeir, sem yrðu valdir að slysum í því ástandi, yrðu oft og tíðum fyrir miklum áföllum. Lögum samkvæmt yrði að endurkrefja þá um bætur og oft leiddi það til þess að fjárhagur viðkomandi hryndi vegna augnabliks ógætni. Að komast heim í bílskýli siökkviliðsstöðvarinnar hafði verið komið fyrir leigubíl, sjúkrabfl og strætisvagni. Þetta var gert til að benda á að þegar menn hefðu bragðað áfengi væru um þijá ferðamáta að ræða. Menn gætu ferðast með almennings- vögnum, tekið leigubíl eða sest undir stýri og átt á hættu að ljúka ferðinni í sjúkrabíl. Var mælst til þess að menn skildu bílinn eftir heima vissu þeir að til stæði að hafa áfengi um hönd. Samkvæmt könnun Gallup hafa 45% karla á aldrinum 17 til 75 ára einhvem tíma ekið eftir að hafa neytt áfengis og 20,7% kvenna. 42,1% karla og 27,9% kvenna höfðu einhvern tíma verið farþegar í bíl, þar sem ökumaður hafði neytt áfengis. Könnunin var gerð á tímabilinu frá 25. til 3. desember. Einnig voru kynntar tölur úr könnun, sem Sjóvá-Almennar höfðu gert meðal 837 öku- manna á aldrinum 17 til 20 ára, sem sóttu nám- skeið félagsins á tímabilinu október 1995 til nóvember 1997. Rúmur helmingur þeirra eða 51,6%, kvaðst einhvern tíma hafa ekið undir áhrifum áfengis. Morgunblaðið/Kristinn ÓLAFUR B. Thors, framkvæmdastjóri Sjóvár-Almennra, og Axel Gíslason, forstjóri Vátryggingafélags Isiands, greina frá samstarfi tryggingafyrirtækjanna gegn ölvunarakstri. Hugi Ólafsson hefur krafið Geographical um leiðréttingu Óheiðarleg o g óboðleg vinnubrögð HUGI Ólafsson, deildarstjóri í umhverfisráðuneytinu, segir tíma- ritið Geographical, rit konunglega breska landfræðifélagsins, hafa rangt eftir sér í grein um náttúru- vernd á íslandi sem birt er í nóv- emberhefti tímaritsins. Hann gagnrýnir harðlega vinnubrögð blaðakonu Geographical og hefur krafist þess að blaðið leiðrétti rangfærslur. „I greininni er rangt með farið um stefnu íslenskra stjórnvalda í umhverfis- og náttúruverndarmál- um og rangt farið með tilvitnanir í mig,“ segir Hugi. Fjöldi af staðreyndavillum og missögnum „Ég hef skrifað bæði höfundi greinarinnar og ritstjóra tímaritsins og mótmælt vinnubrögðum greinar- höfundar og beðið um að fá að koma að athugasemd til að leiðrétta rangfærslur. Greinarhöfundur spurði mig um stefnu stjórnvalda í málefnum hálendisins, náttúru- vemdar og fleira en hafði greinilega ákveðnar skoðanir á málunum sjálf, var til dæmis alfarið á móti öllum virkjunum á hálendinu. Ég sagði henni frá stefnu íslenskra stjóm- valda, ólíkum sjónarmiðum og við- leitni okkar til að sætta þau, meðal annars með svæðisskipulagi miðhá- lendisins og nefnd til að móta stefnu um notkun innfluttra tegunda við landgræðslu. Hún hrærir saman lýsingu á stefnu stjórnvalda og lýs- ingu á andstæðum sjónarmiðum, setur innan gæsalappa og hefur eftir mér sem talsmanni umhverfís- ráðuneytis. Hún kýs að sleppa því sem unnið er til úrbóta í náttúm- vemdarmálum og til að sætta verndunar- og nýtingarsjónarmið. Þá hunsar hún beiðni mína um að fá að lesa ummæli eftir mér höfð yfir, sem hún samþykkti. Þetta em óheiðarleg og óboðleg vinnubrögð og gjörsamlega óskiljanleg hjá tímariti sem gefið er út af virtum samtökum. I greininni er að finna fjölda af staðreyndavillum og missögnum. Rangt er farið með nöfn og meira að segja kyn eins viðmælanda. ís- lenskur lesandi er kannski fljótur að átta sig á hversu illa unnin þessi grein er en það er erfiðara fyrir erlenda lesendur sem ekki þekkja til hér. Þess vegna finnst mér nauð- synlegt að fá inni með athugasemd eða bréf í tímaritinu. Við getum ekki borið ábyrgð á skoðunum greinarhöfundar eða vinnubrögðum en við getum gert kröfu um að tíma- rit sem væntanlega telur sig vera vandað leiðrétti rangfærslur," segir Hugi. Óþarflega sterk viðbrögð Stefán Benediktsson, þjóðgarðs- vörður í Skaftafelli, telur viðbrögð manna við greininni í Geographical óþarflega sterk og neikvæð. Hann segist hafa fengið þær upplýsingar að blaðakonan sem ritaði greinina sé virtur blaðamaður á þessu sviði. „Bretar hafa mjög langa reynslu af náttúruvemd, þó kannski í öðrum mæli sé en Islendingar. Ég held að reynsla hennar af sjálfboðaliðastörf- um og öðru slíku geri henni kleift að meta þær hættur sem íslenskrar náttúra bíða og íslensk náttúra stendur frammi fyrir í dag. Það dregur enginn í efa þá miklu jarð- vegseyðingu sem orðið hefur á ís- landi og ég held að menn verði að skilja það að menn líta svona hluti öðrum augum þegar þeir koma frá öðrum heimshomum en við kannski lítum á þá sjálfir," segir Stefán. í endursögn Morgunblaðsins á greininni í Geographical í gær var ranglega sagt að hópur íslenskra sjálfboðaliða starfi í þjóðgarðinum í Skaftafelli í tvær vikur ár hvert en hið rétta er að þeir koma þar annað hvert ár að jafnaði og eru vikutíma í senn. Af þessu tilefni vill Stefán taka fram að með um- mælum sínum í tímaritsgreininni um að aðstoðin sé fyrst og fremst táknræn, hafi hann ekki verið að tala um störf bresku sjálfboðalið- anna sem koma í Skaftafell á hveiju sumri til landverndarstarfa. Leggur ekki dóm á notkun lúpínu utan þjóðgarðsins Stefán segir einnig að í endur- sögn Morgunblaðsins hafi gætt ónákvæmni varðandi ummæli sem eftir honum eru höfð í tímaritinu um að umdeilanlegt sé hvort yfir- leitt hafi verið rétt að sá lúpínu. Stefán segir að þar hafi hann átt við sáningu lúpínunnar innan þjóð- garðssvæðisins í Skaftafelli en ekki á landinu öllu. „Ég legg ekki nokk- urn dóm á hvort notkun lúpínu sé rétt eða röng nema aðeins hvað þjóðgarðinn í Skaftafelli varðar," segir hann. Stefán segir það heldur ekki rétt sem fram kom í máli Jóns Loftsson- ar skógræktarstjóra í blaðinu í gær, að þjóðgarðurinn í Skaftafelli sé ranglega sagður fyrsti þjóðgarð- ur landsins í greininni í Geographic- al. „Skaftafell er fyrsti þjóðgarður landsins sem er stofnaður sam- kvæmt lögum um náttúruvernd. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum gegnir fyrst og fremst sögulegu og menn- ingarlegu hlutverki en er ekki fyrsti þjóðgarðurinn samkvæmt lögum um náttúruvernd,“ segir Stefán. Réttað í fjórða máli vegna um- gengnis- réttar RÉTTARHÖLD hófust yfir Hal- im A1 í sakadómi í Istanbúl í gærmorgun. Þar var tekið til meðferðar í fjórða sinn fjórða málið sem höfðað hefur verið á hendur honum vegna brota á umgengnisrétti Sophiu Hansen við dætur þeirra. í fréttatilkynningu frá sam- tökunum Börnin heim segir að fyrir réttinum hafi legið bréf frá lögmanni Halims Al, þar sem þess var krafist að öll umgengn- isréttarmálin gegn honum yrðu sameinuð í eitt. Því neitaði sakadómari alfarið og sagði að hvert umgengnisréttarbrot væri stakur glæpur og því kæmi ekki til greina að sameina þau. Málið var þessu næst tekið til dóms og verður dómur kveðinn upp 19. desember nk. Þá segir í fréttatilkynning- unni að réttarhöld í hinu nýja forræðismáli sem lögmaður Sophiu hefur höfðað á hendur Halim Al, þar sem þess er kraf- ist að hann verði sviptur for- ræði yfir dætrunum, fari fram 22. janúar nk. Eldur í sjónvarpi ELDUR kviknaði í sjónvarpi í íbúð á sjöttu hæð við Snorra- braut í Reykjavík og varð tals- vert tjón í einu herbergi íbúð- arinnar. Vel gekk að slökkva eldinn og engin slys urðu. Slökkviliðinu í Reykjavík var tilkynnt um eldinn kl. 11.07 en þá hafði öryggisfyrirtæki fengið boð frá íbúðinni. íbúar urðu hins vegar ekki varir við eldinn fyrr en hringt var frá öryggis- fyrirtækinu. Að sögn varðstjóra slökkviliðs brugðust íbúar hár- rétt við, lokuðu herberginu og forðuðu sér út. Eldurinn náði ekki að breiðast til annarra hluta íbúðarinnar en talsvert tjón varð af reyk og herbergið er mikið brunnið og sviðið. Bílvelta í Þrengslum BÍLL fór út af veginum í Þrengslum og valt á tíunda tím- anum í gærmorgun. Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, var að sögn lögreglu á Selfossi ekki talinn mikið meiddur. Bíllinn skemmdist hinsvegar mikið og var dreginn af vettvangi. Hálka var talsverð þegar óhappið átti sér stað, að sögn lögreglu. Arekstur á Hörgárbrú TVEIR bílar rákust saman á brúnni yfir Hörgá við Arnarnes- hrepp í gærmorgun. Fernt var flutt á slysadeild eftir árekstur- inn, en svo virðist sem hann megi rekja til gáleysis, að sögn lögreglu á Akureyri. Ekið á hest HESTUR stökk i veg fyrir bíl á Eyjaijarðarbraut eystri við Hjarðarhaga á áttunda tíman- um í gærmorgun. Hesturinn slasaðist það mikið að hann varð að aflífa, bíllinn skemmdist mikið en ökumaður- inn slapp ómeiddur, að sögn lögreglu á Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.