Morgunblaðið - 05.12.1997, Blaðsíða 58
58 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Hverjir eru bestir?
matarlyftuna og því engin furða
þótt rafmagnið segði til sín. „Mat-
arskammtamir" voru í þyngra lagi
í þetta skiptið.
★
Knattspyrnumenn í IBV fóru
nokkrar ferðir til Austur-Evrópu,
áður en járntjaldið féll, vegna þátt-
töku í Evrópukeppnum.
Árið 1982 var farið til Póllands
og leikið við Lech Poznan. Að leik
loknum söfnuðust leikmenn IBV
saman á einu hótelherberginu til að
sletta úr klaufunum. Ekki voru ís-
skápar í vistarverunum og var því
ákveðið að panta klaka upp á her-
bergi. Sigurlás Þorleifsson, kunnur
markahrókur og síðar knattspymu-
þjálfari, tók það að sér enda þóttist
hann kunna eitthvað í þýsku, því
tungumáli sem helst var hægt að
gera sig skiljanlegan á þar í landi
kynnu menn ekki pólsku. Eitthvað
hefur tungumálakunnátta Sigurlás-
ar þó verið málum blandin, því
skömmu eftir að hann hafði beðið
herbergisþjónustuna um klakana,
renndu tólf leigubílar upp að hótel-
inu; leigubflar sem gestimir frá Is-
landi höfðu pantað. Ekkert bólaði
hins vegar á heitustu ósk IBV-
manna ... klökunum.
★
Jón Óðinn, Ódi, júdóþjálfari á
Akureyri, hefur orðið:
Þegar ég var nýbyrjaður að æfa
MÞ júdó kom hópur reykvískra júdó-
manna í heimsókn til Akureyrar. A
íyrstu æfingunni stilltu þeir sér upp
íyrir framan okkur og máttum við
velja hvem við glímdum við. Mér
leist nú ekkert á þetta lið, flestir
heljarmenni að sjá, utan einn. Hann
var lítill og greinilega elstur. Mér til
mikillar gleði valdi enginn þann litla,
enda taldi ég félaga mína svo sem
vera meiri hetjur en svo að þeir
færa að níðast á gamalmennum þeg-
ar í boði væra yngri kappar. Eg vatt
31 mér að stubbnum og spurði brattur
hvort hann þyrði í mig. Hann tók því
vel og við glímdum, eða öllu heldur
hann glímdi og ég reyndi að halda
lífi og fór nú að skilja hvers vegna
þessi hafði orðið út undan í valinu.
Þetta reyndist vera Halldór Guð-
bjömsson, einhver allra mesti nagli
sem í júdógalla hefur komið. Eg hef
aldrei glímt við hann aftur.
HEMMI Gunn. að störfum.
★
Bogdan Kowalczyk þjálfaði
handboltalið Víkings á áranum
1978-1983. Hann var stundvís
mjög og krafðist þess sama af leik-
mönnum sínum. Þó kom það einu
sinni fyrir að Bogdan var of seinn á
æfingu. Bensíngjöfin á gamla,
græna, litla og forljóta Fíatbflnum
var því stigin í botn og hvers kyns
umferðarmerki virt að vettugi. A
gatnamótum Höfðabakka og Vest-
urlandsvegar ætlaði Bogdan að
lauma sér yfir á rauðu ljósi. Það
tekst þó ekki betur en svo að stór
trukkur með tengivagn aftan í ekur
í bókstaflegri merkingu yfir Fíat-
inn. Ökumanni trakksins var að
sjálfsögðu bragðið og taldi að þarna
hefði orðið banaslys. Greip hann
strax talstöðina og hugðist kalla á
sjúkrabfl, en einmitt í þeim svifum
skríður Bogdan út úr flakinu, geng-
ur hratt að trukknum og segir á
hálfgerðu símskeytamáli:
„Má ekki vera að þessu. Kallaðu
á lögguna. Segðu að Víkingur eigi
bflinn."
Og þar með var Bogdan rokinn.
★
Guðjón Guðmundsson, Gaupi,
var liðsstjóri hjá Bogdan þegar sá
síðarnefndi þjálfaði landsliðið. Seg-
ir Gaupi nú frá:
Bogdan reiddist einhverju sinni
við mig á landsliðsæfingu í Hafnar-
firði. Var karlinn ekkert að tvínóna
við hlutina frekar en fyrri daginn,
heldur gekk hreint til verks og rak
mig. Ég tók þetta alvarlega, fór
heim og taldi að þar með væri af-
skiptum mínum af landsliðinu lokið.
Daginn eftir hringir Bogdan í
mig og spyr hvort ég ætli ekki að
mæta á æfingu. Ég varð fremur
hissa sem vonlegt var og svaraði:
„Nú, var ég ekki rekinn í gær?“
Þá heyrðist í Bogdan:
„Jú, en það þýðir ekki að þú hafir
verið rekinn í dag.“
Því má svo bæta við að alls rak
Bogdan mig sautján sinnum.
★
Margar skemmtilegar sögur hafa
verið sagðar um hinn kunna mark-
vörð Skagaliðsins og landsliðsins
hér áður fyrr, Helga Daníelsson og
eru þær eflaust bæði sannar og
lognar. Hér kemur ein og mega
menn geta sér til um sannleiksgildi
hennar:
Það var eftir leik Skagamanna,
sem tapaðist, að ókunnur maður
vatt sér inn í búningsherbergi IA
og sagði við Helga Daníelsson:
„Ég hef áhuga á þér.“
Helgi spyr að bragði:
„Frá hvaða félagi ert þú?“
„Ég?“ stundi maðurinn. „Nei, þú
misskilur þetta. Ég er augnlæknir."
★
Og nú slær knattspyrnuþjálfar-
inn Logi Ólafsson botn í þetta:
Leikmenn IA dvöldu eitt sinn á
Hótel Örk fyrir Evrópuleik. Þar
nutu Skagamenn hinna mestu þæg-
inda og komust meðal annars í
greipar nuddkonu sem sá um að
mýkja vöðva þeirra íyrir komandi
átök.
Þegar Ólafur Þórðarson mætti í
nuddið var hann á stuttbuxum ein-
um fata. Nuddkonan biður hann að
fara úr þeim og leggjast síðan á
bekkinn. Óli verður í fyrstu klumsa
en segir svo:
„Ég er ekki í neinu innanundir,
ekki einu sinni sundskýlu.“
„Það er allt í lagi,“ svaraði konan,
„við nuddum bara hér.“
• Bókarheiti er Hverjir eru bestir.
Ritstjórar Guðjón Ingi Eiríksson og
Jón Hjaltason en útgefandi er Hól-
ar. Bókin er alls 187 bls.
BRIDS
llnisjón Arnúr G.
Ragnarsson
Bridsannáll fyrir árið 1996
kominn út
NYLEGA er kominn út bridsannáll
ársins 1996. Það er Guðmundur Sv.
Hermannsson blaðamaður á Morg-
unblaðinu sem tekið hefur saman
og skrifað ritið sem gefið er út af
Bridsblaðinu en fastir áskrifendur
þess fá ritið án endurgjalds.
Ekki er annað að sjá en vel hafi
til tekist og er blað sem þetta
ómissandi fyrir alla bridsspilara.
Efnið er bæði innlent og erlent,
prýtt myndum, en höfundur segir
m.a. í formála.: ,Árið 1996 var við-
burðaríkt hjá íslenskum bridsspil-
urum. Við eignuðumst heimsmeist-
ara í brids í fyrsta heimsmeistara-
mótinu í parasveitakeppni, íslenskt
landslið komst í íyrsta sinn í úrslit
á Ólympíumóti, og Island varð í 2.
sæti á Norðurlandamóti í sveita-
keppni..."
Þetta er annað árið í röð sem
Guðmundur Sveinn skrifar
bridsannálinn. Blaðið er 56 síður
prýtt fjölda mynda. Það fæst hjá
Bridssambandinu og kostar 1.200
krónur.
Bridsfélag
Akureyrar
Annan desember lauk þriggja
kvölda hraðsveitakeppni B.A. Sveit
Unu Sveindóttur náði forystu strax
fyrsta kvöldið, jók hana jafnt og
þétt og sigraði með talsverðum yf-
irburðum. Með Unu spiluðu Stefán
Ragnarsson, Grettir Frímannsson
og Pétur Guðjónsson. Keppni um
næstu sæti var mjög spennandi og
eftir bráðabirgðauppgjör vora
sveitir Frostrásarinnar og Gylfa
Pálssonar jafnar í 2.-3. sæti og
Sveinn Pálsson í 4. sæti var einu
stigi á eftir. Eftir endurútreikning
var Gylfi lækkaður um 1 stig og því
urðu hann og Sveinn jafnir í 3.-4.
sæti. Lokastaðan var sem hér seg-
ir:
Una Sveinsdóttir 856
Frostrásin 754
Gylfi Pálsson 753
Sveinn Pálsson 753
Veiðisport 738
Næstu tvö þriðjudagskvöld verð-
ur spilaður tvímenningur með
Mitchell fyrirkomulagi og verða
verðlaun í anda jóla frá Kjötiðnað-
arstöð KEA. Spilamennska hefst í
Hamri kl. 19.30 og geta menn skráð
sig hjá Antoni í síma 461 3497 eða á
staðnum til kl. 19.15.
Bridsdeild Barðstrendinga og
Bridsfélag kvenna
Þegar lokið er 2 kvöldum af 3 í
Monnrad-barometer tvímenningi
er staða efstu para eftirfarandi:
Stefán Garðarsson-Skafti Ottesen 1082
MaríaAsmundsd.-Stemdórlngimundars. 1067
Halldór Þorvaldsson-Baldur Bjartmarsson 1039
Kristjana Steingrímsd.-Hanna Friðriksd. 996
GeirlaugMagnúsd.-TorfiAxelsson 967
Meðalskor eftir tvö kvöld:
Besta skor 1. desember sl.:
Alfreð Kristjánsson-Þorsteinn Joensen 572
Stefán Garðarsson-Skafti Ottesen 544
MaríaAsmundsd.-Steindórlngimundars. 523
Guðlaugur Sveinsson-Júlíus Snorrason 513
Jóhannes Guðmannss.-Aðalbjöm Benediktss. 501
RYK- & VATNSSUGUR
IBESTAI
Urvalið er hjá okkur
Nýbýlavegur 18 • 200 Kópavogur
Sími: 510-0000 • Fax: 510-0001
Sölu- og tískusýning
á pelsum
í framhaldi af vel heppnaðri sölusýningu okkar í janúar sl. í samstarfi við A.C. Bang,
höfúm við ákveðið að halda sýningu á Grand Hótel Reykjavík dagana 5.-9. desember.
Salan byrjar í dag frá kl. 19-22 og heldur áfram sem hér segir:
Meðal margra frábœrra tilboða getum við nefrit:
7 stk. „demibufp-jakkar, 85 cm, kvenminkur, SAGA ROYAL Okkar Venjulegt verð heimsmarkaðsverð 299.000,- 550.000,-
3 stk. kápur, 120 cm, léttvigtar, „demibufF SAGA ROYAL kvenminkur 488.000,- 800.000,-
„Scanblack swinger" 100 x 200 cm, SAGA ROYAL kvenminkur 349.000,- 600.000,-
„Russian Dark“ kvenminkur, „swinger“, 100 x 200 cm 298.000,- 600.000,-
„Natural Canadian" bjór-jakki 149.000,- 280.000,-
„Mahogny ‘ kápa, SAGA ROYAL kvenminkur, hönnun Kafasi 649.000,- 1.100.000,-
Vendijakki, plokkaður kvenminkur „purple“ SAGA ROYAL 168.000,- 350.000.-
100% kasmír slagkápa, fóðruð m. plokkuðum mink 98.000,- 230.000.-
Virðingarfyllst
30-50% undir markaðsverði - Alltaf