Morgunblaðið - 05.12.1997, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997
AÐSEIMDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Gróðurhúsaáhrif og stóriðja
I MORGUNBLAÐ-
INU 12. ág. sl. gagn-
rýndum við ásamt
fleirum málflutning
núverandi og fyrrver-
andi orkumálastjóra,
Þorkels Helgasonar og
Jakobs Bjömssonar,
vegna skrifa þeirra um
losun koltvísýrings í
álvinnslu og ferðaþjón-
ustu (Mbl. 6. júlí).
Gagnrýni okkar beind-
ist aðallega að hversu
, málsmeðferð félag-
anna var einhliða og
byggð á óraunhæfum
forsendum og að um-
fjöllun þeirra hafi þar
Hilmar J.
Malmquist
Jóhann S.
Bogason
af leiðandi verið marklaus og vil-
landi. Enda þótt orkumálastjórarnir
hafí svarað gagnrýni okkar að nafn-
inu til (Mbl. 25. sept.), sem þeir
kalla: „... heidur stráksleg skrif...“,
drepa þeir málinu á dreif, viðhafa
fúkyrði um okkur og kvarta yfir
of lítilli ritstýringu bæði á Morgun-
blaðinu og almennt í landinu!
Full ástæða er að ítreka helstu
vankantana í máli orkumálastjór-
anna, ekki síst þar sem margt af
því sem þeir halda á lofti er jafn-
framt helsta veganesti ríkisstjórn-
arinnar á samningafundinn í Kyoto
nú í desember. Þar stefna nær 200
iðnríki að því að takmarka losun
sína á gróðurhúsalofttegundum
þannig að hún verði 5-20% minni
eftir 8-13 ár en hún var árið 1990.
Álvinnsla - Ferðaþjónusta
Með grein sinni „Um losun á
koltvísýringi í álvinnslu og ferða-
þjónustu“ vildu orkumálastjórarnir
einkum sýna fram á að ferðaþjón-
usta sé ekki valkostur fram yfir
stóriðju. í ljósi ummæla orkumála-
stjóranna að: „Alheimslausn vand-
ans kallar á það að ekkert sé undan-
skilið og að losunin sé minnkuð
með altækum aðgerðum." hljóta
eftirtaldar yfirsjónir þeirra að telj-
ast athyglisverðar:
1. Þeir takmarka samanburð
starfsgreinanna við koltvísýrings-
losun og undanskilja flúorkolefnin
CF4 og C2F6 sem eru mjög virkar
gróðurhúsalofttegundir í álvinnslu.
2. Þeir sleppa losun á koltvjsýr-
ingi vegna súrálsflutninga frá Ástr-
alíu til íslands og reikna aðeins
með losuninni við álflutninginn til
Evrópu (t.d. fá þeir 57 þús. tonn
af C02 í stað 177 þús. tonna fyrir
álverið í Straumsvík árið 1996).
3. Þeir nota tölu um losun koltví-
sýrings frá álverinu í Straumsvík
árið 1996 sem er um 21 þús. tonn-
um lægri en opinber gögn frá ÍSAL
hf. gefa upp (á að vera um 171
þús. tonn í stað 150 þús. tonn).
Þessar yfirsjónir hafa í för með
sér að vegna starfsemi álversins í
Straumsvík árið 1996 vantar nær
helminginn af raunverulegri losun
gróðurhúsalofttegunda í útreikn-
inga orkumálastjóranna. Losunin á
að vera um 400 þús. tonn í stað
200 þús. tonna, eða um helmingi
meiri en vegna ferðaþjónustunnar
skv. gögnum orkumálastjóranna.
Ályktun féiaganna um að losun
gróðurhúsalofttegunda hafi verið
„álíka“ í starfsgreinunum er því í
meira lagi vafasöm svo ekki sé
meira sagt. Á næsta ári er fyrirsjá-
anlegt að álvinnslan í Straumsvík
og á Grundartanga losi ca. 850
þús. tonn af gróðurhúsalofttegund-
um (750 þús. tonn C02 og 100
þús. tonn vegna flúorkolefna). Það
er nær 520 þús. tonnum meira en
gera má ráð fyrir í kjölfar ferða-
þjónustunnar í landinu eins og hún
leggur sig það ár.
Stóriðja - Gróðurhúsaáhrif
Annað markmið með grein orku-
málastjóranna var að sýna fram á
að íslendingar geti með engu öðru
móti lagt stærri skerf af mörkum
til að draga úr losun á koltvísýringi
í heiminum en með því að hýsa
orkufrek stóriðjuver í landinu. Þeir
nefna sem dæmi að væri öll ónýtt
vatnsorka og jarðhiti í landinu (ca.
40 TWst/ári) virkjuð fyrir álvinnslu,
dygði það til að framleiða 2,7 millj-
ónir tonna af áli, en við það drægi
úr árlegri koltvísýringslosun í heim-
inum um 13,5-35 milljón tonn mið-
að við álvinnslu sem knúin væri
raforku úr gasi eða kolum. Þetta
svarar í besta falii til 0,2%-0,5%
af heildarlosun koltvísýrings af
mannavöldum á heimsvísu í dag
(skv. gögnum frá IPCC).
Um þetta ýkta áldæmi segja
orkumálastjórarnir sjálfir að:
hér sé fremur um hugsað dæmi
að ræða en raunhæft markmið."
Engu að síður álykta þeir að það:
„...sýni samt ljóslega að með engu
öðru móti getum við lagt stærri
skerf af mörkum tii að draga úr
losun á koltvísýringi i heiminum en
með því að hýsa slíkan iðnað.“ Er
nema von að „strákslega" sé spurt
hvernig standi á svona málflutningi
þegar verið er að fjalla um viðamik-
ið efni sem, að sögn orkumálastjór-
anna: ...getur skipt sköpum um
framhald mannlífs á jörðinni:..."?
Aðalatriðið er að losun gróður-
húsalofttegunda mun aukast í
heiminum verði álverum fjölgað í
landinu nema að því tilskyldu að
íslendingar, í samvinnu við aðrar
þjóðir, leggi niður álver erlendis sem
knúin eru raforku úr gasi eða kolum
og framleiða sama álmagn og fyrir-
hugað er að gera hér. Ekki hafa
komið fram neinar raunhæfar til-
lögur um hvernig standa ætti að
slíkum alþjóðlegum tilfærslum á
álverum. Né heldur hvort hugur
Stóriðjustefna til
lausnar gróðurhúsa-
áhrifum er haldlítil,
segja Hilmar J.
Malmquist og Jóhann
S. Bogason, og kann
að reynast afkomendum
okkar og íslenskri
náttúru dýrkeypt.
álverseigenda standi til að uppfylla
slíka drauma.
Stóriðja - Óbyggð víðerni -
Sjávarlífríki
í fyrri grein okkar bentum við á
þann alvarlega meinbug í málfiutn-
ingi orkumálastjóranna að ein-
skorða samanburð starfsgreinanna
tveggja við koltvísýring, eða þá
gróðurhúsalofttegundir. Þótt hugs-
anleg gróðurhúsaáhrif séu vissu-
iega umfangsmikið alþjóðlegt
vandamál er mjög áríðandi að huga
einnig að öðrum umhverfisáhrifum.
Hér á landi þurfum við sérstaklega
að huga að umhverfisáhrifum sem
fylgja álvinnslu og stóriðju almennt
og varða hina einstöku náttúruger-
semi sem býr í lítt snortnu víðerni
miðhálendisins. Einnig er brýnt að
huga að áhrifum sem snerta sjávar-
lífríkið á strandgrunninu. í grein
orkumálastjóranna er ekki vikið
einu orði að þessum veigamiklum
þáttum. Samt er ljóst að minna
þarf til að raska þessum náttúrgæð-
um en stórfellda stóriðjuuppbygg-
ingu og virkjun á öllu „ónýttu“
vatns- og jarðvarmaafli landsins.
Það væri verðugt viðfangsefni
fyrir Orkustofnun og við fyllsta
hæfí, þar sem stofnunin fjallar orð-
ið svo almennt um umhverfísmál,
að gera þjóðinni skil á ýmsum hugs-
anlegum áhrifaþáttum sem lúta að
vistfræði til lands og sjávar vegna
virkjana og orkuflutnings. Hér má
nefna umhverfisþætti á borð við
vatns- og jarðvarmabúskap, líf-
fræðilega fjölbreytni, viðgang fisk-
stofna og strandrof. Vonandi verður
slík umfjöllun þó vandaðri en grein
orkumálastjóranna um koltvísýr-
inginn.
Það skiptir þó ekki máli hver fjail-
ar um kosti og galla starfsgreina
m.t.t. gróðurhúsaáhrifa. Mestu
skiptir að það sé gert á víðsýnan
hátt og að tillit sé tekið til annarra
veigamikilla umhverfísþátta. Slíkt
mat þyrfti einnig að taka til lang-
tímasjónarmiða í samféiags- og
efnahagsmálum. Gróðurhúsaáhrif
kunna að verða stærsta umhverfís-
vandamál mannkyns sem komandi
kynslóðir á næstu öld munu einkum
að glíma við. Brýnasta hagsmuna-
mál okkar sem nú erum á miðjum
aldri og eldri og höfum oftar en
ekki verið blinduð af sérhagsmunum
og skammtímalausnum er því að
flýta sér hægt og brenna ekki allar
brýr að baki afkomendum okkar
með stórfelldum virkjunum og
mengandi stóriðju.
Höfundar eru í stjórn
Náttúruvemdarsamtaka íslands.
Mj ólkurbændur
eiga Mjólkur-
samsöluna
Getulaus
gagnrýnandi
Á DAUÐA mínum
átti ég von, en ekki því
að ég teldi mig knúinn
að gera athugasemdir
við þann menningar-
skríbent Morgunblaðs-
ins sem einna síst hefur
haft burði til að halda
athygli lesenda hin síð-
ari misseri.
Og reyndar er það
svo, að ég hef fjarska
lítinn áhuga á að skatt-
yrðast við Þröst þann
Helgason, sem hér um
ræðir, heldur rennur
mér blóðið til skyldunn-
ar að skrafa við þær
tugþúsundir lesenda
Morgunblaðsins sem hnutu um fyr-
irsögn á „bókmenntagagnrýni"
hans um nýja skáldsögu ungs höf-
undar. Fyrirsögnin var fjórir stafir:
Hnoð.
Þar tekur Þröstur Helgason til
meintrar umræðu skáldsöguna Ertu
sem nýverið kom út hjá Forlaginu.
Langt mál mætti reyndar hafa um
þær tvímælalausu nýjungar í stíl
og orðfæri sem Þröstur ber á borð,
og vekja einungis spurningar um
hvort hann sé að gera grín að eigin
málkennd eða lesenda. Meiru varð-
ar þó að Þröstur (sem samkvæmt
myndum að dæma virðist fæddur
hérna megin við síðustu aldamót)
lætur ráða annarsvegar forpokuð
^ siðferðisleg viðhorf og hinsvegar
úrelt sjónarmið til þess
hvernig „eigi“ að
skrifa epíska skáld-
sögu.
Mér virðist að
Þröstur Helgason ætti
fremur að stunda
heimatrúböð en skrifa
bókmenntagagnrýni.
Þannig fer augljóslega
mjög fyrir brjóstið
(fyrirgefið orðalagið!)
á honum að nokkuð
sé um kynlífslýsingar
í bókinni. Þrösturinn
syngur: „Vegna sí-
felldra endurtekninga
á þessum lýsingum
(kynlífi/órum) fær les-
andinn það ósjálfrátt á tilfinninguna
að aðaltilgangurinn sé að erta sið-
ferðiskennd hans.“ Æ, æ. Þresti
Helgasyni hefur greinilega verið um
og ó. Án þess að það komi þessu
máli beinlínis við get ég upplýst
hann um að bandarískar kannanir
hafa leitt í ljós að heilbrigðum karl-
mönnum dettur kynlíf í hug á um
það bil sjö sekúndna fresti. Og
reikniði nú.
Ég veit ekki hvort í Þresti Helga-
syni blundar lítið skáld sem þráir
að bijótast út. En enginn gagnrýn-
andi með vott af sjálfsvirðingu end-
ar dóm um metnaðarfulla skáldsögu
á orðunum: „Bókin er fyrst og
fremst sundurlaust hnoð.“
Nema viðkomandi líði illa. Dygg-
Hrafn Jökulsson
ir lesendur Morgunblaðsins (og ég
hef verið í þeirra hópi síðan ég iék
mér ungur við fótskör móður
minnar í Aðalstræti 6) vilja, hvað
sem öðru líður, veg þessa bíaðs sem
mestan. Morgunblaðið verðskuldar
annað og betra en gagnrýnendur
sem ausa úr andlegum sálarkirnum
sínum í fimmtíu þúsund eintökum
yfír landsmenn - og lítilsvirða um
leið eitthvert okkar efnilegasta
skáld.
Að lokum þetta: Skáldsaga Diddu
er einhver djarfasta tilraun í ís-
lenskum bókmenntum sem lengi
hefur séð dagsins ljós. Hún fjallar
um veruleika sem ýmsum er efalít-
ið framandi: en að sama skapi ætti
unnendum skáldskapar að vera Ijóst
að hér er brotist úr viðjum hinnar
Mér virðist að Þröstur
Helgason, segir Hrafn
Jökulsson, ætti fremur
að stunda heimatrúboð
en skrifa bókmennta-
gagnrýni.
svokölluðu hefðbundnu skáldsögu,
bæði í formi og stíl. Ég ætla ekki
að óska Diddu til hamingju (þess
gerist engin þörf) - ég óska lesend-
um íslensks skáldskapar hinsvegar
innilega til hamingju með höfund
sem veigrar sér ekki við að brjóta
ný lönd.
Þröstur Helgason ætti hinsvegar
að finna sér annan vettvang fyrir
vanmáttarkennd sína.
Höfundur er blaðamaður
ÞAÐ GERIST því
miður stundum í fjöl-
miðlum að hver hefur
eftir öðrum rangar
fullyrðingar þannig að
fólk tekur þær að end-
ingu sem staðreyndir
vegna þess máttar
sem býr í endurtekn-
ingunni. Fullyrðing-
arnar halda þó áfram
að vera rangar. Ein
þessara fullyrðinga er
sú staðhæfing sem
fram hefur verið sett
í fleiri en einum fjölm-
iðli að óvissa ríki um
eignarhald á Mjólk-
ursamsölunni.
Síðast hélt Jóhannes Jónsson í
Bónus því til að mynda ranglega
fram í sjónvarpsþættinum Á elleftu
stundu, þriðjudaginn 25. þessa
mánaðar, að enginn ætti Mjólkur-
samsöluna. Sannleikurinn er hins
vegar sá að það ríkir enginn ágrein-
ingur um eignarhald á Mjólkursam-
sölunni. Hún er eign mjólkurfram-
leiðenda á starfssvæði MS.
Bein eign mjólkurbænda
Eiríkur Tómasson lagaprófessor
var fenginn til þess að gera lög-
fræðilega úttekt á málinu fyrir
þremur árum vegna þess að uppi
voru andstæð sjónarmið um það
hvernig mjólkurbændur á Suðvest-
urlandi kæmu að eignarhaldi MS.
Annað sjónarmiðið var að þeir
gerðu það gegnum sín framleið-
endafélög, en hitt að þeir gerðu það
beint og það sjónarmið varð ofaná.
í kjölfar úttektarinnar og ráðstaf-
ana sem gripið var til í samræmi
við niðurstöður hennar leikur nú
enginn vafi á því að Mjólkursamsal-
an er eign framleiðenda sjálfra.
Vandséð er hvaða tilgangi það þjón-
ar að halda öðru fram.
Umráðaréttur
félagsmanna
Eigendur Mjólkurs-
amsölunnar hafa fullan
umráðarétt yfir fyrir-
tækinu í samræmi við
reglur fulltrúalýðræð-
isins. Ef meirihluti fé-
lagsmanna í sölusam-
laginu vildi til dæmis
breyta Mjólkursamsöl-
unni i hlutafélag þá
yrði það gert. Hið sama
á við um Osta- og
smjörsöluna og Mjólk-
urbú Flóamanná.
Það er hægt að vera
sammála Jóhannesi í
Bónus um að óvissa um eignarhald
geti valdið erfiðleikum í viðskiptum,
þó að ekki sé hægt að taka undir
það með honum að hún sé beinlínis
hættuleg, nema ef vera skyldi að
Það er alveg á hreinu
hveijir eiga MS, segir
Guðlaugur Björgvins-
son, enda þótt Jóhannes
í Bónus segi annað í
sjónvarpinu.
slík óvissa væri verst fyrir þau félög
og fyrirtæki sem við hana þurfa
að búa í nútímanum. Hinsvegar
hlýtur Jóhannes í Bónus að vera
sammála okkur hjá MS um að það
sé harla gott að það skuli vera al-
veg á hreinu hveijir eiga Mjólkurs-
amsöluna.
Höfundur er forstjóri
Mjólkursamsölunnar.
Guðlaugur
Björgvinsson