Morgunblaðið - 05.12.1997, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997
MORGUNBJ^ÐIÐ
LISTIR
Jólasýning
Þjóðminja-
safnsins
FORSETI íslans, herra Ólafur Ragnar
Grímsson, kveikir á jólatré Þjódminja-
safns íslands laugardaginn 6. desember
kl. 14 og opnar jafnframt jólasýningu
safnsins. Hún fjallar um þróun jólagjafa
og jólaauglýsinga i hundrað ár.
A sýningunni má sjá ýmis dæmi um
glaðninga og gjafír þennan tíma en
einnig eru birtar auglýsingar úr blöð-
um frá lokum 19. aldar, og sýnishorn
frá hveijum áratug 20. aldar. Einnig
verða til sýnis gömul jólakort, en sá
siður hófst í Englandi fyrir miðja 19.
öld, á íslandi um 1890.
í kynningu segir: „Meðal almennings
þekktust hvergi í heimi óvæntar jóla-
gjafir fyrr en langt var liðið á 19. öld.
Fyrir þann tíma var jólaglaðningur
fremur einskonar ársþóknun og sam-
svarar „desemberuppbót“ nú á dög-
um.“
Jafnframt segir: „Fyrsta auglýsing
um jólagjöf hérlendis er frá árinu 1866.
Þar er fólk hvatt til að gefa Nýja testa-
mentið. Næsta auglýsing er frá 1878,
en á næstu áratugum fjölgar þeim jafnt
og þétt.“
Sýningin verður opin alla daga fram
að jólum frá kl. 12-17, nema 8. og 10.
desember. Hinn 12. desember hefjast
heimsóknir gömlu íslensku jólasvein-
anna sem koma í réttri röð kl. 14 á
hveijum degi nema Kertasníkir sem
kemur á aðfangadag kl. 11.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
JÓLAVARNINGUR fyrri tíma verður m.a. sýndur í Þjóð-
minjasafninu.
Það aldin út er
sprungið
TONLIST
Illjómdiskar
JÓL í HALLGRÍMSKIRKJU
Flytjendur: Mótettukór Hallgrims-
kirkju, Daði Kolbeinsson óbó, Hljóm-
skálakvintettinn (Ásgeir H. Stein-
grímsson og Sveinn Birgisson tromp-
et, Þorkell Jóelsson horn, Oddur
Bjömsson básúna og Bjami Guð-
mundsson túbaj, Douglas A. Brotchie
orgei, Hörður Askelsson klukknaspil
og orgel. Stjómandi: Hörður Áskels-
son. Hljóðritun fór fram í Hallgríms-
kirlgu í okt sl. Sveinn Kjartansson
frá Stafræna hljóðupptökufélaginu
ehf. sá um tæknivinnu. Dreifíng:
Japis.
KLUKKUR Hallgrímskirkju
hringja inn þetta unaðslega jólapró-
gramm (og reyndar út líka), þá kem-
ur yndislegt „hjarðljóð" (pastorale) á
orgel eftir Bach og síðan Nóttin var
sú ágæt ein eftir séra Einar í Heydöl-
um og Sigvalda Kaldalóns, sungið
af Mótettukórnum. Svo fáum við
Introitus á jólanótt, Barn er oss fætt,
og þá lag frá 15. öld o.s.frv. Þannig
skiptast á orgelleikur (hjarðljóð og
jólasálmforleikir eftir meistarann
sjálfan), gamlir og yndislegir jóla-
söngvar og sálmar (útsetn. flestar frá
17. öld og ein eftir Jón Þórarinsson,
Syngi Guði himnahjörð) og endar
með hátíðlegri og flottri þátttöku
Hljómskálakvintettsins ásamt Dou-
glas A. Brotchie, orgelleikara á jóla-
cansónu (Canson duodecimi toni úr
Sakrae Symphoniae) eftir Gabrieli.
Flutningur allur er áberandi góð-
ur, jafnt hjá kór, orgelleikara og
blásurum. Hraðaval einstaklega fínt
(yfirleitt í frísklegri kantinum). Ekki
kemur þeim þetta á óvart sem þekkja
til Mótettukórsins og vinnubragða
Harðar Áskelssonar, afturámóti kom
flatt uppá mig að forstöðumaður
Reiknistofnunar Háskólans væri við-
hafnarorganisti við Árneskirkju í
Trékyllisvík á Ströndum, en fæddist
ekki Freisarinn í fjárhúsi...! Ekki
fer milli mála að hann leikur á orgel-
ið með fínum sans, sennilega jafn
handgenginn Bach og skammta-
efnafræðinni. Að vísu grunar mig
að Hörður eigi heiðurinn af sálmfor-
leikjunum og „hjarðljóðunum", allt
ákaflega fallega flutt, en upplýs-
ingabæklingur fylgdi ekki eintakinu
sem ég fékk í hendur.
Upptakan er hljómmikil og falleg
- með dálitlum eftirhljómi (,,ekkói“),
sem gefur tilfinningu fyrir kirkj-
unni, en er ekki hafin yfir gagn-
rýni, einkum í kórsöng, og veldur
því vafalaust erfiður hljómburður.
En þetta kemur ekki svo mjög að
sök, því innihaldið blífur í allri sinni
auðmjúku dýrð.
Oddur Björnsson
Nýjar plötur
•„SELLÓ“ er með sellóleik
Stefáns Arnars Arnarsonar.
Platan var tekinn upp í Ak-
ureyrarkirkju í ágúst sl. með
20 manna kammersveit sem
kom sérstak-
lega saman
undir stjórn
Stefáns Arn-
ar fyrir þetta
verkefni.
Á þessari
geislaplötu
má m.a. fmna
Svaninn eftir
Stefán Örn Saint-Saéns
Arnarson við undirleik
Sophie
Schoonjans og Ave Maria eftir
Schubert við undirleik Björns
Steinars Sólbergssonar.
í kynningu segir að nútíma
upptökutækni kom einnig við
sögu við gerð þessa geisla-
plötu, þar sem Stefán Öm flyt-
ur Preludio úr Bachianas Bras-
ilieras eftir Villa-Lobos sem er
skrifað fyrir átta selló. Þar
Ieikur Stefán Öm allar raddirn-
ar átta sem eftir því sem best
sé vitað hafí það ekki verið
gert áður meðal klassískra
flytjenda.
Upptöku og hljóðvinnslu
annaðist Halldór Víkingsson.
Útgefandi erSkrefogJapis
annast dreifingu. Verð 1.999
kr.
• HLUSTlögð viðstein í
Jörfa & íslensk kórlöger
með söng Háskólakórsins og
er gefín út í tilefni af 25 ára
starfsmæli hans. Á plötunni
syngur kórinn íslensk þjóðlög
og ýmis kórlög, sem mörg
hver hafa verið sérstaklega
samin fyrir kórinn. Auk þeirra
er að fínna kórverkið „íjlust
lögð við stein í Jörfa“ eftir
Hákon Leifsson. Stjórnendur
em Egill Gunnarsson og Há-
kon Leifsson.
Acf útgáfunni standa Há-
skólaútgáfan og Fermata-
hljóðritun. Hljóðritunin fyrir
þessa afmælisútgáfu hefur
staðiðyfir undanfarin tvö ár
á vegum Halldórs Víkingsson-
ar upptökustjóra. Hljómdisk-
urinn fæst íBóksölu stúdenta
ogíhelstu plötuverslunum.
Verð: 1.999 kr.
Drykkfelld-
ur o g bitur
Hamlet
Breski leikstjórinn Matthew
Warchus hefur sett upp mjög
stytta útgáfu af Hamlet þar sem
áherslan er lögð á fjölskyldu-
harmleikinn í verkinu
DRYKKFELLDUR og bitur birtist Hamlet bresk-
um áhorfendum í nýrri og nánast byltingar-
kenndri uppfærslu á einu þekktasta verki Will-
iams Shakespeare. Uppfærslan er í höndum ungs
og efnilegs leikstjóra, Matthews Warchus, en hún
er verulega stytt útgáfa verksins og svo breytt
að jafnvel hörðustu Hamlet-unnendum þykir sem
um nýtt verk sé að ræða.
Hot Tickets, fylgirit Evening Standard segist
Warchus ekki hafa haft nokkurn áhuga á því að
setja Hamlet upp. Honum hafi þótt verkið þung-
lamalegt og úr sér gengið. En þegar Konunglega
Shakespeare-leikfélagið bauð honum að setja
Hamlet upp með Alex Jennings í aðalhlutverki,
stóðst hann ekki mátið, enda þótti honum tilbreyt-
ing i því að hafa jafn reyndan leikara og hinn
fertuga Jennings í hlutverkinu í stað nýútskrif-
aðs ungstirnis.
„Ég sagðist myndu taka verkið að mér ef ég
mætti stytta það,“ segir Warchus og hann stóð
við orð sín, segist hafa skorið texta Shakespeare
niður um 37%, svo það er aðeins um hálfur þriðji
tími í flutningi.
Warchus segir lengdina hafa verið annað lykil-
atriðanna en hitt var að setja verkið upp á þann
hátt að það kæmi við áhorfendur. Hann segir
Hamlet ekki hafa snert sig og það hafi verið
orsök áhugaleysis síns. Þvi hafí hann ákveðið að
selja Hamlet upp sem fjölskylduharmleik, ekki
þó konungsfjölskylduharmleik. Ætlunin hafi ver-
ið að frelsa Hamlet úr höndum fræðinganna.
„Þegar ég hafði tekið þessa ákvörðun, féllu
stórir hlutar textans í burtu. Það er vissulega
missir að sumum hlutunum en mér fannst ég
sýna Shakespeare meiri virðingu með því að láta
eina hlið verksins skila sér almennilega í stað
þess að reyna að koma öllu til skila og láta meðal-
mennskuna vera allsráðandi."
Warchus
Sýningin var frumsýnd í síðustu viku og hefur
hlotið fremur jákvæða dóma hjá gagnrýnendum.
Warchus hefur vissulega verið sakaður um „slátr-
un“ og „limlestingu" á verki Shakespeares en
margir hafa farið um það lofsamlegum orðum,
t.d. gagnrýnandi Guardian sem segir uppfærsluna
svo nýstárlega að.jafnvel hörðustu Hamlet-áhorf-
endum finnst þeir vera að sjá verkið í fyrsta sinn“.
Uppfærslan er undir greinilegum áhrifum af
kvikmyndum. Upphafsatriðið er t.d. mikið breytt
og sýnir svartklæddan og dapurlegan Hamlet
með tóma kampavínsflösku í hendi velta duftkeri
um koll. I baksýn rúlla svipmyndir úr æsku hans
yfir risaskjá.
Warchus viðurkennir fúslega að hann sé undir
áhrifum kvikmynda og þá einkum tveggja, „The
Shining“ og „Fargo“. Hamlet sé nakin, háðsleg
og köld eins og sú síðarnefnda og rétt eins og í
„The Shining“ komist enginn á brott fyrr en öll
mál hafi verið gerð upp. Þá þykir mörgum útlit
sýningarinnar minna mjög á „Þögnina“ eftir Ingi-
mar Bergman.
Warchus hefur hug á því að gera kvikmynd
og segist vera með nokkur handrit í takinu. Tel-
ur hann nútímamenningu vera „kryddlegna í
orðaforða kvikmyndanna“ og segir að jafnvel
þótt hann unni leikhúsinu, telji hann auðveldara
að stýra frásögninni í kvikmynd en á leiksviði.
En það þarf þó ekki að þýða að hann hyggist
segja skilið við leikhúsið. „Ég vil takast á við
erfiða hluti. Ég missi áhugann fljótt ef hlutirnir
eru of einfaldir. Erfiðast er að takast á við hluti
sem maður hefur ekki komið nálægt áður - til
dæmis að gera kvikmynd. En þegar það er frá
reynist mér liklega erfiðast að seljast niður með
þremur leikurum og hefja æfingar á litlu leik-
verki með nær engri sviðsmynd. Þetta gengur í
hringi."
Tímarit
• TÍMARIT Máls og menn-
ingar, 4. hefti 1997 er komið
út, og eru í því greinar um
bókmenntir, leiklist og tónlist.
Elías Mar, Geirlaugur
Magnússon,
Bergsveinn
Birgisson og
þýska skáldið
Johann Peter
Tammen
birta ljóð í
tímaritinu.
Eysteinn
Þorvaldsson
skrifar grein
um náttúru-
vemd í ljóð-
um Stefáns Harðar Grímsson-
ar og Böðvar Guðmundsson
segir frá sögulegum bak-
grunni skáldsagna sinna, Hí-
býli vindanna og Lífsins tré.
Kanadíski fræðimaðurinn
Francois Ricard skrifar um
nýjustu skáldsögu Milans
Kundera og kólumbíska blaða-
konan Silvana Patemostro
skrifar um García Marquez og
blaðamannaskóla sem hann
stofnaði nýverið í heimalandi
sínu, Kólumbíu.
Atli Heimir Sveinsson tón-
skáld lítur yfír farinn veg í
grein sem hann nefnir Lista-
mannslíf og Helgi Hálfdanar-
son ritar hugleiðingar um
nokkur atriði í leikritum Will-
iams Shakespeares.
Tvær ádrepur er að finna í
þessu síðasta hefti ársins, eftir
Matthías Viðar Sæmundsson
og Ólaf Halldórsson. Ennfrem-
ur eru í tímaritinu ritdómar.
Tímarit Máls ogmenningar
er 120 bls. Það kemur út árs-
fjórðungslega og kostar árs-
áskrift kr. 3.300. Ritstjóri er
Friðrik Rafnsson. Nánari upp-
lýsingar og efnisyfirlit síðustu
árganga er að finna á heima-
síðu Máls ogmenningar:
h ttp://www. mm.is
ÓVENJULEG útgáfa af
Óþelló eftir William Shake-
speare er nú á fjölum Shake-
speare-leikhússins í Wash-
ington. í henni fer hvítur
maður með hlutverk Márans
Óþellós og blökkumenn með
öll önnur hlutverk.
Friðrik
Rafnsson