Morgunblaðið - 05.12.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997 15
Mannlaus fólksbíll rann inn
á lóð Akureyrarvallar
Morgunblaðið/Kristján
Hafnaði á stúkunni
MANNLAUS fólksbíll rann aftur á
bak niður Brekkugötu á Akureyri,
beygði inn á lóð Akureyrarvallar,
rann þar í gegnum girðingu og hafn-
aði á vallarstúkunni. Óhappið varð
í hádeginu í gær. Afturendi bílsins
fór í gegnum rúðu á skrifstofu vall-
Ásýnd í Gall-
erí Svartfugli
GUÐNÝ G.H. Marinósdóttir opn-
ar sýningu í Gallerí Svartfugli,
Kaupvangsstræti 24, á morgun,
laugardaginn 6. desember, og
verður hún opin frá kl. 14 til 16.
Yfirskrift sýningarinnar er
Ásýnd og á henni eru 24 smá-
myndir, hugleiðingar um ásýnd
landsins. Myndirnar eru unnar
úr pappír með biandaðri tækni.
Guðný er handmenntakennari
og starfar nú við Hafralækjar-
skóla í Aðaldal og í vetur einnig
við Minjasafnið á Akureyri. Hún
hefur haldið einkasýningar og
tekið þátt í samsýningum á text-
íl á Austurlandi og Norðurlandi.
Galleríið er opið frá kl. 15 til 18
þriðjudaga til föstudaga og frá
kl. 14 til 18 um helgar.
Jólahlaðborð
NORRÆNA Félagið á Akureyri
heldur ,jolefrokost“ á morgun,
laugardaginn 6. desember kl. 17
á Hótel Akureyri. Boðið verður
upp á jólahlaðborð og skemmtiat-
riði. Nánari upplýsingar fást hjá
formanni félagsins, Alice
Zackrisson, eða á Hótel Akureyri.
Aðventukvöld
Gilfélagsins
AÐVENTUKVÖLD Gilfélagsins
verður í kvöld, föstudagskvöldið
5. desember, kl. 21 í Deiglunni.
Meðal dagskráratriða er upp-
lestur, Kristín Bjarnadóttir og
Line Marie Hansen lesa úr ljóðum
Marianne Larsen, Leikfélag
Akureyrar sýnir brot úr jólaleik-
ritinu Á ferð með frú Daisy og
Ásdís Skúladóttir segir frá leik-
ritinu og kynnir leikendur. Þráinn
Karlsson les brot úr jólasögu
arstjóra í stúkunni og rigndi gler-
brotum yfír alla skrifstofuna sem
var mannlaus. Engin slys urðu á
fólki en bíllinn er mikið skemmdur.
Á myndinni er Aðalsteinn Sigur-
geirsson, vallarstjóri Akureyrarvall-
ar, að kanna verksummerki.
Þórarins Eldjárns, Hlutaveiki, og
fluttur verður aðventupistill.
Jólakvartettinn leikur einnig
nokkur lög.
Allir Gilfélagar og velunnarar
Listagils velkomnir.
Síðasta sýning-
arhelgi
SÝNINGUM Jóns Laxdals Hall-
dórssonar og Guðrúnar Pálínu
Guðmundsdóttur í Listasafninu á
Akureyri lýkur um helgina.
Sýningunni hefur verið afar
vel tekið og hún verið vel sótt.
Listasafnið á Akureyri er opið
um helgina frá kl. 14 til 18.
Aðventu-
tónleikar
BJÖRN Steinar Sólbergsson,
organisti Akureyrarkirkju, kem-
ur fram á orgeltónleikum í kirkj-
unni á morgun, laugardaginn 6.
desember, kl. 12.
Á efnisskránni verða aðventu-
sálmforleikir eftir Johann Se-
bastian Bach og fjórir þættir úr
orgelsinfóníu nr. 4 í F dúr eftir
Carles Marie Widor. Lesari á tón-
ieikunum er Elín Stephensen.
Að tónleikum loknum verður
léttur hádegisverður í Safnaðar-
heimili. Aðgangur að tónleikun-
um er ókeypis og allir velkomnir.
MESSUR
LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkju-
skóli í Svalbarðskirkju kl. 11 á
morgun, laugardaginn 6. desem-
ber og kl. 13.30 í Grenivíkur-
kirkju. Kyrrðar- og bænastund í
Svalbarðskirkju kl. 21 á sunnu-
dagskvöld, 7. desember.
MÖÐRU V ALLAPRESTA-
KALL: Sunnudagaskóli verður
annan sunnudag í aðventu, 7.
desember, kl. 11 í Möðruvalla-
kirkju í umsjá Berthu, Söru og
Torfa. Kveikt verður á kertunum
á aðventukransinum, jólaefni af-
hent og sungnir jólasöngvar.
Aðventukvöld verður í Glæsibæ-
jarkirkju kl. 21 um kvöldið. Kór-
inn syngur, jólasaga lesins og
fermingarböm flytja helgileik.
Ræðumaður Unnur Birna Karls-
dóttir sagnfræðingur. Aðventu-
dagskrá verður einnig í Dvalar-
heimilinu Skjaldarvík kl. 16 á
sunnudag.
AKUREYRI
Nýtt gámasvæði tekið í
notkun við Réttarhvamm
NÝTT gámasvæði var tekið í notk-
un við Réttarhvamm á Akureyri í
gær. Svæðið er um það bil 3.300
fermetrar að stærð og innan
tveggja metra hárrar girðingar. Þar
eru tvær upphækkaðar brautir þar
sem hægt er að koma fyrir 6 gám-
um við hvora braut auk þess sem
gæsluhús er á svæðinu, en það verð-
ur vaktað.
Gámasvæðið er eingöngu hugsað
fyrir losun frá heimilum og fer
flokkun fram á svæðinu í aimennt
sorp, brotamálma (litla hluti), timb-
ur og garðaúrgang. Einnig verður
merkt svæði fyrir ísskápa og frysti-
kistur og gámur fyrir pappír og
plast.
Framfaraspor
Guðmundur Guðlaugsson verk-
fræðingur hjá Akureyrarbæ sagði
að langþráður draum rættist með
tilkomu nýja gámasvæðisins og það
yrði til mikilla bóta í umhverfísmál-
um Akureyringa.
„Þetta er mikið framfaraspor í
meðferð sorps hér í bænum,“ sagði
Jakob Björnsson bæjarstjóri. Hann
sagði að sífellt ykist að sorp væri
fiokkað, auknar álögur á íbúa varð-
andi sorphirðugjald á síðustu árum
væru m.a. tilkomnar vegna meiri
flokkunar og fólk vildi vitanlega sjá
Aðventu-
kvöld í
Akureyrar-
kirkju
AÐVENTUKVÖLD verður í Akur-
eyrarkirkju á sunnudagskvöld, 7.
desember og hefst það kl. 20.30.
Dagskráin verður fjölbreytt, Stef-
án Örn Arnarson leikur á selló,
helgistund verður í umsjá æskulýðs-
féiagins við tendrun aðventuljós-
anna. Barna- og unglingakór kirkj-
unnar syngur undir stjórn Jóns
Halldórs Finnssonar. Ræðu kvöids-
ins flytur Sigurður J. Sigurðsson
bæjarfulltrúi. Kór Menntaskólans á
Akureyri syngur undir stjórn Guð-
mundar Óla Gunnarssonar. Að lok-
inni bæn syngja allir saman „Heims
um ból.“
Gegnum
holt og
hæðir
SIGRÍÐUR Helga Hauksdóttir opn-
ar sýningu á Kaffí Karólínu í dag,
laugardaginn 6. desember. Yfir-
skrift sýningarinnar er „Gegnum
holt og hæðir,“ en á henni sýnir
Sigríður reykbrenndar leirmyndir.
Sigríður Helga lauk námi í þrí-
víddarfjölgreinahönnun frá Brunell-
háskóla í Bretlandi vorið 1996 og
er þetta önnur einkasýning hennar.
Sýningin sem er sölusýning stendur
fram yfír áramót.
Morgunblaðið/Kristján
JAKOB Björnsson bæjarsljóri losar fyrsta gáminn af bíl Gáma-
þjónustu Norðurlands og ekki annað að sjá en hann standi fag-
mannlega að verki.
árangur. „Með opnun þessa svæðis
höfum við stigið skref til fram-
fara,“ sagði Jakob.
Varsla verður á svæðinu og það
opið frá kl. 12 til 19 á tímabilinu
frá 15. ágúst til 15. maí en yfír
sumarmánuðina verður opið frá kl.
12 til 21. Tekið er á móti spilliefn-
um hjá Endurvinnslunni við Réttar-
hvamm auk þess sem þar er mót-
taka einnota drykkjarvöruumbúða.
Móttaka fyrir stærri málmhluti er
í móttökustöð Sorpeyðingar Eyja-
fjarðar b.s. sunnan Ytra-Krossa-
ness en hún er opin á miðvikudögum
frá kl. 8-12 og 13 til 18 á laugar-
dögum frá frá kl. 10 til 12 og 13 til
16.
Fyrirtæki ársins
1997 Á Akureyri
Atvinnumálaneftid Akureyrarbæj;ir veitir ár-
lega viðurkenningu fyrirtæki á Akureyri, sem skar-
að hefur fram ár á sviði atvinnureksturs. Fyrirtæki
ársins á Akureyri árið 1996 var Höldur hf. en árið
þar á undan var Samherji hf. fyrir valinu.
Markmið með veitingu viðurkenningarinn-
ar er að vekja athygli á árangri akureyskra fyrir-
tækja og á Akureyri sem athaíhabæ. Við veitingu
viðurkenningarinnar hefur atvinnumálanefnd
einkum tekið tillit til íramlags til aukningar á at-
vinnu og nýsköpunar í atvinnurekstri á Akureyri.
Einnig sérstaks árangurs eða framtaks á sviði vöru-
þróunar og markaðssetningar.
Atvinnumálanefnd leitar nú ráðuneytis
Akiu-eyringa um tilneíhingu fyrirtækis. Vinsam-
lega sendið ykkar hugmyndir til skrifstofu at-
vinnumálaskrifstofu Akureyrarbæjar, Strandgötu
29, Akureyri, fyrir 2. janúar 1998.
fjtagmifclafeffr
-kjarnimálsins!