Morgunblaðið - 05.12.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.12.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997 15 Mannlaus fólksbíll rann inn á lóð Akureyrarvallar Morgunblaðið/Kristján Hafnaði á stúkunni MANNLAUS fólksbíll rann aftur á bak niður Brekkugötu á Akureyri, beygði inn á lóð Akureyrarvallar, rann þar í gegnum girðingu og hafn- aði á vallarstúkunni. Óhappið varð í hádeginu í gær. Afturendi bílsins fór í gegnum rúðu á skrifstofu vall- Ásýnd í Gall- erí Svartfugli GUÐNÝ G.H. Marinósdóttir opn- ar sýningu í Gallerí Svartfugli, Kaupvangsstræti 24, á morgun, laugardaginn 6. desember, og verður hún opin frá kl. 14 til 16. Yfirskrift sýningarinnar er Ásýnd og á henni eru 24 smá- myndir, hugleiðingar um ásýnd landsins. Myndirnar eru unnar úr pappír með biandaðri tækni. Guðný er handmenntakennari og starfar nú við Hafralækjar- skóla í Aðaldal og í vetur einnig við Minjasafnið á Akureyri. Hún hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum á text- íl á Austurlandi og Norðurlandi. Galleríið er opið frá kl. 15 til 18 þriðjudaga til föstudaga og frá kl. 14 til 18 um helgar. Jólahlaðborð NORRÆNA Félagið á Akureyri heldur ,jolefrokost“ á morgun, laugardaginn 6. desember kl. 17 á Hótel Akureyri. Boðið verður upp á jólahlaðborð og skemmtiat- riði. Nánari upplýsingar fást hjá formanni félagsins, Alice Zackrisson, eða á Hótel Akureyri. Aðventukvöld Gilfélagsins AÐVENTUKVÖLD Gilfélagsins verður í kvöld, föstudagskvöldið 5. desember, kl. 21 í Deiglunni. Meðal dagskráratriða er upp- lestur, Kristín Bjarnadóttir og Line Marie Hansen lesa úr ljóðum Marianne Larsen, Leikfélag Akureyrar sýnir brot úr jólaleik- ritinu Á ferð með frú Daisy og Ásdís Skúladóttir segir frá leik- ritinu og kynnir leikendur. Þráinn Karlsson les brot úr jólasögu arstjóra í stúkunni og rigndi gler- brotum yfír alla skrifstofuna sem var mannlaus. Engin slys urðu á fólki en bíllinn er mikið skemmdur. Á myndinni er Aðalsteinn Sigur- geirsson, vallarstjóri Akureyrarvall- ar, að kanna verksummerki. Þórarins Eldjárns, Hlutaveiki, og fluttur verður aðventupistill. Jólakvartettinn leikur einnig nokkur lög. Allir Gilfélagar og velunnarar Listagils velkomnir. Síðasta sýning- arhelgi SÝNINGUM Jóns Laxdals Hall- dórssonar og Guðrúnar Pálínu Guðmundsdóttur í Listasafninu á Akureyri lýkur um helgina. Sýningunni hefur verið afar vel tekið og hún verið vel sótt. Listasafnið á Akureyri er opið um helgina frá kl. 14 til 18. Aðventu- tónleikar BJÖRN Steinar Sólbergsson, organisti Akureyrarkirkju, kem- ur fram á orgeltónleikum í kirkj- unni á morgun, laugardaginn 6. desember, kl. 12. Á efnisskránni verða aðventu- sálmforleikir eftir Johann Se- bastian Bach og fjórir þættir úr orgelsinfóníu nr. 4 í F dúr eftir Carles Marie Widor. Lesari á tón- ieikunum er Elín Stephensen. Að tónleikum loknum verður léttur hádegisverður í Safnaðar- heimili. Aðgangur að tónleikun- um er ókeypis og allir velkomnir. MESSUR LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkju- skóli í Svalbarðskirkju kl. 11 á morgun, laugardaginn 6. desem- ber og kl. 13.30 í Grenivíkur- kirkju. Kyrrðar- og bænastund í Svalbarðskirkju kl. 21 á sunnu- dagskvöld, 7. desember. MÖÐRU V ALLAPRESTA- KALL: Sunnudagaskóli verður annan sunnudag í aðventu, 7. desember, kl. 11 í Möðruvalla- kirkju í umsjá Berthu, Söru og Torfa. Kveikt verður á kertunum á aðventukransinum, jólaefni af- hent og sungnir jólasöngvar. Aðventukvöld verður í Glæsibæ- jarkirkju kl. 21 um kvöldið. Kór- inn syngur, jólasaga lesins og fermingarböm flytja helgileik. Ræðumaður Unnur Birna Karls- dóttir sagnfræðingur. Aðventu- dagskrá verður einnig í Dvalar- heimilinu Skjaldarvík kl. 16 á sunnudag. AKUREYRI Nýtt gámasvæði tekið í notkun við Réttarhvamm NÝTT gámasvæði var tekið í notk- un við Réttarhvamm á Akureyri í gær. Svæðið er um það bil 3.300 fermetrar að stærð og innan tveggja metra hárrar girðingar. Þar eru tvær upphækkaðar brautir þar sem hægt er að koma fyrir 6 gám- um við hvora braut auk þess sem gæsluhús er á svæðinu, en það verð- ur vaktað. Gámasvæðið er eingöngu hugsað fyrir losun frá heimilum og fer flokkun fram á svæðinu í aimennt sorp, brotamálma (litla hluti), timb- ur og garðaúrgang. Einnig verður merkt svæði fyrir ísskápa og frysti- kistur og gámur fyrir pappír og plast. Framfaraspor Guðmundur Guðlaugsson verk- fræðingur hjá Akureyrarbæ sagði að langþráður draum rættist með tilkomu nýja gámasvæðisins og það yrði til mikilla bóta í umhverfísmál- um Akureyringa. „Þetta er mikið framfaraspor í meðferð sorps hér í bænum,“ sagði Jakob Björnsson bæjarstjóri. Hann sagði að sífellt ykist að sorp væri fiokkað, auknar álögur á íbúa varð- andi sorphirðugjald á síðustu árum væru m.a. tilkomnar vegna meiri flokkunar og fólk vildi vitanlega sjá Aðventu- kvöld í Akureyrar- kirkju AÐVENTUKVÖLD verður í Akur- eyrarkirkju á sunnudagskvöld, 7. desember og hefst það kl. 20.30. Dagskráin verður fjölbreytt, Stef- án Örn Arnarson leikur á selló, helgistund verður í umsjá æskulýðs- féiagins við tendrun aðventuljós- anna. Barna- og unglingakór kirkj- unnar syngur undir stjórn Jóns Halldórs Finnssonar. Ræðu kvöids- ins flytur Sigurður J. Sigurðsson bæjarfulltrúi. Kór Menntaskólans á Akureyri syngur undir stjórn Guð- mundar Óla Gunnarssonar. Að lok- inni bæn syngja allir saman „Heims um ból.“ Gegnum holt og hæðir SIGRÍÐUR Helga Hauksdóttir opn- ar sýningu á Kaffí Karólínu í dag, laugardaginn 6. desember. Yfir- skrift sýningarinnar er „Gegnum holt og hæðir,“ en á henni sýnir Sigríður reykbrenndar leirmyndir. Sigríður Helga lauk námi í þrí- víddarfjölgreinahönnun frá Brunell- háskóla í Bretlandi vorið 1996 og er þetta önnur einkasýning hennar. Sýningin sem er sölusýning stendur fram yfír áramót. Morgunblaðið/Kristján JAKOB Björnsson bæjarsljóri losar fyrsta gáminn af bíl Gáma- þjónustu Norðurlands og ekki annað að sjá en hann standi fag- mannlega að verki. árangur. „Með opnun þessa svæðis höfum við stigið skref til fram- fara,“ sagði Jakob. Varsla verður á svæðinu og það opið frá kl. 12 til 19 á tímabilinu frá 15. ágúst til 15. maí en yfír sumarmánuðina verður opið frá kl. 12 til 21. Tekið er á móti spilliefn- um hjá Endurvinnslunni við Réttar- hvamm auk þess sem þar er mót- taka einnota drykkjarvöruumbúða. Móttaka fyrir stærri málmhluti er í móttökustöð Sorpeyðingar Eyja- fjarðar b.s. sunnan Ytra-Krossa- ness en hún er opin á miðvikudögum frá kl. 8-12 og 13 til 18 á laugar- dögum frá frá kl. 10 til 12 og 13 til 16. Fyrirtæki ársins 1997 Á Akureyri Atvinnumálaneftid Akureyrarbæj;ir veitir ár- lega viðurkenningu fyrirtæki á Akureyri, sem skar- að hefur fram ár á sviði atvinnureksturs. Fyrirtæki ársins á Akureyri árið 1996 var Höldur hf. en árið þar á undan var Samherji hf. fyrir valinu. Markmið með veitingu viðurkenningarinn- ar er að vekja athygli á árangri akureyskra fyrir- tækja og á Akureyri sem athaíhabæ. Við veitingu viðurkenningarinnar hefur atvinnumálanefnd einkum tekið tillit til íramlags til aukningar á at- vinnu og nýsköpunar í atvinnurekstri á Akureyri. Einnig sérstaks árangurs eða framtaks á sviði vöru- þróunar og markaðssetningar. Atvinnumálanefnd leitar nú ráðuneytis Akiu-eyringa um tilneíhingu fyrirtækis. Vinsam- lega sendið ykkar hugmyndir til skrifstofu at- vinnumálaskrifstofu Akureyrarbæjar, Strandgötu 29, Akureyri, fyrir 2. janúar 1998. fjtagmifclafeffr -kjarnimálsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.