Morgunblaðið - 05.12.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.12.1997, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís GUÐMUNDUR Magnússon, formaður ferlinefndar Sjálfsbjargar, Sveinbjörn Sigurðsson f.h. Sjúkraþjálfar- ans ehf., Tryggvi Árnason, Listhúsinu í Laugardal, Ólafur Kvaran, forstöðumaður Listasafns Islands, og Guðríður Olafsdóttir, formaður Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, við afhendingu viðurkenninga fyrir gott aðgengi á alþjóðadegi fatlaðra. Alþjóðadagur fatlaðra Vinnuveitendasambandið Hvetur til aðhalds í ríkisútgj öldum FRAMKVÆMDASTJORN Vinnu- veitendasambands íslands hvetur til aukins sparnaðar í opinberum rekstri í samræmi við yfirlýsingu sendinefndar Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins. Með slíkum aðgerðum væri hægt að komast hjá hækkun vaxta, sem VSI telur afar mikil- vægt. „VSÍ lýsir hins vegar áhyggjum yfir því að Seðlabankinn skuli enn knúinn til vaxtahækkana til að vinna gegn þenslu og ójafnvægi í efnahagsstarfseminni. Beita ætti fjármálum ríkis og sveitarfélaga gegn núverandi þenslu í stað þess að hagstjórnin byggist nær ein- vörðungu á aðgerðum í peninga- málum. Sérfræðingar Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins benda á þau augljósu sannindi að afkomubati ríkissjóðs sé lítill og eingöngu vegna óvenju mikils hagvaxtar. Fari útgjöld fram úr fjárlögum og halli sveitarfélaga aukist verði op- inberu ijármálin þensluskapandi. Sendinefndin leggur því til að af- gangur á fjárlögum verði 5 millj- örðum kr. meiri en fjárlagafrum- varpið miðar við. VSÍ tekur undir þessi sjónarmið og telur ekki veijandi að miða við minni þjóðhagslegan sparnað en í þessu felst. Því markmiði má þó að hluta ná með aðgerðum sem stuðla að auknum langtímasparn- aði almennings, m.a. í hlutabréf- um, skipulögðum sparnaði til íbúðakaupa, viðbótarkostum í líf- eyrissparnaði og sölu ríkisbanka og ríkisfyrirtækja.“ VSÍ hvetur ríkisstjórn og Alþingi til að draga saman útgjöld ríkis- sjóðs og beinir því til sveitarstjórn- armanna að besta kosningaloforðið sé lækkun kostnaðar skattgreið- enda með fjölgun útboða, hagræð- ingu og lækkun skulda. Morgunblaðið/Árni Sæberg JÓHANN Arnfinnsson, formaður dómnefndar, listamaðurinn Trausti Eyjólfsson, Jóhanna Sigmarsdóttir, sem tók við verðlaun- unum fyrir hönd Hrafnistu, og Þórunn Sveinbjörnsdóttir, for- maður Sóknar. Morgunblaðið/Ásdís FÉLAGAR í Sjálfsbjörg, landssambandi fatlaðra, gerðu úttekt á lyftu umhverfisráðuneytisins á alþjóðadegi fatlaðra. Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra sést hér aðstoða Þorkel Grímsson við að komast upp í ráðuneytið. lyfta í ráðuneytinu. Við prófun Sjálfsbjargarfélaga á lyftunni kom í Ijós að aðgengið hafði batnað nokkuð, þótt ekki væri lyftan raunar gallalaus. En upp komst hún á endanum og Guðmundur Bjarnason umhverfis- ráðherra fékk rós í hnappagatið. Úr Vonarstrætinu var haldið í blysför að Listasafni íslands, þar sem veittar voru viðurkenningar fyrir gott aðgengi, auk þess sem boðið var upp á jólaglögg og ljúfa tóna. Sophie Marie Schoonjans og Marion Herera léku jólalög á tvær hörpur og Ingveldur Ýr Jónsdóttir söng við undirleik Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur. Viðurkenn- ingar Sjálfs- bjargar fyrir gott aðgengi SJÁLFSBJÖRG, landssamband fatlaðra, hélt upp á alþjóðlegan dag fatlaðra á miðvikudag með því að veita viðurkenningar fyrir gott aðgengi hreyfihamlaðra og taka út Iyftu sem nýlega var sett upp í húsnæði umhverfisráðu- neytisins við Vonarstræti. Umhverfisráðuneytið fékk fyrir þremur árum Sjálfsbjargará- drepuna Þránd í götu, eftir að hafa flutt úr ágætlega aðgengi- legu húsnæði í hús við Vonar- stræti, þar sem aðgengi fyrir fatl- aða var afar slæmt, en fyrir skömmu var sett upp hjólastóla- Álit starfshóps um þarfir blindra og sjónskertra Urbóta þörf á sviði endurhæfing- ar, hjálpartækja o g ráðgjafar AUGNLÆKNAÞJÓNUSTA hér á landi er til fyrirmyndar og árangur íslenskra augnlækna, einkum á sviði forvarna, er með því besta sem ger- ist í heiminum. Þróun hefur verið jákvæð hvað varðar endurhæfingu, hjáipartæki og ráðgjöf blindra og sjónskertra, en enn skortir þó mikið á að íslendingar standi framarlega á þessum sviðum. Þetta er niðurstaða starfshóps sem heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra skipaði á sl. vori til þess að meta þarfir blindra og sjónskertra fyrir þjónustu heilbrigð- is- og almannatryggingakerfisins, en hópurinn kynnti álit sitt og tillögur til úrbóta á miðvikudaginn. Starfshópnum var ætlað að gera úttekt á því hvernig þörfum blindra og sjónskertra væri sinnt nú og leggja fram tillögur um hvernig þjón- ustu við þann hóp verði best komið fyrir í framtíðinní með það að markmiði að blindir og sjónskertir geti verið virkir á sem flestum sviðum þjóðlífsins. Þá skyldi sérstök áhersla lögð á þá möguleika sem nýjasta tækni byði upp á. Lagt til að þjálfaðir verði leiðsöguhundar fyrir blinda Tillögur starfshópsins beinast flest- ar að úrbótum á sviði endurhæfingar, hjálpartækja og ráðgjafar fyrir blinda og sjónskerta. Er annars vegar gert INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Margrét Margeirsdóttir, deildarstjóri í félagsmálaráðuneytinu, Sól- veig Guðmundsdóttir, deildarstjóri í heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu, sem jafnframt var formaður starfshópsins, og Frið- bert Jónasson yfirlæknir. Auk þeirra voru í starfshópnum Aðal- steinn Steinþórsson, frá Sjónstöð íslands, Helgi Hjörvar, fram- kvæmdastjóri Blindrafélagsins, og Una Björk Ómarsdóttir, lögfræð- ingur hjá Tryggingastofnun ríkisins. ráð fyrir að bæta þá þjónustu sem fyrir er og hins vegar að brydda upp á nýmælum í þjónustu, t.d. með því að koma á fót svokallaðri blindraráðg- jöf, þar sem blindir og sjónskertir yrðu virkjaðir til þess að veita þeim sem missa sjón fræðslu og stuðning. Þó er tekið fram að slík aðstoð muni ekki koma í stað faglegrar ráðgjafar og áfallahjálpar, heldur vera viðbót við þá þjónustu. Aðspurð um hvar hafist verði handa við úrbætur segir Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráð- herra að ráðgjöf við blinda og sjón- skerta verði aukin strax á næsta ári. Þá leggur starfshópurinn til að þjál- faðir verði leiðsöguhundar fyrir blinda, en það hefur fram að þessu ekki verið gert hér á landi. Nefndin álítur brýnt að úr þessu verði bætt og að litið verði á leiðsöguhunda sem mikilvægt hjálpartæki fyrir blinda, líkt og tíðkast t.d. á öðrum Norður- löndum, Bretlandi og víðar. Áliti starfshópsins fylgir kostn- aðaráætlun við kaup og þjálfun tveggja leiðsöguhunda. Bent er á að betri kostur sé að kaupa hunda sem fæddir eru hér á landi og þjálfa þá hér en að kaupa þá þjálfaða frá út- löndum, þar sem þá þyrfti að setja hundana í sóttkví um nokkurra vikna skeið við komuna til landsins og hætt væri við að þeir myndu að einhveiju leyti glata þjálfuninni við það. Nú eru auk þess hæg heimatökin að þjálfa hundana hér, þar sem íslenskur hundaþjálfari er nýlega kominn heim frá námi í þjálfun leiðsöguhunda fyr- ir blinda í Noregi. Gróflega áætlaður kostnaður við kaup og þjálfun hunds hér á landi og við að þjálfa saman hundinn og hinn blinda er 1,1 milljón króna en væri hundurinn fenginn þjálfaður frá Noregi myndi sambæri- legur kostnaður vera á bilinu 2-2,5 milljónir króna á hund. Alþjóðlegur dagur fatlaðra Hrafnista fékk viður- kenningu Þroskahjálpar HRAFNISTA í Reykjavík varð fyrir valinu þegar viðurkenning Landssamtakanna Þroskahjálp- ar fyrir mikilsvert framlag að atvinnumálum fatlaðra var veitt á alþjóðlegum degi fatlaðra á miðvikudag. Þetta er fimmta árið í röð sem Þroskahjálp veitir slíka viður- kenningu en að sögn Friðriks Sigurðssonar, framkvæmda- stjóra landssamtakanna, er leit- að eftir tilnefningum hjá svæðis- skrifstofum um málefni fatlaðra o.fl. í þetta sinn hlutu fimm vinnustaðir tilnefningu; ísa- fjarðarkaupstaður, leikskóla- deild Akureyrarbæjar, Sjúkra- húsið á Egilsstöðum, íspan og Hrafnista í Reykjavík. Að mati dómnefndar skaraði Hrafnista fram úr og því fer þar upp á vegg innrammað viður- kenningarskjal og listaverk eft- ir fatlaðan listamann, Trausta Eyjólfsson, til heimilis að Tjaldanesi í Mosfellsbæ. Friðrik segir það skemmtilega tilviljun að mynd Trausta er af skútu, sem sé afar vel við hæfi á Dval- arheimili aldraðra sjómanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.