Morgunblaðið - 13.01.1998, Side 2

Morgunblaðið - 13.01.1998, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Fann haus- kúpu af rostungi HAUSKÚPA af rostungi fannst í fjörunni í landi Bæjarskeija í Sandgerði síðastliðinn sunnu- dag, en um 100 ár eru liðin síð- an hauskúpa af rostungi fannst síðast á Suðurnesjum. Það var níu ára gamali drengur, Elías Mar Caripis Hrefnuson, nemandi í 4. bekk grunnskólans í Sandgerði, sem fann hauskúpuna þegar hann var á gönguferð um Qöruna ásamt Gunnlaugi Sveinbjörns- syni. Hauskúpan er komin á Fræðasetrið í Sandgerði og verður hún væntanlega aldurs- greind þegar fram líða stundir, að sögn Helgu Ingimundardótt- ur, forstöðumanns Fræðaset- ursins. Helga sagði að hauskúpan væri líklega 7-10 kíló að þyngd, en á hana vantar aðra vígtönn- ina og neðri kjálkann. Morgunblaðið/Arni Sæberg ELÍAS Mar Caripis Hrefnuson heldur hér á rostungshauskúpunni sem hann fann á fjörugöngu sinni með Gunnlaugi Sveinbjörnssyni, sem er til hægri á myndinni. „Þetta er frekar sjaldgæft, en fyrir um 100 árum fannst haus- kúpa af rostungi í Leirunni hin- um megin á skaganum og árið 1694 fundust hauskúpur tvisvar sinnum í Sandgerði. Þetta svæði sem nú heitir Miðnes hét áður Rosmhvalanes og þar sáust oft áður fyrr rostungar, eða rosmhvalir, og einmitt vegna þess var ákveðið að hafa rostung í bæjarmerkinu,“ sagði Helga. NEÐRI kjálkann og aðra víg- tönnina vantar á hauskúpuna. Tillaga að framboðslista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík Ekki hreyft við átta efstu sætunum Guðrún Péturs- déttir í 9. sæti FRAMBOÐSLISTI Sjálfstæðis- flokksins fyrir borgarstjómarkosn- ingamar í Reykjavík, sem haldnar verða í vor, verður ákveðinn á fundi Varðar - fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík - á Hótel Sögu annað kvöld. Fyrir fundinn verður lögð tillaga kjör- nefndar um skipan listans. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins leggur nefndin til að átta efstu sætin verði skipuð í samræmi við úrslit prófkjörsins, sem haldið var í október síðastliðnum. Efstu átta menn í prófkjörinu hlutu meira en helming greiddra at- kvæða, en þar sem færri en helm- ingur flokksmanna í Reykjavík kaus í prófkjörinu voru niðurstöður þess ekki bindandi. Kjömefnd leggur til að í níunda sætinu verði Guðrún Pétursdóttir, Norðurál hefur tryggt átta milljarða lán frá 12 bönkum Hálfur milljarður frá FBA GENGIÐ hefur verið frá láni tólf banka til byggingar álvers á vegum Norðuráls hf. á Grundartanga. Kenneth Peterson, stjómarformaður Norðuráls og eigandi Columbia Ventures Corporation, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að alls væri um að ræða lán að andvirði 110 milljóna dollara (tæplega átta millj- arða króna) og þar af myndi Fjár- festingabanki Islands (FBA) lána sjö milljónir dollara eða tæplega 510 milljónir króna. Norðurál gekk í ágúst frá samning- um við hollenskan og franskan aðila, ING Barings og Banque Paribas, og ábyrgðust þeir fjármögnun álversins. Peterson sagði að það hefði komið sér á óvart hvað margir bankar hefðu vilj- að lána fé. „Við áttum von á að sex eða átta bankar tækju þátt í þessu,“ sagði hann. „En þeir voru orðnir 12 þegar upp var staðið og enginn þeirra gat lagt fram jafh mikið fé og vilji stóð til.“ Peterson kvaðst ekki geta sagt um það hver hefði átt frumkvæði að því að Fjárfestingabanld atvinnulífsins, sem hóf formlega störf í upphafi árs, lánaði til framkvæmdanna. Hann benti þó á að Erlendur Magnússon, sem nú er framkvæmdastjóri fyrir- tækjasviðs FBA, hefði í sínu fyrra starfi hjá Nomura Bank Inter- national unnið í rúmt ár að málum Norðuráls. Hann hafi því vitað af því að verið var að semja um lán fyrir Norðurál. Fjármálaráðgjafar Col- umbia Ventures eru tveir, Nomura og Babcock & Brown í London. „Það er mér ánægjuefni að Fjár- festingabankinn sé með í þessu,“ sagið hann. „Við stefndum að því að fá íslenskt fé inn í þetta verkefni og það gekk eftir.“ Peterson sagði að framkvæmdir á Grundartanga gengju samkvæmt áætlun og líklegt væri að það gengi eftir að hægt yrði að hefja starfsemi eftir fimm mánuði. Sennilega hefðu lán að andvirði fjögurra milljarða króna verið afhent nú þegar. forstöðumaður Sjávarútvegsstofn- unar Háskóla íslands, en hún tók ekki þátt í prófkjörinu. Eyþór Am- alds, sem hlaut níunda sætið í próf- kjörinu, verður í því tíunda sam- kvæmt tillögu kjörnefndar. Kristján Guðmundsson hlaut 11. sætið í prófkjörinu og skipar það áfram samkvæmt tillögu kjör- nefndar. í 12. sætinu verður Bryn- dís Þórðardóttir, sem hafnaði í 16. sæti í prófkjörinu, og í 13. sæti Snorri Hjaltason, en hann hafnaði í 10. sæti í prófkjörinu. Baltasar Kormákur hlaut 14. sætið í prófkjörinu og leggur kjör- nefnd til að hann skipi það áfram. Nefndin setur Helgu Jóhannsdótt- ur í 15. sæti, en hún hlaut 12. sætið í prófkjörinu. I 16. sæti er Agústa Johnson, sem lenti í 13. sæti í próf- kjörinu. Oddviti Kjalnesinga í 17. sæti Kjömefnd leggur til að Pétur Friðriksson, framkvæmdastjóri og oddviti hreppsnefndar Kjalames- hrepps, skipi 17. sæti listans en hann tók ekíd þátt í prófkjörinu. Þá er lagt til að Svanhildur Hólm Vals- dóttir skipi 18. sætið, en hún hlaut 17. sætið í prófkjörinu. Kjömefndin leggur því tíl, sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins, að efstu 18 sæti listans verði skipuð þannig: 1. Ami Sigfússon. 2. Viihjálmur Þ. Vilhjálmsson. 3. Inga Jóna Þórðardóttir. 4. Júlíus Vífill Ingvarsson. 5. Jóna Gróa Sigurðar- dóttir. 6. Ólafur F. Magnússon. 7. Guðlaugur Þór Þórðarson. 8. Kjart- an Magnússon. 9. Guðrún Péturs- dóttir. 10. Eyþór Amalds. 11. Kristján Guðmundsson. 12. Bryn- dís Þórðardóttir. 13. Snorri Hjalta- son. 14. Baltasar Kormákur. 15. Helga Jóhannsdóttir. 16. Ágústa Johnson. 17. Pétur Friðriksson. 18. Svanhildur Hólm Valsdóttir. Vigdís Finnbogadóttir formaður ráðs á vegum UNESCO Andlát „Brýn nauðsyn að ræða siðferði vísinda og tækni“ Reuter VIGDÍS Finnbogadóttir og Federico Mayor, aðal- framkvæmdastjóri UNESCO, takast í hendur á fundi í höfuðstöðvum stofnunarinnar í París í gær. VIGDÍSI Finnbogadóttur, fyrrver- andi forseta íslands, hefur verið falið að taka við formennsku fyrirhugaðs Alþjóðaráðs um siðferði í vísindum og tækni, sem mun starfa á vegum UNESCO, Menningar- og vísinda- málastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Á fundi í höfuðstöðvum UNESCO í París í gær varð Vigdís jafnframt við þeirri beiðni Federicos Mayor, aðal- framkvæmdastjóra UNESCO, að vera honum til ráðuneytis við að velja fólk til setu í ráðinu og sníða því skipulagsramma. Aðalráðstefna UNESCO fór þess á leit við Mayor á síðasta fundi sín- um í nóvember sl. að ráðinu yrði komið á fót „til að stuðla að fjölþjóð- legri og þverfaglegri umræðu um ýmsa siðferðilega þætti, sem upp kunna að koma í kjölfar nýjunga í vísindum og tækni og hafa í för með sér hugsanlega áhættu fyrir mann- legt samfélag," eins og segir í frétta- tilkynningu frá UNESCO. Einbeitir sér að þremur málaflokkum Federico Mayor lagði til að al- þjóðaráðið einbeittí sér í fyrstu að þremur málaflokkum; þeim er varða orku, nýtingu ferskvatnsforða og sið- ferði upplýsingasamfélagsins. í ráðið verða valdir einstaklingar frá öllum heimshlutum, sem hafa getíð sér gott orð fyrir vel unnin störf á sviði vísinda, lögfræði, heimspeki, menn- ingar og stjómmála. „Mér þykir afar vænt um það traust og þann trúnað sem mér er sýndur með því að kalla mig þama tfi verka,“ sagði Vigdís í samtali við Morgunblaðið eftir fundinn með með Mayor. „Þetta var langur og góður fundur og víða komið við. Við rædd- um m.a. aðdraganda þess að þetta alþjóðaráð er stofnað. Hjá UNESCO hefur starfað um árabil nefnd sem fjallar um siðferðileg álitamál sem koma upp í líffræði og læknavísind- um. Sú nefnd hefur gefið það góða raun að farið var að huga að því að víkka sviðið. Margir þekktir visinda- og fræðimenn hafa lagt til að stofnað yrði alþjóðaráð um siðferðilegar hlið- ar vísindanna.“ Fyrsta skrefið verður að sögn Vigdísar að finna um það bil tuttugu manns í ráðið og hefja könnun á því hvar eigi að bera niður. „í ráðið verða auðvitað valdir menn sem era vel kunnugir vísindum og tækni í heiminum og við munum hafa að leiðarljósi hvar þeir hafa beitt sér á siðgæðisgrund- vellij" segir hún. „Útnefningin er mikill heiður fyrir frú Vigdísi og jafnframt viðurkenn- ing á störfum hennar í alþjóðaþágu og staðfestir enn einu sinni hvílíkr- ar virðingar hún nýtur,“ segir Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra í París og fastafulltrúi íslands hjá UNESCO. Hann segir alþjóðaráðið mjög sambærilegt við heimsnefndir sem stofnaðar hafa verið til að leysa ákveðin verkefni, eins og t.d. nefnd Willys Brandt um norður-suður-vandamálið, nefnd Gro Harlem Brundtland um um- hverfismál og ekki síst nefnd sem nú er að störfum undir forystu Marios Soares, fyrrverandi forseta Portúgals, sem fjallar um málefni hafsins. ÞORVALDUR GUÐMUNDSSON ÞORVALDUR Guð- mundsson, forstjóri í Síld og fiski, lést á Sjúkrahúsi Reykjavík- ur að kvöldi laugar- dagsins 10. janúar sl., 86 ára að aldri. Þorvaldur fæddist 9. desember 1911 í Holti undir Eyjafjöll- um. Foreldrar hans voru Guðmundur Þór- arinn Sveinbjörnsson sjómaður, síðar verk- stjóri í Reykjavík, og Katrín Jónasdóttir húsmóðir. Þorvaldur fluttist með móður sinni til Reykjavíkur árið 1913. Þorvaldur stundaði um skeið nám í Verzlunarskóla Islands og lærði niðursuðufræði og skyldar greinar í Þýskalandi og Danmörku 1935-1936. Hann var við verslun- arstörf og fleira hjá Sláturfélagi Suðurlands á árunum 1929-1935. Árið 1937 kom hann á fót Rækju- verksmiðju ísafjarðar og var /or- stjóri niðursuðuverksmiðju SIF í Reykjavík 1937-1944. Þá var hann ráðunautur við stofnun niðursuðu- verksmiðju á Bíldudal og víðar á þeim árum. Þorvaldur stofnaði fyrirtækið Síld og fisk 1944 og rak það allt til dauðadags auk þess sem hann rak búskap á Minni- Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd frá 1954 til dauðadags. Þorvaldur var umsvifamikill at- hafnamaður og auk þess að reka Síld og fisk og búið á Minni- Vatnsleysu var hann atkvæðamikill í hótel- og veitingarekstri. Hann var fyrsti hótel- stjóri Hótel Sögu og Hótel Loftleiða, reisti Hótel Holt og rak það frá 1965 til 1980. Lista- verkasafn Þorvalds var ? eitt hið stærsta í einka- | eigu á íslandi. | Þorvaldur sinnti ýmsum stjórnar- og nefndastörfum. Hann sat í stjórn Verzlunarsparisjóðsins frá 1956 og síðan í bankaráði Verzlunarbanka íslands hf. frá stofnun hans 1960 og var um skeið formaður bankaráðsins. Þá var hann formaður Verzlunarráðs ís- lands 1962-1965, í stjórn Kaup- mannasamtaka íslands, í stjórn Sambands veitinga- og gistihúsa- eigenda, í stjórn VSÍ og í ráðgjaf- arnefnd Rannsóknastofnunar iðn- aðarins. Þorvaldur var sæmdur riddara- krossi hinnar íslensku Fálkaorðu, riddarakrossi Dannebrogsorðunn- ar og riddarakrossi finnsku Hvítu rósarinnar. Þorvaldur kvæntist Ingibjörgu \ Guðmundsdóttur lyfjafræðingi ár- ið 1938 og lifir hún mann sinn. Þau | eignuðust þrjú börn, Geirlaugu, | Skúla og Katrínu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.