Morgunblaðið - 13.01.1998, Síða 8

Morgunblaðið - 13.01.1998, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1998 MORGUNB LAÐIÐ FRETTIR Hættuástandi Þú getur hætt þessu veggjakroti, góði, ég flengi bara sjóinn ef hann fer eitthvað að ylgja sig... □AIHATSU Fáðu þér nýjan bíl á nýju ári BRIMBORG FAXAFENI 8 • 515 7010 Brlmborg-Þórshamar * Tryggvabraut 5 BMasala Keflavlkur * Hafnargötu 90 Akureyrl • slml 462 2700 Reyklanesbæ • slml 421 4444 Fjármögnun heimildarmynda Skortir íslenskt fjármagn Þór Elís Pálsson Fjármögnun handritagerð heimildarmynda er yfirskrift á nám- skeiði sem haldið verður í byijun febrúar næstkom- andi. Þór Elís Pálsson kvik- myndaframleiðandi hefur séð um skipulagningu námskeiðsins. „Ég er fulltrúi Islands i Filmkontakt Nord sem eru heimildar- og stutt- myndasamtök styrkt af norrænu ráðherranefnd- inni. Þau standa fyrir heimildar- og stuttmynda- hátíðinni Nordisk panor- ama og einnig fyrir Nor- disk forum sem er kynn- ing á verkefnum og fjár- öflun þeirra. Þar kynna sjálfstæðir framleiðendur verk- efni sín og dagskrárstjórar frá sjónvarpsstöðvum og ýmsum sjóðum koma og hlýða á þá.“ Þór Elís segir að hugmynd að námskeiðahaldinu hafi komið í kjölfarið á setu sinni í þessum samtökum. „Ég veit af hæfi- leikaríkum kvikmyndagerðar- mönnum hér á landi sem hafa einbeitt sér að innanlandsmark- aði en eiga góða möguleika á að komast að erlendis. Það er erfitt að ijármagna heimildar- myndir á íslandi því fram til þessa hefur lítill skilningur ver- ið á þörf þess að setja peninga í þennan geira kvikmyndagerð- ar. Mér fannst því að sem kjörinn fulltrúi íslands á norrænum vettvangi yrði ég að miðla af þeirri reynslu sem ég hef hlotið og prófa að koma námskeiði á laggirnar hér heima.“ - Var ekki fyrsta námskeiðið haldið í fyrra? „Jú, og þá fengum við mjög færa kennara frá Evrópu tii að ieiðbeina og buðum dagskrár- stjórum sjónvarpsstöðva og þeim sem stýra flæði fjármagns til kvikmyndagerðar að koma og sjá hvað við hefðum fram að færa. Við fengum styrki til nám- skeiðahaldsins frá Kvikmynda- sjóði, menntamálaráðuneytinu, Norræna kvikmynda- og sjón- varpssjóðnum svo og frá Sjón- varpinu og Flugleiðum." - Hvernig tókst námskeiðið? „Þetta tókst vonum framar. Þátttakendur voru rúmlega þijátíu talsins og af því hlutu tólf verkefni sérstaka athygli og sex þeirra fengu fjármagn til framleiðslu. Meðal þeirra er heimildarmynd um Vatnajökul sem Saga film er að framleiða, önnur sem heitir Maður og lundi sem Páll Steingríms- son er að framleiða og síðan er ég að framleiða heimildarmynd um Vilhjálm Stefánsson." - Hvaða kennarar leiðbeina á þessu námskeiði sem haldið verður í febrúar? „í fyrra voru það þeir Þor- steinn Jónsson, sem leiðbeindi með handritagerð, John Mars- hall, sem er vel kunnugur evr- ópskum fjármögnunarmarkaði, og Sibylle Kurz, sem kennir „ait of pitching", eða sölutækni á fundum þar sem verkefni eru kynnt. Sibylle mun kenna aftur á þessu námskeiði sem við erum að fara af stað með og Andre Singer sem framleiðir heim- ►Þór Elís Pálsson er fæddur í Reykjavík árið 1952. Eftir að hann lauk námi í myndlist og kvikmyndun hefur hann starfað við kvikmyndagerð. Þór Elís hefur unnið við gerð auglýsinga og starfað hjá Sjónvarpinu um árabil. Síð- ustu tíu ár hefur Þór Elís að mestu fengist við stutt- myridagerð og gerð heimild- armynda en einnig unnið við skjáíist. Eiginkona Þórs Elísar er Jóhanna Bernharðsdóttir hjúkrunarfræðingur og eiga þau tvo syni. ildarmyndir í Bretlandi kemur til landsins af þessu tilefni. Þá mun Thomas Heurlin sem er danskur kvikmyndaframleið- andi verða með fyrirlestur um stöðu norrænna kvikmynda- gerðarmanna á alþjóðavett- vangi.“ Þór Elís bendir á að síðan komi til íslands dagskrárstjórar frá öllum norrænu sjónvarps- stöðvunum, frá Discovery, frá þýsku sjónvarpsstöðinni ZDF, frá Kanal+ í Frakklandi og ef til vill frá Kanada. - Hvaða eriendu stöðvar settu í fyrra fjármagn í verk- efni? „Það kom aðallega frá nor- rænu stöðvunum en einnig frá Discovery og Kanada.“ - Er verið að veita háar fjár- hæðir til verkefna? „Þetta eru verkefni sem kost- ar á bilinu 6-30 milljónir að framleiða og fengist hefur allt að 75% fjármögnun frá útlönd- um. Þetta skiptir okkur því gíf- urlegu máli sem stöndum að gerð heimildarmynda eða stutt- mynda.“ Þór Elís bendir þó á að til að fjármagn fáist frá útlöndum þurfi lágmark um 25% fjármagnsins _að koma héðan frá ís- landi. „Til að hægt sé að afla fjár erlendis verðum við að hafa stuðning að heiman. Allir ís- lenskir kvikmyndagerðarmenn eru spurðir hvort verkefni þeirra hafi fengið góðan hljómgrunn í heimalandinu. Og þá mega þetta ekki vera neinir smápen- ingar sem um er að ræða heldur þurfa að minnsta kosti um 25% kostnaðar við verkefni að koma frá heimalandinu. Sjónvarpið, Menningarsjóður og Kvik- myndasjóður þurfa að end- urskoða fjárveitingar sínar og koma til móts við okkur til að hægt sé að fá fjárstuðning frá útlöndum.“ Allt að 75% fjármagns frá útlöndum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.