Morgunblaðið - 13.01.1998, Síða 44

Morgunblaðið - 13.01.1998, Síða 44
MORGUNBLAÐIÐ 44 ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1998__________________________ AÐSENDAR GREINAR/PRÓFKJÖR Sjálfstæðismenn tvísaga NOKKUR umræða hefur orðið um grjót- nám í Geldinganesi og framtíðarhafnarað- stöðu í Eiðsvík. Málið var rætt á tveimur síð- ustu fundum í borgar- stjóm. Umræðan þar sýndi að Sjálfstæðis- menn vilja stefna Eiðs- jvíkurhöfninni í tvísýnu og þar með besta svæðinu í Reykjavík til uppbyggingar framtíð- arhafnar og atvinnu- þróunar. Landnotkun í Geldinganesi Aðalskipulag Reykjavíkur 1996- 2016 gerir ráð fyrir að á megin- þorra Geldinganess geti verið at- vinnulóðir og/eða íbúðarlóðir. Nánari útfærsla og ákvarðanir verða teknar á næstu árum. Það er ekki tímabært að taka endan- lega ákvörðun um landnotkun á ■yr.orðan- og vestanverðu nesinu fyrr en frekari framkvæmdaáform liggja fyrir af hálfu ríkisvaidsins um Sundabraut. Sjálfstæðismenn hafa því ekki tilefni til að gera ágreining um þennan þátt Aðal- skipulagsins eins og þeir kusu að gera við afgreiðslu þess nú í haust. Ný höfn í Eiðsvík Til þessa hefur enginn ágrein- ingur verið um það í borgarstjórn að framtíðarhöfn Reykvíkinga >tverði í Eiðsvík. I aðalskipulagi Reykjavíkur hefur um langt skeið verið gert ráð íyrir höfti þar og athafnasvæði tengt henni. Skipulag hafn- arsvæðisins var sam- þykkt ágreiningslaust í hafnarstjórn og fékk jákvæða umfjöllun í öðrum nefndum. Grjót- námið er liður í undir- búningi hafnarsvæðis- ins. I Aðalskipulaginu íyrir 1990-2010 var tekið fram að mikið grjótnám yrði í Geld- inganesi vegna hafnar- aðstöðu í Eiðsvík. Við fjárhagsáætlun 1998 sátu sjálfstæðismenn hjá við alla liði nema fjárhagsáætlun hafnar- innar sem þeir samþykktu. í henni er áætlað fyrir grjótnáminu þannig að i borgarstjórn 18. des- ember gerðu þeir hvort tveggja í senn: að greiða atkvæði gegn deiliskipulagi grjótnámsins og samþykkja fjárveitingu til verks- ins. Það skýtur skökku við að sjálf- stæðismenn skuli færa ágreining sinn um landnotkun á Geldinga- nesinu yfir á grjótnámið, sem er hluti hafnarsvæðis í Eiðsvík. Hafn- arsvæðið hafa þeir samþykkt og eru þeir því orðnir mjög tvísaga í málinu öllu. Blómlegt atvinnulíf - forsenda hagsældar Reykjavíkurhöfn gegnir mikil- vægu hlutverki í atvinnulífi borg- Sjálfstæðismenn gerðu hvort tveggja í senn, --------7------------- segir Arni Þór Sig- urðsson, greiddu at- kvæði gegn deiliskipu- lagi grjótnámsins sjálfs og samþykktu fjárveit- ingu til verksins. arbúa og landsins alls. Höfnin er lífæð sem við Reykvíkingar hvorki getum né viljum án vera. I nýrri stefnumótun hafnarinnar er stefnt að því að Reykjavík verði alþjóðleg miðstöð viðskipta og þjónustu í Norður-Atlantshafi. Til þess að svo megi verða er brýnt að tryggja höfninni framtíðarathafnarými og um það hafa allir borgarfulltrúar verið sammála. Með sameiningu Reykjavíkur og Kjalarness skap- ast nýir möguleikar, m.a. með því að skipuleggja íbúðarbyggð með- fram ströndinni. Blómlegt atvinnu- líf er forsenda hagsældar og höf- uðborgin þarf í því efni að leggja sitt af mörkum. Hafnarsvæðið í Eiðsvík er liður í þeirri uppbygg- ingu sem ekki má tefla í tvísýnu eins og Sjálfstæðismenn virðast ætla að gera. Höfundur er borgarfulltrúi R-list- a/is og formaður hafnarstjdrnar. Árni Þór Sigurðsson Borgin fyrir borg*arbúa REYKJAVIKUR- BORG er þjónustufyr- irtæki borgarbúa. Hún á að veita sem besta þjónustu og stuðla að því að hámarka velferð íbúanna. Þetta á að vera markmið borgar- fulltrúa. Fulltrúaráð Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík valdi mig '*'til að taka þátt í próf- kjöri Reykjavíkurlist- ans fyrir komandi kosningar. Atvinna skapar þjónustu Til að halda uppi vel- ferð verða tekjur að Stefán Jóhann Stefánsson skapast í borginni með atvinnu sem flestra á vinnualdri. Fyrirtækjum þarf að veita eins góða aðstöðu og unnt er svo að þau geti skilað viðunandi af- komu. Þetta hefur tekist bærilega í Reykjavík og at- vinnuleysi er nú með því lægsta frá 1992. Uppeldis- og vel- ferðarmál Borgarstjórn á að stuðla að góðum grunnskóla, þar sem metnaður er lagður í að auka fæmi nem- enda. Jafnframt á skólinn að vera ánægjulegur sam- verustaður fyrir nem- endur og kennara, og fyrir foreldra þegar svo ber undir. Það þarf einnig að efla starfsemi leikskóla og hlúa þannig að ungmennum að þau finni verk- efni við sitt hæfi. I því skyni má t.d. auka samstarf skóla við íþróttafélög, tónlistarskóla og aðra aðila, svo að sem flestir geti notið uppbyggjandi frístundastarfs og leiðist síður á villigötur. Að mörgu er að hyggja. Sam- göngur og skipulagsmál þurfa að vera í lagi og í sem bestri sátt við íbúa og lífríki. Og borgin þarf að Glæsilegur nærfatnaöur BLIKKAS hf Símar 557 2000 og 557 7100 Skemmuvegi 36 Bleik gata KÓPAVOGI Laugavegi 4, sími 551 4473 bæta lífskjör þeirra sem vegna sjúkleika eða annars hafa ekki tök á að afla sér tekna til jafns á við þá sem eru fullhraustir og á vinnu- aldri. Þjónusta við borgarbúa hef- ur á margan hátt verið bætt og aukin á tímabili Reykjavíkurlist- ans um leið og festa hefur verið í fjármálastjóm eins og afkomutöl- ur sýna. Eftirlíkingar Fyrir síðustu kosningar reyndi íhaldið að líkja eftir stefnu Reykja Skólinn á að vera ánægjulegur samveru- staður fyrir nemendur og kennara, segir Stef- án Jóhann Stefánsson, og veita þarf börnum og unglingum tóm- stundastarf við hæfi. víkurlistans í þeirri von að halda völdum. Það dugði ekki þá. En nú hefur íhaldið leitað að frambjóð- anda sem nálgast getur ímynd borgarstjóra. Hvomgt breytir því að gamli valdakjarninn er fyrst og fremst handbendi ákveðinna þröngra sérhagsmuna. Reykjavíkurlistinn hefur sýnt það að borgin er fyrir borgarbúa alla. Klíkuskap við úthlutanir hef- ur verið útrýmt, en í staðinn settar skýrar reglur. Vegna þessa og margs annars er brýnt að borgar- búar fylki sér um Reykjavíkurlist- ann í komandi prófkjöri og í kosn- ingum til borgarstjómar í vor. Höfundur er frambjóðandi (próf- kjöri Reykjavfkurlistans fyrir kom- andi borgarstjómarkosningar. Verslimarmið- stöðin Smáralind í Kópavogi AÐ UNDANFORNU hefur mik- ið verið rætt um áform ýmissa aðila um uppbyggingu verslunarhúsnæð- is á höfuðborgarsvæðinu. I sjón- varpsfréttum nýverið var rætt um að samanlagðar áætlan- ir fjárfesta gengju út á það að tvöfalda gólfflat- armál verslunarhús- næðis á svæðinu á nokkrum árum. I því reikningsdæmi gleymd- ist reyndar að telja með allar verslanir í mið- borg Reykjavíkur og á svæðinu í kringum Ar- múla og Skeifuna, hvort sem það var með vilja gert eða ekki. Mest hefur verið rætt um væntanlega verslunarmiðstöð, sem hlotið hefur nafnið Smáralind og á að rísa í Kópavogsdal við Reykjanesbraut. Gert er ráð fyrir að gólfflatarmálið verði nálægt 45.000 m2 eða um 50% meira en í Kringlunni. Staðsetning Smára- lindar verður eins og best verður á kosið, bæði nálægt miðju höfuð- borgarsvæðisins og eins vel. stað- sett gagnvart stofnbrautakerfinu. Það er ótvírætt til framdráttar fyrir Kópavogsbæ, segir Halla Halldórsdóttir, að fá svo stóran vinnu- stað sem verslunar- kjarninn Smáralind mun verða. Reykjanesbraut er ein þýðingar: mesta stofnbrautin á svæðinu. I næsta nágrenni við Smáralind er verslunarkjarninn Smáratorg, en bygging hans er langt komin og ráðgert að verslanir þar opni í mars á þessu ári. Samanlagt gólfflatar- mál verslana í Smáratorgi er um 14.000 m2. Einkum eru það ráðamenn í Reykjavík sem sjá ofsjónum yfir þessari uppbyggingu verslunarmið- stöðva í Kópavogi. Ég gæti skilið þá umræðu, ef þessi stóra verslun- armiðstöð ætti að lenda á útjaðri höfuðborgarsvæðisins, þar sem ekki væri von á íbúafjölgun í næsta nágrenni, en það er öðru nær. Eins og áður er getið, verður Smáralind staðsett nálægt miðju höfuðborgar- svæðisins. Jafnframt verður versl- unarmiðstöðin vel staðsett gagn- vart nýju hverfunum í Kópavogi, þ.e. Smárahverfi og Lindahverfi, en íbúar í þeim hverfum verða nálægt 7 þúsund. Þarna er einn meginvaxt- arbroddur höfuðborgarsvæðisins, en íbúum í Kópavogi fjölgaði um 1.250 manns á síðasta ári. Ef á ann- að borð er þörf fyrir nýja verslun- armiðstöð af þessari stærðargráðu, þá er ekki hægt að hugsa sér betri staðsetningu. Eftir að hafa hlustað á niðurstöður athugana sem vænt- anlegir fjárfestar Smáralindar hafa staðið fyrir, þá er ég persónulega sannfærð um að þörfin sé fyrir hendi. Allt bendir til þess að á næstu árum verði mikil aukning í veltu smásöluverslunar á höfuð- borgarsvæðinu. Spáð er töluverðri aukningu á kaupmætti einstakling- anna auk þess sem reiknað er með áframhaldandi fólksflutningum frá landsbyggðinni til höfuðborgar- svæðisins. Ibúafjöldinn á svæðinu er í dag um 165.000, en gert er ráð fyrir að hann verði um 195.000 eftir 10 ár, þ.e. 7 árum eftir að Smáralind verð- ur orðin að veruleika. Eflaust eru þessir fólksflutningar þjóðhagslega óhagkvæmir, en þetta er einfald- lega það sem fólk vill og að mínum dómi vonlítið að snúa þessari þróun við. Ekki má gleyma því í þessari umræðu að það eru uppi áform um stækkun verslunarmið- stöðva á fleiri stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Meðal annars er fyrir- hugað að stækka Kringluna umtalsvert. Má ekki alveg eins spyrja, hvort þær fyrir- ætlanir séu þjóðhags- lega hagkvæmar? Ég man ekki betur en ákvörðun um stækkun Kringlunnar hafi verið tekin eftir að fréttist af áformum undirbún- ingsfélags Smáralindar. Þótt við stjórnmálamennimir teljum okkur hafa vit á ýmsu, þá getum við ekki endalaust haft vit fyrir fólki. Ef hópur fjárfesta vill leggja fé sitt í byggingu stórrar verslunarmiðstöðvar á stað þar sem á annað borð er gert ráð fyrir versl- un í skipulagi, er hæpið fyrir sveit- arstjórn í viðkomandi sveitarfélagi að reyna að breyta ákvörðun fjár- festa og reyna að fá þá til að minnka verslunarmiðstöðina, nema til þess liggi vitrænar skipulagsleg- ar forsendur. I sumum tilvikum þarf t.d. að byggja upp fyrir vissa stærð til að tryggja aðdráttarafl verslunarmiðstöðvarinnar. Það er engum betur treystandi en verslun- areigendum til að dæma um það, hver sé hagkvæmasta stærðin. A hinn bóginn þarf viðkomandi sveit- arfélag að gera upp við sig hvar sé best að staðsetja verslunarmið- stöðvar. Með sama hætti þurfa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæð- inu að semja um það sín á milli, hvar stærstu verslunarkjörnunum er best. fyrir komið. Best er að taka á slíku í svokölluðu svæðisskipu- lagi, þar sem lagðar eru meginlín- umar í skipulagi höfuðborgarsvæð- isins. Til er svæðisskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið frá árinu 1985 og er í því skipulagi gert ráð fyrir verslunarhverfi á þeim stað sem Smáralind á að rísa. Borgaryfirvöld hafa ekki gert athugasemd við þetta skipulag. Það er því skrýtið að þau séu að fetta fingur út í vænt- anlega framkvæmd skipulagsins. Hvorki bæjaryfirvöld í Kópavogi né kaupmenn í miðborg Reykjavíkur voru spurð um leyfi þegar ákvarð- anir um byggingu Kringlunnar voru teknar á sínum tíma. Það er ótvírætt til framdráttar fyrir Kópavogsbæ að fá svo stóran vinnustað sem verslunarkjarninn Smáralind mun verða. Gert er ráð fyrir að þar muni vinna um 1000 - 1200 manns. Engum blöðum er um það að fletta að tilkoma Smáralind- ar flýtir fyrir uppbyggingu enn frekari verslunar en þó einkum þjónustufyrirtækja í næsta ná- grenni. Um leið og áform um Smáralind lágu fyrir jókst verulega eftirspurn eftir lóðum undir þjón- ustustarfsemi í næsta nágrenni. Oll- um má vera ljóst, að hin hraða upp- bygging nýrra íbúðarhverfa í Kópa- vogi hefúr flýtt fyrir og tryggt ákvarðanir um uppbyggingu Smáralindar. Ég er stolt af því að hafa tekið þátt í þeim ákvörðunum bæjaryfirvalda sem leiddu til þess að þessi mikla verslunarmiðstöð er að verða að veruieika um aldamótin. Höfundur er forseti bæjarstjómar Kópavogs. Halla Halldórsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.