Morgunblaðið - 13.01.1998, Síða 53

Morgunblaðið - 13.01.1998, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1998 53 i i i í i i i i : i i i i i i i 4 i i i i i i j i i J i 1 FRÉTTIR Málþing um skattborg arann og skattkerfíð „GJALDIÐ keisaranum það sem keisarans er...“ Skattborgarinn og skattkerfíð er heiti á opnu mál- þingi sem Félag löggiltra endur- skoðenda og Lögmannafélag Is- lands gangast fyrir föstudaginn 16. janúar nk. á Hótel Loftleiðum, Þingsölum 1-4, kl. 13.20-16.30. Að undanfornu hafa skattamál verið ofarlega á baugi í fjölmiðlum. Tilefnið er m.a. nýlegir dómar Hæstaréttar íslands sem hafa vak- ið athygli meðal almennings, lög- manna og löggiltra endurskoðenda. Þá vakti einnig verulega athygli hugmynd Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra um stofnun sérstaks embættis umboðsmanns skatt- borgaranna, segir í fréttatilkynn- ingu. Markmiðið með málþinginu er að vekja umræðu í þjóðfélaginu, í skattkerfinu og hjá löggjafanum um stöðu skattborgaranna gagn- vart skattframkvæmdavaldinu, um setningu laga og reglna á sviði skattaréttar, um skattálagningu, skattinnheimtu og viðurlög og hvemig tekið er á ágreiningsmál- um í stjómsýslunni og fyrir dóm- stólum. Davíð Oddsson forsætisráðherra ávarpar málþingið við setningu þess. Framsögumenn verða Krist- inn Bjarnason, héraðsdómslögmað- ur, en hann fjallar um lagasetningu á sviði skattamála þ.á m. hvort lög- gjafarvaldið dragi taum fram- kvæmdavaldsins á sviði skattarétt- ar og refsiheimildir. Kristján Gunnar Valdimarsson, skrifstofu- stjóri hjá Skattstjóranum í Reykja- vík, fjallar um skattaframkvæmd frá sjónarhóli framkvæmdavalds- ins, Olafur Nilsson, löggiltur end- urskoðandi, ræðir um framkvæmd og eftirlit samkvæmt skattalögum m.a. um það hvort jafnræði ríki með gjaldendum og gjaldkrefjend- um og Árni Tómasson, löggiltur endurskoðandi, fjallar um skipan og starfssvið yfirskattanefndar. Loks mun Jón Steinar Gunnlaugs- son hæstaréttarlögmaður fjalla um dómsúrlausnir í skattamálum m.a. út frá því sjónarmiði hvort skatt- borgarar hafi verið látnir njóta fullnægjandi verndar eins og þeir eiga rétt til samkvæmt stjórnar- skránni. Að lokinni framsögu verður pall- borðsumræða. Auk framsöguerinda mun Sveinn Jónsson, löggiltur end- urskoðandi taka þátt í henni. Ráð- stefnustjóri verður Óli Bjöm Kára- son, ritstjóri Viðskiptablaðsins. Málþingið er opið öllum þeim sem hafa áhuga á skattamálum hér á landi. Þátttökugjald er 3.600 kr. Þátttöku ber að skrá fyrirfram á skrifstofu Lögmannafélags ís- lands. Fyrirlestur um sildveiðar Svía við Island HREFNA M. Karlsdóttir sagníræð- ingui' heldur fyrirlestur fimmtudag- inn 15. janúar í boði Rannsóknaset- urs í sjávarútvegssögu og Sjóminja- safns Islands og nefnist hann: Síld- veiðar Svía við ísland 1945-1962. Fyrirlesturinn verður fluttur í Sjóminjasafni íslands, Vesturgötu 8 í Hafnarfirði, og hefst kl. 20.30. Fyr- irlesturinn, sem styrktur er af Spari- sjóði Hafnarfjarðar, er öllum opinn og hefst eins og áður segir kl. 20.30. Ron Phillips á Islandi DR. RON Phillips, for- stöðumaður Central Baptist Church, í Bandaríkjunum verður staddur hér á landi dag- ana 13.-15. janúar. Hann er mörgum kunnur úr sj ónvarpsþáttunum „Boðskapur Central Baptist kirkjunnar“ sem Ron phllI,Ps sýndir eru á sjónvarpsstöðinni Omega. I kvöld verður hann í viðtali í beinni útsendingu í Kvöldljósi á Omega kl. 21.30. Ron Phillips hefur áhuga á að hitta sem flesta leiðtoga kristilegs starfs á íslandi meðan hann er hér á landi þar sem hann hefur áhuga á að halda hér stórsam- komu síðar á árinu. Á morgun, miðvikudag- inn 14. janúar, verður samkoma með honum í Hvíta- sunnukirkjunni Fíladelfíu, Há- túni 2, kl. 19.30 og eru allir vel- komnir á þá samkomu. Úr dagbók lögreglunnar Fámennt í miðborg á rólegri helgi 9. til 12. janúar HELGIN var fremur róleg hjá lög- reglu. Fámennt var í miðbænum á föstudag en heldur fleira á laugar- daginn. Um helgina voru 14 ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur. Þá voru hátt á níunda tug ökumanna stöðvaðir vegna hraðakst- urs og urðu sumir þehTa að sjá á eft- ir skírteinum sínum. Lögreglu var tilkynnt um árekstur á Stekkjar- bakka á föstudagskvöld og hafði annar ökumanna ekki sinnt laga- skyldu sinni og stöðvað. Lögreglu tókst með aðstoð vegfaranda að stöðva bifreiðina í Skeifunni eftir nokkra eftirfor. Ökumaðurinn var handtekinn meðal annars vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis. Umferðarslys Bifreið var ekið á gangandi veg- faranda í Lönguhlíð við Mávahlíð á föstudag um klukkan 20. Sá gang- andi var fluttur á slysadeild til að- hlynningai- en hann er talinn fót- brotinn og með áverka á öxl og höfði. Þá var ungabarn sem var í bifreiðinni flutt á slysadeild vegna glerbrota sem fóru yfir það. Þá varð árekstur á Njálsgötu er bifreið var ekið utan í aðra kyrr- stæða. Við skoðun kom í ljós að öku- maðurinn, sem hafði valdið tjóninu, var aðeins 14 ára en auk þess að hafa ekki ökuréttindi er hann grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Ekið var á stúlku á reiðhjóli í Pósthússtræti um miðjan laugar- dag. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið en meiðsli voru ekki talin alvarleg. Innbrot Brotist var inní skóla í Grafarvogi og þaðan stolið tækjabúnaði. Þá var farið inní lagerhúsnæði hjá verslun- arfyrirtæki í Skeifunni. Einhverju var stolið af sælgæti, snyrtivörum og fatnaði. Þá var brotin rúða í hljómtækjaverslun í Skeifunni á laugardagsmorgun. Úr útstillingar- glugga var stolið hljómtæki og myndbandstæki. Líkamsmeiðingar Karlmaður var fluttur á slysa- deild með gat á höfði og vankaður eftir að dyravörður veitingahúss í miðbænum hafði hent honum út. ----------------- LEIÐRÉTT Formaður N eytendasamtakanna í VIÐTALI við Jón Magnússon lög- mann í síðustu viku kom fram að hann hefði verið formaður Neyt- endasamtakanna frá árunum 1978-1981. Hið rétta er að þá var Reynir Armannsson formaður sam- takanna en Jón sat í stjórn þeirra. Jón var formaður Neytendasamtak- anna frá 1982-1984. ___'TWf'l? rw- tbyb ’-v tVriVt 1 \\ #_ -lo ■' iMS' v ____ .• ^ dMl*6 Glcðiborgm þar sem þú uppliíir skoska rómantík, ósvikna kráarstemningu og eftirminnilega skemmtun. Heimsborgin þar sem bíða þín veitingastaðir, notalegir pöbbar, leikhús, skemmtistaðir, söfti og ysmiklar verslunargötur. Verðfrá Verðfrá 23.210kL 28.610kr. á iiiann í tvíbýli í 2 nætur með morgunverði á Charing Cross Tower. á mann í tvíbýli í 3 nætur með morgunverði á Blakemore Hotel. Flogið er út á lhnnitudagskvöldi og heim aftur á suimudagskvöldi. knnmni Þessi tilboð eru í gildi frá 15. janúar til 21. mars Greiða mánlla upphæðina með raðgreiðslu. Raðgreiðslur EIIRO og VISA til 24 mán. Hver greiðsla þó að lágmarki 2.500 kr. Hafðu samband við söluskrilstoftir okkar, ferðaskrifstoftimar eða slmsöludeild Flugleiða í síma 50 SO100 (svarað mánud. - fösmd. kl. 8 -19 og á laugard. kl. 8 -16). 'Innifalið: flug, gisting með moiguvcrði og flugvallarskattar. FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferðafélagi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.