Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998
MORGUNB LAÐIÐ
FRÉTTIR
Verður viljinn
til skattsvika
upprættur?
Mikil umræða hefur verið um skattyfírvöld
-------7----------------------
undanfarið. I gær var haldinn fundur á vegum BSRB
þar sem hin hliðin var rædd, skattsvik. Karl Blöndal
fylgdist með erindum þriggja framsögumanna um
spurninguna „Hvernig á að uppræta skattsvik?“
Morgunblaðið/Kristinn
SKATTSVIK voru rædd á fundi, sem BSRB stóð fyrir í gær.
„HVERNIG á að uppræta skattsvik?" var yf-
irskrift málstofu, sem haldin var á vegum
Bandalags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB)
síðdegis í gær, og sagði Ögmundur Jónasson,
þingmaður og formaður BSRB, í upphafi að
allir, sem til þekktu, vissu að neðanjarðarhag-
kerfíð á Islandi væri stórt: „Menn eru á einu
máli um að það þurfi að minnka, en spurningin
er hvernig við eigum að bera okkur að við að
ná því markmiði.“ Svörin voru á þá leið að
draga þyrfti úr vilja skattborgara og stjórn-
enda fyrirtækja til að svíkja undan skatti, en
undanskotsleiðirnar væru margar og ógern-
ingur að uppræta skattsvik með öllu.
Ef til vill hægt að takmarka
Skúli Eggert Þórðarson, skattrannsóknar-
stjóri ríkisins, hóf mál sitt á að segja að það
væri mikið í lagt að ætla að stöðva skattsvik:
„En ef til vill er hægt að takmarka þau eitt-
hvað.“
Skúli Eggert sagði að hugtakið skattsvik
væri sjaldan notað í lögum og hefði oft verið
talið fremur óljóst, til dæmis hvort það taki
bæði til þess þegar brotið væri framið af
ásetningi og stórkostlegu hirðuleysi, en í
fræðibókum væri yfírleitt litið til hins fyira.
„Formlega taka skattsvik til allra refsi-
verðra brota gegn skattalögum óháð því hvaða
tegund skattstofna er um að ræða,“ sagði
hann.
Hann kvað algengast að rekstrartekjur
væru duldar og skattskyld velta vantalin, ekki
væri staðið í skilum vörslufjár og síðan væri
ný aðferð til að komast undan því að greiða
virðisaukaskatt með því að stofna ný og ný
fyrirtæki, skilja eftir skelina af því gamla og
þar með skattana. Þá væru dæmi um að at-
vinnufyrirtæki væru sett á svið og væri Vatns-
beramálið frægasta dæmið en þau væru fleiri.
„Hér er raunverulega á ferð samnefnari við
fjársvik," sagði hann. „Ekki er aðeins um að
ræða skattsvik heldur er beinlínis gert út á
ríkissjóð og náð út stórkostlegu fjármagni.“
Hann dvaldi við virðisaukaskattinn og sagði
að mikil brögð væru að því að reynt væri að
oftelja innskatt og vantelja útskatt. Innskattur
er sú upphæð, sem aðili greiðir í vii-ðisauka
þegar hann kaupir vöru eða þjónustu af öðr-
um, en útskattur sú upphæð, sem bætist við er
aðili selur vöru eða þjónustu. Þegar gert er
upp gagnvart skattyfírvöldum er innskattur-
inn dreginn frá útskattinum og mismunurinn
er sú upphæð, sem viðkomandi aðili er með í
vörslu fyrir ríkissjóð og ber að greiða skattin-
um. Sagði Skúli Eggert að til dæmis væri út-
skattinum ekki skilað, en stöðugt endurheimt-
ur innskattur eða lagðar inn falsaðar nótur.
Græðgi helsta ástæðan
Hann rakti nokkrar mögulegar ástæður fyr-
ir skattsvikum, efnahagslegar, fjármögnun
neyslu, oft væri sagt að hátt skatthlutfall
hvetti til freistinga, skattalög væru flókin,
menn gætu fengið vafasama ráðgjöf, en helsta
ástæðan væri hreinlega græðgi.
Hann sagði að ýmislegt hefði þegar verið
gert til að sporna við skattsvikum. Tímamóta-
lög hefðu verið sett 1995 um bókhald og árs-
reikninga. Ákvæði hefði verið sett í hegningar-
lög um að skattsvik væru refsiverð líkt og önn-
ur fjármunabrot. Þá hefði verið sagt lágmark
sektar þannig að refsingar væru áfram að
minnsta kosti tvöföld sú upphæð, sem dregin
var undan skatti, en hámark tíföld sú upphæð
og sex ára fangelsi.
Ymislegt væri hægt að gera til viðbótar.
Herða mætti fyrirbyggjandi eftirlit til að koma
í veg fyrir skattsvik, tryggja skilvirkni með-
ferðar skattsvikamála og ekki síður innheimt-
unnar. Þá mætti efla framkvæmd skattheimt-
unnar með skýrari lagafyrirmælum. Megin-
vandinn væri hins vegar einn: „Það er viljinn
til undandráttar," sagði hann. „Viljinn til þess
að leika á skattyfírvöld, komast hjá greiðsl-
unni og allt of mörgum þykir það ekki athug-
unarvert. Það er borin von að ætla að uppræta
skattsvik meðan þessi vilji er til staðar."
Árni Tómasson endurskoðandi, sem á mál-
þingi Félags löggiltra endurskoðenda og Lög-
mannafélags íslands fyrir viku vakti athygli
með harðri gagnrýni á yfirskattanefnd, tók í
gær að miklu leyti undir með Skúla Eggerti.
Hann sagði að lykilatriði væri að sátt ríkti um
skattlagningu. „Þar þarf að gæta ákveðins
hófs, menn þurfa að sjá samhengi milli skatt-
lagningar og ráðstöfunar peninganna og ræða
mál og kynna vel,“ sagði hann. „Ég tel að þetta
sé mjög mikilvægur þáttur í að draga úr
skattsvikum."
Hann nefndi sérstaklega að gæta þyrfti hófs
í því hvað væri skattlagt og væri dæmi um það
þegar sú hugmynd hefði vaknað að skattleggja
berjatínslu. Annað væri ákvörðun skatthlut-
falls vegna þess að reynsla sýndi að því hærra
sem hlutfallið væri þeim mun meiri væri freist-
ingin til að stunda skattsvik. I þriðja lagi væri
mikilvægt að samræma skattframkvæmdir
vegna þess að yrðu menn varir við það að harð-
ar væri gengið fram í einu skattumdæmi en
öðru skapaðist óánægja. Þar mætti gæta meira
samræmis, en gert væri í dag.
„Öruggasta leiðin til að búa til skattsvikara
er að setja ósanngjörn lög og framfylgja þeim
af þjösnaskap," sagði hann. „Ég tel jafn mikil-
vægt að gæta hófsemdar og að halda aga.“
Árni sagði lykilatriði að tekjuskráning fyrir-
tækja væri í lagi vegna þess að þegar henni
væri ábótavant færu fjármunir fram hjá kerf-
inu. Áherslur skattyfirvalda ættu frekar að
vera fólgnar í að fylgjast með tekjuskráningu
en að togast á um hvort kostnaður væri frá-
dráttarbær eða ákveðnum formsatriðum fylgt.
Misbrestur á tekjuskráningu
Hann sagði að misbrestur á tekjuskráningu
virtist fylgja einstökum atvinnugreinum, sem
hann vildi ekki nefna, en einnig væri einstak-
lingsbundin þjónusta seld einstaklingum ofar-
lega á listanum. Hann tók dæmi um mann, sem
seldi vinnu sína á 100 krónur ef reikningur
væri útgefínn, en byði að slá af 20 krónur með
nótulausum viðskiptum. Þar af væri virðis-
aukaskattur 20 krónur, tryggingagjald fjórar
krónar, tekjuskattur í mesta lagi 35 krónur og
eftir væri 41 króna. Þá væri ótalið markaðs-
gjald, skerðing á ýmsum bótum, afborganir af
námslánum, sem væru í hlutfalli við tekjur, og
fleira, sem gæti leitt til þess að upphæðin yrði
lægri.
„Ég veit að hendur skattyfirvalda eru
bundnar, en það er einfaldlega hægt að segja
við fólk: „Ef þér eru boðin nótulaus viðskipti,
láttu ekki bjóða þér 20 króna afslátt, farðu
fram á 50 krónur“,“ sagði hann. „Þetta er svip-
að og að gera þjófa atvinnulausa með því að
kaupa ekki af þeim góss. Ég held að mönnum
sé nefnilega ekki ljóst hvað verið sé að bjóða
vegna þess að sá, sem sleppir því að gefa út
reikninginn er að taka lang mest til sín, en yrði
hann beðinn um að slá meira af myndi hann
einfaldlega segjast gefa út reikning."
Indriði Þorláksson, skrifstofustjóri í fjár-
málaráðuneytinu, svaraði einkum þeh'ri gagn-
rýni, sem undanfarið hefur komið fram á skatt-
yfirvöld og þá sérstaklega yfirskattanefnd.
Sagði hann að sú umræða hefði verið mjög ein-
hliða og ósanngjarnt væri að halda því fram að
störf hennar leiddu til ójafnræðis.
Nokkrar fyrirspurnir komu fram á fundin-
um og þar var í tvígang nefnt atriði, sem frum-
mælendurnir þrír sneiddu hjá: áhrif meðferðar
skattpeninga á viljann til að gjalda skatt.
„Ég held að besta ráðið gegn skattsvikum
væri að hemja svolítið þessa gegndarlausu
skattheimtu ííkisins," sagði Björn Loftsson,
sem lýsti sjálfum sér sem löggiltu gamalmenni,
í fyrirspurn. „Svo er annað atriði, sem hefði
mikil áhrif á skattsvik og það er að menn sjái
að skattpeningunum sé varið vel og skynsam-
lega. En þegar maður sér þetta endalausa
bruðl og það sem yfirvöld gera til að skara eld
að sinni köku og sóa fjármunum í tóma vit-
leysu verður það til þess að fólk sættir sig ekki
við að borga skattana. Ef þetta tvennt væri
lagfært þá hygg ég að skattsvikin myndu
hverfa að miklu leyti.“
Ögmundur Jónasson tók upp hanskann fyi’-
ir kerfið og sagði að skattheimta á Islandi
væri minni en í nágrannalöndunum. En rétt
væri að það ýtti undir viljann til að svíkja und-
an skatti ef bruðlað væri með skattféð.
Samningur undirritaður um nýtinjyu húsnæðis í Reykholti undir gisti- og veitingarekstur
Ahersla lögð á tengsl
við söen staðarins
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
og hjónin Óli Jón Ólason og Stein-
unn Hansdóttir hafa undirritað
samning um að þau taki á leigu
heimavistarhúsnæði Reykholts-
skóla í Borgarfirði, ásamt einbýlis-
húsi og geymsluaðstöðu.
í fréttatilkynningu frá ráðuneyt-
inu segir að leigutakar hyggist
bjóða þjónustu sína allt árið og að
auk hefðbundins gisti- og veitinga-
rekstrar verði lögð áhersla á tengsl
við sögu staðarins og að sinna minni
hópum af ýmsu tagi.
Allar hugmyndir skoðaðar af
óháðum ráðgjafa
Leigusamningurinn er til fimm
ára frá síðustu áramótum að telja.
Upphæð leigunnar er 10% brúttó-
tekna af allri sölu gistingar, veitinga
og þjónustu, þó þannig að leiga skal
aldrei fara niður fyrir ákveðin mörk
sem fara stighækkandi milli ára.
Leigutaki hefur kauprétt á hinu
leigða og skal kaupverð þá vera 65
milljónir króna, framreiknað miðað
við byggingarvísitölu í desember
1997. Leigugreiðslur er leigutaki
hefur innt af hendi skulu ganga upp
í kaupverð eignanna. Við síðari sölu
á menntamálaráðuneytið forkaups-
rétt að eignunum.
Tildrög samningsins eru þau að
sl. vor var skólahaldi hætt í Reyk-
holti. Auglýst var eftir hugmyndum
um starfsemi sem gæti fallið að
staðháttum í Reykholti og voru þeir
sem hefðu hug á að standa þar að
rekstri beðnir að gefa sig fram.
Margar tillögur bárust og kváðust
sex aðilar reiðubúnir að standa að
því að hrinda eigin hugmyndum í
framkvæmd ef rekstrarforsendur
leyfðu. Voru allar hugmyndir um at-
vinnustarfsemi í Reykholti skoðað-
ar, m.a. af óháðum ráðgjafa, og varð
niðurstaðan sú að gengið var til
samninga við þau Óla Jón og Stein-
unni.
Enn ekki tekin ákvörðun um
nýtingu gamla skólahússins
Hagsýsla ríkisins kom fram fyrir
hönd menntamálaráðuneytisins við
samningagerðina og var náið sam-
ráð haft við heimamenn, eftir því
sem fram kemur í fréttatilkynning-
unni. Þá segir einnig að ráðuneytið
telji að nýting heimavistarhúsnæðis
og mötuneytis með þessum hætti
undir stjórn og á ábyrgð einkaaðila
auðveldi aðra starfsemi á staðnum,
m.a. á vegum Snorrastofu, sem
sinnir vísindum, menningu og list-
um.
Menntamálaráðuneytið hefur enn
ekki tekið ákvörðun um nýtingu
gamla skólahússins í Reykholti, en
það hefur látið athuga hvort húsið
henti fyrir varaeintaka- og
geymslubókasafn á vegum Lands-
bókasafns íslands - Háskólabóka-
safns. Telur ráðuneytið að með
slíkri ráðstöfun á hluta húsakostsins
myndu forsendur fyrir starfi
Snorrastofu enn styrkjast.