Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C 18. TBL. 86. ÁRG. FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Fyrsta útimessa Jóhannesar Páls II páfa á Kúbu Gagnrýndi stöðu kirkj- unnar og* fóstureyðingar Santa Clara. Reuters. JOHANNES Páll II páfi réðst harkalega á það að fóstureyðingar skuli leyfðar á Kúbu, í fyrstu mess- unni, sem hann heldur þar í landi. Messaði páfi undir berum himni í borginni Santa Clara að viðstöddum um 50.000 manns. Var messunni sjónvarpað beint á Kúbu en ákvörð- un um það var tekin á síðustu stundu. Fjöldi fóstureyðinga er framkvæmdur á hverju ári á Kúbu og í fyrra urðu þær fleiri en barns- fæðingar. Páfí gagmýndi þjóðfélög þar sem fóstureyðingar væru leyfðar, en slíkt væri ætíð, auk þess að vera glæpur, „heimskuleg þrautpíning manneskjunnar og samfélagsins". Pá sagði páfí að allt of margt ungt fólk gerði sig bert að lauslæti og allt of auðvelt væri að fá lausn sinna mála með fóstureyðingu. Búast má við að páfi hafi rætt fóst- ureyðingar og hjónaskilnaði á fundi sem hann átti með Fidel Castro, leið- toga Kúbu, í nótt að íslenskum tíma. Castro og páfí áttu viðræður árið 1996 og þá kvaðst Castro mótfallinn fóstureyðingum, þótt þær væru leyfðar. Páfí nefndi einnig stöðu kaþólsku kirkjunnar á Kúbu en skólum á veg- um kirkjunnar var lokað snemma á sjöunda áratugnum. Sagði páfí að stjórnvöld hefðu ekki rétt á að „yfir- taka hlutverk foreldra". Þeir ættu að geta valið börnum sínum menntun sem tæki mið af trúnni. Var orðum hans ákaft fagnað. Santa Clara er ekki síst þekkt fyr- ir að þar eru jarðneskar leifar bylt- ingarhetjunnar Che Guevara grafn- ar. Alls kyns minjagripir tengdir Che njóta mikilla vinsælda en þeir hafa orðið að víkja fyrir myndum, derhúfum og öðru tengdu komu páfa. í dag messar páfi í borginni Camaguay. ■ Castro segir margt iíkt/20 Reuters KAÞÓLIKKAR flykktust til borgarinnar Santa Clara í gær til að hlýða á messu páfa. Hvergi nema á Italíu Róm. The Daily Telegraph. LEIGUMORÐINGI á vegum mafíunnar fékk það verkefni að myrða konu sem hafði óhlýðnast skipunum yfir- manns síns, en morðinginn varð ástfanginn af konunni áður en hann gat lokið verk- inu. Hann heitir Pietro Mancuso, 32 ára, og konan heitir Francesca Gemelli, 29 ára. Þau búa nú saman og njóta lögregluverndar eftir að hafa veitt yfírvöldum upplýsingar er leitt hafa til handtöku 19 fíkniefnasala. Arafat fundar með Bandaríkjaforseta Clinton telur „mikið í húfí“ YASSER Arafat, forseti heima- stjórnar Palestínumanna, sagði í gær að hann hefði á fundi sínum með Bill Clinton, Bandaríkjaforseta, farið fram á að Bandaríkjamenn legðu hai-t að ísraelum að flytja á brott herlið sitt frá stærri svæðum á Vest- urbakkanum. Arafat sagðist „ekki vera að biðja um tunglið". Forsetarnir áttu tvo fundi í gær, en eftir fyrri fundinn sagðist Clinton telja að „mikið væri í húfi“ að friðar- umleitunum í Mið-Austurlöndum yi'ði komið af stað. Fréttaskýrendur segja að á fundinum með Arafat í gær hafí Clinton ítrekað nauðsyn þess að kröfur Palestínumanna um skil ísraela á landi á Vesturbakkan- um byggðust á raunsæi. Þá hafí Clinton lagt til að Ai'afat héldi fund með Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra Israels, fyrir mOligöngu Bandaríkjamanna. Af þeim svæðum sem Israelar hersátu hafa þeir þegar látið heima- stjórn Palestínumanna eftir allt Gazasvæðið og 27% Vesturbakkans. Ekki mikill árangur Ekki er tekið fram í samningum ísraela og Palestínumanna hversu miklu meira land ísraelum beri að láta af hendi, en Netanyahu, hefur sagt að skilyrði fyrir frekara landafsali séu þau að Palestínumenn beiti sér af harðfylgi gegn hermdar- verkum múslímskra öfgamanna og að heimastjórn þeirra afturkalli op- inberlega kröfu um að Israelsríki ; verði eytt. Eftir fundinn í Hvíta húsinu í gær var ekkert sem benti til að mikill ár- angur hefði náðst, en Arafat lagði áherslu á mikilvægi þess að Banda- ríkjaforseti beitti áhrifum sínum, og kvaðst Arafat þess fullviss að þátt- taka Clintons myndi tryggja að frið- t arumleitanir kæmust á. Reuters KENNETH Starr ræðir við Qölmiðla úti fyrir skrifstofu sinni í gær. Bill Clinton harðneitar ásökunum um misferli Washington. Reuters. BANDARÍSKI saksóknarinn Kenneth Starr, sem stjómar rannsókn Whitewater-málsins, sagði í gær að athugun á nýjustu ásökununum í garð Bills Clintons, forseta, myndi hefjast án tafar. Sagðist Starr fullviss um að komist yrði að hinu sanna í málinu. Forsetinn er nú ásakaður um að hafa átt í ástar- sambandi við 24 ára stúlku er var í starfsnámi í Hvíta húsinu og reynt að hindra framgang réttvís- innar með því að hvetja stúlkuna, Monicu Lewin- sky, til meinsæris með því að ljúga til um sam- bandið er hún bæri vitni í máli Paulu Jones gegn Clinton. Þá beinist athygli fjölmiðla einnig að því, hvort forsetinn hafí sjálfur borið ljúgvitni. Clinton segir ekkert hæft í þessum ásökunum. Starr sagðist í gær ekki sjá neitt athugavert við þær aðferðir sem beitt hefði verið við rannsókn málsins, en fregnir herma að m.a. hafí upptöku- tæki verið falið á Lindu Tripp, vinkonu Lewin- skys, og samtöl þeirra um meint samband Lewin- skys við Clinton tekin upp án hennar vitundai'. í yfirlýsingu frá skrifstofu Starrs á miðvikudag voru staðfestar fregnir þess efnis að rannsókn hans á Whitewater-málinu svonefnda, er snýst um meint fjármálamisferli Clinton-hjónanna er forset- inn var ríkisstjóri í Arkansas, hefði verið aukin og næði nú yfir mál Lewinskys. Starr sagði í gær að þær rannsóknaraðferðir sem beitt hefði verið væru „hefðbundnar lög- gæsluaðferðir. Við sinnum þessari rannsókn með sama hætti og hverri annarri," sagði hann við fréttamenn í gær. Forsetinn sat í gær fundi með lögfræðilegum ráðgjöfum sínum, en Starr sendi forsetaembætt- inu stefnu á miðvikudag þai- sem farið var fram á að lögð yrðu fram gögn er tengdust málinu. Fréttastofan AP sagði í gær að á meðal þess sem farið hefði verið fram á væru skjöl þar sem greint væri frá því hvenær Lewinsky hefði farið inn í Hvíta húsið og út úr því. Clinton sagði í gær að hann myndi veita nánari upplýsingar um tengsl sín við Lewinsky. „Það er fjöldinn allur af spurningum sem ég tel viðeig- andi,“ sagði forsetinn við fréttamenn. „Þið eigið rétt á að spyrja þeirra og bandaríska þjóðin á rétt á að fá svör.“ The Washington Post greindi frá því í gær að bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefði í síðustu viku tekið upp samtal Lewinskys við Tripp, og síð- an reynt að telja hana á að leggja Starr lið í rann- sókn hans. Sagði blaðið að Clinton hefði neitað því, eiðsvarinn, að hafa átt í ástarsambandi við Lewin- sky, en játað að hafa gefíð henni gjafir. Var Starr sagður vera að kanna hvað hæft væri í fregnum um að forsetinn hefði m.a. gefið Lewinsky kjól. George Stephanopoulos, sem var fyrrum einn helsti ráðgjafi forsetans, sagði í viðtali við ABC- sjónvarpið að það væri ekki óalgengt að forseti gæfí gjafir, „en ég held að það geti verið erfitt að útskýi-a af hverju [hann] var að senda lærlingi kjól“. ■ Clinton í meiri vanda /30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.