Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 46
. 46 FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Tommi og Jenni BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Ræður enginn yfír Ríkisútvarpinu? Frá Veturliða Guðnasyni: FYRIR hönd Félags sjónvarps- þýðenda vil ég þakka Víkverja fyr- ir skjót og góð viðbrögð við gagn- rýni okkar á vinnubrögð hans í blaðamennsku og fýrir rökstudda og þar með fyllilega réttmæta gagnrýni á sjónvarpsþýðingar laugardaginn 17. janúar. Markmið okkar var einmitt að fá fram slíka gagnrýni, þar sem bent er á það sem miður fór, en ekki kveðnir upp sleggjudómar. Engin starfsgrein getur setið undir því. Við höfum barist fyrir því árum saman að fá fram vitræna umræðu um sjónvarpsþýðingar. Það er al- gjör misskilningur að við viljum vera ein um að benda á að þýðing- um fari hrakandi; þvert á móti höf- um við hvatt fjölmiðla til gagnrýni. En til þess að hún komi að gagni verður hún að vera málefnaleg. Við höfum margoft bent á að af hálfu Sjónvarpsins er ekkert innra eftirlit með gæðum þýðinga og að sú stefna Ríkisútvarpsins að hugsa fyrst og fremst um að hafa þýðing- ar sem ódýrastar hljóti að koma niður á gæðunum. Svörin eru þau að sjónvarpsþýð- ingar séu aðkeypt þjónusta og það sé skylda stofnunarinnar að halda kostnaði við hana í lágmarki. Gæð- in séu á ábyrgð þýðenda og standi þeir sig ekki megi alltaf fá nýtt fólk. Þetta frumskógarlögmál kann að vera gott og gilt gagnvart fyrir- tækjum sem bjóða þjónustu sína á almennum markaði en sjónvai-ps- þýðingar eru óvart svo sérhæfð starfsgrein að aðeins tvö fyrirtæki hafa þörf fyrir þjónustu okkar. Rafknúin Þetta undarlega viðhorf Ríkisút- varpsins til örfárra starfsmanna sinna, að það megi ekki fastráða þá og stofnuninni sé beinlínis skylt að borga þeim eins lítið og mögulegt er, gerir sjónvarpsþýðendur að réttlausum lausamönnum, girðir fyrir alla þróun í starfsgreininni og hlýtur að lokum að koma niður á gæðum þýðinganna. Sjálfur hef ég þýtt fyrir Sjón- varpið í tuttugu ár og þykist dóm- bær um það að ástandið fari sí- versnandi. Nú þýði ég vikulegan þátt, Miðmörk eða Middlemarch, byggðan á 150 ára gömlu ensku bókmenntaverki í fremstu röð. Helst þyrfti ég viku til að þýða þáttinn en get ekki leyft mér að taka nema þrjá daga til verksins því fyrir það fæ ég aðeins 20 þús- und krónur sem er verktaka- greiðsla en ekki laun. Þegar ég hef greitt lögboðin gjöld, skatta og kostnað sem fyrirtæki held ég eftir tæpum tíu þúsundum. Munaður eins og orlof og sjúkratrygging er þá auðvitað ekki meðtalinn. Við fengum hæstaréttarlögmann til að kanna réttarstöðu okkar gagnvart Ríkisútvarpinu. Hann komst að þeirri niðurstöðu að stofnunin bryti á okkur almenn mannréttindi en forráðamenn stofnunarinnar létu það sem vind um eyru þjóta. Ástandið væri nú einu sinni svona og þótt þeir fegnir vildu gætu þeir ekkert að þessu gert. Við neitum enn að trúa því. Fyrir hönd Félags sjónvarpsþýðenda, VETURLIÐI GUÐNASON. farartæki Ferdinand Smáfólk *Jl cm.dtWl /UKútM&'tforQwtycbncL Olc^.% ocmviJww. '■remember how r told Y0U THAT MY WEALTHY FRIEND MICKEY MOU5E LEFT50ME 5HOE5 HERE FORTHEM?'^ BodiwAums! ajrrnwlnhto. dtoÚLtfawi, / í /1-13 ''IF Y0U 5EE A C0YOTE WEARIN6 MICKEf MOUSE SM0ES, 6RA0 UIAJ i" Frá Gísla Júlíussyni: UNDANFARIÐ hefur mikið verið ritað og rætt um rafknúin farar- tæki og mengunarlitla bíla með sprengihreyflum. Einnig hefur ver- ið skrifað um efnarafala. Þessi um- ræða er, að mínu áliti, mjög þörf, og gefur það almenningi grein fyrir því hve mengunarvandinn frá far- artækjum er mikill. Við hér á landi búum við það lán, að við höfum að- gang að mikilli mengunarlausri raf- orku, en víðast hvar annars staðar er hún mjög takmörkuð. Það er því ekki vansalaust, að við skulum ekki hafa fyrir löngu nýtt raforkuna í samgöngutækjum. Það er mjög eðlilegt, að þjóðir, sem þurfa að treysta á mengandi orkugjafa, reyni að þróa mengunarlitla elds- neytishreyfla, og reyni einnig að þróa eldsneytishlöð (efnarafala), svo sem vetnisefnarafala, en það verður þó að taka með í reikning- inn, að það þarf orku til að vinna vetnið, þar sem vetnið er aðeins orkumiðill, sem er mjög dýrt að vinna. Það er ekki rétt, sem kom fram í Morgunblaðinu 20 janúar sl., að nýir sprengihreyflar séu nær mengunarlausir, því að koltvísýr- ingslosun er í réttu hlutfalli við eyðsluna. Komnir eru fram raf- geymar, sem þó eru nokkurs konar efnarafalar, en það eru sink-loft og ál-loft geymarnir. Þessir geymar eru þannig gerðir, að aðeins þarf að setja ný rafskaut í stað þeirra, sem eyðast, og tekur það ekki miklu lengri tíma en að fylla á bensín, síð- an er úrgangurinn settur í endur- vinnslu. Sink-loft geyniana er farið að nota í póstflutningabíla hjá þýska Póstinum, og endist hleðslan í um 400 km akstur. Ál-loft geymana er þegar farið að nota í staðinn fyrir vararafstöðvar. Þró- unin á endurhlaðanlegum rafgeym- um er einnig mjög hröð, bæði hvað varðar orkuinnihald, endingu og hleðsluhraða. Vonandi verður þessi mikla umræða, sem nú fer fram, til þess að stjórnvöld og aðrir, sem mál þetta varðar, fari fyrir alvöru að huga að notkun rafknúinna far- artækja. GÍSLIJÚLÍUSSON, rafmagnsverkfræðingur. Kæri Snati. Ég bíð ennþá eft- „Manstu að ég sagði þér að Slæmar fréttir! ir að Kátur og Lubbi komi hinn auðugi vinur minn, Það stal þeim ein- hingað. Mikki mús, skildi eftir hérna hver f gærkvöldi! nokkur skdpör handa þeim?“ „Ef þú sérð sléttuúlf í Mikka mús skdm, náðu honum þá!“ _______________________ Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni mmimmmammmi^^^mmmm til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.