Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 21 Oopinber ævisaga Gordons Browns fjármálaráðherra talin hafa skaðað samskipti hans við Blair BRESK blöð virðast sammála um að Gordon Brown, fjár- málaráðherra Bretlands, hafi sýnt dómgreindarskort er hann veitti blaðamanninum Paul Routledge samþykki og aðstoð við að rita óopinbera ævisögu ráðherr- ans. I bókinni kemur fram hörð gagnrýni á Tony Blair forsætisráð- herra og ljóst er að umræður um innihald bókarinnar hafa haft slæm áhrif á samskipti ráðherranna. Menn eru hins vegar ekld sammála um hverjar afleiðingar þess verða en dálkahöfundur Spectator er sannfærður um að með uppákom- unni hafi Brown séð til þess að Bla- ir láti hann víkja. Annað sé óhjá- kvæmilegt. Hin óopinbera ævisaga Brown er rituð með samþykki hans og fullyrt er að hann sé í raun helsti heimildarmaðurinn, þótt Routled- ge segi eldri bróður hans, „John“, vera heimildarmanninn. Vegna þessa hefur Brown ítrekað verið líkt við Díönu prinsessu og Routledge við Andrew Morton, sem skrifaði fræga bók um hana. Reiði vegna baráttuaðferða stuðningsmanna Blairs Bókin er tæpast ævisaga í venju- legum skilningi, hún byggist aðal- lega á reiði Browns vegna fram- komu Blairs er þeir öttu kappi um hvor yrði eftirmaður Johns Smiths, leiðtoga Verkamannaflokksins sem féll frá árið 1994. I bókinni kemur berlega í ljós að því fer fjarri að Brown hafi fyrirgefið Blair fram- komu hans en Brown virðist hafa talið að hann ætti stöðuna vísa og Vatíkanið Biblíuþýð- ingar á bannlista Róm. Reuters. VATÍKANIÐ opnaði í gær skjala- söfn hins alræmda Rannsóknarrétt- ar, og veitti þar með fræðimönnum heimild til að rannsaka eitthvert um- deildasta tímabil í sögu rómversk- kaþólsku kirkjunnar. Meðal þess sem unnt verður að rannsaka eru skjöl er lúta að málum stjörnufræð- ingsins Galileos, sem Rannsóknar- rétturinn fordæmdi fyrir að halda því fram að jörðin snerist um sólina, og Giordanos Brunos, munks er brenndur var á báli fyrir villutrú á Campo dei Fiori-torgi í Róm árið 1600. Kirkjan gaf Galileo opinberlega upp sakir árið 1992. Talsmenn Vatík- ansins segja að skjölin, sem eru frá árunum 1542-1902, muni leiða margt athyglisvert í ljós. Meðal þeirra skjala sem gerð voru opinber í gær var hin alræmda „Skrá yfir bannað- ar bækur“, bækur sem kaþólskir máttu hvorki lesa né eiga að við- lagðri bannfæringu. í ljós kemur, að jafnvel Biblían var á bannlista, þ.e.a.s., þýðingar á Biblíunni voru bannaðar, vegna þess að latína var hið opinbera mál kirkj- unnar og henni var illa við að leik- menn væru að hnýsast í helgirit án leiðsagnar kirkjumanna. Þýðingar voru því brenndar ásamt öðrum „villutrúarritum“. Skrá yfir bannaðar bækur og allai- bannfæringar henni tengdar voru opinberlega afturkallaðar 1966. Rannsóknarrétturinn var stofnaður af Gregoríusi páfa IX árið 1233 í því augnamiði að stemma stigu við villu- trú. Umsvif réttarins náðu hámarki á 16. öld er honum var beitt gegn sið- bótinni. Samkvæmt upplýsingum Vatík- ansins eru nú um 4.500 bindi í skjala- söfnunum, sem geymd eru í tveim herbergjum. Mörg skjöl hafa týnst í aldanna rás, og hefð var fyrir því að brenna viðkvæmustu skjölin er snertu villutrú. Megnið af skjalasafni Rannsóknarréttarins var brennt er Páll páfi IV lést 1559. Sögð vera dæmi um dómgreindarskort nyti stuðnings Blairs. Þá gætir reiði í herbúðum Browns vegna baráttuað- ferða stuðningsmanna Bla- irs, sem sagt er að hafi ýtt undir orðróm um að Brown væri samkynhneigður, auk þess sem fram kemur lítil hrifning fjármálaráðherrans á nokkrum samráðherrum. Þeir sem honum mun helst í nöp við eru Robin Cook ut- anríkisráðherra, John Prescott, aðstoðarforsætis- ráðherra, og Peter Mandel- son, ráðherra án ráðuneytis og einn helsti ráðgjafi og hugmyndasmiður Blairs. Gæti reynst stjórninni hættuleg Tony Blair Gordon Brown band Browns og Blair sé mun nánara en flestra ann- arra og að vart líði sú klukkustund, að þeir ræði ekki saman í síma. Leiðarahöfundur The Times hefur hins vegar nokkrar áhyggjur af því að samskipti forsætisráðherr- ans og fjármálaráðherrans hafi kólnað mjög vegna máls- ins og að þess kunni að sjá stað í stefnu stjómarinnar er fram líða stundir. Trúnaðar- brestur tveggja áhrifamestu ráðherranna sé nóg til að veikja undirstöðu hvaða rík- isstjómar sem er. „Ekkert af þessu kemur þing- mönnum, blaðamönnum og öðrum sem tengjast þinginu á óvart,“ seg- ir í The Economist. „En bókin get- ur hins vegar reynst hættuleg af tvennum sökum. I fyrsta lagi kann hún að ýta undir þá skoðun manna að Brown bíði þess að koma fram hefndum með því að ryðja Blair úr veginum. . . I öðm lagi er hættan sú að bókin dragi fram í dagsljósið allt slúðrið um Blair, Brown og fé- laga á sama hátt og bók Mortons um Díönu prinsessu upplýsti á svo skaðlegan hátt um ástina, hatrið og öfundina innan konungsfjölskyld- unnar.“ Hins vegar kunni sú innsýn, sem kjósendur fái í baktjaldamakkið og átökin innan Verkamannaflokksins að skaða flokkinn, líkt og varð til þess að koma Ihaldsmönnum frá völdum fyrir tæpu ári. I tímaritinu er hins vegar minnt á það að sam- Brown enn „í fýlu“? Dálkahöfundur Spectator furðar sig á því hvers vegna Brown hafi fallist á ritun bókarinnar. Hefur hann eftir vinum Browns að ástæð- an sé „fýla“ Browns [vegna fram- komu Blairs] sem hafi óhjákvæmi- lega leitað upp á yfirborðið. Kemur það dálkahöfundinum sérkennilega fyrir sjónir að Brown skuli hafa talið að hann hefði unnið leiðtoga- kjörið í Verkamannaflokknum, hefði hann ekki vikið fyrir Blair. Það hljóti hins vegar að hafa verið öllum ljóst, nema Brown, að Blair hlyti að vinna leiðtogakjörið. Er Smith lést var Blair þegar farinn að vinna að þeim breyting- um á Verkamannaflokknum, sem hann kom í gegn er hann settist í leiðtogasætið. Brown var hins veg- ar talsmaður flokksins í efnahags- málum án þess að flokkurinn hefði raunverulega stefnu í þeim málum og því á brattann að sækja. Leiðarahöfundur The Times segir upprifjun Browns á leiðtoga- skiptunum vera „sjaldgæft og óheppilegt dæmi um það er fómar- lambið snýr aftur til staðarins þar sem glæpurinn var framinn". Það sama sé að segja um þá skoðun sumra stuðningsmanna Browns að hann sé í raun „forsætisráðherra" og Blair „forseti". Kjósendur hafi sýnt hug sinn í síðustu kosningum og Brown sé vissast að virða það. Blair lætur á engpi bera Ekki leikur nokkur vafi á því að bókin hefur vakið litla kátínu í for- sætisráðherrabústaðnum. Blair hefur ekki látið á neinu bera en stuðningsmenn hans hafa hins veg- ar lýst vanþóknun sinni á dóm- greindarskorti Browns, sem skaði alla ríkisstjórnina. Gaf einn þeirra til kynna að geðheilsa Brown væri ekki í lagi. Blair hefur hins vegar reynt að bæta skaðann með yfirlýsingum um að Brown sé „algerlega fram- úrskarandi ráðherra „ og að hann taki „mikið tillit, bæði pólitískt og persónulega," til Browns. Örfá verðdæmi SMÁTÆKI verð frá kr. HEIMILISTÆKI verð frá kr. Brauðristar 1.590 Zanussi þvottavél 1200 sn. 54.900 Samlokugrill 1.890 Zanussi uppþvottavélar 43.900 Matvinnsluvélar 4.900 Zanussi þurrkarar 29.900 Handþeytarar 2.290 Zanussi kæliskápar 29.900 Djúpsteikingapottar 4.990 Creda þurrkari 19.900 Kaffivélar 990 Teba ofn með helluborði 32.500 Hárþurrkur 790 Teba keramik heliuborð 29.900 Gufustraujárn 2.290 Zanussi eldhúsvifta 6.800 Hitateppi 990 Zanussi frystikistur 1501 32.900 Baðvogir 690 Teba ofn með 2 hellum 15.900 Opið virka daga frá kl. 9.00-18.00, laugardag frá kl. 10.00-16.00 Raðgreiðslur SUÐURLANDSBRAUT 16, 108 REYKJAVÍK Sími 588 0500 Raðgreiðslur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.