Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 3SF* + Andrea Sólveig Bjarnadóttir fæddist á Þóreyj- arnúpi í Línakradal í V estur-Húnavatns- sýslu 28. ágúst 1897. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 11. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Bjarni Bjarna- son bóndi á Fossi og síðar á Bjarghúsum í Vesturhópi og kona hans Ingibjörg Ágústa Andrésdóttir. Andrea var fyrst með foreldrum sínum en fimm ára gömul var hún tekin í fóstur til Guðmundar Guðmundssonar og Helgu Þórarinsdóttur á Ref- steinsstöðum í Víðidal, þar sem hún naut góðrar uppfræðslu. Andrea átti sex systkini en eftir lifir ein systir hennar, Herdís, nú á Elliheimilinu á Hvammstanga. Andrea giftist árið 1916 Birni Leví Þórðarsyni frá Litlu Ás- geirsá í Þorkelshólahreppi, en hann lést árið 1958. Andrea og Björn voru fyrst í húsmennsku en bjuggu síðan á Sporðhúsum í Línakradal, síðar á Gauksmýri í sex ár og síðast á Neðri Þverá. Andrea og Björn eignuðust 11 börn, en misstu einn son í æsku, Þórð Leví. Þau sem upp komust voru: Þóra Margrét, d. 1996, gift Pétri Aðalsteinssyni bónda á Stóru Borg og ráðsmanni við Sjúkrahúsið á Hvammstanga; Jakob Benedikt, glerskurðar- maður í Brynju í Reykjavík; Elsku amma, mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Eg á sterka minningu um þig þegar þú bjóst hjá Eygló í Gnoðarvoginum og við áttum heima í Sólheimunum. Stundum vantaði þig einhvern til að sendast í búðina fyrir þig og var ég þá oft send af stað. Mamma brýndi fyrir mér að vera ekki að þiggja pen- inga fyrir að fara út í búð. Eflaust hefur hún vitað að þú vildir launa greiðann, því þannig varst þú. En þú sást við þessu og þegar ég var búin að sendast og var að fara heim, þá réttir þú að mér pening sem ég af- þakkaði. Þú settir þá peninginn und- ir dyramottuna og sagðir: „Jæja, góða mín, þú ræður hvort þú þiggur þetta eða lætur einhvem ókunnugan hirða það,“ og lokaðir dyrunum og auðvitað fór ég með peninginn heim í vasanum. Þið fluttuð svo burt og þar með fækkaði heimsóknunum og það var ekki fyrr en þú fluttir að Lindargötu 41 í íbúðina á móti Herði og Möggu að ég fór að heimsækja þig reglulega. Það var alltaf gaman að koma til þín og alltaf tókst þú vel á móti mér hvort sem ég kom ein eða með alla krakkana. Aidi-ei kom ég öðruvísi en að þiggja kaffi og eitthvað með því og hvergi hef ég fengið kúmenkaffi með rjóma nema hjá þér. Þú sast svo á rúminu þínu og prjónaðir meðan þú spurðir frétta, því þér féll aldrei verk úr hendi og ég man ekki eftir þér öðruvísi en prjónandi eða að sauma út. Þú last líka mikið og fylgdist vel með hvort sem það voru þjóðmálin eða ættingjamir. Þú áttir tölvert safn af bókum og það var auðsótt mál að fá lánaða hjá þér bók. Þar kenndi ýmissa grasa en helst man ég eftir ævisögum og bókum um andleg mál- efni og um miðla, því þú hafðir mik- inn áhuga á slíku. Þú lést þér annt um fólk og iðulega tókst þú á móti mér með þessum orðum: „Jæja góða mín, hvernig hefur þú það?“ Ef ég spurði þess sama, þá hafðir þú það alltaf gott og kvai’taðir aldrei. Það kom fyrir að ég skaust með prjónles- ið fyrir þig í Alafossbúðina en alltaf varstu búin að hringja áður í konum- ar svo það var aldrei neitt mál að leggja inn fyiir þig. Það vora líka ófá pörin af lopavettlingum og sokkum sem þú réttir að mér á krakkana mína, þú vissir að það kom sér vel. Það fækkaði svo heimsóknunum eftir að þú fluttir aftur til Eyglóar, þá komin yfír nírætt. Ekki að það væri Þórður Leví, leigubfl- stjóri í Reykjavík; Unnsteinn, bóndi á Neðri Þverá í Vestur- hópi, kvæntur Ásdísi Arnardóttur; Heiðrún, d. 1987, húsmóðir í Reykja- vík, sambýlis- maður hennar var Jakob Marteinsson sjómað- ur í Reykjavík; Aðal- heiður, d. 1980, hús- móðir í Reykjavík, maður hennar var Sigurður Lyngberg Magnússon, fyrrum verktaki í Reykjavík; Ágúst Bjarni Hólm, glerísetningamaður í Reykjavík, sambýliskona hans er Rebekka Bjarnadóttur; Helgi Guðmundur Hólm, verkamaður í Reykjavík; Geir Hörður, viðgerð- armaður í Reykjavík, kvæntur Magneu Guðlaugsdóttur; Eygló, húsmóðir í Reykjavík, sambýlis- maður hennar er Karl Sveinsson, bifreiðastjóri í Reykjavík. Barna- börn Andreu eru 32, barnabarna- börn 67 og 16 barnabarnabarna- börn. Eftir lát manns síns fluttist Andrea til Reykjavíkur. Fyrstu árin bjó hún hjá börnum sínum en varð tíðförult norður í sveitina á sumrin. Lengst bjó hún á Lind- argötu 41, í íbúð sonar síns, í tæp tuttugu ár. Siðustu átta árin bjó hún hjá dóttur sinni í Fannafold 184. Útför Andreu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. ekki auðsótt mál að heimsækja þig og aldrei hef ég komið til Eyglóar öðra- vísi en að þiggja kaffi og með því. En ég vissi að ættingjamir era margir og það getur verið heilmikið álag að hafa stöðugan gestagang. Ég vissi líka að þú varst í góðum höndum og þú vildir hvergi annars staðar vera þó að það byðist. Elsku Eygló, kærar þakkii' fyrir alla umhyggjuna við gömlu kon- una og allar móttökurnar. Elsku amma, ég er þér þakklát fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Nú ert þú í Drottins höndum. Ég veit að við höfðum báðar þá trú að dauði væri ekki til sem slíkur; heldur umbreyting til annars lífs. I þeirri vissu kveð ég þig nú. Ljúfar voru stundir eráttumviðsaman. Þakka ber Drottni allt það gaman. Skiljast nú leiðir og farin ert þú. Við hittast munum aftur, það er mín trú. Hvíl þú í ffiði í ljósinu bjarta. Eg kveð þig að sinni af öllu mínu hjarta. (M. Jak.) Maren Jakobsdóttir. Sál rís frá foldu birta umlykur allar kvalir burt strýkur. Kristur við tekur hans kærleikur sái þekur til himna sál leiðir. (Maren Jakobsd.) Hún amma mín hefur nú fengið hvíldina sem hún beið eftir síðustu árin, södd lífdaga, enda orðin hund- rað ára. Henni fannst hún hafa loldð hlutverki sínu. Hún hafði komuð upp tíu börnum við erfiðar aðstæður og fátækt í sveitinni og fylgst með börn- um þeirra og barnabörnum alast upp við breytt og betri kjör í nútíma þjóðfélagi. Á aldarafmæli sínu í sum- ar sem leið átti hún 124 afkomendur. Ég minnist hennar fyrst eftir að hún flutti hingað til Reykjavíkur um 1960. Þá bjó hún hjá okkur um tfma og hjálpaði mömmu við bamahópinn en við voram sex á aldrinum tveggja til ellefu ára. Hún vai’ eins og ömmur áttu að vera, þéttvaxin • með hárið fléttað og vafið um höfuðið, mjúk og hlý og alltaf tilbúin til að leiðbeina og hjálpa eða bara spjalla eða spila á spil. Myndin af henni þar sem hún sat á rúmstokknum sínum, svolítið álút og reri með prjónana sína er sú sem mér þykir vænst um. Þannig sat hún oft- ast þegai’ ég kom til hennar meðan hún bjó á Lindargötunni mörgum ár- um síðar. Þá var gott að tylla sér við hliðina á henni og horfa á prjónana tifa og falleg mynstur verða til meðan spjallað var um heima og geima. Hún pijónaði aðallega vettlinga og húfur sem vora síðan seld í verslunum. Hún var alltaf með eitthvað í höndunum. Ef það vora ekki prjónamir þá var það útsaumur eða bók. Hún átti þá orðið erfitt með gang og fór ekkert út úr húsi en fylgdist vel með öllum ætt- ingjum sínum og þjóðmálum almennt þótt hún væri komin hátt á níræðis- aldur. Eitt sinn er ég kom til hennar bað hún mig að klippa sig stutt og setja í sig permanent. Þá hafði verið sýnt í sjónvarpinu fi’á elliheimili þar sem konur á hennar aldri vora stutt> klipptar. Ég gat alls ekki hugsað mér ömmu mína án fléttnanna og færðist undan en hún hafði tekið ákvörðun sem ekki varð haggað frekar en endranær og lét sig ekki fyrr en ég klippti af henni fléttumar. Ommu minni var afar mikilvægt að vera sjálfstæð og ekki upp á aðra komin og að fara á elliheimili gat hún alls ekki hugsað sér. Á Lindargöt- unni bjó hún ein í íbúð eins sonar síns og bjó annar sonur hennar með fjölskyldu sína í íbúðinni á móti. Þau, ásamt öðram bömum hennar og barnabörnum, voru ákaflega natin við að líta til gömlu konunnar bæði til öryggis og ánægju og aðstoða hana eftir þörfum. Þarna bjó hún til níutíu og þriggja ára aldurs. Þá tók yngsta dóttir hennar, Eygló, hana inn á heimili sitt þar sem hún hafði stórt og bjart herbergi og gat haft allar bækumar sínar og aðra kæra muni. Eftir þetta fækkaði ferðunum til ömmu því að ég vissi hana í góðri umsjá. Mér er ofarlega í huga hve óumræðilega mikils virði það var ömmu minni að vera þarna í góðu yf- irlæti og ég þakka Eygló og fjöl- skyldu hennar alla umhyggju þeiira og þá miklu vinnu sem þau lögðu á sig svo hún þyrfti ekki að fara á hjúkrunarheimili. Amma var afar þakklát starfsfólki Heimahjúkranar Grafarvogs og öðru hjúkranarfólki sem annaðist hana í stuttum dvölum hennar á Eir og Lungna- og öldrun- ardeild SHR. Hún fór aldrei fus af heimili sínu og þráði að komast sem fyrst heim aftur. Nú er hún farin í sína hinstu för. Ég þakka henni sam- fylgdina. Blessuð sé minning hennar. Sólveig B. Jakobsdóttir. Mig langar til að minnast Andreu langömmu minnai’. Ég bý í næstu götu við heimili ömmu minnar, þar sem langamma mín bjó síðustu árin sín og þegar ég heimsótti ömmu þá kíkti ég alltaf inní herbergið hennar langömmu eða færði henni kaffiboll- ann sinn og einn mola með. Oft fór hún með vísur og gaf mér konfekt- mola og mér þótti mjög vænt um hana. Hún var orðin mjög gömul og lúin, og henni leið ekki vel síðustu mánuð- ina sem hún lifði. En ég veit að henni líður vel núna. Ég bið góðan Guð að geyma þig, elsku langamma mín, og kveð þig með þessari vísu sem þér þótti svo vænt um. Éghorfiyfirhafið um haust af auðri strönd, í skuggaskýjum grafið það skilur mikil lönd. Sú ströndin stijála’ og auða, er stari’ eg héðan af, er ströndin stríðs og nauða, er ströndin hafsins dauða, og hafið dauðans haf. En fyrir handan hafið þar hillir undir land, í gullnum geislum vafið það girðir skýjaband. Þar gróa’ í grænum hlíðum með gullslit biómin smá, í skógarbeltum blíðum í blómsturlundum fríðum má alls kyns aldin sjá. (V. Briem.) Sigurdís Jara Brynjólfsdóttir. ANDREA SOLVEIG BJARNADÓTTIR t Elskulegur bróðir okkar, SIGURFINNUR KLEMENZSON, Vestri-Skógtjörn, Álftanesi, andaðist á heimili sínu fimmtudaginn 22. janúar. Guðlaug Klemenzdóttir, Sveinn Klemenzson, Sigurður Klemenzson. t Elskulegur eiginmaður minn, ÞORVALDUR ÞORSTEINSSON, Efstaleiti 12, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum að morgni fimmtu- dagsins 22. janúar. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Tómasdóttir. t Ástkær móðir okkar, MAGNEA SJÖBERG frá Hóli, Vestmannaeyjum, sem lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja föstu- daginn 16. janúar, verður jarðsungin frá Landakirkju laugardaginn 24. janúar kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Dætur hinnar látnu. t Elskuleg kona mín og besta vinkona, móðir okkar, systir og tengdadóttir, JÓNÍNA HUGBORG KJARTANSDÓTTIR, Engjavegi 38, Selfossi, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardag- inn 24. janúar kl. 13.30. Njáll Skarphéðinsson, Kjartan Hreinn Njálsson, Skarphéðinn Njálsson, Sigurbjörn Snævar Kjartansson, Jóhann Bjarni Kjartansson, Skarphéðinn Sveinsson og íris Bachmann. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við fráfall og útför föður okkar, fóstur- föður, afa og langafa, HRÓBJARTSLÚTHERSSONAR fyrrv. heilbrigðisfulltrúa. Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjúkrunar- heimilisins Seljahlíðar í Breiðholti. Steinunn Hróbjartsdóttir, Hróbjartur Jónatansson, Jóhann Egill Hólm, Pjetur E. Árnason, Agnar Þ. Árnason, Áslaug Árnadóttir, Hróbjartur Lúthersson, Lúther Hróbjartsson, Valgerður Jóhannesdóttir, Helga Jónsdóttir, Unnur Hansdóttir, Lára Ingólfsdóttir, Sigurður Harðarson, Anna Rósa Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, HJALTA HANSSONAR, Hrafnistu Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunardeild- ar Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir hlýja og góða umönnun. Hjalti Hjaltason, Poltra Hjaltason, Ævar Hjaltason, Hrefna Einarsdóttir, Kolbrún Hansdóttir, Hafsteinn Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.