Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 45 t -r I I > > > > > > > > > ; > > > > > > > i > > > > > > > Þorra- ganga í Öskjuhlíð ÞORRAGANGA Perlunnar í sam- starfi við Ferðafélag íslands verður gengin laugardaginn 24. janúar nk. Blótsgestir safnast saman við Perluna kl. 19.30. Gengið verður Perlan, Fossvogur til vesturs, Öskjuhlíðarskógar, Perlan. Félagar í Ferðafélagi íslands ganga frá Mörkinni 6 eða Perlunni. I Perlurjóðri í Öskjuhlíðarskógi verð- ur boðin hressing, súkkulaðidrykk- ur með hitaaflgjafa. Kl. 21 hefst þorrahlaðborð á 5. hæð í Perlunni. Irskur tónlistar- maður á Dubliners IRSKI tónlistarmaðurinn Paul Noonan skemmtir gestum Du- bliners í kvöld, laugardags- og sunnudagskvöld. í fréttatilkynningu segir að Noonan hafi spilað víða um heim pg sé nýkominn frá Ítalíu. Margir Is- lendingar þekki hann frá sólar- ströndum Spánar og Portúgals og að hann sé vinsæll í sínu heimalandi og bókaður langt fram í tímann. Aðalfundur Is- lands-Palestínu AÐALFUNDUR félagsins ísland- Palestína verður haldinn í veitinga- húsinu Lækjarbrekku við Banka- stræti sunnudaginn 25. janúar og hefst kl. 15. A fundinum mun Jóhann Hjálm- arsson, skáld og blaðamaður, segja frá 1. alþjóðlega þingi rithöfunda í Palestínu. Jóhann og Ragnheiður Stephensen hjúkrunarfræðingur spjalla um ferð sína. Lokapredikanir í guðfræðideild HÍ GUÐFRÆÐINEMARNIR Björn Sveinn Björnsson, Elínborg Gísla- dóttir og Ragnheiður Jónsdóttir flytja lokapredikanir í Háskólaka- pellunni laugardaginn 24. janúar. Athöfnin hefst kl. 14.00 og eru all- ir velkomnir. Bubbi í Þorlákshöfn BUBBI Morthens leikur á veitinga- húsinu Duggunni, Þorlákshöfn, laug- ardagskvöldið 24. janúar kl. 23-1. LEIÐRÉTT Rangt höfundamafn RANGHERMT var í ífétt í gær um sameiningarkosningar í vestanverð- um Flóa að meðfylgjandi kort væri eftir Sigurð Fannar. Hið rétta er að kortið er eftir Sigiu’geir Skúlason kortagerðarmann. Beðist er velvirð- ingar á þessum mistökum. Rangt föðurnafn I FRÉTT um endurnýjun vínveit- ingaleyfls til Kaffí Kversins á Akur- eyri var rangt farið með foðurnafn eins fulltrúa í bæjarstjórn Akureyr- ar sem greiddi atkvæði á móti end- urnýjuninni, en það var Valgerður Jónsdóttir. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Enginn í fyrsta sæti EKKI er rétt að Arkitektastofan Kím og Gláma hafl sigrað í sam- keppni um hönnun nýbygginga á svæði Háskólans á Akureyri við Sól- borg eins og fram kom í frétt í gær. Engin af þeim tillögum sem bárust var valin í fyrsta sæti, en tvær tillög- ur urðu í öðru sæti, frá Arkitekta- stofunni Kím og Glámu og Sigurði Gústafssyni arkitekt. Fyrrnefnda til- lagan var valin síðar. Beðist er vel- virðingar á þessu ranghermi. 1 ' jj HEF -" 1F5 rl 1 R'-.Hjr > þl TL ébm. * 'j p'- ,9jj& 1 u WsS L /W Morgunblaðið/Ingimundur FRÁ versluninni Hraðkaup. Húsfyllir í Hrað- kaup fyrsta daginn Borgarnesi. Morgunblaðið. HAGKAUP hefur opnaði verslun í Borgarnesi sem hlotið hefur nafnið „Hraðkaup". Dagana fyrir opn- un lögðu iðnaðarmenn og starfsfólk nótt við dag til að allt mætti verða tilbúið á réttum tíma. Það var skemmtileg tilviljun að fyrstu viðskipta- vinirnir voru eigendur hússins, hjónin Steinar Ingimundarson og Sigrún Guðbjarnadóttir. Að sögn starfsmanna var fullt út úr dyrum allan daginn. Langar biðraðir mynduðust og Borgnes- ingar sem komu til að versla eftir hádegið urðu frá að hverfa og koma síðar um daginn. Áætlað er að tæplega þrjú þúsund manns hafi komið í Hraðkaup fyrsta daginn sem verslunin var opin. VERSLUNARSTJÓRAR Hraðkaups í Borgarnesi, Stefán Haraldsson og Gísli Sumarliðason, voru þreyttir en ánægðir í lok fyrsta dagsins sem versl- unin var opin. Fræðslu- fundur HÍN FYRSTI fræðslufundur HÍN, Hins íslenska náttúrufræðifélags, á nýbyrjuðu ári verður mánudag- inn 26. janúar kl. 20.30. Fundurinn verður haldinn í stofu 101 í Odda, hugvísindahúsi Háskólans. Á fund- inum flytur Ástríður Pétursdóttir, líffræðingur á Tilraunastöð Há- skóla Islands í meinafræði á Keld- r um, erindi sem hún nefnir: Riða og aðrir príonsjúkdómar. Tilraunastöðin á Keldum í fararbroddi „Svo sem kunnugt er er riðuveiki í sauðfé og aðrir skyldir príonsjúk- dómar mjög erfiðir viðfangs. Til- raunastöðin á Keldum hefur lengi verið í fararbroddi í rannsóknum á þeim. I fyrirlestrinum mun Ástríð- ur fjalla almennt um smitefni riðu sem er óvanalegt þar sem það er prótein (príon-prótein) en ekki veira. Einnig verður fjallað um kenningar Prusiners, en hann hlaut Nóbelsverðlaunin nýlega >■ fyrir rannsóknir sínar á príonsjúk- dómum og smitefninu. Að lokum verður lýst tilraunum á næmi sauðfjár fyrir riðusmiti, en þær til- raunir hafa staðið yfir í tvö hálft ár á Tilraunastöð Háskóla Islands á Keldum. Fundist hefur arfgerð príongensins í íslensku sauðfé, sem gerir féð afar næmt fyrir smiti, en önnur arfgerð sem hefur ekki fundist í riðusmituðu fé er mörgulega verndandi arfgerð. Fræðslufundir félagsins eru öll-^. um opnir og aðgangur ókeypis," segir í fréttatilkynningu frá Hinu íslenska náttúrufræðifélagi. BRELLUFÖRÐUN eftir einn af kennurum námskeiðsins, Pétur Finnbjörnsson. Kvikmyndaförðun með erlendum gestakennara FÖRÐUNARSKÓLI íslands býður upp á nám í kvikmyndaförðun. Námið tekur þi'já mánuði. Kennt er íjóra daga vikunnar, samtals 240 tíma nám. „Við uppsetningu á námskeiði í kvikmyndaförðun hefur skólinn notið aðstoðar Guðrúnar Þor- varðardóttur og Ástu Hafþórs- dóttur. Guðrún hefur um 30 ára reynslu í förðun og hárgreiðslu og kenndi um skeið í Dramatiska Institutet í Svíþjóð. Ásta lauk námi frá sama skóla vorið 1997 og starfaði sem aðalkenuari í leikliúsförðun við Förðunarskóla íslands haustið ‘97. Báðar hafa þær mikla reynslu af vinnu við kvikmyndir. Bæði Guðrún og Ásta kenna á námskeiðinu í kvik- myndaförðun. Til að kenna hárvinnu og hluta af brelluförðun (special effects) hefur skólinn fengið Trudy Scool- house. Hún hefur kennt förðun, hárgerð og brelluförðun (special effects) við Elegance-förðunar- skólanu í Los Angeles um 11 ára skeið, segir í fréttatilkynningu. Sjónvarpsförðun kennir Hanna Mæja, sem hefur áralanga reynslu af sjónvarpi. Umsjón með kennsl- unni hefur skólastjórinn, Anna Toher. Kennsla hefst kl. 9 mánudaginn 26. janúar. Námskeið um lykilatriði krist- innar trúar BIBLÍUSKÓLINN við Holtaveg heldur í fjórða sinn svonefnt Alfa-námskeið nú á næstu vikum. Námskeiðið er nefnt eftir fyrsta bókstaf gríska stafrófsins og er þar fjallað um lyldlatriði kristinn- ar trúar, bæði hvað snertir kenn- ingu og trúarlíf. „Sérstaklega er reynt að koma til móts við fólk sem hefur litla þekkingu eða reynslu af kristi- legu starfi en vill kynna sér málið á ferskan og nýjan hátt. Mark- miðið er að skapa gott samfélag þar sem fræðsla er veitt í afslöppuðu umhverfi. Þátttak- endur eru virkjaðir í samræðum og mikil áhersla lögð á að allir fái að tjá sína skoiðun. Tækifæri til fyi-irspurna eru að jafnaði vel nýtt. Námskeiðið er að erlendri fyr- irmynd og hefur verið þróað og endurbætt á sl. 20 árum. Síðast- liðin fjögur.ár hefur námskeiðið náð mikilli útbreiðslu og verið kennt innan flestra kirkjudeilda. T.d. sótti hálf milljón Breta Alfa- námskeið á liðnu ári. Kennt verður níu mánudags- kvöld frá og með 4. febrúar og hefst hvert kvöld með léttum kvöldverði. Auk þess er helgar- samvera um miðjan mars hluti námskeiðsins. Leiðbeinandi verð- ur Ragnar Gunnarsson, fram- kvæmdstjóri KFUM og KFUK í Reykjavík. Þátttökugjald fyi'ir námskeiðið með mat og kennslu- gögnum er 3.500 kr. fyrir utan helgarsamveruna en áætlaður kostnaður við hana er 1.900 kr. fyrir utan ferðir,“ segir í fréttatil- kynningu frá Biblíuskólanum. AÐALSTÖÐVAR KFUM og K, Holtavegi 28, Reykjavík. f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.