Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 45 t
-r
I
I
>
>
>
>
>
>
>
>
>
;
>
>
>
>
>
>
>
i
>
>
>
>
>
>
>
Þorra-
ganga í
Öskjuhlíð
ÞORRAGANGA Perlunnar í sam-
starfi við Ferðafélag íslands verður
gengin laugardaginn 24. janúar nk.
Blótsgestir safnast saman við
Perluna kl. 19.30. Gengið verður
Perlan, Fossvogur til vesturs,
Öskjuhlíðarskógar, Perlan. Félagar
í Ferðafélagi íslands ganga frá
Mörkinni 6 eða Perlunni. I
Perlurjóðri í Öskjuhlíðarskógi verð-
ur boðin hressing, súkkulaðidrykk-
ur með hitaaflgjafa.
Kl. 21 hefst þorrahlaðborð á 5.
hæð í Perlunni.
Irskur tónlistar-
maður á
Dubliners
IRSKI tónlistarmaðurinn Paul
Noonan skemmtir gestum Du-
bliners í kvöld, laugardags- og
sunnudagskvöld.
í fréttatilkynningu segir að
Noonan hafi spilað víða um heim pg
sé nýkominn frá Ítalíu. Margir Is-
lendingar þekki hann frá sólar-
ströndum Spánar og Portúgals og
að hann sé vinsæll í sínu heimalandi
og bókaður langt fram í tímann.
Aðalfundur Is-
lands-Palestínu
AÐALFUNDUR félagsins ísland-
Palestína verður haldinn í veitinga-
húsinu Lækjarbrekku við Banka-
stræti sunnudaginn 25. janúar og
hefst kl. 15.
A fundinum mun Jóhann Hjálm-
arsson, skáld og blaðamaður, segja
frá 1. alþjóðlega þingi rithöfunda í
Palestínu. Jóhann og Ragnheiður
Stephensen hjúkrunarfræðingur
spjalla um ferð sína.
Lokapredikanir í
guðfræðideild HÍ
GUÐFRÆÐINEMARNIR Björn
Sveinn Björnsson, Elínborg Gísla-
dóttir og Ragnheiður Jónsdóttir
flytja lokapredikanir í Háskólaka-
pellunni laugardaginn 24. janúar.
Athöfnin hefst kl. 14.00 og eru all-
ir velkomnir.
Bubbi
í Þorlákshöfn
BUBBI Morthens leikur á veitinga-
húsinu Duggunni, Þorlákshöfn, laug-
ardagskvöldið 24. janúar kl. 23-1.
LEIÐRÉTT
Rangt höfundamafn
RANGHERMT var í ífétt í gær um
sameiningarkosningar í vestanverð-
um Flóa að meðfylgjandi kort væri
eftir Sigurð Fannar. Hið rétta er að
kortið er eftir Sigiu’geir Skúlason
kortagerðarmann. Beðist er velvirð-
ingar á þessum mistökum.
Rangt föðurnafn
I FRÉTT um endurnýjun vínveit-
ingaleyfls til Kaffí Kversins á Akur-
eyri var rangt farið með foðurnafn
eins fulltrúa í bæjarstjórn Akureyr-
ar sem greiddi atkvæði á móti end-
urnýjuninni, en það var Valgerður
Jónsdóttir. Beðist er velvirðingar á
mistökunum.
Enginn í fyrsta sæti
EKKI er rétt að Arkitektastofan
Kím og Gláma hafl sigrað í sam-
keppni um hönnun nýbygginga á
svæði Háskólans á Akureyri við Sól-
borg eins og fram kom í frétt í gær.
Engin af þeim tillögum sem bárust
var valin í fyrsta sæti, en tvær tillög-
ur urðu í öðru sæti, frá Arkitekta-
stofunni Kím og Glámu og Sigurði
Gústafssyni arkitekt. Fyrrnefnda til-
lagan var valin síðar. Beðist er vel-
virðingar á þessu ranghermi.
1 ' jj HEF -" 1F5
rl 1 R'-.Hjr > þl TL ébm. *
'j p'- ,9jj&
1 u WsS L /W
Morgunblaðið/Ingimundur
FRÁ versluninni Hraðkaup.
Húsfyllir í Hrað-
kaup fyrsta daginn
Borgarnesi. Morgunblaðið.
HAGKAUP hefur opnaði verslun í Borgarnesi sem
hlotið hefur nafnið „Hraðkaup". Dagana fyrir opn-
un lögðu iðnaðarmenn og starfsfólk nótt við dag
til að allt mætti verða tilbúið á réttum tíma.
Það var skemmtileg tilviljun að fyrstu viðskipta-
vinirnir voru eigendur hússins, hjónin Steinar
Ingimundarson og Sigrún Guðbjarnadóttir.
Að sögn starfsmanna var fullt út úr dyrum allan
daginn. Langar biðraðir mynduðust og Borgnes-
ingar sem komu til að versla eftir hádegið urðu
frá að hverfa og koma síðar um daginn.
Áætlað er að tæplega þrjú þúsund manns hafi
komið í Hraðkaup fyrsta daginn sem verslunin var
opin.
VERSLUNARSTJÓRAR Hraðkaups í Borgarnesi,
Stefán Haraldsson og Gísli Sumarliðason, voru
þreyttir en ánægðir í lok fyrsta dagsins sem versl-
unin var opin.
Fræðslu-
fundur
HÍN
FYRSTI fræðslufundur HÍN,
Hins íslenska náttúrufræðifélags,
á nýbyrjuðu ári verður mánudag-
inn 26. janúar kl. 20.30. Fundurinn
verður haldinn í stofu 101 í Odda,
hugvísindahúsi Háskólans. Á fund-
inum flytur Ástríður Pétursdóttir,
líffræðingur á Tilraunastöð Há-
skóla Islands í meinafræði á Keld- r
um, erindi sem hún nefnir: Riða og
aðrir príonsjúkdómar.
Tilraunastöðin
á Keldum í fararbroddi
„Svo sem kunnugt er er riðuveiki
í sauðfé og aðrir skyldir príonsjúk-
dómar mjög erfiðir viðfangs. Til-
raunastöðin á Keldum hefur lengi
verið í fararbroddi í rannsóknum á
þeim. I fyrirlestrinum mun Ástríð-
ur fjalla almennt um smitefni riðu
sem er óvanalegt þar sem það er
prótein (príon-prótein) en ekki
veira. Einnig verður fjallað um
kenningar Prusiners, en hann
hlaut Nóbelsverðlaunin nýlega >■
fyrir rannsóknir sínar á príonsjúk-
dómum og smitefninu. Að lokum
verður lýst tilraunum á næmi
sauðfjár fyrir riðusmiti, en þær til-
raunir hafa staðið yfir í tvö hálft ár
á Tilraunastöð Háskóla Islands á
Keldum. Fundist hefur arfgerð
príongensins í íslensku sauðfé,
sem gerir féð afar næmt fyrir
smiti, en önnur arfgerð sem hefur
ekki fundist í riðusmituðu fé er
mörgulega verndandi arfgerð.
Fræðslufundir félagsins eru öll-^.
um opnir og aðgangur ókeypis,"
segir í fréttatilkynningu frá Hinu
íslenska náttúrufræðifélagi.
BRELLUFÖRÐUN eftir einn af kennurum námskeiðsins,
Pétur Finnbjörnsson.
Kvikmyndaförðun með
erlendum gestakennara
FÖRÐUNARSKÓLI íslands býður
upp á nám í kvikmyndaförðun.
Námið tekur þi'já mánuði. Kennt
er íjóra daga vikunnar, samtals
240 tíma nám.
„Við uppsetningu á námskeiði í
kvikmyndaförðun hefur skólinn
notið aðstoðar Guðrúnar Þor-
varðardóttur og Ástu Hafþórs-
dóttur. Guðrún hefur um 30 ára
reynslu í förðun og hárgreiðslu
og kenndi um skeið í Dramatiska
Institutet í Svíþjóð. Ásta lauk
námi frá sama skóla vorið 1997
og starfaði sem aðalkenuari í
leikliúsförðun við Förðunarskóla
íslands haustið ‘97. Báðar hafa
þær mikla reynslu af vinnu við
kvikmyndir. Bæði Guðrún og
Ásta kenna á námskeiðinu í kvik-
myndaförðun.
Til að kenna hárvinnu og hluta
af brelluförðun (special effects)
hefur skólinn fengið Trudy Scool-
house. Hún hefur kennt förðun,
hárgerð og brelluförðun (special
effects) við Elegance-förðunar-
skólanu í Los Angeles um 11 ára
skeið, segir í fréttatilkynningu.
Sjónvarpsförðun kennir Hanna
Mæja, sem hefur áralanga reynslu
af sjónvarpi. Umsjón með kennsl-
unni hefur skólastjórinn, Anna
Toher.
Kennsla hefst kl. 9 mánudaginn
26. janúar.
Námskeið um
lykilatriði krist-
innar trúar
BIBLÍUSKÓLINN við Holtaveg
heldur í fjórða sinn svonefnt
Alfa-námskeið nú á næstu vikum.
Námskeiðið er nefnt eftir fyrsta
bókstaf gríska stafrófsins og er
þar fjallað um lyldlatriði kristinn-
ar trúar, bæði hvað snertir kenn-
ingu og trúarlíf.
„Sérstaklega er reynt að koma
til móts við fólk sem hefur litla
þekkingu eða reynslu af kristi-
legu starfi en vill kynna sér málið
á ferskan og nýjan hátt. Mark-
miðið er að skapa gott samfélag
þar sem fræðsla er veitt í
afslöppuðu umhverfi. Þátttak-
endur eru virkjaðir í samræðum
og mikil áhersla lögð á að allir fái
að tjá sína skoiðun. Tækifæri til
fyi-irspurna eru að jafnaði vel
nýtt.
Námskeiðið er að erlendri fyr-
irmynd og hefur verið þróað og
endurbætt á sl. 20 árum. Síðast-
liðin fjögur.ár hefur námskeiðið
náð mikilli útbreiðslu og verið
kennt innan flestra kirkjudeilda.
T.d. sótti hálf milljón Breta Alfa-
námskeið á liðnu ári.
Kennt verður níu mánudags-
kvöld frá og með 4. febrúar og
hefst hvert kvöld með léttum
kvöldverði. Auk þess er helgar-
samvera um miðjan mars hluti
námskeiðsins. Leiðbeinandi verð-
ur Ragnar Gunnarsson, fram-
kvæmdstjóri KFUM og KFUK í
Reykjavík. Þátttökugjald fyi'ir
námskeiðið með mat og kennslu-
gögnum er 3.500 kr. fyrir utan
helgarsamveruna en áætlaður
kostnaður við hana er 1.900 kr.
fyrir utan ferðir,“ segir í fréttatil-
kynningu frá Biblíuskólanum.
AÐALSTÖÐVAR KFUM og K, Holtavegi 28, Reykjavík.
f