Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ HEIMAEYJARGOSIÐ ÞUNNAR glóandi eldsúlur stóðu upp af 150-200 m langri sprung- unni í Helgafelli á nær samfelldri gígaröð frá enda flugbrautarinnar og niður að sjó utan við höfn- ina, þegar Morgunblaðs- menn flugu inn yflr Vest- mannaeyjar klukkan rúm- lega þrjú með annarri af tveimur fyrstu smáflugvél- unum sem lentu þrátt fyrir aðvörun frá flugturninum um að nú færi að slettast yf- ir enda brautarinnar. Gátu því tekið ófrískar konur og gamalmenni með til lands. Bærinn var baðaður rauð- um bjarma frá eldunum. Sýnilega mikil umferð þar í heiðskíru veðri enda lá straumurinn niður að höfn- inni í bátana sem til allrar hamingju lágu inni. Höfðu komið inn undan óveðri daginn áður. Gossprungan teygði sig æ lengra. Aður en við fórum sást gufusúla þar sem 1.100 gráða heitt gosefnið kom í kaldan sjó- inn skammt austan við bæ- inn og breiddi úr sér. Pótt skelfileg væri var þessi sýn ægifögur. Upp- lýstir bátamir sigldu út eins og perlur á bandi í heið- skíru veðri. Sáust sveigja fyrir gufuna við endann á sprungunni, hlaðnir fólki sem umsvifalaust hafði yfir- gefið allt sitt til að leggja í þessa 4 klst. sjóferð til Por- lákshafnar. Ef sprungan héldi áfram að lengjast út í sjó mátti búast við gjósku- falli og úr lofti að sjá var sem leiðin út úr höfninni gæti jafnvel lokast fyrr en varði. Þessum stundum gleymir enginn sem upplifði atburðinn. í þessu hrika- lega eldgosi í 5.000 manna bæ mátti þó segja að færi í bland einstakt lán. Veðrið sem hafði dottið niður síð- degis þennan sama dag, all- ir bátar í höfn, ekki byrjað öskufall fyrstu 3 klukkutím- ana og annar endi spmng- unnar, þar sem land var að rifna, stöðvaðist þar sem hún kom í sjó og hinn lá 150-200 metra frá flug- brautarendanum. Um morguninn gátu því stærri vélar lent og hægt var að flytja 600-800 manns, sjúk- linga, aldraða og veikburða í land flugleiðis. Stilling og æðruleysi Með ótrúlega skjótum hætti var mikill hluti Vestmannaeyinga kom- inn á þremur klukkustundum af stað til lands. Æ síðan hefur verið rómuð sú stilling og hugrekki sem íbúarnir sýndu þessa nótt. Jafnvel tekið svo sterkt til orða erlendis að slíkt hefði hvergi annars staðar get- að gerst. Viðbrögð almannavarna og allt skipulag þessa nótt var frá- bært. Þegar bátamir komu til Þor- lákshafnar, lögðu þeir að, losuðu og viku fyrir næsta báti. Á bryggjunni tóku á móti fólkinu sjálfboðaliðar frá slysavamadeildum, flugbjörgun- arsveitum, hjálparsveitum og lækn- ar frá Reykjavík, Hveragerði og Selfossi. Og þar biðu langferðabílar og strætisvagnar, sem fluttu fólkið, slæpt og jafnvel sjóveikt, margt með böm, yfir Hellisheiðina í barnaskólana í Reykjavík, þar sem sjálfboðaliðar m.a. úr Hótel- og veit- ingaskólanum biðu með hressingu. En brátt hafði fólkið dreifst út um bæinn með ættingjum og vinum. Þegar undirrituð nýlega reyndi að lýsa þessu úti í Vestmannaeyjum í bandarískum sjónvarpsþætti í til- efni 25 ára afmælis Vestmannaeyja- gossins, ætluðu sjónvarpsmennirnir varla að trúa sínum eyram og marg- þýfguðu um þessar lýsingar á æðra- leysi fólksins og viðbrögðum. Þegar litið er til baka og talað um heppni má í raun bæta við hvílíkt lán það var að ekki urðu stórslys og enginn beið bana í þessum ógnar- legu hamforam öllum. Þegar undir- Ú-gíí ! : m ■ ’ jtp Morgunblaðið/Ól.K.Mag GÍGARÖÐ á sprungu frá flugbrautarenda og út að sjó varpar bjarma á byggðina. Séð úr lofti daginn sem gosið hófst. Aldarfj órðungur frá Eyjagosi ____Eldgos 1 Heimaey stóð yfír þvera forsíðu Morgunblaðsins_ þriðjudaginn 23. janúar 1973. Laust fyrir kl. tvö um nóttina hófst ----------7------------------------------------------------- fyrsta eldgos á Islandi í þéttbýli og í fyrsta sinn sást jörðin beinlínis opnast. Undir hádegi kom út 12 síðna aukablað með myndum og frásögnum blaða- manna um athafnabæ í eldbjarma klukku- tíma síðar og um 4.000 íbúa flýjandi á bátum. Elín Pálmadóttir rifjar hér upp þessa ógnvænlegu nótt fyrir 25 árum og gosið 155 daga á eftir. Morgunblaðið/Kr. Ben. Á ÞRIÐJA degi gossins gekk mikil hryðja yfir. Þegar blaðamaður Morgunblaðsins kom út um morguninn lá þykkt, svart gjóskulag yfir öllu og hús höfðu brunnið. ritaður blaðamaður kom út í eyjar aftur að kvöldi annars dags hafði öskufallið þakið götur og hús, allt var orðið svart og brennisteinsfnykur yfir. I Vestmannaeyjum voru 1.345 íbúðarhús við gos og strax á fyrsta degi voru 40-50 þeirra austur á eynni í hættu. Bátarnir voru að koma til baka aftur til að sækja veiðarfæri og dót. Breiður af bílum Eyjabúa biðu þaktar ösku á bryggj- unum. Og skip vora væntan- leg til að bjarga fiskinum. Gosið var enn öflugt og hraunrennsli, en að hætti slíkra gosa hafði sprungan styst og var farin að dragast saman i aðalgíginn í Eld- fjallinu. Glóandi kvikustrók- ur þeyttist upp í loftið og hraunið hafði sprengt sér leið úr gígkvosinni. Hraun- ruðningm- mjakaðist í átt til Kirkjubæjar og næstu húsa. Mikla gjóskuhríð gerði yf- ir bæinn fimmtudaginn 25. janúar og aftur laugardag- inn 27. janúar. Rigndi þá molum svo björgunarmenn urðu að hörfa. En þessa fyrstu daga voru ekki nema 40-50 manns í bænum, fólki bannað að koma aftur út, til angurs Eyjafólki í landi, sem átti allt sitt þarna úti. En þessir menn mynduðu nú 4-5 manna björgunar- sveitir og gengu skipulega í húsin sem voru í mestri hættu að fara undir, flest ný hús, til að bjarga einhverj- um eigum og húsmunum fjarstaddra nágranna, en létu af ósérplægni sitt eigið lönd og leið. Reynir Guð- steinsson skólastjóri var sjálfkjörinn stjómandi og allt dót var flutt merkt í Bamaskólann. I kennara- stofunni var hægt að hita kaffí, sem mennirnir gleyptu í sig með bakkelsinu úr frystikistunum, áður en þeir héldu aftur út í nóttina. Þar sem ekki var öðrum kven- peningi til að dreifa reyndi undirrituð að gagnast við kaffiuppáhellinginn í þessari miðstöð þegar færi gafst og búið að senda fréttir á kvöldin. Og dáðist að þess- um baráttuanda og sleitu- ósérhlífni úrvinda manna. Heitur matur var öllum boðinn einu sinni á dag í Isfélagi Vestmanna- eyja. Slökkviliðsmenn voru á þönum til að bjarga því sem bjargað yrði þegar glóandi gjóskumolar þeyttust inn um glugga og kveiktu í glugga- tjöldum. En aðrir voru að skipa út fiski og hafa áhyggjur vatni, raf- magni og jafnvel að höfnin lokaðist. Og jarðvísindamenn vora á þönum. Grafið í gjósku Þegar vindáttin, sem hafði verið hagstæð, breyttist á þriðja degi með öskufalli var undirritaður fréttamaður rétt lagstur fyrir undir rjáfri á Hótel Bergi. Hótelhaldar- inn, Sigurður Karlsson, hafði boðið herbergi sem sneri út að gosi, sem var baðað rauðum bjarma, og nú buldi gjallið á bárujámsþekjunni. Skömmu seinna komu tveir frænd- ur hans, sem vora að reyna að bjarga úr sínum húsum, og flúðu undan gjóskuregninu. Um morgun- inn var illfært út fyrir öskusköflum við hurðina. Lag af ösku lá yfir öllu og hús brunnin austast í bænum. En í lok janúar munu um 112 hús hafa verið brannin eða grafin í vikur og gjósku. Eftir aðalhrinuna á föstudagsnótt voru götur rauðgló- andi er blaðamaður hélt til kaffihit- unar upp í barnaskóla síðdegis á laugardag, eftir að hafa næstum í sturtubaðinu á Hótel Bergi fengið í höfuðið gjóskustein inn um þak- gluggann. Á sunnudeginum komu sjálfboðaliðar úr landi, m.a. 100 tré- smiðir, sem á næstu dögum settu stoðir undir þök sem vora að sligast undan öskunni og negldu fyrir glugga sem sneru að gosi. Það bjargaði miklu. Eitt af því sem í gosinu olli ugg lausri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.