Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Vínar-
tónleikar
KARLAKÓR Akureyrar-Geysir
heldui- tvenna tónleika um helgina og
er efnisskráin byggð á Vínartónlist.
Undanfarin ár hefur kórinn haldið
Lúsíuhátíð á aðventunni en vegna
þess hve fjölbreytt framboðið er á
þeim árstíma var ákveðið að halda
þess í stað tónleika í byrjun þorra
þegar minna er um tónleikahald.
Fyrri tónleikamir verða í Akur-
eyrarkirkju á laugardag, 24. janúar
og hefjast þeir kl. 17 en þeir síðari
verða í Glerárkirkju á sunnudag, 25.
janúar kl. 17.
A efnisskrá verða m.a. valsar og
kvennagöngulag úr Kátu ekkjunni,
upphafssöngur Barinsky úr Sígauna-
baróninum, valsar úr Dóná svo blá,
Tritsch-Tratsch polka, valsar úr sögn-
um úr Vínarskógi og Vín, borg minna
drauma. Einsöng með karlakómum
syngur Þorgeir J. Andrésson, tenór,
undirleikari á píanó er Richard Simm
og stjómandi er Roar Kvam.
--------------
Þrettándagleði
í þorrabyrjun
HIN árlega þrettándagleði Þórs
verður haldin á félagssvæðinu við
Hamar í kvöld, föstudagskvöldið 23.
janúar og hefst hún kl. 19.30.
Fresta þurfti þrettándagleðinni
tvívegis þar sem mikil aurbleyta var
á vellinum, en nú eru aðstæður orðn-
ar aðrar, snjór yfir og því ekkert að
vanbúnaði að taka á móti álfum,
tröllum, púkum og kynjaverum af
ýmsu tagi, meira að segja verða jóla-
sveinai- á svæðinu. Friðrik Hjörleifs-
son frá Dalvík syngur og að sjálf-
sögðu munu álfakóngur og drottning
hans syngja hástöfum ásamt
Kirkjukór Glerárkirkju.
-----♦-♦-♦----
Messur
MÖÐRUVALLAPRESTAKALL:
Sunnudagaskólinn í Möðravalla-
kirkju byrjar aftur, nú eftir jól,
næsta sunnudag, 25. janúar kl. 11.
Umsjón annast sem fyrr Bertha og
Sara. Þau börn sem ekki hafa verið
með áður era sérstaklega boðin vel-
komin og fá þau möppur og blöð af-
hend. Foreldrar og eða aðstandend-
ur era hvattir til að mæta með börn-
um sínum.
Morgunblaðið/Kristján
SIGURÐUR Sigurðsson framkvæmdastjóri SS-Byggis, verktaka í Giljaskóla og Gísli Bragi Hjartarson
formaður framkvæmdanefndar
Vindlingur
olli elds-
voðanum
FLEST bendir til þess samkvæmt
upplýsingum frá rannsóknardeild
lögreglunnar á Akureyri að elds-
voðinn sem varð í gömlu húsi í
Lækjargili, við Lækjargötu 6,
snemma á laugardagsmorgun hafi
orðið í kjölfar þess að maður sofn-
aði út frá logandi vindlingi.
Akureyi’arbær hafði nýlega stað-
fest kaup á íbúð á annarri hæð
hússins en fyrir lá að húsið yrði rif-
ið. Það verður væntanlega gert
innan tíðar. A fundi bæjarráðs í
gær var staðfest samkomulag milli
bæjarins og Vátryggingafélags ís-
lands um greiðslu brunabóta vegna
eldsvoðans. Bætur eru miðaðar við
fyrirliggjandi kaupsamning, en
hann hljóðaði upp á 3.150.000 krón-
ur og með hliðsjón af markaðsverði
þeirra þriggja íbúða sem í húsinu
eru.
Um 60 iðnaðarmenn að störfum í Giljaskóla
Starfsemi hefst í skólanum
í byrjun næsta mánaðar
UM 110 nemendur Giljaskóla bíða
spenntir eftir að hefja nám í nýjum
skóla, en áætlað er að starfsemi
hefjist í nýrri skólabyggingu 2. febr-
úar næstkomandi. Þeir hafa deilt
húsnæði með leikskólanum í Kiðagili
fram til þessa. Hátt í 60 iðnaðar-
menn hafa verið að störfum í bygg-
ingunni síðustu vikur og allt kapp
lagt á að flýta framkvæmdum. Áætl-
að hafði verið að flytja inn í skólann
um miðjan desember en því varð að
fresta m.a. vegna tafa sem urðu á af-
hendingu byggingarefnis, engu að
síður telur Gísli Bragi Hjartarson,
formaður framkvæmdanefndar, að
um Islandsmet í byggingu skóla sé
að ræða, en einungis era 9 mánuðir
frá því byrjað var á verkinu.
Stjórnir foreldrafélaga í Gilja-
skóla og leikskólanum Kiðagili
sendu yfirvöldum bréf fyrr í þess-
um mánuði þar sem mótmælt er
vinnubrögðum, eða aðgerðarleysi
sem tilgreindar nefndir bæjarins
hafi viðhaft við byggingu og eftirlit
framkvæmda við Giljaskóla. Jakob
Björnsson bæjarstjóri sagði á fundi
bæjarstjórnar fyrr í vikunni það
ekki rétt að aðgerðarleysi hefði ver-
ið ríkjandi við bygginguna, þvert á
móti hefði sjaldan verið eins mikill
kraftur í byggingu skóla í bænum
og til dæmis hefðu 100 milljónir
króna verið settar í verkefnið auka-
lega til að freista þess að koma
skólanum í notkun sem fyrst. Ekki
vildi bæjarstjóri eyða tímanum í
karp um fortíðina og vísaði því á
bug að menn hafi ekki lagt sig fram
við verkefnið.
Gísli Bragi Hjartarson, formaður
framkvæmdanefndar, sagðist held-
ur ekki kyngja ásökunum um að-
gerðarleysi. Upphaflegar áætlanir
hefðu gert ráð fyrir að fyrsti áfangi
skólans yrði tekinn í notkun haustið
1998, en vegna þrýstings frá for-
eldrum barna í Giljahverfí, sem
lögðu megináherslu á að hraða
byggingunni, var ákveðið að flýta
framkvæmdum og setja aukið fé í
þær. Byggingin var boðin út í apríl í
fyrra og framkvæmdir hófust þá um
sumarið. „Það er búið að steypa upp
2.000 fermetra byggingu og inn-
rétta um 1.400 fermetra, við höfum
varið mun meira fé í hana en áætlað
var og steypt einnig upp aðra bygg-
ingu _sem síðar verður tekin í notk-
un. Eg er þess fullviss að það að
reisa hús af þessari stærðargráðu á
9 mánuðum er íslandsmet og mót-
mæli því alfarið að um aðgerðar-
leysi sé að ræða. Ég er stoltur af því
að vera þátttakandi í þessu verkefni
þótt það sé einum mánuði á eftir
áætlun," sagði Gísli Bragi,
VUja greinargerð
I máli Sigríðar Stefánsdóttur, Al-
þýðubandalagi og Sigurðar J. Sig-
urðsson, Sjálfstæðisflokki kom fram
að nauðsynlegt væri að greinargerð
yrði skilað um þetta verkefni. Sig-
ríður sagðist ekki hissa á að foreldr-
ar væra reiðir þegar áætlun hefði
ekki staðist og Sigurður gagm-ýndi
að ekki hefðu orðið veralegar breyt-
ingar á framkvæmdum á vegum
bæjarins þó framkvæmdanefnd
hefði verið sett á laggirnar, oftast
væru framkvæmdir að hefjast úti
þegar vetur gengi í garð.
hAskóupjm
A AKUREYRI
Sagnahefð í nútíma samfélagi;
hagnýting og þróun
Ráöstefnan „Sagnahefð í nútíma samfélagi,
hagnýting og þróun“ er alþjóðleg ráðstefna sem
haldin verður á Hótel KEA á Akureyri dagana
19.-21. febrúar 1998. Háskólinn á Akureyri og
Rannsóknaþjónusta Háskólans standa að ráð-
stefnunni. Ráðstefnan mun fara fram á ensku.
Markmið ráðstefnunnar er að fjalla um hvernig
fyrirtæki, stofnanir, skólar eða einstaklingar nýta
sér sagnahefðina í nútíma samfélagi. Til dæmis
má nefna hvernig fulltrúar ferðaþjónustu á Islandi
hafa í auknum mæli bryddað upp á samspili
ferðaþjónustu og sagnahefðar. Einnig er ætlunin
að skoða hvernig sagnahefð birtist í margmiðlun,
kvikmyndum og annarri listsköpun og iðnaði.
Ráðstefnan er einnig tengslaráðstefna fyrir
Leonardo da Vinci, Media, Info 2000, Arian,
Kaleidoscope, Raphel og aðrar styrkjaáætlanir
Evrópusambandsins.
Upplýsingar um ráðstefnuna veitir Þórleifur Stefán
Björnsson, alþjóðafulltrúi Háskólans á Akureyri.
Sími 463 0900, fax 463 0999 eða netfang:
tolli@unak.is.
Síðasta fjárhagsáætlun Dalvíkurbæjar samþykkt í hæjarstjórn
Fjárfestingar bæj-
arsjóðs 95 milljónir
TEKJUR Dalvíkurbæjar á þessu
ári nema 272,5 milljónum króna og
er áætlað að rekstur málaflokka
kosti 201,2 milljónir króna að því er
fram kemur í fjárhagsáætlun sem
samþykkt var á fundi bæjarstjóm-
ar Dalvíkur á þriðjudag.
Frumvarp að fjárhagsáætlun
Dalvíkur hefur nokkra sérstöðu því
sveitarfélagið verður annað og
stærra að loknum kosningum í vor,
þegar Svaifaðardals- og Árskóg-
hreppar sameinast Dalvík í einu
sveitarfélagi. Áætlunin byggist
hins vegar á sömu forsendum og
þótt ekki hefði komið til sameining-
ar, áætlað er fyrir kostnaði og fjár-
festingum til ársins. Hin sveitarfé-
lögin munu gera það sama, en sam-
einingarnefnd sveitarfélaganna fer
yfir þær allar og gerir sameigin-
lega áætlun fyrir sameinað sveitar-
félag. Ný sveitarstjórn mun í fram-
haldinu vinna þriggja ára áætlun
fyrir nýja sveitarfélagið.
Heildartekjur bæjarsjóðs Dal-
víkur eru áætlaðar 231 milljón
króna. Almenn rekstrargjöld árs-
ins eru áætluð um 244 milljónir
króna og hækka um 9,9 milljónir
en þar af nemur hækkun vegna
launagi’eiðslna 9,2 milljónum
króna.
Til fjárfestinga og greiðslu af-
borgana og vaxta skilar reksturinn
um 19% skatttekna eða um 44
milljónum króna. Rekstrarkostn-
aður málaflokka er um 81% sem
hlutfall af skatttekjum.
50 milljóna króna lán
Þeir málaflokkar sem mest taka
til sín eru fræðslumál með um 79
milljónir króna og félagsþjónusta
með rúmar 30 milljónir króna.
Þriðji stærsti málaflokkurinn er yf-
irstjórn bæjarins sem kostar 22,6
milljónir króna og þá koma æsku-
lýðs- og íþróttamál með 21,4 millj-
ónir króna.
Fjárfestingar bæjarsjóðs á næsta
ári verða tæpar 95 milljónir króna
og 3,5 milljónir hjá veitunum eða
samtals 98,2 milljónir króna. Lán-
tökur Dalvíkurbæjar á árinu verða
því 50 miUjónir króna og hækka
langtímaskuldir bæjarins þar með
um 17 milljónir króna á árinu.
Rekstur veitna Dalvíkurbæjar
verður með hefðbundnum hætti á
árinu, engar gjaldskrárbreytingar
verða hjá vatnsveitu, en gjaldið
hækkaði um 4% hjá hitaveitu í nóv-
ember. Áætlaðar tekjur vatnsveitu
era 11,5 milljónir og hitaveitu 30
milljónir króna.
Rögnvaldur S. Friðbjömsson bæj-
arstjóri segir rekstur sveitarfé-
lagsins byggjast á traustri fjár-
málastjórn og skuldir hafí verið
lækkaðar veralega á kjörtímabil-
inu, þrátt fyrir ýmsar framkvæmd-
ir. Akveðið hefur verið að einsetja
grunnskólann haustið 1999, en til
þess að það verði unnt þarf að auka
húsnæði hans um 1.400 fermetra.
Gert er ráð fyrir að 70 milljónum
króna verði varið á árinu til fram-
kvæmda við grunnskólann en haf-
ist verður handa við smíði nýbygg-
ingar í vor og áætlað að henni ljúki
haustið 1999. Samningur hefur ver-
ið gerður við menntamálaráðuneyt-
ið um að afhenda 600 fermetra nú-
verandi húsnæðis grannskólans til
Verkmenntaskólans til að efla út-
vegssvið skólans sem er á Dalvík.
)
)
I
I
I
►
I
I
I
I
I
I
I
I
i