Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM v»6tor úfciCan fafuri dœuU (hæái 6völcli*t tií 6C. 03:00 *-'8 villt Kaffe Frappé á efri hæð Grískt kaffihús PACINO leikur Lúsífer og er lögfræðingur, - hvað annað? f rlan d Krlnglunni 4, sfml 588 4567 Línudans föstudag Ókeypis kennsla milli kl. 20 og 21. Línudanssýning milli kl. 21 og 23. Hver hefur sinn djöful að draga ALVEG síðan í aldingarðinum hefur Satan táldregið konur. AI Pacino þykir skelfilega góður sem Lúsí- fer í kvikmyndinni „DeviFs Advocate“ sem frumsýnd var um síðustu helgi. Það er ekki algengt að djöfullinn veiti viðtöl. David Eggar talaði við hann um freistingar, illmennsku og hræðslu. AL PACINO hefur fengist við að túlka hið illa sem býr í manninum allan sinn leik- feril. Hann hefur leikið smáglæpamann, bankaræningja, eit- urlyfjabarón, Ríkharð III barna- morðingja Shakespeares og svo vita- skuld Guðfóðurinn. Jafnvel þegar persónurnar hafa reynt að hrista ill- mennskuna af sér hafa spilling, morð, brostnir draumar og svikin loforð sveimað yfir þeim eins og framan mig eins og ég viti ekkert. Svo bíð ég átekta og vona að ég verði fyrir innblæstri." Um hlutverk Lúsifers segir Pacino: „Allir hafa hugmynd um djöfulinn eða hreina illmennsku, en hver er hann og hvar er hann að finna? Eg er kaþólskur og ef þú ert kaþólskur er djöfullinn til. Þess vegna hef ég oft velt því fyi'ir mér hvað ég ætti að spyrja hann um. Ég kann vel við hugmyndina um per- sónu sem getur sagt manni hvaða öld var í mestu uppáhaldi hjá honum - í fúlustu alvöru.“ Pacino undirbjó sig af kostgæfni undir hlutverkið, las brot úr Víti Dantes og Paradísarmissi Miltons og kynnti sér jafnvel hversu oft djöf- ulinn ber á góma í verkum Shakespeares. „Þetta er sígilt hlut- verk,“ segir hann. „Ég rifjaði upp hvaða aðrir leikarar hafa fengist við djöfulinn og mér létti þegar ég komst að raun um hversu margir þeirra eru enn að. Ég fylgdist Hann lítur á viðtöl sem þakkarverð en einnig sem innrás blaðamanna í einkalíf sitt hrægammar. Það var því kannski tími til kominn að Pacino færi alla leið og yrði illmennskan holdi klædd - Satan. Kvikmyndin „The Devil’s Ad- vocate“ er háðsádeila í anda Faust og þar skýtur Lúsífer upp kollinum sem lögfræðingurinn John Milton. Hann rekur ábatasama lögmanns- stofu í New York og ákveður að spilla ungum lögfræðingi sem leik- inn er af Keanu Reeves. Pacino er þekktur fyrir að taka hlutverk sín alvarlega. I sinni fyrstu stórmynd „Panic On Needle Park“ var hann iðulega seinn fyrir er hann skjögraði á tökustað, fölur, órakaður og lyktandi eins og heróínfíkill. Á sama tíma og hann lék leynilög- reglumann í „Serpico" reyndi hann að handtaka bílstjóra. í Konuilmi eða Scent of A Woman, þar sem hann lék blindan ofursta, gerði hann sjón sína þokukennda til þess að hann deplaði síður augum. „Leiklist er alltaf erfið viðfangs," segir Paeino. „Vandamálið sem blas- ir við er alltaf hið sama. Ég byrja með auða blaðsíðu eða striga fyrir með frammistöðu nokkurra þeii'ra og dáðist sérstaklega að Walter Hu- ston í „All That Money Can Buy“ [sem stundum er nefnd „The Devil and Daniel Webster“].“ Pacino krafðist þess að fá að horfa á fyrstu útgáfu „Devil’s Advocate" eftir að hún hafði verið gi'óflega klippt saman. „Þegar hann kom fyrst fram í myndinni," segir Taylor Hack- ford leikstjóri, „var honum mjög brugðið. „Guð minn góður,“ sagði hann. „Þetta er ekki ég. Hvernig á ég að útskýra þetta? Fólk á eftir að halda að ég sé algjört fúlmenni.“„ Þótt Pacino taki leiklistina alvar- lega er honum innilega illa við þá vinnu sem liggur að baki því að kynna kvikmyndir. Hann er ídædd- ur eins og á óformlegri jarðarför, í þvældum, svörtum jakka, svartri skyrtu sem er opin í hálsmálið, svörtum buxum og skóm. Hárið er grunsamlega dökkt fyrir mann sem er 57 ára, en það ber þess engin merki að það sé farið að grána. Hann virðist drjúgum 5 cm lágvaxn- ari en getið er um í ævisögu hans, þótt hann verði meiri um sig þegar hann sest niður. Eða kannski skrepp ég saman. Hann hellir sér í kaffi- bolla sem hann hrærir stöðugt í þótt hann fái sér aldrei sopa. „Er þér sama þótt ég reyki þess- ar?“ spyr hann og dregur fram pakka af Honey Rose-jurtasígarett- um. „Þær lykta eins og gras, en það er ekkert nikótín í þeim. Ég mæli með þeim.“ Pacino reykti 40 sígar- ettur á dag í rúmlega þrjá áratugi. Hann hætti árið 1994 vegna þess að það var að eyðileggja í honum rödd- ina, en ávaninn er ennþá fyrir hendi. Hann var líka alræmdur di’ykkju- maður, sem átti það til að fara á þriggja daga túra. Til marks um það er saga, ef til vill gróusaga, sem hef- ur farið víða. Hún er af blaðamanni sem vaknar morguninn eftir með Guðföður allra timburmanna og það fyrsta sem hann heyrir er: „Hvað má bjóða þér að drekka?" Hann fæst ekki til að ræða þessi ár nema í framhjáhlaupi: „Það kom aldrei neitt annað til greina en leiklist. Ég hefði getað endað á einhverri um- boðsskrifstofunni en ég hefði allt eins getað drukkið sjálfan mig í hel.“ Pacino býr einn í glæsihúsi í ná- grenni við Manhattan. Hann er með útsýni yfir Hudson-fljótið og reynir að halda sig frá Hollywood eftir fremsta megni. „Ég reyni að forðast freistingar og halda lífi mínu eins eðlilegu og kostur er; eins og það var áður en ég datt í lukkupottinn. Ég reyni að taka fólki eins og það kemur fyi'ir og með opnum huga. En samskiptin ganga alltaf öðruvísi til að byrja með vegna þeirrar stöðu sem ég verið í í mörg ár.“ Þrátt fyrir að hafa átt í ástarsam- böndum við aðrar stórstjörnur á borð við Jill Clayburgh, Debru Win- ger, Diane Keaton, Tuesday Weld og Nastössju Kinski hefur Pacino aldrei gengið í það heilaga. Hann var lengi í tygjum við sjónvarpskon- una Lyndall Hobbs og á um þessar mundir vingott við fyrirsætuna Beverly D’Angelo. Það orð fer af honum að hann sé ekki við eina fjöl- ina felldur í ástarmálum og er eins og það endurspeglist í myndinni. Ég spurði hann hvort hann væri eins mikið upp á kvenhönd- ina og Milton. Hann hlær eins og vonsvikið foreldri og verður dapur í bragði. „Það tekur ykkur tíma að komast að efninu, en þið komist samt alltaf þangað á endan- um.“ Augnaráðið verður fjarrænt, eins og hann sé kominn langt í burtu, og þangað fer hugrekki mitt líka. Pacino er ekki ánægður með það hvernig viðtöl ganga fyrir sig. Ef til vill vegna þess að þar gefst aðeins ein taka og hann getur ekki fínpúss- að frammistöðu sína. „Ég reyni að vera eins heiðarlegur og ég get. En stundum hef ég reynt að orða til- finningar mínar og sagt eitthvað meiningarlaust til þess að koma þeim til skila. Um leið er það inn- siglað á prenti.“ Hann lítur á viðtöl sem þakkar- verð en einnig sem innrás blaða- manna í einkalíf sitt. Honum er ljóst að þar býr tvöfalt siðgæði að baki og viðurkennir að hann heillast af stór- stjörnum sem geta opinberað sínar dýpstu tilfinningar á prenti og á endanum berstrípað sálu sína. „Þannig er því ekki farið um mig, fyrir utan að ég er ekki þannig gerð- ur þá er ég fyrst og fremst leikari og vil einbeita mér að því.“ Pacino á átta ára dóttur, Julie, sem býr með móður sinni, drama- kennaranum Jan Tarrant. Hann virðist njóta föðurhlutvei'ksins. „Ég fór um daginn á Men in Black með dóttur minni sem var að sjá hana í þriðja sinn. Ég var varaður strang- lega við. Hún sagði við mig: „Pabbi - það er að koma skelfilegt atriði svo þú skalt passa þig.“ - Hver segir svo að djöfullinn kunni ekki að hræðast?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.