Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 60
Jíewiifit -Sctur blrag á sérhvern dag! ww.bi.is Hcimilisbankinn á Intcrnetinu! ÚNAÐARBANKINN traustur banki MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Fundu tíu kindur við 'Brúarjökul Vaðbrekku, Jökuldal. Morgunblaðið. TIU kindur fundust í gær inni við Brúarjökul. Kindurnar hafa ver- ið þar síðan þeim var sleppt á fjall í vor. Grunur er um að fleira fé sé að finna á svipuðum slóðum og verður svipast um eftir því við fyrsta tækifæri. Fjórir bændur af Jökuldal og Hrafnkelsdal fóru á vélsleðum frá Aðalbóli inn að Brúarjökli í gærdag að líta eftir kindum. f Hraukum utan við Jökulkvísl austan Jökulsár á Brú, um fjöru- kílómetra inn af Hrafnkels- dal, fundust tíu kindur, fjórar ær og sex lömb. Kindurnar voru all- ar úr Hrafnkelsdal utan eitt lamb sem er úr Fljótsdal. Þessar ær og lömbin voru ekki samstæð, þess vegna geta verið allt að sex kindur þarna til við- bótar, Qögur lömb og tvær ær. Þar sem degi var tekið að halla þegar kindurnar fundust og ekki hægt að koma fleiri kindum fyrir á vélsleðunum fjórum og aftaní- ■^deða var ákveðið að fara með ‘ ^ressar tíu kindur heim strax í gær. Síðan verður farið við fyrstu hentugleika og skyggnst eftir því hvort fleiri kindur séu þarna inni við Jökulinn. Frekar tuskulegar Að sögn Gísla Pálssonar bónda á Aðalbóli sem var einn fjór- menninganna er fundu kindurn- ar voru þær hálf-tuskulegar, lé- legar á hold og kviðlausar. Ein ærin var auk þess lítillega tófu- bitin. Gísli sagði að mikill gaddur væri kominn í afréttina og af að- stæðum mætti sjá að veðurhæðin hefði verið mikil í suðaustanskot- , unum tveim sem komu í janúar. Einn Gríms- eyingur fæddist á liðnu ári Grímsey. Morgomblaðið. ÓVENJU fámennt er í Gríms- ey um þessar mundir, en hér eru nú um 50 manns. Það er nokkuð mikil fækkun frá því um jól þegar um eitt hundrað manns voru í eyjunni. Flestir hafa þó bara skroppið til meg- iS. 'jjnlandsins en sumir hafa ákveðið að eyða parti af vetrin- um á heitari og sólríkari stað. Ibúum eyjarinnar fækkaði á liðnu ári, en sumir gerðu þó sitt til að spyrna við fótum, einn Grímseyingur fæddist á liðnu ári og fjögurra manna fjölskylda flutti til eyjarinnar frá Akureyri. Flestum Gríms- eyingum ber saman um að þessi þróun fari að snúast við og aftur fari að fjölga í eyj- unni. Válynd veður Ekki hefur gefið á sjó það sem af er árinu. Veður hafa verið fremur válynd og varla hægt að segja að vindur hafi farið undir 5 vindstig frá ára- mótum. Engrar svartsýni er samt farið að gæta hjá eyjarskeggj- ►um og bíða menn rólegir batn- andi tíðar með hækkandi sól. Utanrrkisráðherra eftir fundi með framkvæmdastjórn ESB Haldið á loðnumiðin NOKKUR fiðringur er kominn í loðnusjómenn enda hefur lítið frést af loðnuveiði síðustu vikurnar. Skipveijar á Oddeyrinni EA, skipi Samheija hf., voru að taka loðnunótina um borð í gær og héldu í kjölfarið á miðin fyrir aust- an land. Þorsteinn EA hefur veitt samtals um 1.000 tonn af loðnu í flottroll í tveimur túrum frá ára- mótum og um 320 tonn af sfld. Þorsteinn Vilhelmsson, fram- kvæmdastjóri Samheija, sagði að sfldin lægi mjög djúpt og ekkert hefði verið hægt að eiga við hana nema með flottrolli. Þá hefði lítið heyrst af ferðum loðnunnar enn sem komið væri. „Það hefur verið mikil ótíð í janúar og því verið erfitt að eiga við þetta.“ Þriðja nótaskip Samheija, Há- berg GK, var einnig að gera klárt á miðin í gær en skipið hafði farið túr eftir áramótin án árangurs. RÚV undirbýr HM í knattspyrnu Tillaga um að sýna 64 leiki ÍÞRÓTTADEILD Ríkissjón- varpsins hefur lagt fram tillög- ur sínar um fyrirkomulag út- sendinga frá Heimsmeistara- keppninni í knattspyrnu, sem fram fer í Frakklandi í sumar. Er lagt til að sýndir verði 64 leikir, flestir þeirra í beinni út- sendingu. Keppnin hefst 10. júní með leik Brasilíu og Skotlands og verður hann sýndur beint ásamt leik Marokkó og Noregs. Næstu 20 daga verða sýndir 2-4 leikir dag hvern. Föstudag- inn 3. júlí hefjast fjórðungsúr- slit keppninnar og henni lýkur með úrslitaleiknum sjálfum í París sunnudaginn 12. júlí klukkan 19. Margir leikjanna hefjast klukkan 19 og er óákveðið hve margir þeirra verða 1 beinni út- sendingu vegna fréttaútsend- inga sem hefjast að öllu jöfnu kl. 20. Viðræður um Schengen munu dragast á langinn HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að samningaviðræður við Evrópusam- bandið um aðild Islands og Noregs að breyttu Schengen-vegabréfasamstarfi verði umfangs- meiri, vandasamari og seinlegri en gert hafi verið ráð fyrir. Þetta er mat ráðherrans eftir fundi með fimm framkvæmdastjómarmönnum ESB í Brussel í gær. Ráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að fundunum loknum að Island og Noregur yrðu meðal annars að ræða stöðu Schengen- málsins við stjórnvöld í einstökum aðildarríkj- um Evrópusambandsins til að reyna að þoka því áfram. „Við teljum að það sé fullur vilji til að leysa þessi mál og koma til móts við okkar óskir,“ segir Halldór. „Eg held að þetta sé allt saman hægt, það er fyrst og fremst spurning um vilja aðildarríkjanna. Sum aðildarríki eru skilningsbetri en önnur, eins og gengur, sér- staklega félagar okkar á hinum Norðurlöndun- um.“ Ekki niðurstaða á fyrri hluta ársins Halldór sagðist fyiir skömmu vona að hægt yrði að ná niðurstöðu í nýjum viðræðum um Schengen á fyrri hluta þessa árs. „Eg held að það hafi því miður ekki verið alveg raunsætt mat hjá mér,“ segir hann nú. Island og Noregur þurfa að semja á ný við Evrópusambandið um aðild sína að vegabréfa- samstarfinu, eftir að ákveðið var að Sehengen- samningurinn yrði hluti af stofnsáttmála ESB. Ríkin hafa viljað breyta sem minnstu frá sam- starfssamningum þeim, sem gerðir voru við Schengen-ríkin fyrir rúmu ári. Slíkt hefði í för með sér að Island og Noregur yrðu að fá undan- þágur frá valdsviði yfirþjóðlegra stofnana ESB og telur nefnd íslenzkra lagaprófessora að án slíkra undanþágna standist nýr samstarfssamn- ingur ekki stjórnarskrána. Af hálfu Evrópusam- bandsins hefur hins vegar komið fram að ekki sé hægt að taka stofnanafyrirkomulagið í sam- starfssamningunum upp óbreytt, því að það myndi hafa í för með sér breytingar á sáttmál- um ESB sjálfs. ■ Schengen-niálið/31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.