Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 3^ MAGNÚS GUÐMUNDSSON + Mag'iiús Guð- mundsson hús- gagnasmíðameistari fæddist í Bolungar- vík 22. október 1918. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Reykja- vikur, Landakoti, miðvikudaginn 14. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Pétursson, f. 18. maí 1892, frá Hafnardal, Nauteyrarhr. N-Is. fv. bæjargjaldkeri á Isafirði, síðar kaupm. í Reykjavík, d. 7. júní 1975; og Þorgerður Bogadóttir húsmóðir, f. 22. október 1896, frá Uppsölum í Seyðisfirði vestra, d. 7. apríl 1990. Systkini Magnúsar voru þau Erlingur, f. 21. apríl 1920, d. 4. júní 1977; Sigrún f. 29. júní 1922, d. 26. maí 1991; og Ingibjörg Geirþrúður (Stella), f. 26. janúar 1927, d. 18. ágúst 1946. Hinn 18. maí 1943 kvæntist Magnús Guðríði Jónasdóttur, fv. póstfulltrúa, f. 26. febrúar 1922 á Isafirði; dóttir Jónasar Jens Guðnasonar, vélstjóra á Isafirði, og Hólmfríðar Petrínu Jóhanns- dóttur frá Dynjanda í Arnarfirði. Hún lifir mann sinn. Börn Magn- úsar og Guðríðar eru: Reynir, f. 3. sept. 1944, prentari, en nú starfsmaður hjá Ó. Johnson og Kaaber, maki: Kolbrún Krist- jánsdóttir, en tvíburabróðir Reynis lést skömmu eftir fæð- ingu. Síðan tvíburabræðurnir Bogi og Guðmundur, f. 10. sept. 1950. Bogi er útibússtjóri í Landsbankanum, maki: Sigrún Péturs- dóttir og eiga þau tvö börn, Magnús og Guðríði Stellu. Guð- mundur, sem var kennari, lést 2. okt. 1996. Sonur hans er Hrólfur Erling, sem hann átti með fyrr- verandi konu sinni Hallfríði Hrólfsdótt- ur. Magnús ólst upp á ísafirði frá tveggja ára aldri. Hann út- skrifaðist frá Gagn- fræðiskóla Ísaíjarðar og á 17. ári lá leið hans til Reykjavíkur til að nema húsgagnasmíði hjá Friðriki Þorsteinssyni. Eftir fjögurra ára nám hélt Magnús aftur til Isa- fjarðar og opnaði þar húsgagna- verkstæði ásamt fóðurbróður sínum Hallgrími Péturssyni. Þar tók hann að sér tvo lærlinga og var annar þeirra Erlingur bróðir hans. Magnús útskrifaði alls sex húsgagnasmiði. Það lá svo fyrir Magnúsi og Guðríði að flytjast suður til Reykjavíkur og stofna heimili á Brávallagötu 16. Þeir bræðurnir, ásamt föðurbróður sínum, stofnuðu síðan húsgagna- verkstæði við Hagamel og voru þar með nokkra menn í vinnu. Magnús og Guðríður byggðu síð- an hús við Langholtsveg og bjuggu þar þangað til þau fluttu á Fornhaga 20. Síðustu starfsár sín vann Magnús hjá Háskóla Is- lands, verkfræðideild. Útfór Magnúsar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og liefst athöfnin klukkan 15. Elskulegur tengdafaðh- minn er látinn eftir erfið veikindi, en fyrir lið- lega 3 árum varð hann fyrir því að fá heilablóðfall. Kynni mín af Magnúsi eða Madda eins og hann var oftast kallaður meðal vina og ættingja voru mér afar dýrmæt, því það var ein- staklega þægilegt að umgangast hann. Kom það glögglega í ljós í hans erfiðu veikindum hversu skap- góður og viljasterkur hann var. Við heilablóðfallið missti hann málið og gat með engu móti tjáð sig og var það oft erfitt fyrir hann og hans nán- ustu þegar hann vildi segja eitthvað en gat það ekki. En þá var oft stutt í brosið eins og hann vildi afsaka van- mátt sinn. Þegai’ ég kynntist tengdafjöl- skyldu minni bjó hún í fallegu húsi á Langholtsvegi 62. Maddi hafði einnig á sama stað komið sér upp húsgagnavinnustofu, en þar stundaði hann ýmsar smíðar. Á yngri árum hafði Maddi mjög gaman af að stunda veiðiskap og var eins farið með bróður hans, Erling. Langadalsá vai’ í miklu uppáhaldi því faðir þeirra var ættaður frá Hafnar- dal á Langadalsströnd við Isafjarð- ardjúp og var með ána á leigu um tíma. Einnig vil ég geta þess að Maddi var mjög músíkalskur og á unglingsárum sínum fékk hann tæki- færi til að læra á hljóðfæri og var fiðlan í uppáhaldi, einnig spilaði hann á saxófón og píanó. Þegar Maddi var við nám í Reykjavík þén- aði hann aukapening með því að spila á dansleikjum og hafði hann jafnmikið upp úr einu kvöldi og viku- laun hans voru við lærlingsstörfin. GUÐJÓN JÓNSSON + Guðjón Jónsson var fæddur í Vestmannaeyjum 23. janúar 1912. Hann lést á Landakotsspít- ala aðfaranótt 16. janúar síðastliðinn. Hann var sonur Guð- rúnar Guðnýjar Jóns- dóttur og Jóns Guð- laugssonar frá Hall- geirsey. Hálfsystir Guðjóns var Guðlaug Bergþórsdóttir. Eft- irlifandi eiginkona Guðjóns er Sigrún Jónsdóttir, f. 23.10. 1913, frá Kirkjubæ í Vest- mannaeyjum. Foreldrar hennar voru Hólmfríður Þórðardóttir og Jón Magnússon. Guðjón og Sig- rún eignuðust þijár dætur. 1) Jóna Hólmfríður, f. 18.3. 1934, gift Ásgeiri Bjarnasyni. 2) Gunn- hildur Gíslín, f. 31.1. 1938. 3) Birna Mar- grét, f. 23.7. 1949. Afabömin ern níu, langafabörnin mtján og langalangafa- börnin fimm. Guðjón lærði rak- araiðn hjá Árna Böðvarssyni í Vest- mannaeyjum og starfaði sem rakari bæði í Reykjavík og á Húsavík þar sem þau bjuggu í 23 ár. 1972 fluttust þau aftur til Reykjavikur og fór hann þá að starfa í Álverinu í Straumsvík þar sem hann vann þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Útför Guðjóns fer fram frá Háteigskirkju í dag og liefst at- höfnin klukkan 15. Elsku afi minn og fóstri. Mikið á ég eftir að sakna þín. Þú sem varst svo skapgóður og ljúfur og alltaf tilbúinn að slá á létta strengi. Þegar ég var lítil fannst mér sérstakur heiður að segja að ég væri dóttir Gudda rakara. Öll- um fannst Guddi rakari skemmtilegur og dásamlega ýkinn. Sagan sem ég heyrði oftast var þeg- ar verið var að þræta um það á rak- MINNINGAR Hann hafði einnig mjög gaman af að mála og þegar hann hætti að vinna kom það oftar fyrir að hann tók upp pensilinn eða rissaði niður hugmynd að myndefni og eru til margar falleg- ar myndir eftir hann. Fyrir nokkrum árum tóku fjöl- skyldur okkar sig saman og byggðu sumarbústað í Kjós og var Maddi að- alhöfundur, bæði hvað varðar teikn- ingar og smíði hans. Hann var mjög áhugasamur við bygginguna og var það honum kappsmál að vanda vel til verksins eins og var um allt sem hann tók sér fyrir hendur. Maddi og Gurra höfðu yndi af ferðalögum og ferðuð- ust víða erlendis og var þá farið á söfn og merkar byggingar skoðaðar, en þegar þau komu heim úr slíkum ferð- um var gaman að setjast niður með þeim hjónum og hlusta á ferðasög- umar, því Maddi sagði vel frá og var þá oft stutt í gamansemina. Tímamót verða í lífi þeirra hjóna þegar Maddi ákveður að leggja hús- gagnavinnustofu sína niður og ger- ast húsvörður hjá verkfræðideild Háskóla íslands. Húsið á Langholts- veginum er selt og kaup fest á íbúð á Fornhaga 20. Maddi starfaði hjá Há- skólanum þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Þar var hann vel liðinn og naut virðingar kennara jafnt sem nemenda. Þegar við eignuðumst okkar fyrsta bam, þá vai- það drengur og var hann skírður Magnús í höfuðið á afa sínum og þegar dóttirin kom 7 ámm síðar var hún skírð í höfuðið á ömmu sinni Guðríði. Börn okkar nutu þess að koma til ömmu og afa „vestur í bæ“ sem var fastur þáttur í lífi þeirra. Þá var ýmislegt brallað en oftar en ekki voru teknir upp penslar og málninga- túpur og málað af hjartans list eða þá að hlustað vai’ á góða tónlist og má segja að bömin hafi lært að meta góða list hjá ömmu og afa. Tengdaforeldrar mínir urðu fyrir miklu áfalli þegar Guðmundur sonur þeirra lést snögglega haustið 1996 í blóma lífsins. Elsku Maddi, með söknuði kveðj- um við þig og þökkum Ijúfar minn- ingar um góðan dreng. Guð veri með þér á þeirri leið er þú nú hefur tekið þér fyrir hendur. Elsku Gurra, missir þinn er mikill, Guð gefi þér styrk og veri með þér. Sigrún Pétursdóttir. Þegar hringt var til mín og mér tjáð að vinur minn Magnús Guð- mundsson væri látinn kom fregnin mér ekki á óvart. Eg hafði heimsótt hann tveim dögum áður og sá þá að hverju stefndi. Magnús var búinn að heyja langa og hetjulega baráttu við þann sjúkdóm sem lagði hann að velli. Lífsvilji hans, baráttuþrek og æðruleysi var einstakt. Síðastliðin tæp þrjú ár þurfti hann að dvelja á sjúkrastofnunum. Kynni okkar Magnúsar hófust er hann kom aftur til ísafjarðar eftir arastofunni hver hefði verið með stærstu kartöfluuppskeruna það haustið. Um þetta var þrasað fram og aftur þar til þú sagðir að þínar kartöfl- ur hefðu verið svo stórar að það hefði þurft að velta þeim á undan sér heim. Þetta lýsir kimni þinni svo vel. Elsku afi. Nú þegar þú ert farinn flæða minningamar fi’am og þá get ég sagt þér að með gæsku þinni og prúðmennsku hefur þú gert líf okkar allra auðugra. Þegar ég heimsótti þig í fyrsta sinn á Sjúkrahús Reykjavík- ur í Fossvogi eftir að þú veiktist þá áttum við góða stund saman. Við töl- uðum um allt milli himins og jarðar. Eg mun halda vel í þá minningu. Elsku afi. Ég mun líta til með ömmu þangað til við hittumst öll á ný. Þakka þér fyrir allt. Vertu sæll, elsku pabbi minn, og Guð geymi þig. Elsku amma. Þinn missir er mikill eftir 65 ára hjónaband. En ég veit að hinar ljúfu minningar um góðan dreng munu gefa þér styrk um ókomin ár. Kveðja Kyrrum, klökkum rómi kveð nú vininn hljóða. í sáru sorgartómi signi drenginn góða. Englar allir lýsi leið lúnum ferðalangi. Hefst nú eilíft æviskeið ofar sólargangi. nám í húsgagnasmíði hjá þekktu húsgagnasmíðaverkstæði Friðriks Þorsteinssonar á Skólavörðustíg. Magnús stofnaði ásamt fóðurbróður sínum, Hallgrími Péturssyni, hús- gagnavinnustofu í húsinu Aðalstræti 13 á ísafirði. Ég hafði haft hug á að læra húsgagnasmíði og vissi að Magnús vildi fá lærling. Ég fór því á fund hans með þeim árangri að ég gerðist lærlingur hans. Áður hafði hann ráðið annan lærling, bróður sinn, Erling. Við Erlingur vorum gamlir leikfélagar og vinir. Mér lík- aði vel að starfa með þessum mönn- um og þeir reyndust mér vel. Eftir að hafa rekið verkstæðið á ísafirði í rúm tvö ár þótti þeim Magnúsi og Hallgrími orðið þröngt um sig og tóku þeir sig upp og fluttu til Reykjavíkur. Þar höfðu þeir tryggt sér lóð og byggðu ásamt Guð- mundi, fóður Magnúsar, þriggja hæða hús með kjallara að Brávalla- götu 16. Byggingin reis á methraða, verkstæðið var sett upp og fljótlega var farið að framleiða húsgögn. Magnús var mjög listfengur mað- ur. Hann var músíkalskur og hafði ungur lært að spila á fiðlu. Hann naut þess að spila á fiðluna en spilaði líka á saxófón og píanó. Eftir að hann hætti að vinna fór hann að dunda við að teikna og mála og fórst það vel úr hendi. Þeir feðgar Guðmundur, Magnús og Erlingur stunduðu stangveiði á sínumyngri árum. Oftast lá þá leiðin inn í Isafjarðai’djúp en Guðmundur var ættaður frá Hafnardal á Langa- dalsströnd og þekkti vel til við Langadalsá. Erlingur hafði verið í sveit á Rauðamýri og þekkti því líka vel til á þessum slóðum. Mér er sagt að þeir hafi allir verið góðir veiði- menn. Víst er að þeir feðgai’ hafa notið fegurðar og friðsældar við Langadalsá. Magnús var félagi í Oddfellow reglunni. Hann var húmoristi í góðra vina hópi, sagði vel frá, kom spaugi vel til skila og var þá stutt í brosið. En fyrst og fremst var Magnús mað- ur fjölskyldulífsins og hans mestu gleðistundir voru þegar hann og Guðríður nutu samvista við syni sína og fjölskyldur þeirra. Gaman var að vera gestur á glæsilegu heimili þeirra hjóna og ekki spillti það fyrir ef húsbóndinn settist við píanóið og spilaði nokkur ljúf lög. Magnús og Guðríður urðu fyrir þeirri miklu sorg að missa son sinn Guðmund í blóma lífsins. Guðmund- ur var kennari að mennt og virtur og dáður af samkennurum sínum og nemendum. í langri baráttu við miskunnar- lausan sjúkdóm reynir mikið á alla fjölskyldu þess sem sjúkur er. Magnús háði hetjulega baráttu og naut stuðnings eiginkonu sinnar, sona, tengdadætra og annarra ætt- ingja þangað til yfir lauk. Ég og Guðrún, eiginkona mín, höf- í Gjafarans gæskuhjúpi gróa öll mín sár. Með sól úr sorgardjúpi sendi þér kveðjutár. (Jóna Rúna Kvaran.) Þín dótturdóttir, Fríða Ágústa Björnsdóttir. í dag er til moldar borinn ástkær afi minn Guðjón Jónsson á sínum 86. afmælisdegi. Á þessari stundu er mér efst í huga innilegt þakklæti fyrir að hafa átt þennan yndislega góða afa sem alltaf umvafði mann hlýju og væntumþykju sinni hvenær sem við hittumst. Ég er svo rík af minningunum um allar sam- verustundimar sem ég hef átt með honum og ömmu allt frá bernsku fram á fullorðinsár. Þau hafa alltaf verið óþreytandi við að hlúa að sínum nán- ustu og borið hag okkar allra sterkt fyrir brjósti alla tíð. Þó ég sé að skrifa þessi kveðjuorð til elskulegs afa míns að honum látnum, get ég ekki annað en nefnt hann og ömmu í sömu andrá því þau hafa verið óaðskiljanlegir fé- lagar í 65 ár og eru í raun eitt í huga mínum. Er nú amma eftir og syrgir Gauja sinn. Glaðværð, velvilji og mikil gestrisni hefur einkennt þau allan þeirra bú- skap enda alltaf mannmargt í kring- um þau, svo ekld sé minnst á alúð þeirra við dýrin. Alltaf hafa þau hlúð að málleysingjunum og ég hef varla um margs að minnast þegar litið er til baka og rifjuð upp samskipti okk- ar við Magnús og Guðríði. Állt eru það ljúfar minningar. Við sendum Guðríði, sonum þeirra og ijölskyldf um innilegar samúðarkveðjur. Megi sá er öllu ræður veita þeim styrk um ókomin ár. Guðmundur L.Þ. Guðmundsson. Fallinn er í valinn yndislegur mað- ur, Magnús Guðmundsson, eða Maddi eins og við kölluðum hann. Hann var kvæntur föðursystur minni, Guðríði Jónasdóttur, Gurru, bestu og fallegustu frænku minni. Þau áttu sér fagurt heimili, og bjó ég hjá þeim í tvö ár, og kynntist ég þrá vel þeirri elsku og vináttu sem ætíð ríkti á milli þeirra hjóna. Alltaf voru þau tilbúin til þess að lána mér húsið sitt ef ég vildi bjóða bekkjarfélögum heim og létu þau mér húsið eftir og létu sig síðan hverfa. Þvílíkt traust sem mér unglingnum var sýnt. En svona voru þau Maddi og Gurra. Maddi var alltaf svo glaður og kát- ur, og þegar ég skoða myndaalbúmið sé ég hvar Maddi er brosandi á öll- um þeim myndum sem þar eru af honum og Guitu minni. I endur- minningunni sé ég líka hvar pabbi þurrkar tárin af hvörmum sínum og veltist um af hlátri vegna einhvers sem Maddi hafði verið að segja, en Maddi hafði mjög ríka frásagna*~- gáfu. Þeir voru góðir vinir, og veit ég að nú geta þeir hlegið aftur saman. Maddi veiktist fyrir nokkrum ár- um, og urðu þau veikindi til þess að hann lamaðist og gat ekki tjáð sig nema með ,jái“ eða „neii“. Lengi vel hélt ég að hann skynjaði ekki það sem í kringum hann gerðist, en þeg- ar Guðmundur sonur þeirra Gurru lést mjög skyndilega úr hjartasjúk- dómi, 2. okt. 1996, sá ég sorg í aug- um Madda míns. Þá var hann dapur. Mikið hefur verið lagt á hana Gurru frænku mína. Maddi veiktislip og varð að vera rúmliggjandi, Guð- mundur dó mjög snögglega, og nú hefur Maddi kvatt okkur. Alltaf stendur Gurra þó upprétt, alltaf jafn glæsileg og brosandi. Hún er hetja. Guð blessi þig! Þú blóm fékkst grætt og bjart um nafn þitt er, og vertu um eilifð ætíð sæll! Vér aldrei gleymum þér. (Jón Trausti.) Elsku Gurra mín, Hrólfur, Bogi, Reynir og fjölskyldur. Guð gefi ykk- ur allan þann styrk, sem þið þurfið á að halda. Með söknuði og virðingu kveð ég nú elsku Madda minn. Guð veri með honum á nýjum slóðum. Minning^ hans mun lifa með okkur. Innilegustu samúðarkveðjur senda móðir mín, systir og fjöl- skyldur okkar. Soffía K. Kristjánsdóttir. lengur tölu á öllum dýrunum sem hafa laðast að þeim í gegnum tíðina. Svo kom að því að heilsa afa tók að bila og endaði með því að hann var lagður inn á spítala. Lengst af var hann á deild 4-B á Landakotsspítala, þar sem hann naut ómetanlega góðr- ar umönnunar þess yndislega hjúkr- unarfólks sem þar starfar. Eftir að ljóst var hvert stefndi í veikindum afa og hann lá að mestu meðvitundarlaus og háði síðustu bai^-. áttuna í lífi sínu, voru þeir ástvinir hans sem vorum svo heppnir að búa í nálægð við hann hjá honum eftir bestu getu og umvöfðu hann með allri sinni ást, rétt eins og hann hefur alltaf gert við okkur. Hann fékk svo hægt andlát aðfaranótt 16. janúar sl. Elsku afi, nú er kveðjustundin runnin upp og söknuðurinn í hjarta mínu er mildll. Ég er þess samt full- viss að þú bíður mín í ljósinu þegar minn tími kemur og þangað til á ég góðan bandamann á himnum. Ég kveð þig á meðan með þessum fal- legu orðum: ^ Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín dótturdóttir, Linda Jónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.