Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 27 LISTIR Tveir myndlist- armenn í firíi Ljósmjmd/David TV MYNDLISTARMAÐURINN Egill Sæbjörnsson bauð myndlistar- manninum Birgi Andréssyni að vinna með sér leirhesta. Afrakstur- inn má líta á sýningu í Galleríi 20 fm. Varað við gamalli hættu MYNDLISTARMAÐURINN Eg- ill Sæbjörnsson sýnir leirhesta í Galleríi 20 fm í kjallara Vesturgötu lOa. I samvinnu verður útkoman alltaf óvænt. Egill fékk myndlistar- manninn Birgi Andrésson til liðs við sig og saman sátu þeir í tvær stundir og mótuðu litla hesta úr tíu kílóum af leir. Franski kvikmynda- gerðarmaðurinn David TV ljós- myndaði þessa skapandi samveru- stund félaganna og eru ljósmynd- irnar hluti sýningarinnar ásamt af- rakstrinum. „Mér hefur alltaf fundist sam- vinna með öðrum mjög gefandi. Ætli ég sé ekki bara svona mikil fé- lagsvera," segir Egill. „Við lifum og hrærumst í heimi sem er hann- aður af öðrum en okkur sjálfum. Sjálf erum við samsett úr svo ótal- mörgum þáttum, rétt eins og búta- saumsteppi. A sama hátt held ég að myndhst geti aldrei verið ein- göngu sjálfsprottin heldur er hún alltaf undir áhrifum frá umhverf- inu. Ég er síst uppfmningasamur í listsköpun minni og leitast fremur við að gera skil þeim straumum og stefnum sem ég soga til mín úr um- hverfinu. Mér fannst því áhugavert að leita eftir samvinnu við annan listamann. I því felst bæði ögrun og anægja, - óvænt útkoma." Astæðuna að baki vali á við- fangsefninu segir Egill fyrst og fremst þá að hann hafí ekki getað hugsað sér þema eða efni sem væri honum jafn framandi. „Hestar og leir eru nokkuð sem stendur utan þess ramma sem ég er vanur að vinna innan. Það sama má segja um verk Birgis Andréssonar og því fjallar sýningin einnig um áhuga- mennskuna, um viðvaningsleg vinnubrögð í listum. Markmiðið var ekki að búa til fullkomna hesta, heldur það að vera saman að búa til hesta og leyfa sér frelsi til þeirrar sköpunar,“ segir Egill. „Sýningin gæti allt eins heitið Tveir myndlist- armenn í fríi. Við förum út af vinnustofunni og gerum eitthvað sem er gerólíkt daglegum við- fangsefnum okkar. I raun er svona samvinna ekki annað en ein leið til samskipta og sýningin er ekki ann- að en minning um þessa samveru- stund.“ Sýningin stendur til sunnudags- ins 25. janúar. KVIKMYIVDIR Háskólabíó TAXI Leikstjóri: Carlos Saura. Handrit: Santiago Tabernero. Kvikmynda- tökustjóri: Vittorio Storaro. Aðalhlut- verk: Ingrid Rubio, Carlos Fuentes. TFl International. 1996. SPÆNSKI kvikmyndaleikstjór- inn Carlos Saura varð einhver mest áberandi leikstjóri á Spáni á sjö- unda, áttunda og níunda áratugn- um ekki síst fyrir að fjalla um áhrif fasistastjórnar Francos á spænskt þjóðfélag. Þvi kemur það kannski ekki á óvart að hann sendir frá sér mynd í dag, þegar lýðræði hefur verið tryggt á Spáni um talsvert skeið, sem varar við uppgangi ný- fasista og annarra hægri öfga- stefnumanna í heimalandinu. Taxi heitir hún og er ástarsaga og fjöl- skyldusaga og saga um brennandi hatur á minnihlutahópum, innflytj- endum, hommum og eiturlyfjafíkl- um eins og það birtist í hópi leigu- bflstjóra, sem gn'pa til sinna ráða. Leikstjórar hafa margir notað sjónarhorn leigubflstjórans til þess að fjalla um skuggahliðar stórborg- ar og dreggjar mannlífsins (Martin Scorsese), búa til húmoríska næt- urkómedíu (Jim Jai-musch) eða jafnvel ástarsögu (Erik Balling). Saura notar sjónarhornið til þess að bregða ljósi á mannhatur sem snýst upp í persónulegan harmleik og sýna eyðileggingarafl hatursins. Bygging myndarinnar er mjög ein- föld og jafnvel einfeldningsleg en það er kraftur í frásögninni og leik- urinn er ástríðufullur og myndin í heild ágætlega heppnuð. Boðskapn- um er þykkt smurt, hann á ekki að fara framhjá neinum, þetta er mynd með hlutverk og gegnir því vel. Myndin hefst á því kona, eitur- lyfjafíkill að líkindum, fær far með leigubfl. Leigubílstjórinn, önnur kona, hóar í nokkra félaga sína í gegnum talstöðina og segist vera með „kjöt“ handa þeim og hittir þá síðan á brú einni þar sem einir fjór- ir leigubílstjórar gera sér lítið fyrir og varpa fíklinum af brúnni svo hann lætur lífíð. Um sama leyti hættir ung stúlka í skóla og tekur að vinna fyrir leigubflstjórann föð- ur sinn, sem í ljós kemur að er einn af morðingjunum á brúnni. Hann ekur á nóttinni en hún á daginn. Fljótlega kemst hún að því að ekki er allt sem sýnist í vinahópi föður- ins, orð í talstöðinni eins og „fiskur" og „kjöt“ eru henni óskiljanleg og þegar hún verður ástfangin af verð- andi nýfasista, óafvitandi, taka mál- in hættulega stefnu. Sem fyrr segir vinnur Sam-a ákaflega vel með leikarana, einkan- lega unga parið, og tekst að gera raunsanna mynd um hættulega þróun. Hann þekkir vel sögu síns heimalands og vill fyrir alla muni vara við því að sagan endurtaki sig. Arnaldur Indriðason Sýningum lýkur Handverk & hönnun SÝNÍNG á listhandverki og hönnun 24 aðila lýkur laugardag- inn 24. janúar. Sýningin er opin virka daga kl. 11-17 og laugardaga kl. 12-16. Gallerí Fold Sýningu Jónasar Viðars Sveinssonar lýkur sunnudaginn 25. janúar. Nýlistasafnið Sýningu Matjaz Stuk, Alena Hudocovicoca, Chris Hales, Pá- línu Guðmundsdóttur, Hildar Bjarnadóttur og Einars Gari- balda Eiríkssonar lýkur sunnu- daginn 25. janúar. Sýningarnar eru opnar um helgina frá kl. 14-18 og er að- gangur ókeypis. Gallerí Geysir Sýningu á tillögum að verð- launagrip fyrir íslensku tónlistar- verðlaunin sem stendur yfír í Hinu húsinu lýkur sunnudaginn 25. janúar. Þátttakendur eru beðnir að sækja verk sín 26.-28. janúar. Leikfélag Mosfellssveitar sýnir Stálblómið LEIKFÉLAG Mosfellssveitar frumsýnir Stálblómið eftir Robert Harling í kvöld, föstudag kl. 20, í Bæjarleikhúsinu við Þverholt í Mosfellsbæ. Stálblóm gerist í smábænum Chinquapin í Louisiana-fylki og spannar þriggja ára skeið í lífi sex kvenna. Konur þessar eru á ólíku aldursskeiði, frá 19 til 60 ára, og eru allar mismunandi litríkir persónu- leikar. Þær eiga það sameiginlegt að hittast á hárgreiðslustofu Truvy Jones á laugardagsmorgnum og gerist leikritið á fjórum slíkum morgnum. Leikritið er í senn gam- an- og alvöruleikur þar sem fylgst er með þessum sex vinkonum, sorg- um þeirra og gleði. Gildi vináttunn- ar sannast þegar mikið liggur við. Verkið var frumflytt á Broadway 1987 og var sýnt 1.126 sinnum til ársins 1990. Leikfélagið Akureyrar frumsýndi leikritið árið 1991. Stálblóm er frumsmíð Roberts Harlings og skrifaði hann það í kjöl- far andláts systur sinnar er lést ung úr sykursýki árið 1985. Nafn verks- ins dregur höfundur af þeirri reynslu sinni að frekar eru konur en karlar úr stáli, en ekki viðkvæmar eins og magnolíublómið, eins og honum var kennt í æsku. Með hlutverk fara Dóra Wild, Marin Þórsdóttir, María Guð- mundsdóttir, Hjördís Elín Lárus- dóttir, Gunnhildur Sigurðardóttir, Guðrún Esther Árnadóttir. Leik- stjóri er Guðný María Jónsdóttir. Uppselt er á frumsýningu en sýn- ingar verða á föstudögum og sunnu- dögum. STEFNUM HÆRRA! TRYGGJUM STEINUNNI VALDÍSI EITT A F EFSTU SÆTUNUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.