Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 VERIÐ ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sigurgeir HÖFNIN í Vestmannaeyjum full af smábátum. Samdráttur er í útgerð í Vestmannaeyjum Áhyggjuefni ef 500 tonna kvóti hverfur frá Eyjum TVEIR bátar frá Vestmannaeyjum hafa verið auglýstir til sölu, en þeir hafa yfír að ráða samtals rúmlega 500 tonna kvóta í þorskígildum talið. Magnús Kristinsson, formað- ur Útvegsbændafélags Vestmanna- eyja, segir að útgerð í Vestmanna- eyjum hafi heldur verið að dragast saman á síðustu misserum og það sé áhyggjuefni ef kvóti þessara skipa færist frá Eyjum. Um síðustu helgi voru vélbátarnir Gullborg VE-38 og Hrauney VE-41 auglýstir til sölu í Morgunblaðinu. Þeir eru báðir í eigu einstaklinga. Magnús sagði að á síðasta ári hefðu þrjú skip frá Vestmannaeyjum horfíð úr rekstri, Sindri, Sólfell og Kristbjörg, og með þeim 0,5% loðnukvótans í Eyjum og 500-1.000 þorskígildistonn. Ennfremur hefði Skúla fógeta verið lagt. Hann sagð- ist vona að einstaklingar eða fyrir- taski í Vestmannaeyjum keyptu þessa báta og kvótinn yrði áfram í Eyjum, en um það væri ekki hægt að segja á þessu stigi. Einstaklingum í útgerð fækkar „Ástæðurnar fyrir þessu eru ýmsar. Menn hafa verið að taka til í rekstrinum og talið sig ná fram hag- ræðingu með því að losa sig við þessi skip. Reksturinn var einnig erfiður á síðasta ári. Tekjumar stóðu í stað en útgjöld hækkuðu. Eins hafa einstaklingar, sem aug- lýst hafa skip sín til sölu, tjáð mér að þeir séu orðnir þreyttir á þessum umræðum um að þeir sem útgerð- armenn séu bölvaldar í þjóðfélag- inu. Heill þingflokkur, með Ágúst Einarsson í broddi fylkingar, berst m.a. hatrammlega fyrir því að þess- ir einstaklingar verði skattlagðir meira.“ Magnús sagði að einstaklingum í útgerð hefði fækkað á undanförnum árum. Núna væru u.þ.b. 55% af kvótanum hjá hlutafélögum sem skráð væru á Verðbréfaþinginu eða Opna tilboðsmarkaðinum. Fyrir ári hefði þetta hlutfall verið 47%. Núna síðast hefðu einstaklingar á Horna- firði hætti sjálfstæðri útgerð og tek- ið höndum saman við Borgey hf. „Við sem einstaklingar í útgerð eigum undir högg að sækja. Það er sótt að mönnum svo að þeir sjá sér hag í að afhenda almenningshluta- félögum útgerðir sínar. Ef þing- menn vilja að þetta verði þróunin er kannski eðlilegt að menn segi það afdráttarlaust og berjist fyrir því,“ sagði Magnús. Kópavogur fagnar Islensku sjávarútvegssýningunni „Við förum fram á sanngjarna leigu“ BÆJARRÁÐ Kópavogs sam- þykkti í gær að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við skipuleggj- endur Islensku sjávarútvegssýn- ingarinnar um aðstöðu fyrir sýn- inguna 1.-4. september 1999 ásamt fulltrúum Breiðabliks og Tennis- hallarinnar. Að sögn Sigurðar Geirdal, bæjarstjóra, líst bæjar- ráðsmönnum í Kópavogi mjög vel á að fá sýninguna í Kópavog enda væri þar hægt að bjóða upp á mun meira sýningarrými undir þaki en væri fyrir hendi í Laugardal. Fjöldi bflastæða væri á svæðinu auk þess sem nóg land væri til staðar sem ekki nokkur vandi væri að gera að bráðabirgðabflastæðum. „Við vorum í fyrra með matvæla- sýningu í Smáranum sem sóttu sautján þúsund manns sem er álíka fjöldi og búast má við að sæki sjáv- arútvegssýninguna. Við verðum með stóra matvælasýningu þar í vor sem við reiknum með yfir tutt- ugu þúsund gestum á. Við höfum verið með atburði, sem snerta alla heimsbyggðina, t.d. heimsmeist- aramót í handbolta í Smáranum og Smáþjóðaleikana í Tennishöllinni sem þýðir að allar lagnir, ljósleið- arar og slíkt er nú þegar fyrir hendi þannig að Kópavogsbær þarf ekkert að fara að borga með þessu.“ Erum engir gullgrafarar Sigurður segist að svo stöddu ekki geta sagt til um hvert leigu- gjaldið yrði vegna aðstöðunnar, en það yrði örugglega langt frá þvi að vera 24 milljónir króna sem væri það gjald sem Sýningar ehf. ætl- uðu að greiða Reykjavíkurborg vegna aðstöðu í Laugardal á sama tíma. „Við erum engir gullgrafarar. Við gerum bara langtímaplön. Okkur kemur í sjálfu sér ekld við þetta 24 milljóna króna slys inni í Laugardal. Við ætlum okkur bara að fá eðlilegt gjald, sanngjama leigu, fyrir þá aðstöðu, sem við sköffum." Að mati Sigurðar má ekki fórna þeim miklu hagsmun- um, sem eru í húfi vegna starfs sem þróað hefur verið í fimmtán ár, fyrir minni, í þessu tilfelli fjög- urra daga húsaleigu. „Eg hef þá trú að Islenska sjávarútvegssýn- ingin verði haldin 1.-4. september 1999 í Kópavogi.“ Þokkaleg sfldveiði í flottrollið UM 800 tonnum af sfld var landað úr tveimur skipum hjá Sfldarvinnslunni hf. í Nes- kaupstað á þriðjudag, Beiti NK og Þorsteini EA. Sfldin var, að sögn Svanbjörns Stef- ánssonar framleiðslustjóra, þokkaleg en blandaðri en áður. Hún hafi því að mestu verið söltuð en hluti hennar hafi ver- ið frystur. Fengu 100 tonna hal Skipin, sem bæði fiska í flottroll, fengu síldina í Beru- fjarðarál, voru bæði komin á veiðar í gær. Þegar Morgun- blaðið ræddi við Hörð Má Guð- mundsson, skipstóra á Þor- steini EA, í gær var hann ný- búinn að hífa um 100 tonna hal af góðri sfld í Berufjarðaráln- um, í svokölluðum Hvalbaks- halla. Beitir NK var þá einnig á veiðum á sama svæði, sem og Jóna Eðvalds SF og höfðu bæði skipin fengið afla. Nótaskipin hafa lítið getað aðhafst í vikunni vegna veðurs en í gær voru nokkur þeirra á leiðinni í Héraðsdjúp þar sem sást til sfldar fyrir síðustu helgi. Þá hefur einnig verið lít- il loðnuveiði á árinu og þá að- eins í flottrollið. Daufar friðarvonir á N-Irlandi Atta myrtir frá jólum London, Belfast. Reuters. TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær, að morðin á Norður-írlandi síðustu daga mættu ekki undir neinum kringumstæðum gera út af við vonina um frið í land- inu en vildi ekki gera mikið úr yfir- lýsingu írska lýðveldishersins, IRA, í fyrradag þar sem hann hafnaði friðartillögum bresku og írsku stjómarinnar. N-írskir stjórnmálamenn for- dæmdu einum rómi í gær glæpa- verkin í fyrradag en þá var skotið á þrjá menn. Lést einn þeirra strax en annar er í lífshættu. Var um að ræða tvo kaþólska menn og einn mótmælanda. Frá jólum hafa átta menn verið myrtir og flestir kaþ- ólskir. Hafa öfgasamtök mótmæl- enda staðið að mörgum morðanna til að hefna þess, að einn úr þeirra hópi var myrtur í fangelsi 27. des- ember sl. Segja ekkert nýtt í yfirlýsingu IRA Þótt IRA hafi hafnað friðartillög- unum, var ekki gefið í skyn, að vopnahléinu yrði aflýst en í skjóli þess fékk stjórnmálaflokkur lýð- veldissinna, Sinn Fein, aðild að við- ræðunum um framtíð Norður-ír- lands. Sakar IRA Blair um að hafa beygt sig fyrir kröfum mótmælenda og virt að vettugi óskir lýðveldis- sinna um sameiningu við Irland. Talsmaður bresku stjómarinnar sagði í gær, að yfirlýsing IRA væri samhljóða þeim mótbárum, sem Sinn Fein hefði komið með gegn til- lögum bresku og írsku stjómarinn- ar, og væri ekkert nýtt í henni. Evrópumálaráðherra Frakklands Bandalag við Þýzkaland þarfn- ast endurnýjunar París. Reuters. PIERRE Moscovici, Evrópumála- ráðherra Frakklands, segir að þreyta sé komin í bandalag Frakk- lands og Þýzkalands innan Evr- ópusambandsins og það þurfi end- umýjunar við eftir komandi kosn- ingar í Þýzkalandi. Bandalag Frakklands og Þýzka- lands hefur frá upphafi verið afl- vélin í samranaþróuninni í Evrópu. í viðtali við dagblaðið La Croix segir Moscovici að ósamkomulag sé nú milli franskra og þýzkra stjómvalda um ýmis mikilvægustu málefni Evrópusambandsins, þar á meðal fjárlög sambandsins, stækk- un þess til austurs og stofnanir þess. Moscovici tekur fram að núver- andi stjóm Þýzkalands, undir for- ystu Helmuts Kohls, hafi verið við völd í sextán ár. „Hver sem sigrar í september, verður endurnýjun að eiga sér stað. Það skiptir ekki að- eins máli fyrir samband Frakk- lands og Þýzkalands, heldur fyrir Evrópu almennt,“ segir ráðherr- ann. Þrjú ágreiningsmál Moscovici segir að sambandið við Þjóðverja sé gott og embættis- menn ríkjanna hittist reglulega á fundum. „En það er mikill munur á Evróið til Londoiu Rcuters. EVRÓIÐ, sameiginlegur gjaldmið- ill Evrópusambandsins, verður notað í ýmsum viðskiptum í Bret- landi jafnvel þótt Bretland gangi ekki strax í Efnahags- og mynt- bandalag Evrópu (EMU). Þetta er mat Sir Nigel Wicks, formanns peningamálanefndar ESB og hátt setts embættismanns brezka fjár- málaráðuneytisins. Wicks greindi frá því á fundi með fjárlaganefnd brezka þings- ins að hann gerði ráð fyrir að fyr- irtæki, sem ættu mikil viðskipti við ferðamenn, til dæmis stór hót- el, myndu bregðast við kröfum viðskiptavinanna um að taka við EVRÓPAÁ áherzlum Frakka og Þjóðverja,“ segir hann. Ráðherrann bendir á að Þýzkaland vilji stækka ESB sem fyrst, en taka fremur fá ný ríki inn. Frakkar vilji að stækkunar- ferlið taki til allra umsækjendanna. Þá segir hann að Þjóðverjar vilji draga úr greiðslum sínum í sam- eiginlega sjóði ESB, en Frakkar séu ekki reiðubúnir að borga meira. Loks vilji Frakkar taka upp sem fyrst umræður um breytingar á stofnunum ESB, en á ríkjaráð- stefnunni á síðasta ári lögðust Þjóðverjar gegn því að teknar yrðu upp atkvæðagreiðslur um ákveðna málaflokka í ráðherraráðinu. „Þessi þrjú ágreiningsmál era fyrir hendi og gefa til kynna að erfiðleik- ar séu í sambandinu," segir Moscovici. Hann segir að ekki verði gert út um þessi mál fyrir kosningarnar í Þýzkalandi í september. ESB sé nú upptekið af tveimur verkefnum; stækkuninni og væntanlegri Evr- ópumynt. Bretlands greiðslu í evróum. Samkeppnin myndi einnig þrýsta á fyrirtæki og verzlanir í Suðaustur- Englandi, sem næst er megin- landinu, að leyfa evrópskum við- skiptavinum að borga með evró- um. „Við teljum að evróið verði í umferð í Bretlandi í meira mæli en nokkur önnur erlend mynt,“ sagði Wicks. Hann bætti þó við að ekki væri við því að búast að evró- ið kæmi í stað pundsins að veru- legu leyti, enda hefðu brezk stjórnvöld ekki í hyggju að breyta lögum um lögeyri svo lengi sem Bretland stæði utan EMU.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.