Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Batnandi hagur Básafells síðustu mánuði ársins 1997 18 milljóna króna tap af reglulegri starfsemi HAGNAÐUR af rekstri sjávarút- vegsfyrirtækisins Básafells hf. á ísafirði nam 51 milljón króna á fyrstu þremur mánuðum nýs rekstrartímabils eða frá 1. sept- ember til 30. nóvember 1997 sam- kvæmt árshlutauppgjöri sem nú liggur fyrir. Tap af reglulegri starfsemi nam 18 milljónum króna en óreglulegar tekjur um- fram gjöld námu 69 milljónum. Þetta er töluverð breyting til batnaðar miðað við fyrstu átta mánuði liðins árs en þá nam tap af reglulegri starfsemi 366 milljón- um króna. í frétt frá Básafelli segir að vinna við endurskipu- lagningu og hagræðingu sé farin að skila árangri. Rekstrartekjur Básafells námu 747 milljónum króna en rekstrar- gjöld 604 milljónum. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnskostn- að var 143 milljónir. Afskriftir námu 90 milljónum og fjármagns- kostnaður 70 milljónum króna. Tap af reglulegri starfsemi var því 18 milljónir króna. Óreglulegar tekjur umfram gjöld námu 69 milljónum og varð því hagnaður af rekstri Básafells 51 milljón króna á umræddu þriggja mánaða tíma- bili. Þessar óreglulegu tekjur eru tilkomnar vegna söluhagnaðar á vélum og tækjum úr fiskvinnslu fé- nJ 1- BÁSAFELL HF. Úr árshlutauppgjöri 1. sept.-30. nóv.1997 Rekstrarreikningur 1997 Rekstrartekjur Milljónir króna 747 Rekstrargjöld (604) Hagn. f. afskriftir og fjárm.kostn. 143 Afskriftir (90) Fjárm.qiöld umfram fjárm.tekjur (71) Tap at reglulegri starfsemi (18) Óreqluleqar tekiur umfram qiöld 69 Hagnaður/(tap) tímabilsins 51 Efnahagsreikningur 30/11 '97 I Einnir: | Fastafjármunir Milljónirkróna 5.i8o Veltufjármunir 1,052 Eignir samtals 6.232 I Skuiclir op eipiO fé: | Eigiðfé 1680 Langtímaskuldir ^ 3 533 Skammtímaskuldir 1.014 Skuldir og eigið fé samtals 6.232 Kennitölur 30/11 '97 Veltufjárhlutfall 1,04 Eiginfjárhlutfall 0,27 lagsins, sem hefur verið lokað, og vegna sölu á Styrmi IS, 200 tonna línubát. Verðmæti rækjuafurða 1,1 milljarður króna A almanaksárinu 1997 öfluðu skip félagsins samtals um 7.600 tonna af sjávarafla að verðmæti um 750 milljónir króna en þar af var rækja 3.800 tonn. Framleiðsla rækjuverksmiðju félagsins var um 1.600 tonn af frystum afurðum og um 3,7 millj- ónir dósa af niðursoðinni rækju. Heildarverðmæti rækjuafurða var um 1.100 milljónir króna. I bolfiski var framleiðsla um 1.600 tonn af afurðum að verðmæti um 480 milljónir króna. Þá segir í fréttinni að áfram sé unnið hörðum höndum að stefnu- mótun og endurskipulagningu á rekstri Básafells. Viðræður standa nú yfir vegna sölu á skipunum Jónínu og Páli án aflaheimilda og er áætlað að söluverðmætið nemi 85 milljónum króna. I athugun er að selja Gylli IS ásamt einhverjum aflaheimildum. „Einnig er í athug- un sala á eignarhlutum Básafells í öðrum félögum. Stöðugt er verið að kanna möguleika á sölu eða hagkvæmari nýtingu á öðrum fastafjármunum félagsins." Morgunblaðið/Golli PÁLL Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, Finnur Ingólfsson, viðskiptaráðherra og Arnar Sigurmundsson, for- maður stjórnar Nýsköpunarsjóðs ræddu málin við opnunina í gær. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins Fjárfestingar gætu numið 400 milljónum á ári NÝSKÖPUNARSJÓÐUR atvinnulífsins þarf líklega um 100 til 150 um- sóknir um fjármögnun á ári til að hafa nægjanlega mörg fjárfestingarverk- efni. Er þá gengið út frá því að fjárhagsleg geta sé til að fjárfesta fyrir um 400 milljónir króna á ári í 15 til 20 málum. Erlendis er reynslan sú að áhættufjármagnsfyrirtæki fjárfesti í 10 til 15% þeirra mála sem koma inn á borð þeirra í formi fullbúinna umsókna. Hinsvegar fá um 40 til 50% slíkra mála fjármögnun. Þetta kom fram í ávarpi Páls Kr. Pálssonar, fram- kvæmdastjóra Nýsköpunarsjóðs, við formlega opnun sjóðsins í gær. Aukning í flestum VELTA heildsöluverslunar jókst um 11% fyrstu tíu mánuði síðasta árs miðað við sama tíma á árinu á undan og velta smásöluverslunar jókst um tæp 5%. Aukning varð í flestum verslunargreinum samkvæmt flokk- un Þjóðhagsstofnunar. Þjóðhagsstofnun hefur birt heild- aiveltu án virðisaukaskatts í versl- unargreinum á tímabilinu frá janúar til október 1997 og samanburð við sama tímabil árið 1996. Þar kemur fram að velta heildverslunarinnar á þessu tímabili var nærri því 148 milljarðar kr., án virðisaukaskatts, og hafði aukist um 15 milljarða eða sem svarar til 11,1% frá árinu 1996. Mesta aukningin er í byggingavöru- verslun og sölu á bílum og bílavör- um, 16-18%. Sala í smásöluverslun var á sama tímabili liðlega 90 milljarðar kr. sem er 4 milljörðum eða 4,7% meira en fyrstu tíu mánuði ársins á undan. Aukning er sögð 1 öllum greinum smásöluverslunar nema fiskverslun og sölu á tóbaki, sælgæti og gos- drykkjum. Arkitektar, rafhönnuðir og rafverktakar! Munið GIRA vörukynninguna í dag kl 17.30 að Auðbrekku 9-11. Jacob de Muijnck, sölustjóri GiRA, kynnir fjöimargar markveröar nýjungar. S. GUÐJÓNSSON ehf. Lýsinga- og rafbúnaður Auðbrekka 9-11 • Sími: 554 2433 verslunargrein um Heildarvelta í verslunargreinum janúar til október 1996 og 1997 (í millj.kr., án vsk., a verðlagi hvers ars) ian _okt jan.-okt. Veltu- Heildsöludreifing áfengis 1996 1997 breyting og tóbaks, smásala áfengis 7.610,6 7.862,1 +3,3% Heildsölu- og smásöludreifing á bensíni og olíum 23.039,3 25.688,3 +11,5% Byggingavöruverslun 9.145,5 10.803,8 +18,1% Sala á bílum og bílavörum 17.674,2 20.560,9 +16,3% Önnur heildverslun 75.501,9 82.868,1 +9,8% Heildverslun samtals: 132.971,5 147.783,2 +11,1% Fiskverslun 767,1 662,3 -13,7% Kjöt- og nýlenduvöruverslun, mjólkur- og brauðsala 25.417,0 27.316,0 +7,5% Sala tóbaks, sælgætis og gosdrykkja 6.847,9 6.237,7 -8,9% Blómaverslun 1.270,6 1.279,3 +0,7% Sala vefnaðar- og fatavöru 4.695,0 5.107,1 +8,8% Skófatnaður 598,2 608,2 +17% Bækur og ritföng 2.660,9 3.155,9 +18,6% Lyf og hjúkrunarvara 3.711,6 3.915,2 +5,5% Búsáhöld, heimilis- tæki, húsgögn 8.515,8 9.585,7 +12,6% § Úr, skartgripir, Ijós- 1 myndavörur, sjóntæki 942,7 1.005,0 +6,6% | Snyrti- og hreinlætisvörur 539,5 917,5 +70,1% 1 Önnur sérverslun, s.s. sportvörur, 1 •g leikföng, minjagripir, frímerki 0. fl. 3.128,9 3.181,3 +1«7% ! Blönduð verslun 26,917,4 27.110,8 +0,7% I Smásöluverslun samtals: 86.012,5 90.081,9 +4,7% | VERSLUN SAMTALS: 218.984,0 237.865,2 +8,6% I 1 Páll benti á að Nýsköpunarsjóður væri nú eini aðilinn sem fjárfesti í fyrirtækjum sem verið væri að stofna eða óskráðum félögum, þar sem verkefnið er frá 4 og upp í 8 ár frá væntanlegri markaðsfærslu fyr- irtækisins eða sölu á hlutabréfum þess á opnum markaði. Því mætti gera ráð fyrir að hlutfall sam- þykktra verkefna yrði ívið hærra hjá sjóðnum en tíðkast erlendis, eða um 20-25% af þeim málum sem koma inn á borð til sjóðsins. „Bandaríska aðferðin" Páll vék að þeirri ákvörðun stjórnar Nýsköpunarsjóðs að byggja starfsemi hans á svipaðri að- ferðarfræði og beitt hefur verið á þessu sviði í Bandaríkjunum. Sú að- ferðarfræði byggir á því að efla ný- sköpun í atvinnulífinu með ákveðnu ferli sem hefst með beinni þátttöku ríkisins í fjárfestingum í hlutabréf- um í einstökum félögum og lýkur með því að ríkið dregur sig út úr þessari starfsemi. „í dag koma um 20% af öllu fjár- magni á áhættufjármagnsmarkaði í Bandaríkjunum, sem skilgreint er sem hugmyndafé (Seed Capital), upphafsfé (Start Up) og frumstigsfé (First stage finance) í gegnum starf- semi ríkisins á þessu sviði. Um 600 sjóðir starfa í Bandaríkjunum á þessum vettvangi og er áætlað að heildarfjárfesting þeirra á sl. ári, nemi um 8 milljörðum bandaríkja- dala.“ ------------------ Námskeið um sölutækni FJÖLMENNT ehf. heldur námskeið mánudaginn 26. janúar nk., í sam- starfi við bandaríska fyrirtækið Zig Ziglar Corp., sem sérhæfir sig í þjálfun sölutækni. Námskeiðið kall- ast á ensku „Winning Sales Strateg- ies“ og fyrirlesari verður Krish Dhanam, framkvæmdastjóri þróun- ar- og alþjóðasamvinnudeildar ZZC. Zig Ziglar hefur þróað og kynnt aðferðafræði sína síðustu þrjá ára- tugi. Hann er m.a. höfundur bókar- innar Closing the Sale. Námskeiðið verður haldið á Hótel Loftleiðum nk. mánudag kl. 8- 17. Allar nánari upplýsingar veitir Fjöl- mennt ehf., í síma 568 9750.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.