Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 31, STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SKATTAHÆKKUN BYGGÐ Á SPÁ SAMKVÆMT LÖGUM skal fasteignamat endur- spegla markaðsverð viðkomandi fasteignar í nóv- embermánuði ár hvert. Á því mati byggjast síðan all- ir fasteignaskattar jafnframt því, sem fasteignamatið getur haft áhrif á aðra skattastöðu, t.d. við álagningu eignarskatts. Loks hefur fasteignamat áhrif á hús- næðislið vísitölu neyzluverðs og getur því haft áhrif á verðtryggð lán, kaupmátt og þróun launamála í land- inu. Mikið er því í húfi, að ákvörðun fasteignamats sé rétt og í engu vikið frá lögbundinni viðmiðun. Yfirfasteignamatsnefnd ákvað 4,5% hækkun fast- eignamats að meðaltali fyrir íbúðarhús, íbúðarlóðir og bújarðir ásamt íbúðar- og útihúsum frá 1. desem- ber sl. Matið hækkaði mun meira á ýmsum þéttbýlis- stöðum á landinu, eða frá 9-12%. Fasteignagjöld hækkuðu í kjölfarið og óvenjumikil hækkun varð á vísitölu neyzluverðs, eða 0,6%, milli desember og jan- úar. Helmingur þeirrar hækkunar, eða 0,3%, var vegna hækkunar húsnæðisliðs vísitölunnar, sem að hluta má rekja til hækkunar fasteignamatsins. Samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkis- ins hefur komið í Ijós, að nær engin hækkun varð á markaðsverði á algengustu stærð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu, 70-110 fermetra íbúðum í fjöl- býlishúsi, á milli áranna 1996 og 1997. Hækkunin var aðeins 0,9%, en hins vegar ákvað yfirfasteignamats- nefnd 4,5% meðaltalshækkun á matinu. Skýring stofnunarinnar er sú, að sölusamningar hafi bent til þeirrar hækkunar og fasteignamatið verið ákveðið í samræmi við það. Ljóst má vera samkvæmt þessu, að hækkun fast- eignamatsins er byggð á spá. Sú spá reyndist röng en er grunnur að hækkuðum fasteignagjöldum. Borgar- arnir þurfa að greiða fyrir þessi vinnubrögð með auknum útgjöldum fjölskyldunnar. Það er eðlileg krafa, að hækkun fasteignamats verði endurskoðuð til lækkunar í samræmi við raunverulega breytingu á markaðsverði. „UPPLAUSN“ FYRIRTÆKJA ASÍÐASTA áratug var það eitt helzta einkenni á bandarísku viðskiptalífi, að djarfir verðbréfasal- ar tóku gífurleg lán jafnvel upp á tugi milljarða doll- ara til þess að kaupa upp fyrirtæki, sem síðan voru „leyst upp“ á þann veg, að þeim var skipt upp og eignir þeirra seldar hæstbjóðendum hingað og þang- að. Niðurstaðan varð sú, að verðbréfasalarnir högn- uðust um miklar fjárhæðir en fyrirtækin hurfu af sjónarsviðinu og tugir þúsunda og jafnvel hundruð þúsunda starfsmanna þeirra sátu eftir með sárt ennið og atvinnulausir. Með þessum hætti tókst verðbréfa- sölunum að ná sem mestum hagnaði út úr fjárfest- ingu sinni. Þessir viðskiptahættir voru kynntir með sérstök- um hætti með gerð kvikmyndarinnar „Wall Street“ og sá sem mestum árangri náði í þessari viðskipta- grein var að lokum dæmdur til fangelsisvistar. í viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær er sagt frá grein, sem birtist í riti, sem Kaupþing hf. gefur út. Þar er eftirfarandi sjónarmiði lýst af greinarhöfundi: „Fjárfestar í sjávarútvegsfyrirtækjum, sem mörg hver virðast eiga langt í land með að geta skilað arð- semi á endurmetið eigið fé, hljóta að fara að spyrja sig, hvort ekki sé vænlegt að leysa þau upp og selja eignir á meðan til eru önnur sjávarútvegsfyrirtæki, sem eru tilbúin að borga jafnhátt verð fyrir varanleg- ar veiðiheimildir og raunin virðist vera.“ Skyldi þetta verða næsta skrefið í kvótasögu okkar íslendinga? Að fjárfestar „leysi upp“ sjávarútvegs- fyrirtækin og leggi þau niður til þess að ná sem mest- um fjármunum út úr fyrirtækjunum meðan tækifæri er til? Clinton í meiri vanda en nokkru sinni fyrr ✓ Asakanir um að Bill Clinton Bandaríkjaforseti hafi gerst sekur um meinsæri gætu orðið honum að falli reynist þær réttar. Lagasér- fræðingar segja að Clinton kunni hugsanlega að verða ákærður fyrir embættisbrot og sviptur forsetaembættinu. BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, klappar fyrir eiginkonu sinni, Hillary, í veislu BILL Clinton Bandaríkjafor- seti er nú í meiri vanda en nokkru sinni fyrr á embættis- ferlinum vegna nýrra ásak- ana í tengslum við rannsókn máls Paulu Jones, sem hefur sakað forset- ann um kynferðislega áreitni. Pað mál hefur undið upp á sig og nú er svo komið að forsetinn á yflr höfði sér ákæru fyrir embættisbrot verði ásak- anirnar staðfestar. Asakanirnar komust í hámæli þegar skýrt var frá því að dómstóll hefði heimilað Kenneth Starr, sem hefur rannsakað Whitewater-málið, að rann- saka einnig hvort forsetinn hefði gerst sekui’ um meinsæri og tilraun til að hindra framgang réttvisinnar. Clinton og lögfræðingur hans, Vernon Jordan, eru sakaðir um að hafa knúið 24 ára konu, Monica Lewinsky, til að undirrita eiðfesta yf- irlýsingu þar sem hún neitaði því að hafa átt í ástarsambandi við forsetann. Lewinsky var í ólaunaðri starfs- þjálfun í Hvíta húsinu 1995 og fékk brátt launað starf á lögfræðiskrifstofu þess. Að sögn The Washington Post fékk Lewinsky síðan starf í varnar- málaráðuneytinu vorið 1996 að beiðni embættismanna í Hvíta húsinu sem sögðust vilja losna við hana þaðan. Blaðið segir að hún hafl látið af því starfí í desember, eða um það leyti sem lögfræðingar Paulu Jones óskuðu eftir vitnisburði hennar. The New York Times hafði eftir lög- fræðingi Lewinsky, William Ginsburg, að hún stæði „sem stendur" við eið- festa yfírlýsingu sína. „Hafi forsetinn átt í ástarsambandi við hana er hann kvenhatari," sagði Ginsburg við frétta- menn í Los Angeles. „Þetta er hræði- legt. Hann ber enga virðingu fyrir konum og enga virðingu fyrir ungum stúlkum." Játning hljóðrituð með aðstoð FBI Að sögn The Washington Post und- irritaði Clinton einnig eiðsvarinn vitn- isburð, um að hann hefði aldrei átt í ástarsambandi við Lewinsky, þegar lögfræðingar Paulu Jones yíh’heyrðu hann á laugardag. Hann hefði hins vegar viðurkennt að hafa fært henni gjafír og játað í fyrsta sinn að hafa um skeið verið í tygjum við aðra konu, Gennifer Flowers, á áttunda áratugn- um. Blaðið skýrði ennfremur frá því í gær að bandaríska alríkislögreglan FBI hefði að beiðni Starrs aðstoðað við að hljóðrita samtal í vikunni sem leið þar sem Lewinsky er sögð hafa játað að hafa átt í ástarsambandi við forsetann. Hún hefði einnig sakað hann um að hafa fengið sig til að bera ljúgvitni um samband þeirra. Lewinsky er sögð hafa játað þetta fyrir konu, Lindu Tripp, sem starfaði með henni í varnannálaráðuneytinu. Tripp mun hafa hljóðritað lýsingar Lewinskys á sambandi hennar og for- setans, sem er sagt hafa staðið í rúma 18 mánuði. „Ég hef logið allt mitt líf“ Newsweek bhti grein á alnetinu um málið og segist hafa hlustað á nokkrar af þessum hljóðritunum. Lewinsky hafi þar lýst sambandi sínu við forset- ann og farið niðrandi orðum um hann, kallað hann „stóra karlinn" og „kvik- indið“. „Ég hef logið allt mitt líf,“ á hún einnig að hafa sagt og Newsweek seg- ir að ýmis ummæli hennar hafi gefið tilefni til efasemda um trúverðugleika hennar. Ritstjórar Newsweek ákváðu því að birta ekki grein um málið í nýjasta hefti tímaritsins, sem kom út á sunnudag, til að geta rannsakað það frekar. Að sögn Newswaek hafði Lindu Tripp verið stefnt til að bera vitni í máli Paulu Jones. Hún hefði lent í deilu við lögfræðinga sína og talið að þeir væru á bandi Clintons og lögfræðinga hans. Hún mun þá hafa farið til Kenneth Starrs og skýrt honum frá því að Lewinsky hefði játað að hafa átt í ástarsambandi við forsetann. Nokkrum klukkustund- um síðar voru saksóknai’ar og emb- ættismaður frá FBI komnir á skrif- stofu Starrs til að hlýða á frásögn hennar. Tripp óttaðist að hún myndi lenda í erfíðri aðstöðu ef hún þyrfti að bera vitni; annaðhvort yrði hún að þegja yf- ir játningu Lewinskys og gerast þannig sek um meinsæri eða segja sannleikann og hætta á að missa starf sitt í varnarmálaráðuneytinu. Hún ákvað því að hljóðrita samtöl sín við Lewinsky til að tryggja að lögfræðingar Clintons gætu ekki vefengt vitnisburð hennar. Starr hefur þessar hljóðritanm undir höndum, að sögn Newsweek, sem segir að aðstoð- armenn hans hafí sett Tripp úr- slitakosti; annaðhvort féllist hún á samvinnu við saksóknarana og vitnaði gegn Clinton eða hún yrði sjálf ákærð fyrir meinsæri. „Hugsanlega endalok forsetaferilsins" Bandarískh’ lagasérfi’æðingar segja að erfitt kunni að verða að færa sönnur á ásakanirnar á hendur Clinton, einkum þá að hann hafi hvatt Lewinsky til að bera ljúgvitni. Þótt margt sé enn á huldu um þetta mál og líklegt sé að það skýrist ekki í bráð eru lögin mjög skýr í þessum efn- um. Þeir sem bera Ijúgvitni, jafnvel í skriflegum og eiðsvörnum vitnisburði í einkamáli, hafa gerst sekir um mein- særi, samkvæmt bandarískum lögum. Fræðilega kann Clinton að verða ákærður fyrir meinsæri reynist það rétt að hann hafi átt í ástarsambandi við Lewinsky og síðan neitað því í eið- festum vitnisburði. Verði það staðfest að Clinton hafí fengið Lewinsky til að bera ljúgvitni kann hann einnig að verða ákærður fyrir að hvetja til meinsæris og hindra fram- gang réttvísinnar. „Þetta eru hugsanlega endalok forsetaferilsins, reynist þetta rétt,“ sagði Stephen Saltzburg, lagaprófessor við George Washington-háskóla og fyrrverandi saksóknari í Iran-Kontra málinu. Er hægt að leiða forseta fyrir rétt? I fyrstu vai’ Starr aðeins falið að rannsaka Whitewatermálið, sem snýst um meint fjármálamisferli forsetahjón- anna þegar Clinton var ríkisstjóri Ai'kansas, en rannsókn hans er nú orð- in miklu viðameiri. Stai’r kann að hafa safnað gögnum um meint samband for- setans og Lewinsky áður en hann fékk sem haldin var í Hvíta húsinu í fyrrakvöld. Monica Linda Lewinsky Tripp heimild dómstólsins til að rannsaka málið, en lagasérfræðingar segja að hann eigi samt að geta lagt gögnin fyr- ir rétt. Óljóst er hvort Starr getur ákært forsetann þótt hann hafi undir höndum óyggjandi gögn sem benda til þess að Clinton hafi gerst sekur um meinsæri. Spurningin hvort hægt sé að lögsækja forseta Bandaríkjanna meðan hann gegnir embættinu er „ein af stærstu spurningum sem ósvarað er í stjórn- lögum Bandaríkjanna," sagði Akhil Amar, lagaprófessor við Yale-háskóla. Amar og fletri fræðimenn eru sam- mála bandaríska dómsmálaráðuneyt- inu í því mati að forsetinn gegni ein- stöku hlutverki sem æðsti embættis- maðui’ framkvæmdavaldsins og því sé ekki hægt að leiða hann fyrir rétt nema þingið finni hann sekan um emb- ættisbrot og víki honum frá. Meinsæri ástæða til embættissviptingar Stjórnarskrá Bandaríkjanna kveður á um að víkja beri forseta úr embætti verði hann ákærður og fundinn sekur um „föðurlandssvik, mútuþægni eða aðra alvarlega glæpi og misgjörðir". Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur vald til að leggja fram ákærur á hend- ur forsetanum um embættisbrot en öldungadeildin á síðan að fjalla um þær. Tveir þriðju þingmanna deildar- innar þurfa að samþykkja sakfellingu. Stjórnarskráin tilgreinir ekki hvað telja beri „alvarlega glæpi“ og þingmennirnir verða því sjálf- ir að meta hvaða lögbrot falla undir þá skilgreiningu. Saltzburg og fleiri lagasérfræðingar telja að meinsæri, hvatning til mein- særis og tilraun til að hindra framgang réttvísinnar hljóti að teljast alvarlegh’ glæpir. Samþykki þingið að víkja for- , seta úr embætti á hann yfír höfði sér „lögsókn, réttarhöld, sakfell- ingu og refsingu", samkvæmt stjórnarskránni, nema honum verði veitt sakaruppgjöf, eins og Richard Nixon eftir Watergate- hneykslið. Henrý J. Hyde, formaður laganefndar fulltrúadeildarinnar, gaf fyrst út varfærnislega yfírlýsingu um nýju ásakanirnar á hendur Clinton, sagði þær „mjög alvarlegar" og kalla á „rækilega rannsókn". Seinna sagði hann í viðtali við CNN-sjónvarpið að ákæra um embættisbrot gæti komið til greina. Meinsærisákærur sjaldgæfar Lewinsky á einnig yfir höfði sér ákæru fyrir meinsæri vegna eiðfestrar yfirlýsingar sinnar og hljóðritanirnar gætu gert Starr kleift að knýja hana til samstarfs með því að bjóða henni frið- helgi frá lögsókn. Þótt bandarísk lög um meinsæri nái til einkamála, eins og máls Paulu Jones, er sjaldgæft að saksóknarar ákæri menn fyrir slík lög- brot. Málsaðilar og dómarar eru yfir- leitt látnh’ um að skera úr um það hverjir beri ljúgvitni og grípa til við- eigandi aðgerða. „Væri ég saksóknar- inn, sem fengi þetta mál, myndi ég hafna ákæru vegna þess að ég tel að ekki beri að ákæra forseta Bandaríkj- anna fyrir brot sem litli maðurinn á götunni væri ekki ákærður fyrir,“ sagði bandaríski lögmaðurinn Robert Luskin. John Q. Barrett, lagaprófessor við St. John’s-háskóla, var á öndverðum meiði. „Meinsæri er mjög alvarlegur glæpur og þegar hátt settir embættis- + menn eiga í hlut er það sérlega alvar- legt;“ Meinsærismenn eiga allt að fimm ára fangelsisdóm yfir höfði sér. Clinton og lögfræðingur hans, Jordan, kunna einnig að verða ákærðir fyrir að hindra framgang réttvísinnar, sem telst alvar- legri glæpur og varðar allt að tíu ára fangelsi. Erfítt kann þó að reynast að færa sönnur á þá ásökun þar sem samtöl Clintons og Jordans við Lewinsky kunna að hafa verið margræð, auk þess sem ólíklegt er að vitni hafi verið að þeim. Saksóknararnir þyi’ftu að öll- um líkindum að fá Jordan og Lewinsky til að staðfesta þessa ásökun til að geta ákært Clinton. Clinton vísaði því algjörlega á bug í viðtali við bandaríska sjónvarpið PBS á miðvikudagskvöld að hann hefði fengið Lewinsky til að bera ljúgvitni. Hann svaraði hins vegar ekki spurn- ingum um hvort hann hefði rætt við hana um rannsókn máls Paulu Jones. Mikið í veði fyrir Starr Þótt spjótin beinist nú að Clinton er einnig mikið í veði fyrir Starr, sem stuðningsmenn forsetans saka um að draga taum repúblikana og leggja of- urkapp á að fínna eitthvað sem gæti orðið Clinton að falli. Stephen Hess, bandarískur frétta- skýrandi sem hefur oft gagnrýnt Clint- on, sagði að Starr virtist ekki hafa haft ástæðu til að láta nýjar ásakanir til sín taka þar sem það væri yfrið nóg fyrir hann að leiða Whitewater-málið til lykta. „Það er farið að hvarfla að mér að það sé rétt að til séu menn sem reyni að koma forsetanum á kné.“ Clinton hefur sýnt að hann er að mörgu leyti snjall stjórnmálamaður og hefur staðist margar eldraunh’, sem hefðu orðið öðrum stjórnmálamönnum að falli. Fréttaskýrendur eru þó á einu máli um að Clinton hafí aldrei staðið jafnhöllum fæti og nú. Dee Dee Myers, fyiTverandi tals- maður Clintons, sagði í viðtali við NBC-sjónvarpið að Clinton hefði þeg- ai’ beðið mikinn hnekki vegna þessa máls, óháð því hvort ásakanirnar væri réttar, og mjög erfitt yi’ði fyrir fprset- ann að standast þessa eldraun. „Ég tel að afleiðingarnar yi’ðu hreint óskap- legar," sagði hún þegar hún var spurð hvað myndi gerast ef Clinton yrði stað- inn að meinsæri. George Stephanopoulos, annar fyrr- verandi samstarfsmaður Clintons, tók í sama sti-eng. „Ef ásakanirnar eru rétt- ar valda þær ekki aðeins pólitískum skaða, því þær geta einnig leitt til ákæru,“ sagði hann í viðtali við morg- unþátt ABC. Skyggir á heimsmálin Málið hefur valdið miklu uppnámi og fjölmiðlafári í Washington og skyggt á sögulega heimsókn páfa til Kúbu. Að- alfréttaþulir allra stóru sjónvarps- stöðvanna voru á Kúbu og hugðust senda út fréttir þaðan fram yfir helgi en hröðuðu sér til Bandaríkjanna til að geta fjallað um ásakanirnar á hendur Clinton. Evrópskir stjórnarerindrekar telja að dragist rannsókn málsins á langinn kunni það að verða til þess að forset- inn geti ekki gegnt forystuhlutverki sínu á alþjóðavettvangi og tekið á ýmsum vandamálum, sem steðja að heiminum. Nokkrir þeirra sögðu að ásakanirn- ar á hendur forsetanum væru þegar farnar að hafa áhrif á stöðu Clintons á alþjóðavettvangi og gætu torveldað Bandaríkjastjórn að framfylgja stefnu sinni í heimsmálunum. „Hættan er sú að bragðarefir eins og Saddam Hussein [Iraksforseti] freistist til þess að athuga hversu langt þeir geti gengið til að notfæra sér það að hann er upptekinn af vandamálunum heima fyr- ir,“ sagði Donald Cameron Watt, prófessor við London School of Economics. Philip Gordon, sérfræð- ingur í alþjóðamálum við Alþjóðaher- fræðistofnunina (IISS), kvaðst óttast að forsetinn gæti ekki tekið á ýmsum vandamálum, sem þyrfti að leysa á næstu sex mánuðum. Hann nefndi m.a. þráteflið í friðarumleitunum í Miðausturlöndum, deiluna um vopna- eftirlit í írak og úrlausnarefni varð- andi stækkun Atlantshafsbandalags- ins. Þingið hefur reynt að binda hendur forsetans í ýmsum málum og frétta- skýrendur spáðu því að staða andstæð- inga hans þar myndi styrkjast vegna þessara nýju ásakana. Mesta eld- raun Clintons til þessa Hefur skyggt á Kúbuheim- sókn páfa Utanríkisráðherra fundar með framkvæmdastjórn ESB Schengen-málið verður erfiðara en búizt var við _ Reuters HALLDOR Ásgrímsson utanríkisráðherra á fundi með Hans van den Broek, varaforseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í Brussel í gær. Halldór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra átti í gær viðræður við fram- kvæmdastjórn Evrópu- sambandsins, meðal ann- ars um málefni Schengen-vegabréfa- samstarfsins og Kyoto- bókunina um gróður- húsalofttegundir. Olafur Þ. Stephensen ræddi við utanríkisráðherra. ERFIÐARA og seinlegra verður að ná samkomulagi við Evrópusambandið um aðild íslands og Noregs að breyttu Schengen-vegabréfasam- starfi en búizt hafði verið við. Þetta er mat Halldórs Asgrímssonar utan- ríkisráðherra eftir viðræður við framkvæmdastjóm Evrópusam- bandsins í Brussel í gær. Utanríkisráðherra hitti að máli fimm framkvæmdastjórnarmenn Evrópusambandsins og ræddi við þá um samstarf EFTA og ESB, en Is- land fer nú með formennsku í EFTA, og jafnframt sérmál Islands. Halldór hitti að máli Hans van den Broek, sem fer með utanríkismál í fram- kvæmdastjóminni, Sir Leon Brittan, sem fer með utanríkisviðskiptamál, Ritt Bjerregaard, sem fer með um- hverfismál, Anitu Gradin, sem fer með dóms- og innanríkismál, þar á meðal málefni Schengen, og Erkki Liikanen, sem fer með fjár- og starfsmannamál framkvæmdastjórn- arinnai’. Sum aðildarríki skilningsríkari en önnur Halldór sagði í samtali við Morg- unblaðið að fundunum loknum að staðan í málefnum Schengen-vega- bréfasamstarfsins hefði verið mik- ilvægasta málið, sem var til um- ræðu. „Samningaviðræður eru enn ekki komnar af stað og það er orðið Ijóst að þetta mál verður umfangs- meira og vandasamara en við höf- um gert ráð fyrir,“ segir Halldór. „Við þurfum ekki aðeins að ræða það hér í Brussel, heldur líka við aðila í höfuðborgum aðildarríkja ESB. Meðal annars í þeim tilgangi var haldinn fundur í París fyrir nokkrum dögum, þar sem íslenzkir og franskir embættismenn ræddu saman." Island og Noregur þurfa að semja á ný við Evrópusambandið um aðild sína að vegabréfasamstarfinu, eftir að ákveðið var að Schengen-samn- ingurinn yrði hluti af stofnsáttmála ESB. Ríkin hafa viljað breyta sem minnstu frá samstarfssamningum þeim, sem gerðir voru við Schengen-ríkin fyrir rúmu ári. Slíkt hefði í fór með sér að Island og Noregur yi’ðu að fá undanþágur frá valdsviði yfirþjóðlegra stofnana ESB og telur nefnd íslenzkra lagaprófessora að án slíkra undanþágna standist nýr sam- starfssamningur ekki stjórnar- skrána. Af hálfu Evrópusambandsins hefur hins vegar komið fram að ekki sé hægt að taka stofnanafyrirkomu- lagið í samstarfssamningunum upp óbreytt, því að það myndi hafa í för með sér breytingar á sáttmálum ESB sjálfs. Halldór segist ekki hafa fengið skýi’ svör frá framkvæmdastjórninni um það hversu langt ESB væri reiðu- búið að ganga til móts við ísland og Noreg. „Við teljum að það sé fullur vilji til að leysa þessi mál og koma til móts við okkar óskir,“ segir hann. „Ég held að þetta sé allt saman hægt, það er fyrst og fremst spurn- ing um vilja aðildarríkjanna. Sum aðildarríki eru skilningsbetri en önn- ur, eins og gengur, sérstaklega fé- lagar okkar á hinum Norðurlöndun- um.“ Ráðherrann segist því sannfærður um að málið leysist, en það muni áreiðanlega taka tíma. Halldór sagð- ist fyrir skömmu vona að hægt yrði að ná niðurstöðu í nýjum viðræðum um Schengen á fyiTÍ hluta þessa árs. „Ég held að það hafi því miður ekki verið alveg raunsætt mat hjá mér,“ segir hann. Vinnuhópur Evi’ópusambandsins í Schengen-málum hóf í gær fund, sem á að ljúka í dag. Halldór segist vona að að þeim fundi loknum skýrist hvenær viðræður við Island og Noreg geti hafizt. EFTA-rfldn fái aðild að stækkunarferlinu A fundum með framkvæmdar stjórnarmönnum ræddi Halldór jafnframt um framkvæmd samn- ingsins um Evrópskt efnahags- svæði. „Við fjölluðum um stækkun Evrópusambandsins og hvaða áhrif hún hefur á EFTA-ríkin. Við verð- um að sjálfsögðu að fylgjast mjög vel með viðræðum um stækkunina, því að þær snerta okkur beint. Þau lönd, sem ganga í Evrópusamband- ið, verða í framhaldinu aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu með öllu sem því fylgir, til dæmis ferða- frelsi og frelsi til fjárfestinga. Þetta eru því hlutir sem skipta okkur miklu máli,“ segir utanríkisráð- herra. EFTA-ríkin hafa sótzt eftir aðild að svokallaðri Evrópuráðstefnu ESB, þar sem fjalla á um stækkun sambandsins. Evrópusam- bandið hefur enn ekki fallizt á slíkt. „Það kom fram fullur skilningur á að setja yrði í gang vinnu, sem tryggði okkar aðild að þessu ferli með ein- hverjum hætti, en síðan er eftir að ganga frá því,“ segir Halldór. Samið beint við N-Ameríku ef ESB vill ekki samstarf Annað mál, sem tengist stækkun ESB, varðar tolla á síldarafurðum í væntanlegum aðildarríkjum. Engir tollai’ eru á íslenzkri síld í t.d. Eist- landi og Póllandi vegna fríverzlunar- samninga EFTA við þessi ríki. I ESB eru hins vegar sumar síldaraf- urðir tollaðar og hafa íslenzkir út- flytjendur haft áhyggjur af að síldar- markaðir í Austur-Evrópu tapist þegar þessi ríki ganga í ESB. Hall- dór segist hafa tekið þessi mál upp við Leon Brittan. Halldór upplýsti Brittan jafnframt um fyi’irhugaðar viðræður EFTA og Kanada um gerð fríverzlunarsamn- ings. „Við höfum óskað eftir því að vera meira með í viðræðum Evrópu- sambandsins við ríki Norður-Amer- ^ íku, en ekki hefur orðið af þvi. Við sögðum frá því að við yrðum að sjálf- sögðu að byggja upp sambönd okkar á þessu sviði, vegna þess hversu mikilvæg þau væru okkur. Ef við gætum ekki gert það í samstarfi við Evrópusambandið myndum við gera það beint á vettvangi EFTA,“ segir Halldór. „Brittan sagðist af sinni hálfu alveg tilbúinn til samstarfs á þessu sviði.“ Bjerregaard lieitir samstarfi í loftslagsmálum Við Ritt Bjerregaard ræddi Hall- dór um vinnu aðildarríkja loftslags- samnings Sameinuðu þjóðanna í framhaldi af ráðstefnunni í Kyoto, ^ þar sem samþykkt var að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda á næstu árum. „Við ræddum sérstöðu Islands í þeim efnum og þá stað- reynd að við búum yfir miklum auð- lindum, sem eru endurnýjanlegir orkugjafar, og ætlum okkur að nýta þá. Eg tel að þessi fundur hafi verið mjög góður. Bjerregaard lýsti yfir vilja til að starfa með okkur að þess- um málum. Við lögðum áherzlu á að ísland yrði að sjálfsögðu að leggja sitt af mörkum eins og allar aðrar þjóðir, en við byggjum yfir sérstöðu, sem við vildum að þeim væri ljós. Mér fannst koma fram ágætur skiln- ingur á því af hennar hálfu,“ segir Halldór. Hann segir að Island bindi vonir við útfærslu bókunar, sem gerð var í Kyoto, um að taka megi sérstakt tillit til stórra framkvæmda í litl- um hagkerfum, sem geti aukið útblástur gróður- húsalofttegunda mjög mikið. Enn sé eftir að útfæra þá bókun fyrir næstu loftslagsráð- stefnu í Buenos Aires síðar á þessu ári. „Evrópusambandið gegnir lykil- hlutverki í undirbúningi ráðstefn- unnar,“ segir Halldór. „Því starfi er ' langt í frá lokið og við þurfum á að halda góðu samstarfi við Evrópu- sambandið, Bandaríkin og fleiri riki um þetta mál, ef við eigum að hafa einhverja von um að ná lausn sem við getum staðið að. Það er okkur mikilvægt að geta átt aðild að þess- um samningi, en þá verður að taka tillit til sérstöðu okkar.“ Schengen mikilvægasta málið sem var til umræðu Ekki fengust skýr svör frá framkvæmda- stjórninni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.