Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 25 LISTIR Ljósið, það er til BÆKUR Ljððatúlkanir STJÖRNUBJART túlkanir Gylfa Gröndai á ljóðum eftir Bo Setterlind. Skákprent prentaði og gaf út. Reykjavík 1997. 85 bls. ÞAÐ er alltaf ánægjulegt þegar maður fær í hendurnar vandaðar nýjar þýðingar á erlendum skáld- verkum. Þýðingai- eru sjálfsagt van- þakklátt verk í veraldlegum skilningi en þær gefa bæði þýð- andanum og les- endum mikið af öðru sem ekki verður metið til fjár. Gylfi Grön- dal vill reyndar heldur nota orðið túlkanir um ís- lenskun sína á ljóðum Bo Sett- erlind sem gefin hafa verið út á lít- illi bók. Gylfi seg- ir að ljóðaþýðing sé jafnan endur- sköpun og því hafi hann kosið að nota orðið túlkun fremur en þýðingu. „Sum ljóðanna gátu raunar íylgt frumtext- anum eftir nákvæmlega, en önnur urðu hins vegar að lokum býsna fjarri honum, og í nokkrum tilvikum er ef til vill fremur um tilbrigði að ræða en túlkun," segir Gylfi enn- fremur. Segja má að Setterlind sé við- kvæmt rómantískt skáld. Hann kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1948 með bók sem þverskar módernism- ann sem þá var yfirgnæfandi í sænskum skáldskap. Hann orti í fyrstu hefðbundið en vék svo smátt og smátt inn á aðrar brautir einnig. Langflest ljóða hans eru þó einföld og ljóðræn, ólíkt skáldskap margra sænskra skáldsystkina hans af sömu kynslóð. Sömuleiðis er lífs- og heimssýn ljóða hans önnur en þeirra, jákvæðari enda er tónninn yfirleitt bjartur þótt stundum falli skuggi á. Gylfi hefur ekki valið þessi ljóð til birtingar efth- neinni fyrirframgef- inni forsendu annam en þeh'ri að þau höfðuðu til hans, eins og hann segir sjálfur í inngangi að bókinni. Þó skiptir hann ljóðunum í fjóra kafla og má í Jieim kenna undirliggj- andi þemu. I fyrsta kaflanum eru einkum trúar- og tilvistarleg ljóð. I þessum ljóðum er tónninn stundum svolítið dimmur en vonin er þó alltaf nærri. Ljóðið Ljós hljóðar svo: Ég opna dyr inn í rayrkur. Það logar á sjöarma kertastjaka við kolsvart þil. Ég sé lítið en ljósið það er til. I öðrum kaflanum eru nokkur ljóð sem svipar nokkuð til japönsku hækunnar í formi og efni; stuttar einfaldar myndir - oft úr náttúrunni - sem segja langa sögu. Fyrsta ljóðið heitir Upprisa og er sérlega skemmtilegt: Grasstrá eru sterk þegar storma lægir rísa þau aftur upp. í þriðja kaflanum eru ljóð sem hlíta ekki jafn þröngu og ströngu formi en fjalla oft um skáldskapinn, galdur hans og vanda listarinnar. Fjórði kafli kallast svo á við hinn fyrsta en þar er aftur vikið að hinum tilvistarlega vanda og dauðanum. Þau lýsa oft einsemd og jafnvel böl- sýni. Tónninn er oft þungur, svo sem í fyrsta ljóðinu sem nefnist Aðeins eitt skip: Engir mávar aðeins eitt skip á reginhafi stefnir hingað með svört seg! og dregur djúpa þögn. En trúin, vonin, birtan eru aldrei Iangt undan og í síðasta Ijóði bókar- innar er horft á dauðann af æðru- leysi: „Afram áfram / eftir dauða minn / stöðugt áfram.“ Gylfi lýsir skáldinu í inngangi sín- um að bókinni og þai’ koma fram einmitt þessar andstæður og átök milli birtu og kulda. Með ljóðatúlk- unum sínum hefur Gylfa tekist vel að varpa ljósi á þessa grunnbaráttu í skáldinu og um leið á samsetningu höfundarverks hans. Og eins og sjá má af ofangreindum tilvitnunum í bókina hefur Gylfa einnig tekist að koma ljóðum Setterlinds til skila í hinum einfalda og ljóðræna stfl sem einkenndi skáldið. Meira er ekki hægt að krefjast af túlkanda/þýð- anda. Þröstur Helgason Gylfí Gröndal Bo Setterlind ASKJA - vettvangur fyrir umhverfislist. Líkan af listhúsi og útivistarsvæði í gryfjunum í Öskjuhlíðinni eftir Halldóru Vífilsdóttur. Sýning nýrra arkitekta og hönnuða BJÖRN Bjarnason menntamála- ráðherra opnar sýninguna Vaxtar- broddar í Ráðhúsi Reykjavíkur, í dag, föstudag, kl. 17. Um er að ræða sýningu á lokaverkefnum ný- útskrifaðra arkitekta, landslags- arkitekta, innanhúss- og iðnhönn- uða, en öll hafa þau stundað nám erlendis, bæði í Evrópu og Norð- ur-Ameríku. Þeim er jafnframt frjálst að sýna önnur verk. í tilefni sýningarinnar var dans- myndin „I heimsókn" gerð og verður hún sýnd meðan sýningin stendur yfir. Myndina gerðu dans- höfundurinn Katrína Olafsdóttir, leikkonan Pálína Jónsdóttir og kvikmyndagerðarmaðurinn Reynir Lyngdal og er spunnin á heimilum sýnenda. Magnús Jónsson samdi tónlistina Þeir sem sýna eru arkitektarnh' Halldóra Vífilsdóttir, Gunnar Páll Kristinsson, Þorleifur Eggertsson, Gunnar Örn Sigurðsson, Orri Árnason, Dagur Eggertsson, Tryggvi Þorsteinsson og Sigríður Ólafsdóttir. Landslagsarkitektarn- ir Ulla Rolf Pedersen, Birkir Ein- arsson og Hermann Georg Gunn- laugsson. Iðnhönnuðirnir Ólafur Þór Erlendsson, Björn Jónsson og Óli Björn Stephensen. Styrktartón- leikar í Borg- arneskirkju TÓNLISTARSKÓLI Borgarfjarðar stendur fyrir styrktartónleikum í Borgameskirkju laugardaginn 24. janúar kl. 14. Tilefni tónleikanna er að safna fyr- ir kennslugögnum og -tækjum fyrir skólann. Tónlistarskóli Borgarfjarð- ar hefur starfað í 30 ár, en sl. haust fékk skólinn húsnæði fyrir hluta af starfsemi sinni, þ.e. skrifstofu íyrir skólastjóra og einnig kennslusal. Á tónleikunum koma fram nem- endur og kennarar úr tónlistarskól- anum, Barnakór Borgarness og Kar- lakórinn Söngbræður. Á dagskrá verða m.a. atriði úr Kátu ekkjunni eftir Lehár, Ungverskur dans eftir Brahms, leikinn fjórhent á píanó, og tvö verk eftir kennara skólans, Gunnai- Ringsted. Dagskrá um N óbels ver ðlaunahafa ÍTALSKA leikhús- manninum Darío Fo voru sem kunnugt er veitt Nóbelsverðlaunin í bókmenntum 1997. Af því tilefni verður dag- skrá Listaklúbbsins næst komandi mánu- dagskvöld helguð hon- um og eiginkonu hans Fröncu Rame. Halldóra Friðjóns- dóttir, dagskrárgerðar- maður og leikhúsfræð- ingur, talar um Fo og Rame og sýnir mynd- bandsupptökur af sýn- ingum þeirra þar sem þau hjónin eru í aðal- Reuter DARIO Fo hlutverkum. Vala Þórs- dóttir, leikkona, leikles einleikinn Nauðgunin og Jóhanna Jónas, leik- kona, leikles brot úr einleiknum Við höfum allar sömu sögu að segja. Einnig mun Gísli Rúnar Jónsson, leikari, flytja brot úr leikritinu Við borgum ekki, við borgum ekki, sem leik- ið hefur verið á íslandi við gífurlegar vinsæld- ir. Dagskráin hefst kl. 20.30 en húsið er opnað kl. 19.30. Miðasala er við innganginn. Gríptu tækifærið °9 gerðu frábær Greiðslukjör við allra hæfi Wð erum I r>ées^a - ANNO 1 929 - Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776 áíslandi Stærsla heimilis-og raftækjaverslunarkeðja f Evrópu VERIÐ VELKOMIN I VERSLUN OKKAR á laugardag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.