Morgunblaðið - 23.01.1998, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998
5 efstu sölustaðir seldra vinninga í Lottó 5/38 og Víkingalottó Allar upphæðir í þúsundum króna 1. vinningur Lottó 5/38 Bónusvinn. Víkingalottó 1. vinningur Víkingalottó Samtals vinningar
1. Happahúsið Kringlunni, Reykjavík \ 76.895 4.201 12.114 93.210
2. Nætursalan Strandgötu 6, Akureyri 36.000 2.342 44.310 82.652
3. Skalli Hraunbæ Hraunbæ102, Reykjavík 33.848 2.984 39.546 76.378
4. Gerpla Sólvallagötu 27, Reykjavík 67.499 3.675 , m 71.173 \
5. Stjarnan Langholtsvegi 126, Reykjavík 29.941 2.394 vtH 32.336
Happahúsið er happa-
drýgst í Lottóinu
HAPPAHÚSIÐ í Kringlunni hefur
selt flesta miða sem hafa gefið
fyrsta vinning í Lottó 5/38 frá því
að sala hófst. Nætursalan á Akur-
eyri hefur selt næstflesta miða en
Skalli í Hraunbæ í Reykjavík er í
þriðja sæti yfir söluhæstu staði.
Fimm staðir hafa einu sinni selt
miða sem gefið hafa fyrsta vinn-
ing í Víkingalóttó.
Sala á lottómiðum hófst hér á
landi árið 1986 og sala á miðum í
Víkingalóttó árið 1993. Happa-
húsið hefur 19 sinnum selt miða
sem hafa gefið fyrsta vinning í
Lottó 5/38. Sá fyrsti seldist í byij-
un árs 1988 en sá síðasti kom í
desember á Iiðnu ári.
Hæsti vinningur í Happahúsinu
til þessa var rúmar 15 milljónir
árið 1994. Umboðið hefur einu
sinni selt miða sem hefur gefið
fyrsta vinning og þrisvar sinnum
bónusvinninga í Víkingalottóinu.
Samtals hefur Happahúsið selt
fyrsta vinning í lottóunum tveim-
ur auk bónusvinninga í Víkinga-
lottóinu fyrir rúmar 93 milljónir
króna.
Birgir Steinþórsson eigandi
Happahússins sagði það ánægju-
legt að flestir vinningar hefðu
komið á miða hjá sér enda skipti
það máli hvað sölu varðar. „Það
má segja að mínir dyggustu við-
skiptavnir séu fullorðið fólk. Ung-
lingar virðast ekki spila jafnmikið
í lottóinu."
Fimm fengið fyrsta vinning í
Víkingalottói
Nætursalan á Akureyri hefur
18 sinnum selt miða sem gefið
hefur fyrsta vinning í Lottó 5/38.
Bónusvinningur í Víkingalottóinu
hefur komið tvisvar sinnum en
fyrsti vinningur einu sinni. Það
var í fyrradag og vann sá heppni
rúmar 44 milljónir króna. Hann
hefiir óskað eftir nafnleynd. Næt-
ursalan á Akureyri hefur selt
miða sem hafa gefið fyrsta vinn-
ing og bónusvinning að verðmæti
82 milljónum króna.
Á sama tíma hafa 76 milljónir
króna fengist á miða sem seldir
voru í söluturninum Skalla í
Hraunbæ. Söluturninn Gerpla í
Reykjavík er í fjórða sæti, hefur
selt vinninga fyrir rúma 71 millj-
ón króna. I fimmta sæti er sölu-
turninn Stjarnan á Langholtsvegi
í Reykjavík sem hefur selt miða
sem hafa gefíð um 32 milljónir
króna í vinning.
Auk Nætursölunnar og Happa-
hússins hefur fyrsti vinningur í
Víkingalottóinu komið á miða frá
Horninu á Selfossi, Sigló-Sport á
Siglufirði og Skalla í Arbæ.
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR__________
Nýr fundarsalur
fyrir Garðbæinga
BÆJARSTJÓRN Garðabæjar tók í
gær í notkun nýjan fundarsal á 4.
hæð í tumbyggingu v'ð Garðatorg í
miðbæ Garðabæjar. Salurinn er um
70 fermetrar og er í sama húsnæði
og bæjarskrifstofurnar. Til þessa
hafa fundir bæjarstjómar verið
haldnir í safnaðarheimilinu við
Kirkjulund.
I maí sl. fluttu bæjarskrifstofum-
ar úr Sveinatungu í nýja húsnæðið
við Garðatorg og þar með samein-
aðist á einn stað öll stjórnsýsla bæj-
arins, sem áður var á þremur stöð-
um. Bæjarskrifstofan skiptist í fjög-
ur svið, félags- og heilbrigðissvið,
fjármála- og stjómsýslusvið,
fræðslu- og menningarsvið og
tækni- og umhverfissvið. Skrifstof-
an er 1.259 fermetrar að stærð auk
246 fermetra á 3., 4. og 5. hæð í
turnbyggingu. Þar er aðstaða fyrir
bæjarfulltrúa, fundi bæjarstjómar
og fyrir nefndir sem bæjarstjórn
skipar. Gert er ráð fyrir að hægt
verði að hljóðrita fundi bæjarstjóm-
ar og senda út á hljóðvarpsrásum
og taka upp á myndband og dreifa á
sjónvarpsrás innanhús.
Ingimundur Sveinsson arkitekt
hannaði innréttingarnar en hann er
jafnframt hönnuður byggingarinn-
ar, Verkfræðistofan Forsjá sá um
vatns,- holræsa- og loftræsilagnh-
og Tómas Kaaber rafiðnfræðingur
sá um lagnir og lýsingu. Hönnuður
húsgagna í fundarsal bæjarstjórnar
er Þórdís Zoega innanhússarkitekt
á teiknistofu Ingimundar Sveins-
sonar en Trésmiðaverkstæði Héð-
ins og Asgeirs sf. annaðist smíði
þeirra.
Kostnaður
um 70
milljónir
SETJA þarf hraðatakmarkara í
um 900 vörubíla og 100 hóp-
ferðabfla yfir 10 tonn að þyngd
hérlendis, samkvæmt ákvæðum
í reglum sem gilda í ríkjum Evr-
ópubandalagsins. Samkvæmt
reynslu nágrannaþjóðanna kost>
ar um 70 þúsund ÍSK að setja
þennan búnað í hvem bíl. Þetta
er því kostnaður upp á samtals
um 70 milljónir króna.
Fjöldi vörubfla af þeirri
stærð, þ.e. yfir 12 tonn, sem
þurfa samkvæmt lögum að hafa
hraðatakmarkara er um 1.440
en þar af eru hátt í 400 með
búnaðinn og einhveijir þeirra,
líklega 200-300 falla ekki undir
reglugerðina. Um 50 hópferða-
bflar eru með hraðatakmarkara.
Morgunblaðid/Árni Sæberg
FYRSTI fundur bæjarstjórnar Garðabæjar í nýja salnum var í gær.
Benedikt Sveinsson bæjarfulltrúi er í ræðustól.
Vinnuslys
á Grund-
artanga
VINNUSLYS varð á Grund-
artanga, í gær, er smiður sem
var að fara niður af mótavegg
steig fram hjá stiganum og
féll fimm metra til jarðar.
Að sögn lögreglunnar í
Borgarnesi virtist maðurinn,
sem er undirverktaki hjá
ístak, við fyrstu athugunn
hafa öklabrotnað og marist.
Hann var fluttur á sjúkrahús
til aðgerðar.
Forsætisráðherra situr leiðtogafund Eystrasaltsráðsins í Ríga
Aðildað Eystrasaltsráð-
inu Islendingum í hag
Ríga. Morgunblaðið.
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra átti í gær fund með Guntis Ulmanis for-
seta Lettlands, en forsætisráðherra er staddur í Ríga vegna leiðtogafundar
Eystrasaltsráðsins. Davíð segir í samtali við Morgunblaðið að Ulmanis hafi
í viðræðum þeirra lagt áherslu á að umsókn Letta um aðild að Evrópusam-
bandinu (ESB) megi rekja til öryggishagsmuna þeirra. Eystrasaltsríkin
vilji sýna fram á að þau séu vestræn lýðræðisríki.
Hringdu núna
09
'*ri, heí^
HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLA ÍSLANDS
vænlegast til vinnings
8006611
Fundinn í Ríga sitja forsætisráð-
herra Eistlands, Lettlands, Lithá-
ens, Rússlands, Póllands, Finn-
lands, Svíþjóðar, Noregs, Danmerk-
ur og íslands auk Helmuts Kohls,
kanslara Þýskalands. Fyrir hönd
Evrópusambandsins sækja fundinn
þeir Jacques Santer, forseti fram-
kvæmdastjórnarinnar, og John
Prescott, aðstoðarforsætisráðherra
Bretlands, en Bretar fara nú með
forystuna í ráðherraráði ESB.
Fundurinn hófst með kvöldverði
leiðtoganna í gærkvöld og verður
haldið áfram í dag. Þá verður í dag
haldinn leiðtogafundur EFTA og
ESB vegna EES-samstarfsins en
Islendingar fara nú með forystuna í
EFTA.
Davíð Oddsson segir Islendinga
hafa mikilla hagsmuna að gæta
varðandi efnahagslega þróun
Eystrasaltssvæðisins og nefnir sem
Reuter
DAVÍD Oddsson og Guntis
Ulmanis forseta Lettlands við
upphaf viðræðnanna í gær.
dæmi að viðskipti íslendinga við
Eystrasaltsríkin þrjú hafi aukist
verulega á síðustu árum. Hann seg-
ir að gildi þátttöku íslendinga í
samstarfi á borð við Barentsráðið
og Eystrasaltsráðið muni koma í
ljós þegar samsldpti við ríki á þess-
um svæðum fari að bera arð eftir
nokkur ár.
Fyrirmynda leitað á íslandi
Þetta er annar leiðtogafundur
Eystrasaltsráðsins en sá fyrri var
haldinn í Visby í Svíþjóð sumarið
1995. Davíð segir samstarfið hafa
þróast mikið síðan. Fundurinn í Vis-
by hafi öðru fremur verið almennur
fræðslufundur. Nú sé hins vegar
unnið að áþreifanlegum verkefnum
og hafi íslendingar m.a. tekið þátt í
að þróa réttaröryggi þeirra ríkja
sem áður voru hluti Sovétríkjanna.
Til dæmis hafi embætti umboðs-
manns Alþingis verið tekið til fyrir-
myndar varðandi gæslu réttarör-
yggis einstaklinga.
Valdis Birkavs, utanríkisráðherra
Lettlands, segir Eystrasaltsráðið
m.a. gegna því mikilvæga hlutverka
að stuðla að því að draga úr mis-
muni í aðstæðum ríkja við Eystra-
salt. Þá sé hagsmunamál allra að
draga úr skipulagðri glæpastarf-
semi og draga úr tæknilegum höml-
um í viðskiptum milli ríkja á svæð-
inu. Verða þau mál meðal annars
rædd á fundinum.